Hvalbein í og á húsum

sk-c-1409_2.jpg

    Alls stađar í heiminum, ţar sem menning tengdist áđur fyrr hvölum, hvalreka eđa hvalveiđum, hafa menn nýtt afurđir hvalsins til hins ýtrasta. Ţar međ taliđ til húsbygginga.

Íslendingar, norrćnir menn á Grćnlandi, Inúítar, Indíánar, Hollendingar, Bretar, Ţjóđverjar (ađallega í Brimum), Maóríar, Japanir ásamt öđrum ţjóđum hafa allir nýtt hvalakjálka, rifbein, hryggjaliđi og önnur bein í byggingar, sem sperrur, rafta og jafnvel sem stođir. Hryggjarliđir hafa orđiđ ađ stólum og hnöllum og ţannig mćti lengi telja.

Ţegar á 17. öld veiddu Hollendingar manna mest hval. Ţađ ţekktist í Hollandi ađ hvalbein vćru notuđ í girđingar eđa hliđ, líkt og síđar á Holtsetalandi (Holstein). Hvalbein, nánar tiltekiđ kjálkar, voru mikiđ notuđ í hliđ og gerđi í Brimum (Bremen).

e9050021-engraving_of_a_house_made_from_whale_bones-spl.jpg

Olaus Magnus sýnir á ristum í verki sínu Historia de gentibus septentrionalibus frá 1555 hús byggđ úr hvalbeinum.

yorkshire.jpg

I Whitby Norđur-Jórvíkurskíri á Englandi var ţessi hlađa eđa skemma rifin á 4. áratug síđustu aldar. Kjálkabein úr stórum skíđishvölum hafa veriđ nýtt sem sperrur í braggann. Ekki er húsiđ mikiđ frábrugđiđ kjálkahúsinu í verki Olaus Magnusar (Sjá frekar hér).

Sá siđur Hollendinga ađ hengja neđri kjálka úr stórhvelum, sér í lagi skíđishvölum, utan á hús er vel ţekktur, og viđ ţekkjum ţessa notkun hvalbein einna best vegna hins mikla myndlistaarfs ţeirra frá 17. og 18. öld.

been_van_walvis_1658_1260888.jpg

Utan á gamla ráđhúsinu í Amsterdam, sem brann til kaldra kola áriđ 1651, héngu mikil kjálkabörđ í járnkeđju. Málarinn Pieter Janszoon Saenredam málađi olíumálverk af húsinu áriđ 1657 eftir minni eđa eldra verki) (stćkkiđ myndina efst til ađ sjá smáatriđin eđa fariđ hingađ til ađ láta heillast).

Riddarasalurinn (Ridderzaal) í Haag í Hollandi var miđaldabygging sem byggđur var á miđöldum. Í dag er hann hluti af svokölluđum Binnenhof (Innri Garđi), ţar sem hollenska ţinghúsiđ er er í dag. Um miđja 17. öld máluđu tveir listamenn bygginguna og tvö kjálkabein úr skíđishval sem hengd voru á bygginguna áriđ 1619. Seinni tíma listfrćđingar hafa kallađ ţetta bein búrhvals, sem er tannhvalur, en greinilegt er ađ ţarna hanga kjálkabörđ skíđishvals. Aftaka fór fram viđ húsiđ áriđ 1619 og mynd stungin í kopar af ţeim viđburđi. Ţar sjást hvalbeinin ekki, ţannig ađ ţau hljóta ađ hafa veriđ hengd á bygginguna síđar en 1619.

ridderzaal-in-verval.jpg

binnenhof_ridderzaal_-_detail.jpg

 

walvisbeen_stadhuis_haarlem.jpg

Í ráđhússal í Haarlem í Hollandi hanga ţessir veglegu hvalskjálkar. Ţau voru flutt til Hollands frá eyjunni Waiigat (Vindrassgati), sem Jan Huyghen frá Linschoten tók međ sér til Hollands úr merkri ferđ sem hann fór međ Willem Barentsz til Novu Zemblu áriđ 1595. Í miklu yngri ráđhúsum í Norđur-Ţýskalandi héngu einnig hvalbein og voru t.d. notuđ sem ljósakrónur (sjá hér).

het_walvis_been_isn_nu_steen.jpgVíđa í Hollandi hefur ţađ lengi tíđkast ađ menn settu fallega úthöggna steina á gafl húsa sinna. Gaflsteinar ţessir báru gjarna nafn eiganda eđa einhverja mynd sem lýsti eigandanum eđa starfi hans. Á pakkhúsi frá 18. öld í Amsterdam, sem ţví miđur var rifiđ áriđ 1973, hékk ţessi steinn : međ áletruninni : HET WALVIS BEEN IS NU STEEN. Síđar var steininum komiđ fyrir á öđru húsi. Kannski hafa hvalaafurđir einhverju sinni veriđ geymdar í pakkhúsinu á Haarlemmer Houttuinen númer 195-99 (sjá myndina hér fyrir neđan). Gatan fékk nafn sitt af tréverslunum og viđargeymslum Amsterdamborgar sem voru stađsettar ţarna frá ţví á 17. öld, ţegar svćđiđ lá í útjađri borgarinnar. ţar sem minnst eldhćtta var af byggingaefninu sem ţar var geymt.

haarlemmerdijk168_3_gr.jpg

Hvalbeinin sem héngu á húsum í Hollandi hafa ađ öllum líkindum átt ađ sýna fólki stćrđ sköpunarverka Guđs. Ţau sýndu einnig mátt og megin verslunar og umsvifa Hollendinga á gullöld lýđveldis ţeirra á 17. öld, ţegar hvalaafurđir voru sóttar til fjarlćgra slóđa. Beinin voru líklegast til vitnis um ţá mikilvćgu verslun sem Hollendingar stunduđu og ţann iđnađ sem tengdist henni. En alltaf var trúarlegur grunnur. Alli könnuđust viđ söguna af Jónasi í hvalnum. Í beinunum sáu menn einnig sönnun ţess ađ hvalir gćtu hćglega gleypt menn.

brueghel_j_d_a_jonas_walfisch.jpg

Jónas stígur út úr hval í ţorsklíki. Málverk frá 1595 eftir Jan Breughel eldri. Málverkiđ hangir í Gamla Pinachotekinu í München.

180809am127.jpg

Annars stađar gerđist ţađ ađ hvalbein voru hengd upp vegna ţess ađ hvalreki varđ. Ţađ gerđist t.d viđ Litla Belti í Danmörku, ţegar stórhveli rak ţar á land ţann 30. apríl áriđ 1603. Hvalbein, kjálki og voru hengd upp í kirkjunni í Middelfart og eru ţar enn.

 

Í borginni Verona á Ítalíu hangir rifbein úr litlum hval yfir borgarhliđinu.verona_1260893.jpg


Bloggfćrslur 24. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband