Silfurberg í Kaupmannahöfn
17.5.2012 | 11:06
Í Rósenborgarhöll í Kaupmannhöfn er geymt safn glćsigripa danskra konunga, svo og krónur, ríkisepli og annađ sem konungum ţótti gaman af áđur en hrađskreiđir bílar og lífrćn rćktun urđu vinsćlli. Á međal lítilfjörlegri dýrgripa konungasafnsins eru tveir teningslaga kristallađir kalksteinar, nánar tiltekiđ kristallar úr silfurbergi, sem á frćđimálinu er kallađ Iceland Spar, einnig kallađ kalkspat, Ca[CO3].
Efst međ köntunum á teningum ţessum hefur veriđ greyptur á kristallana rammi úr gylltu silfri, en neđst standa ţeir á fćti úr sama efni. Umbúnađur steinanna er ţó ekki alveg eins, og steinarnir eru heldur ekki jafnstórir. Einn er 10 sm ađ hćđ hinn nokkuđ minni eđa 8,9 sm. Sá stćrri er, sem reyndar er ekki sá hćsti, er 689 rúmsentímetrar og hinn minni 672.
Ekki er međ vissu vitađ, hvenćr ţessi gripir komu í safn konunganna, Kunstkammeret, en líklega hefur ţađ veriđ á 17. öld. Kristallarnir eru nú í ţví safni sem kallađ er Grćna Herbergiđ (Det Grřnne Kabinet) í kjallaranum undir Rosenborg.
Lengi voru ţessir kristallar skráđir sem norskir, en ţađ eru ţeir ekki, ţví silfurberg finnst ekki í Noregi. Ţeir voru á ţeim tíma ekki ţekktir utan Íslands, en síđar hefur silfurberg einnig fundist og veriđ unniđ á Spáni, í Síberíu, Japan og Suđur-Afríku, og síđar í Bandaríkjunum.
Silfurbergsteningarnir í Rósenborgarhöll er taldir ćttađir úr Helgustađanámu viđ Reyđarfjörđ, ţar sem fyrst var fariđ ađ sćkja silfurberg á 17. öld, en námuvinnsla sem ađ lokum eyđilagđi hreinleika silfurbergsins hófst ţó ekki fyrr en eftir 1850. Silfurberg finnst á tveimur öđrum stöđum á Austurlandi.
Í ferđalýsingu Ferdínands Albrechts hertoga af Braunschweig-Lüneburg-Bevern frá 1670 lýsir Ferdínand ţví sem hann sá í safni Danakonungs:
Ein grosser hohler Stein gantz voll Amathistern, so auch in Norwegen gefunden werden. Chrystall aus Issland, welchen, wie auch den Norwegischen Edelgesteinen, es nur daran fehlet, dass sie nich zur rchten MATURITÄT kommen können.
Tveimur árum áđur en Ferdínand Albrecht hertogi heillađist af óţroskuđum steinum (kristöllum) Friđriks 3, skipađi Friđrik konungur steinskurđarmeistara og ađstođarmanni hans ađ sigla til Íslands og dvelja ţar í sex mánuđi til ađ vinna ţar íslenskan kristal. Mun Erasmus (Rasmus) Bartholin prófessor í stćrđfrćđi og síđar lćknisfrćđi viđ Hafnarháskóla líklegast hafa stađiđ á bak viđ ţann leiđangur, ţar sem hann ráđlagđi flotanum danska sem átti ađ koma námumanninum til Íslands.
Menn hafa svo gefiđ sér ađ Bartholin hafi ţakkađ konungi ađstođina viđ ađ ná í kristalla til Íslands međ ţví ađ fćra konungi ađ gjöf hina tvo silfurbergskristalla frá Helgustađanámu. Hafa kristallarnir ţá hugsanlega veriđ settir í umbúnađ sinn árin 1668-69.
Telja fróđir menn ađ Bartholín hafi haft áhuga á silfurberginu frá Íslandi fyrir rannsóknir sínar eđa áhuga, en síđar notuđu ţekktir vísindamenn í Evrópu silfurberg til rannsókna. Má ţar nefna danska stjarnfrćđinginn Ole Rřmer, tengdason Bartholins, hollendinginn Christian Huygens (1629-95) og Isaac Newton (1642-1727).
Taliđ er, ađ upphaflega hafi tvćr strýtur úr ógegnsćjum vínrauđum ametyst veriđ límdar ofan á teningana. Ţannig er einn kristallana nú hafđur til sýnis í Kaupmannahöfn Ţessar strýtur eru líka enn til í safni Danakonunga, í Det Grřnne Kabinet, og bera númerin 320 og 321. Geta strýturnar, ein áttstrend en önnur međ ferningslaga ţversniđ, vel veriđ komnar frá Íslandi, ţar sem ametyst er einnig ađ finna.
Sumir frćđimenn hafa leikiđ sér af ţeirri hugmynd ađ silfurberg hafi veriđ notađ sem svokallađir sólarsteinar á miđöldum. En ţegar nefndir eru sólarsteinar (solarium) í miđaldaannálum kirkna var ţó örugglega ekki alltaf átt viđ kristalla, heldur sólúr úr steini. Bergkristall gćti einnig hafa veriđ notađur. Peter heitinn Foote gaf áriđ 1956 út grein um sólarsteina og gerđi danskur fornleifafrćđingur skýringar hans ađ sýnum og hefur sá, Thorkild Ramskou, kallađur Ramses, síđan veriđ ţökkuđ skýring á sólarsteinum, sem ég held ađ sé röng. Meira um ţađ síđar.
Ítarefni
Garboe, Aksel 1959. Geologiens historie i Danmark: Fra myte til videnskab. C.A. Reitzel, Kbh.
Hein, Jřrgen 2009. The tresure Collection at Rosenborg Castle II; The inventories of 1696 and 1718; Royal Heritage and Collectin in Denmark-Norway 1500-1900. [Udg. Af Selskabet til Udgivelse af danske Mindesmćrker]. Museum Tusculanum Press. [Gripunum er lýst á blađsíđum 139 og 140. og bera silfurkristallarnir númerin 268 og 269. Jřrgen Hein naut ađstođar Dr. Sveins Jakobssonar viđ kafla sinn um kristallana frá Íslandi]. Myndirnar hér ađ ofan eru úr bók Jřrgen Heins.
Leó Kristjánsson 2007. Silfurberg og ţágttur ţess í ţróun raunvísinda og ýmissar tćkni, einum á 19. öld: Minniblöđ og heimildaskrá. Jarđvísindastofnum Háskólands, Raunvísindastofnun Háskólans, Önnur útgáfa, nóv. 2007.
Leó Kristjánsson 2001. Silfurberg: einstćđ saga kristallanna frá Helgustöđum. Jökull 50, Reykjavík 2001, bls. 95-108.
Grein um Silfurberg á Wikipedia.
Ţakka ég einnig Peter Kristiansen safnverđi á Rosenborgarsafni fyrir upplýsingar.
Viđbót 1.6. 2012
Ég fékk um daginn neđanstćtt bréf frá Leó Kristjánssyni jarđeđlisfrćđingi viđ HÍ, sem ég ţakka innilega fyrir, en Leó hefur manna mest rannsakađ silfurbergiđ og skrifađ um ţađ:
Sćll Vilhjálmur,
ég var ađ lesa fróđleg skrif ţín um silfurbergs-skrautmuni í Rósenborgarhöll. Ég er mjög áhugasamur um íslenska silfurbergiđ og hef síđan 1995 tínt saman ýmis gögn um ţađ, ađ mestu í tómstundum. Áhersla mín hefur ţó einkum veriđ á notkun ţessa efnis í raunvísindarannsóknum, frekar en t.d. á verslun međ ţađ, eđa á sýnum af ţví á söfnum. Ég hafđi ekki heyrt af mununum sem ţú lýsir eđa af frásögn Ferdinands hertoga, en er svona "paa staaende fod" sammála um ađ kristallarnir sem ţeir eru úr gćtu hafa komiđ til Danmerkur 17. öld. Mér hefur fundist líklegt ađ Ole Worm hefđi eignast sýni af silfurbergi, en ekkert óyggjandi hef ég ţó séđ um slíkt í bók H.D. Schepelerns 1971 um Museum Wormianum sem ég á, né í bókum hans og Jakobs Benediktssonar um bréfaskipti Worms. Ţađ er hinsvegar spurning hvenćr tćkni viđ ađ saga og/eđa slípa svona efniviđ hafi komist á nógu hátt stig til ađ smíđa hallar-kubbana úr kristöllum sem í upphafi voru örugglega frábrugđnir teningslögun. Silfurberg klofnar eđa springur mjög gjarna eftir sínum náttúrulegu ţrem skakkstćđu stefnum; stórir saltkristallar úr ţýskum námum hefđu líklega veriđ bćđi auđfengnari og auđveldari ađ sníđa til í teninga en silfurbergiđ. Ţú nefnir ađ silfurberg tengist einhverjum rannsóknum Ole Rřmers, ég hef ekki haft fregnir af ţví fyrr og vćri ţakklátur fyrir frekari upplýsingar ţar ađ lútandi. Frásagnir hef ég séđ um ađ Danir hafi stillt út stórum silfurbergskristöllum á einhverjum heimssýningum o.ţ.h. á 19. öld. Ég hef ekki haldiđ öllum slíkum frásögnum til haga, en til dćmis segir G. vom Rath í Annalen der Physik 132, bls. 530, 1867 ađ á ţví ári hafi í der dänischen Abtheilung der Pariser Ausstellung veriđ (ótilsniđinn) kristall ađ stćrđ 2 1/2 fet og breidd 1 fet.
Sitthvađ í umfjöllun um silfurberg í seinni tíma ritum m.a. hinni íslensku Wikipediu er ónákvćmt, raunar einnig í ţví sem ég hef skrifađ sjálfur vegna ţess ađ nýjar upplýsingar er ég ađ finna smátt og smátt. Skrá um ýmis rit mín og erindi varđandi silfurbergiđ er á heimasíđunni www.raunvis.hi.is/~leo undir "Web-publications". Ég bendi sérstaklega á 400 bls. skýrslu frá 2010 sem hćgt er ađ lesa og prenta út. Ég mun vonandi bćta viđ hana mörgum heimildum o.fl. síđar á árinu. Nýjasta grein mín sem ađgengileg er ţar kom út fyrir nokkrum dögum í tímaritinu History of Geo- and Space Sciences. Af ţessum ritum má vel draga ţá ályktun, ađ Helgustađanáman sé merkasti stađur á Íslandi í heimssögulegu tilliti. Hinar ýmsu stofnanir (landshlutans og landsins) sem sjá um byggđaţróunar-, umhverfis-, ferđa- og safna-mál, ćttu ađ geta nýtt sér ţá stađreynd á ýmsan hátt.
Sumir fjölmiđlar einkum útlendir hafa löngum haft furđu mikinn áhuga á sólarsteinum og ţessháttar "fornmanna-vísindum". Jókst hann enn eftir birtingar greina í ritum Konunglega Vísindafélagsins í London á nokkrum síđustu árum (Hegedüs o.fl. 2007, Ropars o.fl. 2012) sem fjalla m.a. um fund kalkspat-mola í gömlu skipsflaki í Ermarsundi. Ég er sammála ţér, Ţorsteini Vilhjálmssyni (sjá kafla hans í ritinu Íslensk Ţjóđmenning 7, 1990) o.fl.skynsömum mönnum sem ég hef rćtt viđ, um ađ hćpiđ sé ađ tengja sólarsteina úr fornritum viđ hvort heldur er silfurberg eđa landafunda-sjóferđir, af ýmsum ástćđum. Ég hef ţví látiđ öđrum eftir ađ rćđa um ţau mál á prenti. Ritgerđ Peters Foote 1956 hefur fariđ fram hjá mér en ég er ađ verđa mér úti um afrit. Árni Einarsson líffrćđingur sagđi mér fyrir nokkrum árum frá sólarsteinum í máldögum kirkna og hefur birt grein í Griplu XXI 2010 ţar sem ţeir koma viđ sögu. Ég vissi ekki ađ ţar gćti veriđ um sólúr úr steini ađ rćđa eins og ţú nefnir, hélt frekar ađ ţađ hefđu kannski veriđ steinar međ hringlaga formum í, eđa steindir sem sýndu einhver sérstök litbrigđi (enda mun Sonnenstein á ţýsku allavega nútildags geta átt viđ tiltekiđ feldspat međ ţesskonar eiginleika).
Kveđja,
Leó Kristjánsson
Meginflokkur: Forngripir | Aukaflokkar: Menning og listir, Munir og Minjar | Breytt 16.2.2021 kl. 11:21 | Facebook
Athugasemdir
Mér fannst silfurberg dýrgripur ţegar ég var krakki,fann einstaka í botni Dýrafjarđar.
Helga Kristjánsdóttir, 18.5.2012 kl. 01:58
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.