Tímasetningar "biblíuumslags" og "biblíubréfs"

Biblíufréfiđ

Ţjóđskjalasafniđ gaf í dag frá sér ţessa yfirlýsingu, ţví safniđ hefur nú komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ verđmćtt og margumtalađ umslag, sem jafnan er kallađ Biblíubréf, sé ríkiseign. Eiginlega er Biblíubréfiđ umslag, en Ţjóđskjalasafniđ telur sig hafa bréfiđ sem í ţví var undir höndum. Safniđ hefur komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ umslagiđ hafi hugsanlega veriđ tekiđ ófrjálsri hendi.

Ţessi skýrsla Ţjóđskjalasafnsins stendur ađeins í hálsinum á mér og sendi ég ţví eftirfarandi fyrirspurn til Ţjóđskjalasafni, nánar tiltekiđ ţeirra starfsmanna sem manni var bent á ađ hafa samband viđ í tilkynningu safnsins.

Sćl veriđ ţiđ Hrefna og Njörđur

Ég var ađ hlusta á fréttir í dag í Útvarpinu og heyrđi frétt um yfirlýsingu Ţjóđskjalasafns varđandi Biblíubréf svokallađa, í framhaldi af ţćtti sem nýlega var sýndur á RÚV - sem ég hef ţví miđur ekki séđ, ţar sem ekki er hćgt ađ horfa á hann erlendis.

Ég las aftur á móti mjög vel ţađ sem Ţjóđskjalasafniđ hafđi til málanna ađ leggja. Mig langar ţess vegna ađ spyrja, hvernig stendur á ţví ađ bréfiđ sem ţiđ teljiđ hafa veriđ inni í Biblíuumslaginu er dags. 30. september 1874, en bréfiđ sem ţiđ viljiđ tengja ţví er er póststimplađ ţann 22. október 1874.

Ef ţiđ skođiđ Alţingisbréfiđ (sjá hjálög mynd) er ljóst ađ frímerkiđ var stimplađ 22. október 1874. Bréfiđ sem sérfrćđingar Ţjóđskjalasafns telja ađ hafi veriđ í ţví umslagi er dagsettu 30. september 1874.

Getiđ ţiđ skýrt ţessa seinkun á sendingu bréfsins sem er undirritađ 30.9. 1874. Beiđ Landsfógeti međ ađ senda 2. sendingu í 22 daga eđa voru stimplar pósthússins í ólagi? Ja, kannski var Óli Peter Finsen póstmeistari á fylleríi.

Međ góđri kveđju,

Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ritstjóri á Fornleifi https://fornleifur.blog.is/blog/fornleifur/

Ég lofa ađ skýra fyrir lesendum Fornleifs, ţađ sem Ţjóđskjalasafniđ skýrir út fyrir mig, um umslag sem er stimplađ 22. október 1874, međan ađ bréfiđ sem Ţjóđskjalasafniđ telur ađ hafi veriđ í umslaginu er frá 30. september 1874.

Kannski hafa lesendur Fornleifs góđar skýringar? Kannski er önnur Pfizer sprautan eitthvađ ađ rugla mig í ríminu? Fjandakorniđ nei, ţađ er meira hálfur mánuđur síđan ađ ég fékk hana og ég hef ekkert fundiđ fyrir heilatöppum.

Viđbót 14.5. 2021

Ţjóđskjalasafniđ hefur vinsamlegast svarađ erindi mínu:

Heill og sćll Vilhjálmur

Til ađ svara fyrirspurn ţinni. Samkvćmt bréfadagbók sýslumannsins í Árnessýslu barst bréfiđ frá landfógeta dags. 30. september 1874 til sýslumannsins 30. október sama ár. Samkvćmt bréfadagbókinni virđast 28 bréf hafa borist ţennan dag til sýslumanns og eru ţau dagsett frá 14. september til 27. október 1874. Ţessi bréf eru skráđ á ţrjár blađsíđur í bréfadagbók sýslumanns. Ég lćt fylgja međ ljósmynd af síđunni sem bréfiđ frá 30. september 1874 er skráđ á (nr. 526) og ađra mynd ţar sem betur má lesa fćrsluna fyrir bréfiđ frá 30. september 1874. Ţú sérđ ađ í dálki lengst til vinstri er móttökudagsetning bréfanna en í dálki lengst til hćgri er dagsetning bréfanna. [Sjá myndir hér og hér]

Rétt er ađ benda á ađ samkvćmt athugun Ţjóđskjalasafns er hiđ svokallađa „Biblíubréf“ ekki umslag heldur er ţađ hluti af bréfi til sýslumannsins í Árnessýslu dags. 30. september 1874 frá landfógeta. Sá hluti sem hefur veriđ nefndur „Biblíubréfiđ“ hefur veriđ klipptur eđa skorinn af bréfi landfógeta. Venjan var ađ bréf voru skrifuđ á sambrotnar arkir ţar sem innihald bréfsins var skrifađ á fremra blađ arkarinnar og utanáskrift bréfsins, ţ.e. nafn móttakanda, aftan á síđari hluta arkarinnar. Síđan var bréfiđ brotiđ saman á tiltekinn hátt, ţađ innsiglađ međ lakki og ţrykkt á ţađ skjaldarmerki embćttisins sem sendi bréfiđ og frímerki síđan límt á ţá hliđ eftir atvikum. Á bréfi landfógeta til sýslumannsins í Árnessýslu dags. 30. september 1874 má enn sjá brot í bréfinu og hvernig ţađ hefur veriđ brotiđ saman. Til samanburđar birti Ţjóđskjalasafn mynd af sambćrilegu bréfi frá landfógeta til sýslumannsins í Árnessýslu dags. 24. október 1874 ţar sem sést vel hvernig sambrot voru á ţessum tíma.

Međ kveđju,

Njörđur Sigurđsson, sviđsstjóri skjala- og upplýsingasviđs

Ţjóđskjalasafn Íslands

Laugavegur 162, 105 Reykjavík

Sími 590 3300 / 590 3322

 


Bloggfćrslur 12. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband