Ruslakarlar framtíđarinnar
29.11.2023 | 16:02
Myndin hér fyrir ofan sýnir tvo unga menn sem gerđu sér alls kyns leifar og rusl ađ gagni og gamni, og síđar ađ mismunandi lífsstarfi um tíma - hver á sinn hátt.
Ykkar einlćgur er til vinstri á 6. ári og hlustar af miklum áhuga á áform Sveins Ásgeirssonar um ađ búa til kassabíl úr endurunnum kassa undan spćnskum appelsínum. Ekki man ég ţó eftir kassabílnum, ţó ađ Svenni hafi búiđ til nokkra, en eitthvađ negldum viđ ţó saman. Á ţessum árum var hćgt og bítandi veriđ ađ byggja húsin í götunni okkar.
Sveinn fćddist inn í fyrirtćki líkt og ég. Ég fćddist inn í Amsterdam og Svenni var fćddur inn í Sindra-stál, sonur öđlingsins Ásgeirs Einarssonar og Maríu Gísladóttur konu hans. Ţau bjuggu á eystri enda rađhúsalengjunnar okkar í Hvassaleiti. Ásgeir og María voru vinafólk foreldra minna. Viđ bjuggum í hinu endahúsinu, vestast. Ásgeir fađir Svenna gerđist m.a. frćgur fyrir ađ hafa hannađ stóla međ gćruskinni, sem ég sá ađ aftur er fariđ ađ selja, um 20 árum eftir andlát hans. Stólar ţessir voru prýđileg hönnun.
Einhvern tímann heyrđi ég, ađ Sveinn vćri búsettur fyrir norđan og starfađi fyrir Hringrás, sem fćddist út úr Sindra. En nú virđist mér viđ einfalda leit, ađ hann sé kominn úr rusla og endurnýtingarbransanum. Kannski byggir hann bara góđa kassabíla fyrir barnabörnin norđur í Eyjafirđi.
Athugasemdir
Ég er fegin ađ getađ endurnýtt efni varđandi ţar sem ég fćst viđ núna.
Mjög skemmtilegt ađ sjá ţessa mynd af ykkur guttunum ađ endurnýta appelsínukassann. Einu sinni bađ ég til Guđs um ađ gefa mér kassa. Hann bćnheyrđi mig ekki. Einhverju síđar, man ég eftir ađ ég fór í Raggabúđ á Laugalćk og fékk svona appelsínukassa ţar. En ţar var basl ađ koma honum heim. Ég var á hjólinu mínu. Vitlegra hefđi veriđ gangandi. Hjóliđ var af fínustu gerđ: "Hamlet" sem pabbi keypti í Danmörku.
Kassinn var ekki til kassabílagerđar, heldur í bú- eđa búđarleik hjá okkur stelpunum. En einhverju sinni smíđuđu stempurnar kassabíl, ég kom lítiđ ađ smíđinni. Strákarnir hrósuđu ţessu afreki, ţó ađ kassabíllinn vćri bara Trabant miđađ viđ Volkswagen bjöllu kassabíla sem strákarnir smíđuđu.
Myndin af ykkur Sveini er skemmtileg. Ţarna er allt í svađi. Lóđir höfđu ekki veriđ tyrfđar og götur voru malbikađar. Allt morandi í drullupollum eftir rigningartíđ. Man eftir mér á leik í regnkápu međ regnhatt. Ég varđ ađ prófa. Ég manađi vinkonu mína og viđ supum upp úr einum pollinum í götunni okkar.
Peysan sem ţú ert í er mjög líklega keypt í Hagkaup. Annađ hvort í Hagkaup á Milkatorgi eđa í Lćkjargötunni. Bekkjarbróđir minn átti álíka peysu sem var svört/hvít/grćn. Svona peysur voru til sölu í Hagkaup og lágu í stórum bunkum á borđi í búđinni, ţ.e. í Lćkjargötunni. Enda man ég eftir slíkri búđarferđ okkar stelpnanna á 7. áratugnum. Ég kalla ţetta ađ eiga litla video-klippu inni í hausnum á mér.
Ingibjörg Magnúsdóttir (IP-tala skráđ) 29.11.2023 kl. 20:46
Sćl Ingibjörg, og takk fyrir innlitiđ. Ég sá ekki athugasemdina, hef veriđ upptekinn viđ annađ. Ţađ eiga örugglega margir svipađar minningar í byggingarfári 7. áratugarins í Reykjavík myndi ég ćtla. Allir voru í eins peysum og gúmmískóm, nema Andri í húsaröđinni fyrir aftan okkur. Hann átti bláa klossa međ skúf og bauđ ekki mér og Svenna kassabílstjóra í afmćliđ sitt - ţví viđ vorum svo "púkó". Mađur komst nú ađ lokum gegnum ţennan stórsturlađa árartug, en ţá tók annar viđ sem var enn ćvintýralegri. Viđ lifum á skemmtilegum tímum. Ég er feginn ađ hafa ekki veriđ til fyrr. Hamlet hjólin voru frćg og Hamlet verksmiđjan seldi einnig VELO skillinöđrur sem einnig sáust á Íslandi. Myndin er úr verksmiđju Hamlets um 1960.