Fiat Lux - 3. hluti
25.3.2012 | 06:58
Málverk meistarans Jan van Eycks af hinum helköldu hjónum í Bryggjuborg, sýnir okkur harla vel aldur ljósahjálmsins úr Selárdal og annarra skyldra hjálma sem varđveittust á Íslandi, međan allt svipađ góss var brćtt í deiglu tímans í Evrópu. Ţessi hjálmar voru nýjasta tíska ţegar ţeir héngu í Brugge áriđ 1434 og fljótlega upp úr ţví í kirkjum uppi á Íslandi, ţar sem menn hafa alltaf elt tískuna eins og rollur.
Viđ vitum einnig, ađ uppruna flestra ţessara kjörgripa er ađ finna í Belgíu. Fyrr á miđöldum höfđu ljósahjálmar í stćrri kirkjum oft veriđ úr járni, gjarnan járngjörđ sem hékk í sverum keđjum og á gjörđina voru hnođuđ ljósahöld eđa ljósapípur. Eru slíkir hjóllaga hjálmar varđveittir víđa um Evrópu.
Hinn gotneski, niđurlenski ljósahjálmur frá Selárdal er úr messing, sem er blanda af ca 68% kopar og 32% sinki (inki). Ţví minna sem sinkiđ er, ţví rauđleitari verđur málmblandan. Ţegar ţessum grunnefnum er blandađ saman í fyrrgreindum hlutföllum fáum viđ hiđ gyllta messing. Á miđöldum ţekktu menn ekki sink sem málm (grunnefni), eđa kunnu ađ vinna hann. Ţeir brćddu svokallađan Galmei", málmstein úr Eifel fjöllum, sem inniheldur mikiđ sink, saman viđ kopar sem fyrst og fremst kom frá Harz- og Erzfjöllum. Ef koparmálmblandan samanstendur hins vegar af kopar og tini gefur ţađ rauđleitan eđa appelsínugulan lit á málmblönduna, og er sú blanda ţađ sem flestir kalla brons.
Ljósahjálmurinn frá Selárdalskirkju er svokallađ Dinanterí (Dinanderie), ţ.e.a.s. fjöldaframleidd messingvara frá Niđurlöndum, sem fékk nafn sitt af bćnum Dinant í Namur í Belgíu, sem var ţekktust niđurlenskra borga í Maas-dalnum fyrir framleiđslu á ílátum og ambođum úr messing. Erfiđara er ţó ađ segja til um hvort hún er ćttuđ frá öđrum borgum í núverandi Belgíu, eđa hvort hún sé frá vesturhluta Ţýskalands, ţar sem einnig var fariđ ađ fjöldaframleiđa messingvöru til útflutnings á 15. öld. En bćđi í Ţýskalandi og Belgíu stóđ ţessi eirsteypa á gamalli hefđ, sem gerđi fjöldaframleiđslu auđvelt mál á 15. öld.
Ţetta var eftirsótt vara, eins og margt annađ frá Niđurlöndum, og höfđu Mercatores de Dinant(kaupmenn frá Dinant) heildsölur og markađi í mörgum stćrri borgum Evrópu og var sá ţekktasti Dinanter Halle í Lundúnum. Ţess vegna var líkast til auđvelt fyrir Íslendinga ađ sćkja ţessa vöru til Birstofu (Bristol) og annarra borga sem ţeir versluđu viđ, eđa ađ Hansakaupmenn hafi boriđ ţessa gripi međ sér til Íslands. Ýmsir framleiđundur gerđust ţekktari en ađrir og má nefna Jacques Jongfinger í Antvörpum, Jóses fjölskyldan í Dinant og Guillaume Lefevre í Tournay. Kannski hefur einhver ţeirra búiđ til hjálminn í Selárdal? Salmer fjölskyldan frá Dinant seldi í fleiri mannsaldra messingvöru og ađrar eftirsóttar listavöru á Englandi, svo sem altaristöflur, líkneski og listavefnađ (refla og góbelín).
Margt annađ en ljósahjálmar var framleitt úr messing í Niđurlöndum, og má nefna kertastjaka, af öllum stćrđum t.d. vegleg stykki eins og ţađ sem hér sést á stóru myndinni neđar á síđunni, en ţađ er ađ finna í dómkirkjunni í Lundi. Frá Niđurlöndum bárust mundlaugar, könnur (sjá hér), skírnarföt, vatnsdýr, rúmpönnur (til ađ hita rúm), bókahöld fyrir predikunarstóla, og svo meira lystileg stykki eins og gripirnir tveir hér ofan viđ og neđan, sem sýna glögglega ađ hinn öfgafulli materíalístíski femínismi er gamalt fyrirbćri.
Messingiđnađurinn í Niđurlöndum byggđi á miklum hluta á vilja manna í koparríkum hlutum Evrópu ađ eiga samstarf yfir landamćri viđ lönd ţar sem hćgt var ađ fá tin. Iđnađurinn var ţví oft í hćttu ţegar konungar og hertogar ákváđu ađ heyja stríđ. Áriđ 1466 réđst Karl hertogi af Búrgundalandi á borgina Dinant og var bar iđnađurinn ţar ekki barr sitt eftir ţađ. Iđnađarmenn fluttu til annarra bćja eins Brussel, Bryggju, Mecheln, Antwerpen og Tournay.
Ţví er haldiđ fram, og réttilega, ađ framleiđsla gripa úr messing og sala ţeirra hafa veriđ vagga kapítalismans í evrópskum viđskiptum. Framleiđsluferliđ var nýjung. Messinghlutir voru framleiddir í ţví sem mest líktist verksmiđjum og skipulögđ sala og útflutningur fór fram og vörulistum var dreift til söluađila. Samkeppnin var hörđ og vöruverđ gerđist hagstćđara ţví blómlegri sem salan var.
Stofnhjálmar
Hjálmurinn úr Selárdalskirkju er af ţeirri gerđ gotneskra ljósahjálma sem á fagmálinu kallast stofnhjálmar (stamkroner á dönsku). Steyptum hólkum úr messing er rađađ upp á járntein sem ber alla hluta ljósahjálmsins. Á miđhólkinn, sem oftast er breiđastur, eru settir armar í ţar til gerđ slíđur. Flatir armar eins og eru á hjálmunum frá Selárdal og á málverki van Eycks voru steyptir í sandi. Mót eđa skabelón voru pressuđ í mjög fínan steypusand og í var hellt brćddum málinum. Síđan var allt pússađ. Ađrir hlutar voru mótađir í vax, sem leirkápa var sett utan um. Málminum var hellt í mótin, og ţegar málmurinn var kólnađur var leirkápan slegin af. Hólkarnir eđa kjarni ljósahjálmanna, sem gátu veriđ margir, voru steyptur úr tveimur hlutum sem settir voru saman og síđan renndir á rennibekk. Ljósaskálar, kertapípur, og skreyti t.d. trjónan neđst eđa myndin efst, sem gat veriđ ljón eđa madonnumynd, voru steypt sér og rađađ á járnteininn.
Selárdalshjálmurinn er til ađ mynda gerđur úr 32 sjálfstćđum einingum fyrir utan járnteininn. Allt ţurfti ađ smellpassa og ţeir sem bjuggu til hjálmana merktu t.d. slíđrin á einum hólkhringnum međ 1-6 skorum og 1-6 merki voru síđan höggvin á armana, ţar sem ţeir voru festir á slíđrin. Ţetta sést vel hér ađ neđan á hólkunum tveimur sem eru frá Núpakoti undir Eyjafjöllum, sem er ađ finna á Byggđasafninu í Skógum.
Meginflokkur: Forngripir | Aukaflokkar: Kirkjugripir, Trúmál | Breytt 11.4.2020 kl. 10:16 | Facebook
Athugasemdir
Ţetta er fróđlegt. Af einhverjum ástćđum man ég ekki eftir ţessum stóra ljósastjaka í dómkirkjunni í Lundi á minni tíđ, ţó kom ég ţar oft á mínum sokkabandsárum.
Vilhjálmur Eyţórsson, 25.3.2012 kl. 13:34
Sćll nafni, ţessi risavaxni ljósastaki hefur alltaf veriđ í Lundi síđan ég kom ţar viđ (síđan um 1981), en sagnfrćđingurinn á myndinni var ţarna í fyrsta sinn á ćvinni.
FORNLEIFUR, 25.3.2012 kl. 14:32
Ég var áratug á undan í Lundi, 1970-1974. Ég hef kannski ekki séđ ljósastjakann í flýtinum til ađ komast niđur í kryptuna, en ţar var mjög vinsćlt ađ sitja og dreypa á bjór eđa víni í ţann tíđ.
Vilhjálmur Eyţórsson, 25.3.2012 kl. 14:43
Ekki vissi ég ađ ţú hafir veriđ svona trúađur in the Seventees. Messuvín međ Finni kirkjusmiđi hefur líklega ekki veriđ verra en margt annađ.
FORNLEIFUR, 25.3.2012 kl. 14:49
En víniđ og bjórinn haf líklega gert ađ verkum ađ ţú sást ekki ljósastjakan.
FORNLEIFUR, 25.3.2012 kl. 14:51
Mikiđ rétt, nafni. Mikiđ rétt. Ţađ var gott ađ fá sér dálíđ tár međ Finni sterka
.
Vilhjálmur Eyţórsson, 25.3.2012 kl. 14:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.