Londonlambiđ og lćrin á dóttur jólasveinsins
7.4.2012 | 08:33
Sjónvarpsmađurinn Ţorsteinn J. Vilhjálmsson bjó til athyglisverđa og skemmtilega heimildamynd um hiđ misheppnađa ćvintýri Iceland Food Centre í London. Myndin var sýnd á Stöđ 2 í fyrra. Nú hefur Ţorsteinn J. fyrir skömmu ákveđiđ ađ gefa öllum möguleika á ađ sjá myndina, sem hann hefur sett á heimasíđu sína http://www.thorsteinnj.is/. Hef ég nýtt mér ţađ og mćli međ ţví ađ ađrir geri ţađ líka, ţví myndin er vel upp byggđ og dálítiđ drama. Ég er ţó ekki sammála öllu sem haldiđ er fram í myndinni. Var ţetta einhver vasaútrás í líkingu viđ ţá sem síđar olli hruninu á 21. öldinni eins og gefiđ er í skyn í myndinni? Ţađ held ég ađ sé af og frá.
Ég át ţarna roastbeef á rúgbrauđi
Ég kom sjálfur áriđ 1971 inn á ţennan stađ íslenska" matstađ í Lower Regent Street 5, talsverđan spöl frá, Mount Royal hóteli (Thistle í dag) ţar sem ég dvaldi í London međ foreldrum mínum. Mig minnir ađ stađurinn hafi enn heitiđ Iceland Food Center, ţó hann hafi ţá líklegast veriđ kominn undir vćngi Angus Steak House keđjunnar. Ég var á Evrópureisu međ foreldrum mínum og viđ höfđum fariđ međ Gullfossi til Skotlands og eftir 2-3 daga ţar í borg vorum viđ nú stödd í London. Ţetta var í ágúst.
Eftir ađ ég sá heimildarmynd Ţorsteins, sem helst byggir á rannsóknum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfrćđings, sá ég ađ ég hafđi munađ innréttinguna og litina rétt og man ég t.d. eftir hraunmyndinni sem allir tóku eftir. Ég kom ţarna i hádeginu međ föđur mínum eftir ađ viđ höfđum gengiđ frá British Museum. Pabbi hafđi komiđ ţarna áđur og hafđi ţótt ágćtt og viđ lögđum á okkur nokkra göngu til ađ leita uppi stađinn. Viđ fengum okkur roastbeef á rúgbrauđi, sem mér ţótti nú ekkert sérstaklega gott, ţví ţá ţótti mér blóđugt kjöt hálfókrćsilegt. Ţađ var dimmt ţarna inni og óţolandi heitt. Stađurinn líktist mest amerískum Hotel-diner/cafeteríu. Ţađ var engin sćla ađ borđa smurbrauđ á Iceland Food Center í 40 stiga hita. Ég get ekki einu sinni gefiđ ţessum stađ hálfa stjörnu út frá minningunni.
Ég minnist hins vegar úr sömu ferđ međ ánćgju kjúklingsins í körfu, sem viđ fengum á veitingastađnum Chicken Inn viđ hliđina á Victoria Palace Theatre, ţar sem rétturinn Chicken in the Basket var rómađur. Líkt og á Naustinu voru ţar ţjónar, en innréttingin var í ósmekklegum í breskum stíl međ myndum af hestaveđhlaupum og sveitasetrum ađalsins á rauđfóđruđum veggjunum. Ég tók ungur eftir lélegum smekk Breta.
Niđurstöđur myndarinnar eru ekki alveg réttar og alls ekki sanngjarnar
Ég leyfi mér ađ hafa ađra skođun á nokkrum hlutum í sambandi viđ Iceland Food Centre en ţá sem kemur fram í kvikmyndinni og í ýmsum ályktunum Sólveigar Ólafsdóttur sagnfrćđings heimildarmyndarinnar.
Í fyrsta lagi tel ég alls ekki réttlátt ađ líkja ţessari me-me veitingasölu Íslenska ríkisins viđ ţá svikamyllu sem viđ sáu hrynja fyrir ţremur árum. Siggi Einarsson eiturbrasari í London var Michelin kokkur miđađ viđ ţetta afdaladćmi í Lower Regent Street. Ţađ var ekki fariđ út í ţetta matarćvintýriđ á sömu forsendum og loddaravíkingarnir fóru um heiminn. En tíđarandinn var nú ekkert ósvipađur í öđrum löndum, og fólki á 21. Öld, sem ekki man ţessa tíma skilur kannski ekki alveg hvernig ţeir voru. Ţađ eina sem sameinar ţetta er skussahátturinn og skipulagsleysiđ og vöntun á framtíđarsýn. Íslendingar lifa alltaf í núinu.
Minnimáttarkenndin dreif líka ţetta dćmi ţví, ţví bođiđ var upp á Chicken in a Basket sem önnur hver krá og veitingastađur var međ á ţessum tíma Bretlandseyjum. Lambiđ var ekki nógu gott eđa humarinn. En í landi ţar sem matarmenning var langt undir međallagi, eins og á Bretlandseyjum, voru menn ekki nýjungagjarnir frekar en í öđrum nágrannalöndum Íslands.
Einnig er leitt ađ Halldór Gröndal, framkvćmdastjórinn á Iceland Food Center, vildi ekki í viđtal í myndinni. Áhorfandinn er skilinn eftir í ţeirri meiningu ađ hann hafi legiđ drukkinn alla tíma. Ţađ tel ég illa ađ góđum manni vegiđ. Séra Halldór var annars opinskár um ţessi ár, ţegar hann kenndi mér trúarbragđasögu í Hlíđaskóla um 1973, nýorđinn prestur. Hann lagđi alls ekki dul á á ţennan kafla lífs síns í Lundúnum. Hann sagđi okkur krökkunum dćmisögur af ţví og veitingahúsareynslu sinni.
EL AL hér og EL Al ţar
Ég hjó líka líka eftir ţví ađ ţađ ţykir merkilegt hjá ađstandendum myndarinnar, ađ húseignin sem var tekin á leigu undir Iceland Food Center tilheyrđi ísraelska flugfélaginu El Al. Er tönnlast heldur mikiđ á ţví, án ţess ađ áhorfandinn fái nokkru sinni ađ vita hvort ţađ skiptir einhverju máli. El El hafđi veriđ međ skrifstofu á Lower Regent Street 5 mjög lengi og ţarna var húsnćđi laust.
Hvađ kemur ţađ málinu viđ, ađ íslenskur kaupsýslumađur í London, Björn Björnsson, fyrrv. bakari í Björnsbakarí og eigandi Hressingaskálans, sem ţegar fluttist til London áriđ 1935, hafi ţénađ 1250 pund viđ ţađ ađ útvega húsnćđiđ, húsnćđi sem sagnfrćđingi og framleiđanda heimildamyndarinnar ţykir greininga of lítiđ fyrir ţađ verđ. Gefiđ er í skyn, ađ íslenska ríkiđ og hinir 12 athafnamenn sem stóđu ađ ţessu dćmi hafi látiđ hlunnfara siga, ađ ţađ hljóti ađ hafa veriđ betri stađir til en ţessi hola" sem leigđ var út af El Al fyrir stórfé. Sólveigu Ólafsdóttur verđur svara fátt ţegar hún er spurđ hvađ mikiđ ţađ 1250 pund séu. Ţađ rétta er ađ 1250Ł áriđ 1966 er sama og 19.507Ł í dag, eđa um 3.745.150 ISK, sem eru svo sem lambaspörđ miđađ viđ ţađ sem menn taka fyrir sinn snúđ á Íslandi í dag fyrir einhverja smágreiđa eđa ţjónustu. Sólveig heldur ţví fram í myndinni, ađ árslaun einhvers ótiltekins starfsmanns Flugfélagsins (kannski Páls Heiđars Jónssonar?) í London hafi veriđ 1250Ł á ţessum tíma. Hvađ kemur ţađ málinu viđ og hvar er sönnunargagniđ?
Heldur sagnfrćđingurinn ađ jafnlaunastefna" hafi ríkt á Englandi á gullöld Labour? Ţađ kostađi á láta menn finna fyrir sig húsnćđi á ţessum tíma í heimsborginni. Íslendingar fengu enga sérmeđferđ. Björn Björnssonvar, sem formađur Íslendingafélagsins og eini íslendingurinn í framtaki í Lundúnum, mörgum hnútum kunnugur. Hann var ekki óţekktur fyrir glćsileika ţegar ţurfti ađ búa til veislu og ţćr kosta eins og kunnugt er. Íslendingar héldu lengi vel á 7. áratugnum árshátíđir á Dorchester Hotel. Ţetta var bara dćmigert fyrir flottrćfilshátt Íslendinga. Flottasta hóteliđ, ekkert minna gat gert ţađ.
Ţví er haldiđ frem ađ ţeir" (strákarnir í Icelandic Food Centre) hafi fariđ út til ađ sigra heiminn" vegna ţess ađ ţeir hafi skrifađ undir leigusamning til 14. ára. Var hćgt ađ fá stađ í miđborg London á leigusamningi til fćrri ára á ţessum árum? Ţetta verđur ađ minnsta kosti ađ rannsaka áđur en ţví er haldiđ fram ađ menn hafi ćtlađ sér ađ sigra heiminn međ lambalćri, London lambi, rćkjum og humri. Mig minnir ađ ýmis lönd vćru međ landkynningarveitingarstađi í Lundúnum á ţessum árum, og ţess vegna reyndu menn ađ gera sitt besta. En ţeir eru nú, löngu síđar, ásakađir um ađ hafa veriđ fyrstu útrásarvíkingarnir. Ţađ er einfaldlega mjög óréttlátt og lýsir betur lélegri rannsóknarvinnu en ţeim mönnum sem er veriđ ađ dćma.
Voru gengilbeinurnar sexí trekkplástur?
Eitt ađ ţví einkennilegasta í heimildarmyndinni finnst mér undirtónninn um ađ stúlkurnar sem unnu í peysufötum og appelsínugulum treyjum og hnésíđum (MIDI) pilsum á Iceland Food Centre hafi veriđ ţar til ađ trekkja kúnna ađ međ útliti sínu og "sex appíl". Ţćr koma sjálfar af fjöllum, en voru náttúrlega gullinhamraslegnar, ţegar ţćr eru spurđar um ţá hugdettu. Mér finnst jafnvel ađ veriđ sé ađ gefa í skyn skyn ađ karlarnir í tengslum viđ ţetta framtak hefi veriđ gömul svín. Ţađ ţykir mér langsótt í meira lagi. Ađ ţađ hafi átt ađ nota stúlkur sem trekkplástur kemur nú ekki fram í neinum heimildum. Ungar konur voru oft gengilbeinur á ţessum tíma, fyrr og síđar, og ţótt ein ţeirra hafi leikiđ dóttur jólasveinsins og klćđst nýjustu tísku og sokkabuxum úr Carnaby street, er eitthvađ athugavert viđ ţađ? Skrítiđ ađ sagnfrćđingur á 21 öld finnist ţađ kyndugt, en misjafnt er auđvitađ ţol manna og kynáhugamál. Stúlkurnar á IFC í Lundúnum voru ugglaust frómar en lífsgalađar stúlkur sem ekkert gerđu annađ en ađ púla til ţess ađ koma íslenskri matarmenningu" á framfćri. Ţćr áttu ekki neinn ţátt í ţví ađ ţađ mistókst. Ţćr eiga ţví ekki skiliđ ađ verđa skotspćnir femínístiskrar fantasíu.
London Lćri - eđa réttara sagt lćrin á dóttur jólasveinsins
Nćr hefđi veriđ ađ dvelja viđ framleiđanda innréttingarinnar sem grćddi á fingri og tá viđ ţetta ćvintýri og jafnvel ţá er ţví lauk.
Getur kannski veriđ ađ menn hafi veriđ meiri kosmópólítanar áriđ 1966 en 2012? Nú er harđstífur mórall og vísifingur femínistaruglsins á lofti í öllum frćđum sem kallast hugvísindi. Allt er gert ađ klámi. En umbreytt peysuföt eru ekki verđa aldrei sexí, ekki einu sinni í augum fornleifafrćđings. En ekki ćtla ég ađ ađ sökkva mér frekar í fantasíur femínistanna.
Kokkurinn á BSÍ er engin heimild heldur léleg fylling
Bjarni Snćđingur međ ţađ besta í íslenskri matargerđalist - velbekomme!
Ađ lokum má nefna, ađ ţađ virkar sem ótrúverđugleiki ađ spyrja einhvern braskokk á BSÍ álits á veitingarekstri í London sem hann kom hvergi nćrri. Kokkurinn á BSÍ var varla fermdur ţegar ţetta ćvintýri var sett á laggirnar og ţví eru ţađ einungis djúpsteiktar kjaftasögur og brasađ slúđur sem hann hefur upp á ađ bjóđa međ Gróubúđingi međ rugli og rjóma á Leiti. Ţórđur Sigurđsson, sem kemur einstaklega trúverđuglega fram í myndinni, vann hins vegar á Iceland Food Center í London. Ţorsteinn hefđi átt ađ láta nćgja viđtal viđ hann í stađ ţess ađ fara ađ fá hrćring frá braskokki á BSÍ eđa fínni smábitakokki í London í dag. Mađur bjóst jafnvel viđ ađ Sćnski kokkurinn úr Prúđuleikurunum kćmi og syngi eina uppskrift frá Iceland Food Centre.
Páll Heiđar Jónsson, sem nýlega er látinn, var líka kallađur til sem samtímaheimild, ţar sem hann sat broslega setningarhátíđ stađarins. Broslegar uppákomur voru margar á Íslandi og á vegu landsins erlendis og ekki viđ öđur ađ búast ađ fá eina slíka viđ opnun Iceland Food Center. Í litlu landi, ţar sem menn vilja vera marktćk ţjóđ, verđur margt ađ grátbroslegri uppákomu. Ţađ verđur bara ađ taka međ og sćtta sig viđ einkennilegheit Íslendinga og afdalahátt. Svona voru tímarnir. Viđ höfđum ekki građa kentára í sendiherrastöđum ţa. Ţađ voru líka skrítnir tímar ţegar Páll heitinn hćlađi međ öđrum nýnasistum í Kópavogskirkjugarđi viđ legstađ ţýskra sjóliđa úr 2. heimsstyrjöld - ţessi annars svo prúđi mađur.
Íslendingar halda veislu á dýrasta hótelinu í London áriđ 1963
Ţegar ég var ađ skrifa ţessa grein, rakst ég á mynd af manni í einum af flottrćflaveislum Íslendingafélagsins í London á Dorchester Hotel, einu dýrasta hótelinu í Lundúnaborg. Ţetta er Loftur flugkappi" Jóhannesson, dáđur af sumum sem íslenskur billjóneri" sem meikađi ţađ hér um áriđ. Hann var ţó ekkert annađ en ómerkilegur vopnasali sem ţjónustađi hryđjuverkaríki og vann fyrir Stasi í vopnaflutningum. Sjá nánar um Loft flugkappa í dag. Ţorsteinn J. ćtti kannski ađ ađ búa til eina bláa mynd um hann. Bláa, ţví ţegar ég hugsa til baka um mynd Ţorsteins er ţessi blámi sem er yfir öllu. Gott trikk, en gert of mikiđ úr ţví. Horfiđ nú á mynd Ţorsteins J.
Athugasemdir
Mér fannst ţetta alveg fullkomlega óintressant mynd. Ógrundađar spekúlasjónir og vangaveltur án heimilda og einhverskonar sensasjónalismi yfir engu. Sammála ţér ađ tengingin viđ útrásina er meira en lítiđ langsótt og heilög hneykslan ţessarar blessuđu konu á karlrembunni og tískunni sem ţóttu sjálfsagt mál í ţeim tíđaranda sem hún varđ aldrei vitni ađ sökum aldurs.
Ég hef komiđ ađ opnun ófárra stađa frá a-ö og finnst ţetta barsl bara dćmigert fyrir ţađ ferli allt saman. Bjartsýni og stórhugur er svo ekkertséríslenskt fyrirbrigđi frekar en lítilsáttar ţjóđernisrembingur í matartkúltúr. Ţetta fólk ćtti ađ heimsćkja Ítalíu í ţví samhengi og kynnsat ţeim rembingi íallri sinni dýrđ. Rembingi sem er skemmtilegur og fróđlegur í raun.
Gaman ađ sjá ađ Jón Haraldson hannađi ţetta. (fađir Stefáns Jónssonar leikara) Lamparnir á stađnum eru dćmigerđir fyrir hans stíl. Ţađ var einn slíkur heima hjá mér. Ţeir voru úr blikki og frekar ţungir, ţótt ţeir virki fisléttir á mynd.
Mér fannst ţetta ađ miklu leyti afar ábyrgđarlaus mynd gagnvart fólki lifandi og liđnu, sem aldrei svarađi fyrir neitt ţarna. Ef eitthvađ var heimóttalegt viđ ţessa mynd og týpískt íslenskt, ţá var ţađ nálgunin viđ ţetta lapţunna efni. Ţarna var Gróa á leyti alltaf á nćsta leyti og fyrirlitning á framtaksemi og kjarki sveif yfir vötnum í lítt dulbúnium öfundartón.
Ef menn skođa sögu veitingarekstra h
ér á Íslandi sem annarstađar, ţá eru ţađ ekki nema örfáir stađir sem lukkast og lifa. Kannski 1 af hverjum 100. Ţessi klikkađi. So what? Hvađ var pointiđ međ myndinni? Var ţađ ađ máliđ ađ Íslendingar hafi einhverja genetíska útrásardellu? Í ađra röndina er talađ um ađ viđ verđum hluti alţjóđasamfélagsins í fjölmenningarheimi. Ţjóđ međal ţjóđa. En í hina röndina ćttum viđ ađ halda okkur heima, éta okkar tros og láta lítiđ fyrir okkur fara.
Ekki ein stjarna frá mér.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2012 kl. 10:45
Takk fyrir annars skemmtileg skrif um ţetta og fróđlegri en myndin öll. Ţorsteini J er margt betur gefiđ en ađ gera heimildamyndir, ţađ er nokkurđ ljóst.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.4.2012 kl. 10:51
Ţađ er gott ađ einhver hér tekur upp umrćđu um ţessa "heimildarmynd" ţessa Ţorsteins J. Ţessi Ţorsteinn veit ekkert um hvađ IFC var. Á ţessum tíma var kjötfjall hér á landi og einhverjum pólitíkus datt í hug ađ gera ţađ sem margar ađrar ţjóđir gerđu: Opna veitingahús í London og reyna ađ selja kjötiđ ţar. Auđvitađ gat ţađ ekki gengiđ ađ fá einhvern opinberan embćttismann til ađ stjórna dćminu svo fengnir voru valinkunnustu viđskiptamenn landsins í dćmiđ. Líklega voru ţeir 15. Mikiđ er gert úr ţví ađ ţeim hafi veriđ bođiđ ađ borđa á stađnum ţegar hann opnađi. Spurđi ţessi Ţorsteinn J. nokkru sinni ađ ţví í "myndinni" hver laun ţessara manna voru? Fengu ţeir greidda eina einustu krónu fyrir verk sín? Svariđ er: líklega ekki, fengu bara frítt ađ borđa eina kvöldmáltíđ! Gróa á Leiti spyr ekki svona spurninga og ekki heldur ţessi Ţorsteinn J. sem svo fárast út í ţađ hvađ stađurinn hafđi fáa metra međfram götunni! Spurđi ţessi Ţorsteinn J. sig ţeirrar spurningar hvort ţađ hafi ekki veriđ ódýrara (í upphafi óvissrar tilraunar) heldur en ađ leigja lengju eins og t.d. Angus handan viđ horniđ? Ţessi umrćđa ţessa Ţorsteins J. ber međ sér öll einkenni ađ hann láti alltaf ađra borga fyrir sig, hefur ekki ţurft ađ taka áhćttu sjálfur. Kafađi ţessi Ţorsteinn J. ofan í ţađ afhverju ţessi tilraun mistókst. Hún mistókst vegna ţess ađ einhver síđari tíma pólitíkus ţorđi ekki ađ styđja ţessa tilraun til ađ fá ekki blett á kragann sinn. Ég get sagt ýmislegt fleira um ţessa "heimildarmynd" ţessa Ţorsteins J.enda lifđi ég ţennan tíma en ekki hann en lćt hér stađar numiđ. Ég hata eftirá skýringar svona "besserwissara" sem hafa ekki kunnáttu til ađ kynna sér mál án Gróu sinnar.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráđ) 7.4.2012 kl. 23:24
Ţakka ykkur fyrir innleggiđ Örn Johnson og Jón Steinar.
Ég fer ekki ofan af ţví ađ mér ţótti ţessi mynd Ţorsteins nokkuđ athyglisverđ og vel gerđ og hún fékk mig til ađ hugsa. En ţegar ég skođađi sumt betur og ýmis smáatriđi í myndinni leiddist mér ýmislegt eins og ykkur, og vona ég ađ ég hafi komiđ ţví til skila. Ţađ eru of margar vangaveltur og Gróusögur.
Vandamáliđ međ ţessa mynd og efniđ í henni er ţó líklega ţađ, ađ sagnfrćđingurinn sem er ein ađalhetjan í myndinni, og fćr meira ađ segja sögu sína og malla einhvern humar, fellst á ţađ ađ láta búa til kvikmynd um rannsóknir sínar sem ekki er lokiđ. Ef ég vćri eins fjálgur í ályktunargleđi og Sólveig sagnfrćđingur myndi ég ćtla ađ kjör sagnfrćđinga hafi bćst til muna, ţví ţeir hafa efni á ađ borđa humar.
Líklega verđa einhverjar af niđurstöđum hennar í myndinni öđruvísi, ţegar hún loks skrifar bók um efniđ. Bíđ ég eftir henni međ eftirvćntingu. En nú er hćtta á ađ ekki veriđ hlaupiđ frá innihaldinu og tesunum í myndinni, en eđli góđra frćđimanna er ađ geta viđurkennt fyrri skissur sínar. Vonandi sér Sólveig Ólafsdóttir, ađ samlíking Iceland Food Center viđ ţá dela sem settu Ísland á hausinn er hreint kjaftćđi og vonandi verđur hún ekki međ eins miklar vangaveltur út frá fordómum eins og í heimildamyndinni.
Ég er sammála ţér Örn, um ađ Iceland Food Centerhafi veriđ kćft í fćđingunni. Ţetta hefđi hugsanlega geta gengiđ ef menn hefđuđ gefiđ ţví tíma. En allur veitingarekstur er afar erfiđur. Ţađ vita ţeir sem hafa reynt og hefur mistekist, ţó ţeim sýnist ađ ţeir hafi veriđ heimsins bestu kokkar og gert allt rétt. Evrópa var reyndar á leiđinni í allsherjar skyndibitaorgíu ţegar Iceland Food Center varđ til og stađir međ venjulegan mat voru á leiđinni út í London, nema ţeir kínversku og indversku og "etníska" bylgjan. Kannski var Ísland ekki nógu etnískt og "exotic" ţví lamb er matvara sem er seld í miklu meira mćli á Bretlandseyjum en á Íslandi. Ţegar ég bjó á Englandi 1988-89, var ég undrandi á ţví hvađ gott úrval var af lambakjöti og á gćđunum. Etnískt ţarf heldur ekki ađ vera öryggi fyrir ţví ađ stađir lifi ađ. Stađir sem mađur fer á, og sem mćlt er međ eru farni eftir 5-6 ár.
En aldrei verđur neitt lamb samt betra en ţađ íslenska. Amen!
FORNLEIFUR, 8.4.2012 kl. 08:29
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.