Örvarodds saga

Örvaroddur fundinn í Reykjavík

Adolfi Friđrikssyni fornleifafrćđingi var eitt sinn faliđ ţađ vandasama verk ađ sjá um endurútgáfu hins merka verks Kristjáns Eldjárns Kumls og Haugfjár, sem kom út áriđ 2000.

Ţví miđur var mikiđ af ţeirri vinnu sem átti ađ bćta viđ ágćtisverk Kristjáns Eldjárns óttalega illa unnin og sýnir ađ ţeir sem ađ bókinni stóđu hafa ekki haft mikla ţekkingu á ţví sem ţeir voru ađ vinna međ. Kuml og Haugfé var reyndar velskapađ barns síns tíma áriđ 1956, gott rit miđađ viđ ađ Kristján Eldjárn hafđi ekki lokiđ námi í fornleifafrćđi í Danmörku, en viđbćtur í endurútgáfunni, sem ekki eru frá hans hendi, eru afar ţunnur ţrettándi.

Fyrir áramót sagđi ég frá kingunni sem týnst hafđi eftir ađ bók Eldjárns kom út í fyrsta sinn. Ekki var ađ finna stafkrók um ţađ hvarf í nýju útgáfunni áriđ 2000.

Í fyrstu útgáfu Kumls og Haugfés sem kom út áriđ 1956 er afar stutt og látlaus lýsing á ţeim örvaroddum sem til voru á Íslandi á ţeim tíma. Viđ ţađ var eiginlega litlu ađ bćta, nema um einn grip sem fannst á Stöng áriđ 1939 og sem haldiđ var fram ađ vćri örvaroddur. Miklu líklegra er ađ gripurinn sé hnífur enda blađiđ of flatt til ađ geta veriđ oddur sem léti af stjórn.

Samojed3
Samojed2
Örvaroddar Samojeda í Síberíu, sem lýst er í stórverkinu Continuation de L'Histoire générale de Voyages ou Collection Novelle des Relations de Voyages par Mer, Decouvertes, Observations, Desceiptions Omises dans celle de feu M. l'Abbé Prevôt, ou publiées depui cet Ouvrage ...etc. etc. etc. sem kom út í Paris áriđ 1768, Avec Approbation et Privelege du Roi. 

 

Einnig er greint frá "sérkennilegum örvaroddi, sem fannst viđ fornleifarannsóknirnar í Suđurgötu 3-5 í Reykjavík, sem sćnski fornleifafrćđingurinn Elsa Nordahl fjallađi um í bók sem hún gaf út um rannsóknir sínar. Nordahl taldi sig ekki ţekkja neinn slíkan örvarodd. Adolf Friđriksson leitađu ţví til tveggja manna sem mikiđ hafa rannsakađ örvarodda í Svíţjóđ og á Hörđalandi í Noregi, en ekki könnuđust ţeir viđ svona V-laga örvarodda samkvćmt upplýsingum í neđanmálsgrein.

Sérfrćđingarnir ţessir hafa reyndar fyrst og fremst sérhćft sig í örvaroddum sem voru vopn, en margir örvaroddar voru ekki ćtlađir til ţess ađ drepa fólk og slíkir örvaroddar finnast ţá sjaldnar í kumlum. V-laga  örvaroddar eru ekki óţekktir. Ţeir hafa fundist á Bretlandseyjum, í Úkraínu, Asíu og međal Samójeđa í Síberíu, fjarskyldra frćnda Sama í Skandinavíu. Samúrćar í Japan hafa einnig notađ álíka örvarodda. Ţeir finnast víđa í Asíu.

oddar

 

961

Svona oddar voru hentugir til ađ drepa stóra bráđ, t.d. sel eđa hreindýr og hirti. Ţetta hefđi Adolf Friđriksson líklegast vitađ, hefđi hann stundađ rannsóknir á haugfé og efnislegri menningu áđur en hann tók viđ ritstjórn Kumls og Haugfjár.

 

Adolf Silfurviti 1994

Adolf Friđriksson áriđ 1994, ţegar hann hélt ađ íslenskur jarđvegur hefđi ţann kost fram yfir jarđveg annars stađar heiminum ađ ekki félli á silfur sem lenti í honum fyrir hundruđum ára. Lengi hef ég óskađ ţess ađ Adolf gćfi nánari skýringar á ţví fyrirbćri, í stađ ţess ađ ţykjast vitrari en kennari viđ háskólann í London ţar sem hann hafđi lćrt. En engin svör komu viđ ţví frekar en mörgu öđru í endurútgáfu Kumls og Haugfjár.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband