Íslendingar selja frekar ömmu sína

Silver Police 2
 

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, starfsmaður Þjóðminjasafns og fulltrúar safnaráðs tóku silfur af útsendara málminnkaupafyrirtækis á Bretlandseyjum sem alið hefur manninn á hótelherbergi í Reykjavík. Þar hefur hann undanfarna daga tekið á móti Íslendingum sem vilja selja honum ættarsilfrið og gullið sitt. Ekki ósvipað og ESB sem vill kaupa fjöregg þjóðarinnar. Þjóðminjavörður lét eftirfarandi eftir sér hafa í morgun, þegar hún var búin að taka silfrið af Bretanum:

„Það er kannski erfitt að segja nákvæmlega til um hvað þetta er gamalt. Þetta er frá síðustu öld," segir Margrét. „Við teljum ástæðu til að fjalla um þetta sérstaklega. Ég spyr mig hvort það sé ekki eitthvað sem við þurfum að hugleiða Íslendingar hvort það sé þess virði að selja fjölskylduarfinn, fjölskyldusilfrið, það sem tilheyrði ömmu eða langömmu, bara út frá þyngd málmsins."

Sem sagt, ekki er einu sinni víst að silfrið, sem gert var upptæk í morgun, uppfyllti 100 ára regluna í Þjóðminjalögum, sem ákvarðar hvort gripur er forn eða ekki. Ég tel næsta öruggt að þetta hafi ekki verið austfirskt gæðasilfur sem alls ekki fellur á eða úr verði, því til staðar var einn helsti sérfræðingur landsins í þannig silfri. Greinilega kemur einnig fram í hreyfimynd með frétt Morgunblaðsins, að útrásarvíkingar hafa ekki verið að selja silfrið sitt. Mest af þessu var bölvað rusl, eins og það heitir á fagmálinu.

Fyrirtækið P&H Jewellers/Honest Advise, sem er sagt hafa bækistöð í Nottingham, er kannski ekki það fyrirtæki sem það gefur í skyn að það sé. Útsendarinn á Íslandi segist aldrei hafa lent í silfurlögreglu í öðrum löndum en á Íslandi. Því trúi ég, en ef við skoðum heimasíðu fyrirtækisins. http://www.pandhjewellers.com/2012/02/jewellery-roadshow-in-rekjakvik/, sjáum við að fyrirtækið hefur svo sem ekki verið með neitt annað á dagsskránni en Jewellery Roadshow í Rekjakvik [sic] 7.-9. janúar (á líklega að vera febrúar) 2012. Líklega er þetta bara fyrirtæki framtakssams manns sem frétt hefur af ríkidómum Íslands.

Hafið þið einhvern tíma heyrt um Nígeríusvindl...? Einhvern megin verður sumt fólk vitaskuld að bjarga sér, og því ekki á heimsku og menningarleysi Íslendinga, sem vilja selja silfrið hennar ömmu sinnar?

Þetta silfur, sem vösk sveit silfurlögreglunnar tók í morgun, hefur aðeins verðmæti á Íslandi, það er aðeins sérstakt í íslensku samhengi, og því gæti þetta virst broslegt, þar sem óhemjumikið er til af víravirki á Íslandi. En þótt menn hafi farið með jarðýturnar á torfkofann, sem menn skömmuðust sín fyrir, þá er engin ástæða að selja "ættarsilfrið" í deiglu skammvinnrar græðgi. Kannski er fátæktin í kreppunni svona mikil? Kannski var víravirkið bara þýfi?

Fréttin og framgangur silfurlöggunnar fær að minnsta kosti silfurverðlaun Fornleifs fyrir skemmtilega uppákomu.


mbl.is Skart stöðvað á leið úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband