Fiat Lux - 2. hluti
18.3.2012 | 17:07
Sjáiđ hve hjónakornin hér á myndinni eru grá og veikluleg, ţótt konan undirleita geti litiđ út fyrir ađ vera ţunguđ og ađ ţau séu augljóslega vel í álnum (stćkkiđ myndina međ ţví ađ klikka á hana nokkrum sinnum).
Ţessi hjón voru vafalaust á međal ríkasta fólksins á Bryggju (Brugge á Flandri í flćmskumćlandi hluta Belgíu) áriđ 1434, ţegar meistari Jan van Eyck (ca. 1395-1441) málađi ţau og sjálfan sig. Hann sést í speglinum undir ljósahjálminum.
Lengi var taliđ ađ ţetta málverk sýndi hjónin Giovanni di Arrigo Arnolfini og konu hans Giovanna Cenami frá Lucca í Toscana á Ítalíu, sem bjuggu í Hansabćnum Brugge mestan hluta ćvi sinnar. Ţessi heimsfrćga mynd, sem nú hangir í National Gallery í London, var meira ađ segja talin vera brúđlaupsmynd ţeirra hjóna. Allar lćrđar ritgerđir urđu síđar úreltar eftir ađ bréf fannst sem sýndi ađ ţau Jóhann og Jóhanna hefđu ekki gengiđ í hjónaband fyrr en 14 árum eftir ađ ţetta litla málverk var málađ. Verkiđ er ekki stćrra en 60x82 sm. ađ stćrđ og málađ á eikarborđ.
Áđur var einnig taliđ ađ málverkiđ vćri táknum hlađiđ, sem gáfu verkinu dýpri meiningu, en ţađ verđur líklegast ađ endurskođa eftir ađ myndin hefur veriđ rannsökuđ međ innrauđu ljósi. Nú halda sumir ađ ţetta séu ekki ţau hjón, en National Gallery heldur greinilega enn í ţá skođun, en upplýsir ađ ţetta sé ţó ekki giftingamynd. En varla telgja sérfrćđingar National Gallery, ađ pör á 15. öld hafi lifađ í synd í 14 ár fyrir brúđkaup ţeirra. Brúđkaup Jóhönnu og Jóhanns var ekki haldiđ fyrr en 1447, en ţá hafđi Jan van Eyck reyndar veriđ dauđur í 6 ár. Hver veit, kannski giftist Giovanni di Arrigo Arnolfini í annađ sinn áriđ 1447, og ţá er ţetta kannski mynd frá fyrra hjónabandi? Engar ritađar heimildir eru ţó til um ţađ.
Ég hef alltaf veriđ á ţeirri skođun, ađ konan á myndinni hafi veriđ svona leiđ og karlin svo veiklulegur vegna ţess ađ ţau misstu af fallegast ljósahjálminum í Brugge áriđ 1434, ţessum međ tveimur röđum og ljóni efst. Sá síđasti í búđinni fór međ skipi til Íslands og urđu hjónin ađ láta sér nćgja ódýrara módel međ einni röđ arma og turni í stađ öskrandi ljóns. Eymdin í ásjónum ţeirra var ţví fyrst og fremst vegna materíalístiskrar vanlíđan. Ţessi tilgáta mín er engu vitlausari en margt annađ sem frćgir listfrćđingar hafa taliđ sig fundiđ eđa séđ í mynd van Eycks.
Ţess má geta, ađ maestro David Hockney setti fyrir nokkrum árum fram ţá tilgátu, ađ ýmsir meistarar endurreisnartímans í Niđurlöndum og á Ítalíu hafi notast viđ myndvarpa ţess tíma, camera obscura, og hafi varpađ öfugri mynd međ hjálp safnglers á eitthvert hvítt undirlag sem listamennirnir teiknuđu svo á eftir myndinni sem varpađ var. Hann taldi van Eyck einn af ţessum meisturum sem notast höfđu viđ camera obscura tćknina. I sjónvarpsţćtti sem BBC gerđi međ honum og Charles M. Falco eđlisfrćđingi, stilltu ţeir međal annars upp líkani af herbergi "Arnolfini" hjónanna međ ljósahjálmi. Rök Hockneys og Falcos voru ađ ţađ vćri einfaldlega ekki hćgt ađ teikna eins flókinn hlut og gotneska ljósakrónu en mótrök annarra listamanna og eđlisfrćđinga sýndu m.a. ađ safngler myndi ekki gefa ţá mynd af ljósahjálminum sem van Eyck teiknađi. Ég tel persónulega ađ góđir teiknarar getir náđ ljósahjálminum međ smáćfingu.
Hvort sem Jan van Eyck málađi ljósahjálminn í Brugge fríhendis, eđa međ hjálp safnglers í myrkraherbergi, ţá er hún mikil og góđ heimild um margt og tímasetur mjög vel ţá gerđ af messingljóshjálmum í gotneskum stíl, sem varđveittist gegnum aldirnar í kirkjum í Selárdal í Arnarfirđi, á hjara veraldar, ţar sem menn kunnu ekkert ađ teikna og vissu ekki hvađ camera obscura var fyrr en seint og síđar meir. Ţeir Selárdalsmenn áttu hins vegar hinn ekta hlut og vissu ekkert um angist Arnolfini-hjóna og deilur David Hockneys viđ listgćđinga og eđlisfrćđinga.
Eitt sinn héngu svona hjálmar víđa í evrópskum kirkjum og húsum ríkra manna. En í dag eru ţeir flestir horfnir ţví ţeir voru teknir ofan og brćddir í ađra hjálma á á 16 og 17. öld. Síđari gerđir ţekkjum viđ vel, Ţeir hafa kúlu neđst og oftast nćr klofinn örn efst á stofninum og langa og mjóa s-laga arma úr rörum. Slíkir endurreisnarhjálmar voru ekki síst framleiddir lengi vel í Svíţjóđ og bárust víđa. Einnig hvarf margt ljósahjálma á 19. öld ţegar kirkjur voru rćndar öllum málmi ţegar stríđ voru háđ.
Hjálmurinn í Selárdalskirkju er glćsilegasti hjálmurinn af sinni gerđ í heiminum, glćsilegri en hjálmur hjónanna á mynd van Eycks, en ţeir voru framleiddir í Niđurlöndum (Belgíu) á fyrri hluta 15. aldar. Enn glćsilegri gerđir voru framleiddir síđar í Ţýskalandi og eru nokkur eintök til af slíkum prakthjálmum í ţýskum listasöfnum
Íslendingar fylgdust svo sannarlega međ tískunni fyrir tćplega 600 árum síđan, og keyptu ađeins ţađ besta fyrir kirkjur sínar sálum sínum til hjálpar.
Viđ höldum ljósahjálmasögunni áfram í nćstu fćrslu,
ţar sem frćtt verđur um framleiđslusögu ţessara
gotnesku hjálma og síđar um ađra
ljósahjálma á
Íslandi
Meginflokkur: Forngripir | Aukaflokkur: Kirkjugripir | Breytt 10.12.2020 kl. 10:01 | Facebook
Athugasemdir
Stórmerkilegt. Tréskórnir eru líka býsna athyglisverđir. Sérstakt lag á ţeim. Ćtli svona fótabúnađur hafi veriđ ćtlađur til ađ vernda fína fćtur á forargötum Bryggjuborgar? Eđjan hefur ekki lođađ mikiđ viđ ţá. Gćti hugsast ađ skór af ţessu tagi hafi flotiđ norđur í Selárdal međ skipinu sem fćrđi ţangađ hinn praktuglega ljósahjálm? Hefur eitthvađ grafist upp af fornskóm? Mikiđ er ţetta frómur hundur annars ţarna á bílćtinu ađ hann skuli ekki fyrir löngu vera búinn ađ naga tréskóna upp til agna.
Kristján Sveinsson (IP-tala skráđ) 18.3.2012 kl. 17:53
Góđa kvöldiđ Kristján, alveg er ég viss um ađ meistari Hockney geti teiknađ foruga tréskó, ţó hann eigi ekki sjans í ljósahjálma.
Ekki tel ég lokum fyrir ţađ skotiđ ađ svona tréskór hafi sést á Landi Ísa. Ţeir hafa ađ minnsta kosti fundist suđur í Amsturdammi ţar sem heldri frúr og önnur frúentimmer hafa sokkiđ í eđju og misst skćđi sín, fornleifafrćđingum framtíđarinnar til mikillar ánćgu. Hér eru ţrjú dćmi og man ég eftir fleirum en ţarf ađ grafa í kassa til ađ finna ţćr bćkur:
Heimild: Jan Baart et al. 1977: Opgravingen in Amsterdam; 20 jaar stadskernonderzoek. Amsterdam, 99-90.
Heimild: Bloemers, J.H.F. et al. 1981. Verleden Land; Archeologische opgravingen in Nederland. Meulenhoff Informatief Amsterdam.
Tréskór, eins og ţeir sem sjást á mynd van Eycks, voru í notkun frá 14 öld fram á ţá 16. og sjást oft á málverkum.
FORNLEIFUR, 18.3.2012 kl. 19:51
Lćrđar greinar hafa líka veriđ skrifađar um kjölturakkann á myndinni og menn hafa tegundagreint hann og allt. Ef ég ţekki tískuprjál Íslendinga rétt, hafa ţeir líka ţurft ađ fá sér svona kykvendi fyrir 600 árum.
FORNLEIFUR, 18.3.2012 kl. 19:54
Ég man ađ í listsögutímum hjá Birni Th. Björnssyni 1975-6 ţá sagđi kallinn okkur ađ flćmsku meistararnir hafi örugglega notađ camera obscura. Mér kemur ţví á óvart ađ sjá ađ ţessi mađur í myndbandinu skuli fjalla um ţetta eins og einverja byltingarkennda theoríu sína. Ţađ eru til heimildir um ađ ţesskonar herbergi voru notuđ. Enginn vafi.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2012 kl. 00:50
Ţótt ţađ tengist ekki efninu hér beint, ţá er ég forvitinn um ađ heyra ţitt álit á Stóruborgar "grímunni", sem ég nefndi viđ fćrsluna hér á undan og fer svo í taugarnar á mér.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2012 kl. 00:53
Sćll Jón Forngrímur,
Ekki man ég eftir ţví ađ Halldór Björn Runólfsson hafi haldiđ ţví fram ađ van Eyck hafi notast viđ camera oscura, ţegar hann kenndi mér listasögu í MH forđum. Ég lćrđi ekki hjá Birni en Halldór var óhemjufćr kennari og nýkominn úr námi, hlađinn ţekkingu. Nei, aldrei nefndi hann myrkraherbergi van Eycks.
Var Björn Th. ekki ađ tala um Vermeer? Ég tel ađ flestir sérfrćđingar telji öruggt ađ menn hafi ekki geta slípađ gler eins vel á 15. öldinni eins og t.d. Spinoza frćndi slípađi sér til lífsviđurvćris ţegar gyđingar höfđu útskúfađ honum.
Miđađ viđ alla ţá einkennilegu hluti sem fundust á Stóruborg, ţá kemur manni ekkert á óvart. Ţarna fannst forláta "dildó" úr tré, en ég veit ekki hvort hann hefur lifađ ađgerđaleysiđ í forvörslumálum Ţjóđminjasafnsins á sínum tíma af. Ţar á bć var enginn áhugi á rannsókninni og Mjöll Snćsdóttir var aldrei nógu dugleg ađ ota sínum tota eins og "ungu" drengirnir sem hún vinnur hjá í dag. Eftir bréf, sem ég skrifađi Ţjóđminjasafninu, um ţessi mál ađ eigin frumkvćđi var Mjöll ráđin í einhvern tíma ađ Ţjóđminjasafninu til ađ vinna úr sínum málum, en ţá var ţví miđur ţegar orđiđ slys á miklu magni af fornleifum frá Stóruborg.
Gríman? Nei, sannast sagna, ţá tel ég ađ ţetta hafi veriđ allt of ţungt til ţess ađ bera á andliti. Ég hef haldiđ á ţessum grip og meira ađ segja sett hann ađ andliti og tel ađ ţetta hafi veriđ allsendis óhćf gríma, nema ađ mađur hafi haft augu mjög ţéttsetin og flatt nef. En nú er ég međ svo stórt nef og augnfagur, svo ţađ er ekkert ađ marka hvađ ég held.
Eitt sinn fannst ţarna á Borg járnkengur sem líktist gyđingahörpu, og hafđi ég ţađ á orđi. Ég vissi svo ekki betur fyrr en ađ ţessi hlutur, sem líkari var ákveđnum upptakara frá Coca Cola sem brotnađ hafđi í annan endann, hefđi veriđ birtur, án tilvitnana, í einhverjum litlum bćklingi sem eitt elsta hljóđfćriđ á Íslandi.
Yfirlýsingagleđin og óskhyggja tekur oft yfirhöndina í stađ ţess ađ menn viđurkenni ađ ţeir viti ekki rassgat um ţađ sem ţeir eru međ á milli handanna. Ţađ er oftast nćr betra ađ viđurkenna vanmátt sinn, en ađ halda ađ mađur geti sagt eitthvađ vegna ţess ađ mađur heldur ađ ađrir viti ekkert. En ţađ ţolir Fornleifur ekki og skrifar ţess vegna ađ mikilli gleđi er hann stingur í slíkar bólur.
FORNLEIFUR, 19.3.2012 kl. 07:18
Já Vermeer var dćmiđ sem Björn tók og benti síđan á fleiri meistara á skyggnusýningu, ţar sem hann talađi einmitt á sömu nótum og ţessi frćđimađur í myndbandinu. Ég man ekki hvort hann nefndi Van Eick en myndir hans voru ţarna til umfjöllunnar líka og einmitt var leitt líkum ađ ţví ađ hlutar sumra mynda vćru svo ljósmyndaraunsćislegir ađ ţađ kćmi varla annađ til greina en ađ ţeir vćru teiknađir í Camera Obscura.
Í mynd Van Eick hér ađ ofan má einmitt sjá ţennan kontrast í teikningu, ţar sem ljósakrónan erofurraunsćisleg miđađ viđ ađal subjectin. Ţau eru greinilega teiknuđ eftir auganu og hlutfallabrengl áberandi. Van Eick hefur ţví notađ blandađa tćkni, ef svo má segja. (hundspottiđ hefur varla veriđ málađ í obskúru, nema ađ skjóta ţađ fyrst og stoppa upp)
Gott ađ vita ađ ţađ er einhver sem sér ţennan fíflagang međ Stóruborg og barnalegar fantasíur um gripi ţar sem hafa breyst í "vísindalegar stađreyndir". Ţetta er jú ljóđur víđa í Indiana Jones mentalitíi safnsins, eins og viđ höfum margrćtt hér. Ég kann ţér miklar ţakkir fyrir ađ reyna ţó ađ andćva vitleysunni.
Ég hef gert eftirmyndir af ýmsu á ţessu safni. Ţ.a.m. Ţórslíkneskinu og ýmsum nćlum og prjáli, ţegar ég gerđi minjagripi í málm hér forđum. (Ţessir gripir eru margir enn í sölu, en ég held ađ ţeir séu framleiddir í Kína, ţótt frumstykkin séu mín)
Ég hef einnig smíđađ öxina og höggstokkinn sem Agnes var hoggin á forđum, auk ţessarar merku "Grímu" af Stóruborg m.m. Ţetta hef ég gerfyrir bíómyndir í gegnum árin, svo ég ţekki svolítiđ til gripa á safninu og hef fengiđ ađ mynda ţá og teikna upp. Er ekki viss um ađ ţađ verđi jafn ausótt eftir ţessa gagnrýni.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2012 kl. 10:49
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2012 kl. 10:53
Myndin er tekin áđan. Mér dettur einna helst í hug ađ ţeir hjá safninu séu međ snert af Pareidolia, ţar sem fólk sér andlit í öllum fjandanum eins og trúađir sjá Jesú og Maríu í grillsamlokum og skítakleprum.
Götin atarna eru fyrir bönd og slitförin eftir böndin eru augljós. Ţetta er gert úr ytra byrđi af trjástofni. Kannski hefur kjarninn fúnađ burt í rá eđa siglutré, eđa ţá ađ ţetta er raftur einhverskonar eđa jafnvel ás fyrir klukku. Naglarnir eru hugsanlega leyfar festina á gjörđum til styrktar eins og stundum var gert ţar sem mikiđ mćddi á. Kannski er ţetta úr einhverskonar blökk eđa bara upphengi fyrir potta yfir eldstđi. jarlćgasta skýringin er allavega gríma. Raunar algerlega absúrd niđurstađa.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2012 kl. 11:08
Afsakiđ ađ ţarna vantar einhverja stafi. Prófarkalesturinn fyrirferst stundum í ćsingnum.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2012 kl. 11:14
Ég get annars bođiđ safninu upp á ađ 3D skanna gripina og prenta ţá út í ţrívídd, svo ţeir geti gert nákvćmar eftirmyndir. Er svo sem hćttur ţessu bíó og minjagripabrölti fyrir löngu.
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2012 kl. 11:19
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.