Hvalveiđimenn á Seyđisfirđi

sey_isfjor_ur.jpg

Myndin efst er brot úr frábćrri ljósmynd Frederick W.W. Howells frá Seyđisfirđi (sjá myndina í heild sinni neđst). Myndin er líklega tekin aldamótaáriđ 1900. Tveir strákar standa í fjörunni og saltfisksverkunarkonur sitja og hvílast í bakgrunninum. Allt umhverfis strákana liggja skjannahvítir hryggjaliđir úr stórhveli.

Spurningin til lesenda: Getur einhver fyrir austan sagt mér hvar myndin er tekin?

Eftir miđja 19. öld voru bandarískir hval- og selveiđimenn međ stöđ á Seyđisfirđi. Um skeiđ ráku Bandaríkjamennirnir Thomas Welcome Roys (1816-1877) og Gustavus A. Lilliendahl stöđ á Seyđisfirđi. Ţeir fóru illa út úr selveiđivertíđ áriđ 1867 er skip ţeirra brotnađi, en einnig kom hćkkun olíuverđs og borgarastríđiđ í Bandaríkjunum í veg fyrir frekari ćvintýr ţeirra viđ Íslandsstrendur. Ţá tók viđ stöđ ţeirra danskur mađur O.C. Hammer ađ nafni, en hann stundađi víst aldrei neinar hvalveiđar ađ ráđi.

bottemanne_2.jpg

Til Íslands kom einnig Hollendingurinn Caspar Josephus Bottemanne (1829-1872).

Hann landađi á Seyđisfirđi og vann međ Roys og Lilliendahl. Bottmanne er lítt nefndur í samtímaheimildum íslenskum, nema einu sinni í Ţjóđólfi áriđ 1871, ţegar greint er frá ţví ađ ekki hafi veriđ hćgt ađ fćra honum tvö bréf er hann sigldi á skipi sínu Noordkaper, sem landspósturinn les sem "Norđkoper".

Bottemanne ţessi hafđi afgerandi áhrif á hvalveiđisöguna međ ţróun ákveđinnar gerđar af skutli sem Welcome Roys og Lilliendahl fá ţó oftast heiđurinn fyrir. Prófessor Joost Schokkenbroek viđ Vrije Universiteit í Amsterdam og rannsóknarstjóri Scheepvartmuseums (Siglingasögusafns Hollands) í Amsterdam hefur skrifađ mjög merkilega doktorsritgerđ um hvalveiđar Hollendinga á árunum 1815-1885. Ţar kemur fram hin rétta saga flugeldaskutuls Bottemannes og athafna hans á Íslandi.     

Hvort beinin í fjörunni á mynd Howells eru leifar eftir athafnasemi Roys, Lilliendahls ellegar Bottemannes hins hollenska er erfitt ađ fullyrđa, en ţađ er vel hugsanlegt.

Samkvćmt sumum heimildum var hvalveiđistöđ Roys og Lilliendahls á Vestdalseyri sem Howell ljósmyndađi einnig, en tengist stađurinn á efstu myndinni á einhvern hátt Vestdalseyri? Hvađa fjall sést í bakgrunninum?

vestdalseyri_1262912.jpg

Vestdalseyri

1923_4_14.jpg

fjall_1.jpg

Ef ţetta er tindurinn á myndinni (myndin er tekin um hádegi), ţá eru drengirnir á syđri strönd fjarđarins víđs fjarri Vestdalseyri. Getur ţetta veriđ Hákarlshaus eđa Sandhólatindur?

Heimildir:

Schokkenbroek, Joost C.A. 2008. Trying-out: An Anatomy of Dutch Whaling and Sealing in the Nineteenth Century, 1815-1885. Aksant Academic Publishers, Amsterdam.


Minningar úr felti

stora_borg_1984.jpg

Eigi biđst ég afsökunar á ţessari mynd, ţó hún sé í lélegum gćđum. Ég setti hana til hliđar fyrir mörgum árum. Ég fékk mig á ţeim árum aldrei til ađ henda misheppnuđum myndum. Skyggnan var ekki sett í ramma, sem skýrir rykiđ. Mig minnir ađ myndina hafi ég sett til hliđar ţví mér ţótti hún hjákátleg. Nú sýni ég hana í fúlustu alvöru. Hún er ágćtis heimild.

Myndin sýnir vinnu viđ eina erfiđustu fornleifarannsókn á Íslandi: Rannsóknina á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. Ég hef ekki lengur ártaliđ ţegar ég var ţarna í heimsókn, ţví ég gaf rannsókninni flestar ađrar ljósmyndirnar sem ég tók á Stóru Borg, ţegar ég vann ţar sumrin 1981 og 1982, Ţađ var m.a. nokkuđ safn 6x6 sm. litaskskyggna. Líklegast var ég ţarna í heimsókn sumariđ 1984.

stora_borg_1984_2.jpg

Lítiđ hefur ţví miđur komiđ út um rannsóknirnar á Stóru-Borg. Ţjóđminjasafniđ lét mikiđ af ţví gífurlega mikilvćga efni sem ţar fannst eyđileggjast. Ţađ er alfariđ sök Ţórs Magnússonar og ţeirrar óstjórnar sem fylgdi honum á Ţjóđminjasafni Íslands til fjölda ára.

Á myndinni sést Mjöll Snćsdóttir fil. kand. (t.v.) sem í dag er einn af forstjórum Fornleifastofnunar Íslands, einkafyrirtćkis sem býđur í fornleifarannsóknir og skráningar og sćkir í fé ţađ sem yfirvöld veita til rannsókna. Međ Mjöll mćlir Dr. Orri Vésteinsson sagnfrćđingur, sem löngu síđar var gerđur ađ prófessor í fornleifafrćđi . Ţegar myndin var tekin var hann víst í menntskóla. Orri fékk sína fyrstu ţjálfun viđ hinar erfiđu ađstćđur á Stóru-Borg. Ţađ herti menn.

Vona ég ađ hćđamćlingatćkiđ sem notađ var ţetta sumar hafi veriđ í lagi, ţví árin sem ég vann á Stóru Borg var ţađ ónýtt. Hćđarmćlingar á rúst sem var yngri en undir-liggjandi rúst, gat hćglega fengiđ hćđarmćlingar sem lágu undir rústinni sem var eldri. Ţjóđminjasafniđ sá ekki til ţess ađ rannsóknin fengi bođleg rannsóknartćki. Ég öfundađi aldrei Mjöll Snćsdóttir af ţví hlutskipti ađ stýra ţessari rannsókn.

Út úr öxl Orra og maga hans virđist vaxa föngulegur mađur. Ţetta er Einar vinur minn Jónsson frá Skógum, sagn- og lögfrćđingur, sem oft vann međ mér á Stöng í Ţjórsárdal . Einar var, međan hann gróf, međal vandvirkustu grafara og teiknara sem ég hef haft í vinnu. Ef ég hefđi tök á ţví ađ halda áfram ađ grafa á Íslandi, í ţví hafi af fornleifafrćđingum sem Orri hefur menntađ og mótađ, myndi ég reyna ađ fá Einar í vinnu, gćđanna vegna - hann kann sitt fag. Ég tćki líka Orra í vinnu, ţví  hann sagđi mér ungur er hann kom í heimsókn á Stöng í Ţjórsárdal, ađ hann hefđi vinnubrögđin mín ađ fyrirmynd og lofađi mig mjög á fyrirlestri í Árósum fyrir fáeinum árum, svo ég fór alveg hjá mér fyrir framan gamla samnemendur mína í Árósum. Ţađ eru alltaf einhverjir sem kunna ađ meta mann.

Lýk ég nú ţessu skjalli međ myndum frá annarri rannsókn sem ég kom hvergi nálćgt. Hér hefur Kristján Eldjárn bođiđ fjölda manns međ í rannsókn á kumli viđ Úlfljótsvatn sumariđ 1948. Ţessa tísku verđur víst aldrei hćgt ađ fá aftur í fornleifafrćđina á Íslandi, ţar sem meirihluti fornleifafrćđinga eru víst konur á okkar tímum. Viđ rćđum ekki ađferđirnar.

_slensk_fornleifafrae_i.jpg

kristjan_eldjarn_1948_2.jpg


Bloggfćrslur 21. júní 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband