Viđburđur eđa fyrirskipun?

friđlýsing Ţjórsárdals_dagskrá

Viđburđur: Menningarlandslag hinnar ímyndunarveiku íslensku ţjóđhverfu verđur undirritađ í dag - án vitsmunalegrar umrćđu. Svo virđist sem fariđ sé ađ virđa lýđrćđi og eđlilega akademíska umrćđu ađ vettugi í skugga COVID-19 á Íslandi.

Í dag, 14. október 2020, verđur undirrituđ hvorki meira né minna en Friđlýsing Menningarlandslagsins Ţjórsárdals. Í gćr fékk ég "bođ á viđburđ" eins og ţađ er kallađ. Mér var fyrst tilkynntur ţessi "viđburđur" í gćr, ţó ég hafi manna mest rannsakađ menningu Ţjórsárdals fyrr á öldum.

Menningarlandslag fornra tíma er vandséđ í Ţjórsárdal. Byggđ var ţar mikil á mismunandi tímum en stađfrćđi rústa ţar er ađ mestu komin til vegna tilgátusmíđa eins ágćts fornaldarhyggjumanns á 19. öld sem var mađur síns tíma. Greinilega á hann skođanabrćđur á okkar tímum. En eins og menn vita margir vel, ţá eiga tilgátur mjög auđvelt međ ađ verđa ađ heilögum sannleika á Íslandi. Ţess vegna eru menn t.d. í sjórćningjaleik ađ leita ađ gersemum í skipi frá 17. öld sem er löngu fariđ í spađ í Svörtum söndum landsins.

Hin hátíđlega undirritun í dag (viđburđurinn) kemur mér fyrir sjónir sem eitt af mörgum póstmódernístísku draumaverkefnum sem nú eru í tísku međal margra frćđimanna á Íslandi. Ţađ eru fleiri í sjórćningjaleik en fullorđnir ćvintýramenn  međ lausa skrúfu.

Undirritunarathöfnin í dag er víst ekkert annađ en ađför ađ veruleika og sannleika. Ţađ fer ţó vissulega allt eftir ţví hvađa menningarlandslag á ađ samţykkja fyrir Ţjórsárdal. Dalurinn, endilangur, hefur árlega og í mörg ár veriđ teppabombađur af sáningar- og áburđarflugvélum Landgrćđslu Ríkisins.  Ţví er mikiđ af ţeim gróđri sem í dalnum hefur dafnađ á síđustu 30-50 árum nútímamenningarlandslag og óskhyggja um útlit á landi, sem í aldarađir var örfoka vegna ofbeitar og uppblásturs, en einkum ţó vegna virkni Heklu gömlu, eins virkasta eldfjalls í Evrópu.

_aki_a_jo_veldisbaenum.jpgKristján Eldjárn ţakkar gömlum manni sem kunni hiđ forna menningarverk ađ ţekja söguna sneypudúk úr plasti. Myndin er tekin viđ byggingu Ţjóđveldisbćjarins svokallađa í Ţjórsárdal. Sagt er ađ Ţjóđveldisbćrinn falli vel ađ menningarlandslagi í Ţjórsárdal, sem er mestmegnis steypa, gler og plast.

Undirritunin sem festir hátíđlega "menningarlandslag Ţjórsárdals" var tilkynnt af Kristínu Sigurđardóttur undir mynd af svćđinu viđ Stöng í Ţjórsárdal, ţar sem uppgrćđsluátak síđustu áratuga sést á rústasvćđi Stangar. Síđan rannsóknir fóru fram ţar fyrst fram áriđ 1939, en sér í lagi á síđustu 30 árum, hafa heimamenn međ dyggum stuđningi frá  Landsvirkjun stađiđ í stórvirkri trjárćkt viđ Stöng og annars stađar í Ţjórsárdal. Sú rćkt hefur ekkert tillit tekiđ til menningarminja eđa menningarlandlags, nema ţess sem menn sjá fyrir sér í einhverri ţjóđhverfri draumsýn ţjóđernishyggju eyjarţjóđar međ minnimáttarkennd.

Plöntun trjáa viđ og í rústir á Stöng er brot á lögum og embćtti Kristínar Sigurđardóttur hefur ekkert ađhafst til ađ koma ţeim í burtu. Ég leyfi mér ađ halda ţví fram ađ forstöđukonan viti einfaldlega ekki hvađ menningarlandslag er.

Tökum sem dćmi. Lítill Túngarđur/gerđi neđan viđ Stöng, sem enn sást, en ađ litlu leyti, á 9. áratug 20. aldar, ţegar ég hóf rannsóknir á Stöng, er nú á kafi í gróđursettum trjám. Í gegnum tíđina hafa ferđamenn ekiđ yfir túngarđinn beint upp í hlađ viđ yfirbyggđu rústina.

Ţađ menningarlandslag sem einhvern tíma í fyrndinni hefur myndast viđ 2-300 ára byggđ í dalnum, er lítt sjáanleg í dag.  Ţess vegna er hálfhjákátlegt ađ sjá "undirritun á friđlýsingu á Menningarlandslagi" sem ekki er lengur til og sem menn hafa lagt sig í líma viđ ađ eyđileggja.

Nú er yfirlýsingagleđi Kristínar Sigurdóttur varđandi Ţjórsárdal ekki ný á nálinni. Eins og má lesa hér ćtlađi hún sér ađ gera viđ rústir fyrir 700.000.000 króna. Sjá hér og hér. Fyrirhrunagóđćriđ ćrđi ţennan embćttismann eins og sjá má á ţeirri lítillátu tölu sem varđ til í heila hennar - sem lýsir Framsóknarmennsku hennar best. Síđar vildi hún láta reisa heila villu ofan á rústum (sjá hér), sem ekki hafa veriđ fyllilega rannsakađar.

Međan Sigmundur Davíđ var eins konar fornminjaráđherra í hjáverkum, og enn kammerat í gamla ţjóđernissinnaflokkunum Framsókn, var honum mikiđ hugađ um menningarlandslag, og gerđi sér ađ ţví er ég held fulla grein fyrir ţví hvađ ţađ er -  fyrir utan draumsýn um endurbyggđ fornrar frćgđar í endurgerđum húsa í ţjóđerniskenndarhverfi í stóru ţorpi á Suđurlandi, ţar sem hann vildi reisa forna frćgđ í blöndu af Dresden og Disneylandi. En ef núverandi ráđherra Framsóknar leggur sama skilning í orđiđ og fyrrverandi flokksfélagi hennar gerđi áđur hann féll á svellinu á Tortólu, ţá verđur ađ rífa mest allan trjágróđu viđ Stöng í Ţjórsárdal upp međ rótum, ţví hann hefur komiđ til af manna völdu síđan 1939. 

En ef ţađ er hins vegar menningarlandslag eftir 1939 ţađ sem friđlýsa á, ţá er auđvitađ líka hćgt ađ friđlýsa spor eftir bifreiđar utan vegslóđa og önnur glćsileg stórverk mannanna á 20 og 21 öld í Ţjórsárdal.

Stöng 1939 enginn gróđur

horft_til_nor_ursEfri myndin var tekin á Stöng sumariđ 1939 er fornleifarannsóknir voru nýhafnar. Ekki ber mikiđ á birkinu áriđ 1939, en lođvíđir óx á Stöng eins og í dag. Neđri myndin var framleidd ţegar forstöđumađur Minjastofnunar vildi reisa ţar villu ţegar hún var búin ađ gera sér ljóst ađ 700.000.000 áćtlunin sem gerjađi í höfđi hennar vćri út í hött. Ţá skein sól úr norđri. Nú er ţví allt kaflođiđ af manna völdum. Ţađ er auđvitađ menningarlandslag ef eitthvađ er ţađ - menningarlandslag ţjóđhverfu og eyjaţjóđa-minnimáttarkenndar. Hvítţvo átti ofbeitarsyndir aldanna og eyđileggingu máttarvaldanna - og nú á ađ selja ferđamönnum hiđ "nýja Ísland" í rómantísku ljósi.

 Dónakirkja í Ţjórsárdal

Međ árlegum teppasprengingum međ áburđi úr flugvélum hefur  tekist ađ skapa ađra mynd af Ţjórsárdal, sem sögulaust fólk ímyndar sér ađ sé menningarlandslag. Allt grćr vel, eins og sést á ţessari mynd sem tekin var nýlega úr dóna-rellu yfir Ţjóđveldisbćnum viđ Búrfell, sem er draumsýn óeđlilegrar ţjóđhverfu (etnócentrisma), reist inn í  menningarlandslag 20. aldar međ steinsteypu og plastmottum (sjá í greininni Plastöldin í Ţjórsárdal). Síđar var reist var kirkja viđ Ţjóđhverfubćinn, og er ţar dyggilega logiđ ađ ferđamönnum ađ sú bygging byggi á niđurstöđum fornleifarannsókna. Ţćr voru reyndar virtar ađ vettugi og hringlaga kirkjugarđur settur ţarna líka, ţó svo ađ enginn slíkur hafi fundist viđ fornleifarannsóknir á Stöng, sem endurgerđin er sögđ byggja á. Meira um kirkjuna viđ Ţjóđveldisbćinn hér.

Lilja Dögg Alfređsdóttir undirritar í dag og innsiglar algjörlegt tilgangsleysi embćttis Kristínar Sigurđardóttur sem líklega/vonandi er komiđ á lokapunkt vegna aldurs hennar. Hún er orđin álíka gömul og elsta menningarlandslag í Ţjórsárdal.

Er ekki hćgt ađ finna sér eitthvađ hentugra og viturlegra fyrir ráđherra til ađ fegra sig međ fyrir komandi kosningar, en friđun á ómenningarlandslagi, sem er rutt í gegn međ pennastriki á hćnupriki án vitrćnnar umrćđu og sérfrćđiţekkingar?  Cóviđ, veirusýkingin sem nú herjar á öll byggđ ból, er greinilega notađ á Íslandi, líkt og í sumum öđrum "lýđrćđisríkjum", til ryđja málum í framkvćmd án umsagnar og hugsunar í skugga sjúkdómshamfara. Ljótt er ţađ, en satt.

Viđburđurinn í dag fćr ađeins brot úr grímu Forngríms; ţann hluta sem sýnir fyrirlitningalegt glott Gríms ins forna. Brosiđ er heldur stíft Framsóknarbros en hefur veriđ litađ til vara í tilefni dagsins, ţegar hópur kvenna stundar ólýđrćđislega hyllingu á sjálfum sér í starfslok og fyrir kosningar.

Varalitađ vandlćtingarbros

 


Bloggfćrslur 14. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband