Fatlađi drengurinn á jólatrésskemmtuninni 1943

Mig grunar ađ jólatrésskemmtanir hafi fyrst orđiđ almennur viđburđur í Reykjavík og á Íslandi eftir ađ Bandaríkjaher kom til Íslands.

Ugglaust hefur danskur kaupmannsađall áđur veriđ međ slíkar skemmtanir, líkt og félagiđ Germanía skemmti sínum félagsmönnum međ Tannenbaum sem á héngu hakakrosskúlur og bćverskar kúlur međ Hitlermyndum á jólateiti félagsins í samvinnu viđ ţýska sendiráđiđ. Hvar áttu menn svo sem annars ađ fá jólatré á Íslandi fyrir stór jólaböll, ţegar ţau voru enn af skornum skammti -- nema ţá ef ţau komu úr skógarreit dansk kaupmanns eđa međ skipi frá frúnni í Hamborg?

En ţegar vaktskiptin urđu í stríđinu kom Kaninn, sem hafđi allt ađra siđi en breska setuliđiđ sem ekki var sérlega rómađ fyrir góđ almannatengsl nema viđ yfirstéttina, ţó fyrir utan ađ ţeir gerđu gyđingum sem fengu allranáđugast ađ setjast ađ á Íslandi kleift ađ halda trúarsamkomur sínar. Ţađ síđastnefnda kom ađallega til vegna ţess ađ í herjum Breta voru gyđingar sem vildu komast í samband viđ trúfélaga sína á Íslandi. Má lesa meira um ţađ hér, hér, og hér.

Jólatrékastađ

Bandaríkjamenn náđu í jólatré á Labrador fyrir skemmtanir sínar 1943. Myndin fyrir neđan er úr White Falcon og sýnir trjámennina og skrifstofublćkur hjá Bandaríska Rauđa Krossinum. Úr grein í White Falcon ţar sem sagt er frá ţessum sérstöku jólatrjáaflutningum í byrjun desember 1943: Ţar mátti m.a. lesa ţessa lýsingu, sem er hverju orđi sannari

"It is no secret that Christmas tress are more scarce in Iceland than penguins are in Tahiti, but were there´s a will therse´s a way, and if the soldiers of this Command get the urge to hang a GI sock on one this year there is nothing to prevent their fulfilling that desire. Because, thanks to the efforts of four members of the Air Corps, four of the priceless trees are in Iceland, all ready to be decorated.

Screenshot 2023-01-03 at 19-42-27 The White Falcon - 11. Tölublađ (04.12.1943) - Tímarit.is.

Jólin 1943 var haldin mikiđ jólatrésskemmtun í einum kampi Bandaríkjamanna í Reykjavík og Íslendingum var bođiđ međ, börnum (m.a. veikum börnum), mćđrum ţeirra, peysufatakonum og einstaka íslenskum karli. Jólasveinninn á skemmtuninni var ekki af Coca Cola-gerđinni, heldur "leanađur" Santa Claus međ pappagrímu eins og ţćr sem síđar var hćgt ađ kaupa á Íslandi.

Ljósmyndarinn Ralph Morse, gyđingur frá New York og síđar heimsfrćgur ljósmyndari, sem ég greindi frá í síđustu fćrslu, fór á jólaskemmtunina í stórum bragga Bandaríkjamanna sem mig grunar ađ hafi stađiđ viđ Meistaravelli. Morse ungi tók mikiđ magn frábćrra mynda, sem ég leyfi mér ađ miđla hér, međ  ađaláherslu á drenginn sem ţiđ sjáiđ einnig í skyggnumyndasýningu Fornleifs efst, sem best er ađ skođa međ ţví ađ opna YouTube.

Jolaball 43 6

Fatlađi drengurinn sem stal hjörtum hermannanna

Nokkrar myndir af fötluđum dreng í matrósafötum skera sig ţó úr í mínum augum. Mér ţćtti vćnt um ef einhver gćti sagt mér hver drengur ţessi var of móđir hans. Mér datt í hug Jóhannes Sverrir Guđmundsson, (1944-1997), sem viđ mörg munum eftir - hann var á sínum seinni árum ţekktur undir nafninu Jóhannes Grínari. Viđ nánari athugun sá ég ţó, ađ ţađ gat ekki veriđ, ţví Jóhannes ólst upp á Suđureyri og fćddist áriđ 1944, ţ.e.a.s. eftir ađ ţessi jólatrésskemmtun á myndunum fór fram.

10

Mikiđ ţćtti Fornleifi vćnt um, ef ţjóđin forna undir snjó og klaka á hjara veraldar gćti upplýst hann um, hver drengur ţessi var og móđir hans, sem ég tel víst ađ sé međ honum á sumum myndanna.

Kćrar ţakkir til ykkar sem lituđ viđ og lásuđ fróđleik á Fornleifi áriđ 2022.

11


Bloggfćrslur 3. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband