Ruslakarlar framtíđarinnar

IMG_8131 c

Myndin hér fyrir ofan sýnir tvo unga menn sem gerđu sér alls kyns leifar og rusl ađ gagni og gamni, og síđar ađ mismunandi lífsstarfi um tíma - hver á sinn hátt.

Ykkar einlćgur er til vinstri á 6. ári og hlustar af miklum áhuga á áform Sveins Ásgeirssonar um ađ búa til kassabíl úr endurunnum kassa undan spćnskum appelsínum. Ekki man ég ţó eftir kassabílnum, ţó ađ Svenni hafi búiđ til nokkra, en eitthvađ negldum viđ ţó saman. Á ţessum árum var hćgt og bítandi veriđ ađ byggja húsin í götunni okkar.

Sveinn fćddist inn í fyrirtćki líkt og ég. Ég fćddist inn í Amsterdam og Svenni var fćddur inn í Sindra-stál, sonur öđlingsins Ásgeirs Einarssonar og Maríu Gísladóttur konu hans. Ţau bjuggu á eystri enda rađhúsalengjunnar okkar í Hvassaleiti. Ásgeir og María voru vinafólk foreldra minna. Viđ bjuggum í hinu endahúsinu, vestast. Ásgeir fađir Svenna gerđist m.a. frćgur fyrir ađ hafa hannađ stóla međ gćruskinni, sem ég sá ađ aftur er fariđ ađ selja, um 20 árum eftir andlát hans. Stólar ţessir voru prýđileg hönnun.

Einhvern tímann heyrđi ég, ađ Sveinn vćri búsettur fyrir norđan og starfađi fyrir Hringrás, sem fćddist út úr Sindra. En nú virđist mér viđ einfalda leit, ađ hann sé kominn úr rusla og endurnýtingarbransanum. Kannski byggir hann bara góđa kassabíla fyrir barnabörnin norđur í Eyjafirđi.


Bloggfćrslur 29. nóvember 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband