Íslendingar selja frekar ömmu sína

Silver Police 2
 

Margrét Hallgrímsdóttir ţjóđminjavörđur, starfsmađur Ţjóđminjasafns og fulltrúar safnaráđs tóku silfur af útsendara málminnkaupafyrirtćkis á Bretlandseyjum sem aliđ hefur manninn á hótelherbergi í Reykjavík. Ţar hefur hann undanfarna daga tekiđ á móti Íslendingum sem vilja selja honum ćttarsilfriđ og gulliđ sitt. Ekki ósvipađ og ESB sem vill kaupa fjöregg ţjóđarinnar. Ţjóđminjavörđur lét eftirfarandi eftir sér hafa í morgun, ţegar hún var búin ađ taka silfriđ af Bretanum:

„Ţađ er kannski erfitt ađ segja nákvćmlega til um hvađ ţetta er gamalt. Ţetta er frá síđustu öld," segir Margrét. „Viđ teljum ástćđu til ađ fjalla um ţetta sérstaklega. Ég spyr mig hvort ţađ sé ekki eitthvađ sem viđ ţurfum ađ hugleiđa Íslendingar hvort ţađ sé ţess virđi ađ selja fjölskylduarfinn, fjölskyldusilfriđ, ţađ sem tilheyrđi ömmu eđa langömmu, bara út frá ţyngd málmsins."

Sem sagt, ekki er einu sinni víst ađ silfriđ, sem gert var upptćk í morgun, uppfyllti 100 ára regluna í Ţjóđminjalögum, sem ákvarđar hvort gripur er forn eđa ekki. Ég tel nćsta öruggt ađ ţetta hafi ekki veriđ austfirskt gćđasilfur sem alls ekki fellur á eđa úr verđi, ţví til stađar var einn helsti sérfrćđingur landsins í ţannig silfri. Greinilega kemur einnig fram í hreyfimynd međ frétt Morgunblađsins, ađ útrásarvíkingar hafa ekki veriđ ađ selja silfriđ sitt. Mest af ţessu var bölvađ rusl, eins og ţađ heitir á fagmálinu.

Fyrirtćkiđ P&H Jewellers/Honest Advise, sem er sagt hafa bćkistöđ í Nottingham, er kannski ekki ţađ fyrirtćki sem ţađ gefur í skyn ađ ţađ sé. Útsendarinn á Íslandi segist aldrei hafa lent í silfurlögreglu í öđrum löndum en á Íslandi. Ţví trúi ég, en ef viđ skođum heimasíđu fyrirtćkisins. http://www.pandhjewellers.com/2012/02/jewellery-roadshow-in-rekjakvik/, sjáum viđ ađ fyrirtćkiđ hefur svo sem ekki veriđ međ neitt annađ á dagsskránni en Jewellery Roadshow í Rekjakvik [sic] 7.-9. janúar (á líklega ađ vera febrúar) 2012. Líklega er ţetta bara fyrirtćki framtakssams manns sem frétt hefur af ríkidómum Íslands.

Hafiđ ţiđ einhvern tíma heyrt um Nígeríusvindl...? Einhvern megin verđur sumt fólk vitaskuld ađ bjarga sér, og ţví ekki á heimsku og menningarleysi Íslendinga, sem vilja selja silfriđ hennar ömmu sinnar?

Ţetta silfur, sem vösk sveit silfurlögreglunnar tók í morgun, hefur ađeins verđmćti á Íslandi, ţađ er ađeins sérstakt í íslensku samhengi, og ţví gćti ţetta virst broslegt, ţar sem óhemjumikiđ er til af víravirki á Íslandi. En ţótt menn hafi fariđ međ jarđýturnar á torfkofann, sem menn skömmuđust sín fyrir, ţá er engin ástćđa ađ selja "ćttarsilfriđ" í deiglu skammvinnrar grćđgi. Kannski er fátćktin í kreppunni svona mikil? Kannski var víravirkiđ bara ţýfi?

Fréttin og framgangur silfurlöggunnar fćr ađ minnsta kosti silfurverđlaun Fornleifs fyrir skemmtilega uppákomu.


mbl.is Skart stöđvađ á leiđ úr landi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband