Heiđursnasistar í Morgunblađinu

445848_1_l_1275604.jpgGrein Morgunblađsins um Dietrich von Sauchen og Heinz Guderian er ófyrirleitin smekkleysa og blađamanninum til mikils vansa.

Ţó ađ "hetjan" Diedrich von Sauchen herhöfđingi hafi slegiđ í borđiđ hjá Hitler vegna ţess ađ honum ţótti vegiđ ađ ćru sinni sem herhöfđingja ţegar Hitler ćtlađi ađ skipa honum ađ fara eftir tilskipunum ómerkilegs umdćmis- stjóra (Gauleiter) nasistaflokksins, sem var ótíndur glćpamađur, ţá var von Sauchen engin hetja. Allir vita, ađ brjálađi eineistlingurinn Hitler snobbađi fyrir gamla herađlinum í Ţýskalandi og Hitler ađhafđist heldur ekkert gangvart von Sauchen fyrir ađ berja í borđiđ og taka ekki einglyrniđ af.

Heinz Guderian, sem blađamađur Morgunblađsins telur einnig til "hetja" var svćsinn gyđinghatari og í lok stríđsins áđur en Berlín féll lét hann  ţau orđ falla ađ hann «hefđi sjálfur barist í Sovétríkjunum, en aldrei séđ neina djöflaofna, gasklefa eđa ţvíumlíka framleiđslu sjúkrar ímyndunar.». Ţetta sagđi hann 6. mars 1945 fyrir framan ţýska og erlenda blađamenn er hann gerđi  athugasemdir um fréttir af útrýmingarbúđum nasista. Ţó stríđiđ vćri tapađ var hann enn til í ađ verja ósómann.

Bćđi von Sauchen og Guderian börđust fyrir nasismann og fyrir ţađ óeđli sem hann var. Ţeir tóku hvorugur ţátt í áformum um ađ setja Hitler af eđa drepa hann. Ţeir iđruđust aldri gerđa sinna og ţegar Guderian var leystur úr haldi bandamanna áriđ 1948 gerđist hann međlimur Bruderschaft, samtökum gamalla nasista undir stjórn Karl Kaufmanns fyrrv. umdćmisstjóra i Hamborg. Áriđ 1941 stakk Kaufmann fyrstur umdćmisstjóra nasistaflokksins upp á ţví viđ Hitler at senda gyđinga frá Hamborg austur á bóginn, svo hćgt vćri ađ nota hús ţeirra og íbúđir til ađ hýsa Ţjóđverja sem misst höfđu heimili sín í loftárásum á borgina. 

Skömm sé Morgunblađinu ađ mćra nasista og glćpamenn - ENN EINA FERĐINA. Ef blađamađurinn sem skrifađi ţessa meinloku er ósammála mér, má hann gjarna stíga fram opinberlega og verja skrif sín hér fyrir neđan í athugasemdakerfinu.

guderian_og_himmler_1944.jpg

Guderian stendur hér lengst til vinstri og hlustar af andagt á hinn mikla "leiđtoga" og ţjóđarmorđingja Heinrich Himmler


mbl.is Hellti sér yfir Hitler
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband