Ţá var stíll yfir heimsborginni viđ sundin blá

Löggan 1926Í sumar var ég staddur í tvćr vikur á Íslandi međ syni mínum. Eitt af ţví ljótasta sem ég sá, fyrir utan eyđileggingu arkitekta á miđbćnum, voru lufsulegir verđir laganna.

Ég hafđi bođiđ syni mínum á ágćta hamborgaraholu nćrri húsakynnum RÚV, ţar sem viđ höfđu borđađ einu sinni áđur áriđ 2017. Viđ vorum ţar einir gestir fram ađ framreiđslu borgaranna, en allt í einu slengdust ţar inn tveir lögreglumenn, ungir menn á besta aldri. Ţađ hékk svo mikiđ af vopnum, verjum og drasli framan á ţeim og um ţá miđja, ađ halda mćtti ađ ţetta vćru haldnir offituvanda. En ţegar betur var ađ gáđ, hékk ţarna á ţeim skammbyssa, rafbyssa, vasaljós, blýantur, teikniblokk, vídeómyndavél, kylfa, handjárn, hamar, sigđ, skrúfujárn, töfrasproti og vitaskuld pínku sminktaska. Aumingja mennirnir sliguđust undan ţessu, og ţví var kannski ekki nema vona ađ finna ţá ţarna étandi kolvetnis og fituríkt fćđi í heimsborgaraholu Tómasar [ég tek fram ađ ég fć ekki grćnan eyri fyrir ţessa auglýsingu].

En mikiđ hefđi nú veriđ góđur heimur, ef íslenska löggan hefđi haldiđ frönsku pottlokunum frá 1926, ţegar 7, 8 og 9 á stöđinni smćluđu framan í bandaríska kvikmyndagerđarmanninn og heimsferđalanginn Burton Holmes (1870-1958) í einni mynd í stuttmyndaröđ hans Film Reels of Travel.

Í Austurstrćti brosti löggan og ţurfti ekki allt ţetta ameríska aukadrasl sem löggan hefur hangandi utan á sér í dag. Hugsiđ ykkur ef löggurnar vćru í svona múnderingu í Ađalstrćtinu í dag og fengu sér í rólegheitunum sterkt kaffi og croissant, kannski patat frites á París og heilsuđu fólki međ onnör og brostu keltnesku brosi. Er ekki hćgt ađ macrónísera lögguliđiđ í nćstu uppfćrslu og gefa greyjunum betri frakka líkt og starfsbrćđurnir báru áriđ 1926?

Síđar á 20. öldinni lagđi löggan meira upp úr hćđ manna en greind eins og kemur ljóslega fram á ţessari ljósmynd sem ţýskur nasisti, njósnari og flagari, Paul Burkert, tók í Reykjavík á 4. áratugnum og birti í bókinni Island, Erforscht, Erbaut, Erlebt (1936). En nú eru ađrir tímar...

Germönsk fífl10 árum síđar vou eintómir risar í löggunni, nema löreglustjórinn - hann var jafnan lítilfjörlegur nasisti: "Reykjaviks Polizeimannschaft. Der gröste 202 cm, der kleinste 196 cm."

Tourists in Rkv 1926Ferđamenn í Reykjavík 1926 á sćtsýn á bestu rútunni í Reykjavík.

Horfiđ hér á kvikmynd Burton Holmes frá Reykjavík áriđ 1926. Mikiđ hefur breyst, ekki bara löggan. Síđla í myndinni er hćgt ađ sjá Icelandic man to man wrestling sem glímumenn sýndu um borđ á ferđamannaskipinu sumum ferđalöngum til mikillar ánćgju. Ţađ var víst nćst ţví ađ komast á Café Babalú í dag.


Bloggfćrslur 9. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband