Kamban er ekki hćgt ađ sýkna

Sveinn og Kamban

Um daginn hlustađi ég á viđtal viđ Svein Einarsson fyrrverandi Ţjóđleikhússtjóra og menningarfulltrúa um Guđmund Kamban. Í dag hlustađi ég á annađ viđtal sem Björn Bjarnason átti viđ Svein á Íslands Nýjasta Nýtt (ÍNN). Sveinn hefur einmitt gefiđ út bók um skáldiđ umdeilda, Kamban, líf hans og starf, og ekki er nema von ađ Sveinn brosi sínu breiđasta og sé rjóđur í vöngum í misheppnađa húsinu í Efstaleiti. 

Sveinn lét í ljós ţá skođun sína, ađ margt nýtt hefđi komiđ fram í sagnfrćđirannsóknum í Danmörku á síđustu árum, en lét skilja á sér, ađ ásakanir á hendur Kamban um nasisma og samskipti viđ ţýska setuliđiđ í Danmörku vćru lítilvćgar. Sveinn telur ekki ađ hann hafi veriđ réttdrćpur nasisti "vegna ţess ađ hann hafi ekki veriđ á lista frelsisráđsins". Listi frelsisráđsins var reyndar búinn til eftir ađ Kamban hafđi veriđ skotinn! Sveinn sagđi á ÍNN ađ hann teldi ađ Guđmundur hefđi veriđ sýknađur, hefđi hann veriđ tekinn höndum. Ég er ósammála.

Á ÍNN sagđi Sveinn sömuleiđis ađ fyrirliggjandi upplýsingar vćru "ekki ástćđa til ađ hengja hann upp á einhvern kross fyrri ţađ." Hins vegar skilst mér á gagnrýni í Silfri Egils ađ Sveinn sé fyrst og fremst ađ gera skáldinu og leiklistarmanninum Kamban skil í bók sinni og fari ekki mikiđ út í ađra sálma, og velti ţví ekki fyrir sér hlutum eins og drápinu á Kamban eđa skođunum manna á samskiptum Kambans viđ nasista í Ţýskalandi og ţýska hryđjuverkaliđiđ. Sveinn Einarsson gerir ţađ m.a. vegna ţess ađ Danir setja svo ströng skilyrđi fyrir birtingu ţeirra gagna sem upplýst geta um dauđa hans. Ţetta er ţví ekki nein fullnađarúttekt um Kamban. Ţađ er hins vegar sögufölsun ţegar hermt er í öđrum ţćtti á RÚV (Rás 1) ađ "múgćsingarmađur" hafi skotiđ Kamban á Pensionat Bartoli í Upsalagade 20 í Kaupmannahöfn, líkt og einn starfsmađur RÚV gaf í skyn í viđtali viđ Svein Einarsson nýveriđ.

Kamban var mjög samsettur mađur og náttúrulega getur mađur ekki gengiđ framhjá öđru en leiklistinni í lífi ţessa manns, ţar sem skilin milli veruleika og ţess lygilega voru ekki alltaf augljós. Hann hóf feril sinn međ ţví ađ halda ţví fram ađ einhverjir ađ handan, m.a. H.C. Andersen og Jónas Hallgrímsson skrifuđu í gegnum sig. Hann taldi einnig sér og öđrum trú um ađ hann gćti snúiđ viđ gangi styrjaldarinnar og fékk ađ sögn 1500 kr. á mánuđi frá Ţjóđverjum fyrir uppfinningu sem átti ađ geta snúiđ viđ stríđsgćfu nasista. Leiklistaskáld og ćvintýramađur. Sveinn kallar  Kamban "Andlegan aristókrat", sem oft eru líka ćvintýramenn, eiga ţađ oft til ađ verđa misskildir, og sér í lagi ef ţeir veđja á rangan hest. Guđmundur veđjađi stórt á nasistabikkjuna - og veđjađi rangt.

Ég bendi fólki sem vill frćđast betur um nasistaveikleika Kambans á ađ lesa bók Ásgeirs Guđmundssonar, Berlínarblús, til ađ frćđast meira um Kamban og samskipti hans viđ nasista.

Ein af nýrri bókum um sögu stríđsáranna í Danmörku sem hvađ mesta athygli vakti áriđ 2005, ţegar 60 ár voru liđin frá stríđslokun var bók mín Medaljens Bagside (2005). Hún fjallar ekki um Guđmund Kamban. En á mjög furđulegan hátt kom Kamban ţó međ í bókina, og eftir ađ ég skrifađi bók mína hef ég skođađ lögregluskýrslur í skjalasafni danska dómsmálaráđuneytisins vegna rannsóknar á drápinu á Kamban, sem fullvissar mig um ađ dauđi Kambans var slys. Ţćr sagđist Sveinn Einarsson ekki hafa skođađ, Hann "vildi ekki kynna sér ţađ" eins og hann sagđi á ÍNN, og finnst mér ţađ afar léleg sagnfrćđi hjá Sveini Einarssyni. Skot hljóp af í ćsingi sem skapađist er Kamban neitađi ađ láta handtaka sig. Ég ţekki máliđ, veit hverjir voru til stađar og tel ţađ vafasama ađferđ hjá Sveini ađ afneita vitneskju, ţó svo ađ strangar reglur gildi um birtingu ţeirra og nafna. Reyndar heyrđist mér á öđru ţví sem Sveinn talađi um í ţćtti Björns Bjarnarsonar á ÍNN, ađ Sveinn hlyti ađ hafa lesiđ gögnin í skjalasafni danska dómsmálaráđuneytisins.

Samvinna Kambans viđ nasista í Danmörku var ef til vill ekki ekki dauđasök, en ţađ fór ekki fram hjá mönnum ađ hann var innsti koppur í búri nasista, fyrirlesari hjá Nordisches Gesellschaft og hyllti opinberlaga í dönskum fjölmiđlum Göbbels er sá vitleysingur setti á gagnrýnisbann á ritdóma áriđ 1936. Ţegar Sveinn Einarsson leyfir sér ađ kalla Kamban "friđarsinna", er Sveinn búinn ađ missa tökin á efniviđi sínum, og mađur gćti haldiđ ađ hann hafi frá upphafi ćtlađ sér ađ skrifa sýknudóm um leiđ og hann gerđi ritlist Kambans skil.

Jacob Thalmay

Mynd af Thalmay varđveitt í Frřslev búđunum í Danmörku, áđur en hann var sendur til Ţýskalands. Myndin er líklega tekin í Vestre Fćngsel í Kaupmannahöfn.

 

Sagan af Thalmay gleraugnasala

Stćrsti "glćpur" Kambans var hann ekki skotinn fyrir, en hér verđur sagt frá ţeim glćp eins og mér var sagt frá honum. Mér ţykir líklegt ađ ţessar upplýsingar hafi fariđ fram hjá Sveini, ţví Sveinn hélt ţví fram á ÍNN ađ hann hefđi ekki séđ eđa heyrt ađ Kamban hefđi boriđ blak af gyđingaofsóknum. Samvinna viđ Nordisches Gesellschaft, sem Kamban hafđi, bendir til ţess ađ hann hafi haft lítiđ álit á gyđingum, ţví ţađ var algild regla um alla međlimi ţess vafasama félags.

Einn ţeirra gyđinga sem vísađ var úr landi á stríđárunum í Danmörku var Jacob Thalmay. Ég vitna hér í bók mína:  "Međal ţeirra 77 fanga sem voru fluttir af Ţjóđverjum til Sachsenhausen ţann 21. janúar 1944, voru tveir ađrir gyđingar, sem báđir voru danskir ríkisborgarar. Einn ţeirra var úrsmiđurinn og gleraugnasalinn Jacob Thalmay (f. 1904). Hann fćddist í Varsjá, en hafđi búiđ stćrstan hluta ćvi sinnar í Danmörku. Hann hafđi ţó fyrst fengiđ danskt ríkisfang áriđ 1942 eftir ađ hann hafđi búiđ í Palestínu og veriđ međ  [enskt] protektorate vegabréf síđan 1922. Jacob Thalmay hafđi orđiđ eftir í Danmörku eftir ađ kona hans og dóttir flýđu til Svíţjóđar. Ástćđan til ţessa var ađ hann var orđinn virkur í andspyrnuhreyfingunni og vann hugsanlega sem gagnnjósnari. Hann hafđi litađ hár sitt ljóst og samkvćmt bróđursyni hans hafđi hinn íslenski rithöfundur og međreiđarsveinn nasista, Guđmundur Kamban, boriđ kennsl á Jacob Thalmay í Shell-húsinu sem fyrrverandi nágranna sinn og uppljóstrađ fyrir Ţjóđverjunum, ađ Thalmay vćri gyđingur.

Í einni af neđanmálsgreinin viđ ţessar upplýsingar má lesa:

"Jacob Thalmays nevř, Mark Thalmay, Tjele ved Viborg, fortalte forf. fřlgende under en telefonsamtale d. 11.8. 2000: "...Min frabror var kontraspion og kom i Shell-huset. Der blev han genkendt af en islandsk digter, Kamban, som genkendte ham, selvom han havde farvet hĺret lyst. Han fortalte tyskerne, at Jacob var jřde. De havde vćret naboer. Han genkendte ham" ."

Ég geri mér grein fyrir ţví ađ erfitt hefđi veriđ ađ sanna ţessa sögu fyrir rétti, en kannski gerđu Danir Íslendingum greiđa međ ţví ađ skjóta Kamban fyrir slysni. Ţví fyrir rétti hefđi ţessi saga ekki komiđ vel út fyrir Guđmund Kamban, og hvađ ţá Íslendinga. Ég tel fullvisst ađ sagan sé sönn. Ég hafđi samband viđ óţekktan mann í síma, sem ekki hafđi fengiđ neinar upplýsingar fyrir um erindi mitt. Ég man ađ ég varđ mjög undrandi yfir ţví ađ Kamban vćri strax nefndur til sögunnar.

Örlög Jacobs Thalmays urđu ţau ađ hann var fluttur frá Sachsenhausen til Auschwitz og ţađan var hann sendur í dauđagöngu til fangabúđanna í Melk, undirbúđa Mauthausen búđanna illrćmdu í Austurríki. Taliđ er ađ hann hafi látist á leiđinni eđa í búđunum í Melk í mars áriđ 1945.

 1635284_1

Jacob Thalmay, áđur en Guđmundur Kamban sá hann í Shell húsinu, sem var fangelsi og ein af stjórnstöđvum Gestapos.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurđsson

Sćlir.

Ekki er ćtlun mín ađ verja ţá Íslendinga sem voru nazistar og unnu fyrir ţá í heimstyrjöldinni og ţykir mér hafa veriđ heldur lágt risiđ á íslenskum stjórvöldum ţegar ţau voru ađ rekast í ţví ađ fá ţá menn lausa (t.d. Ólaf Pétursson) sem augljóslega voru sekir.

En ég hef veriđ ađ lesa bókina Berlínarblús sem ţú bendir á hér ađ ofan og ţar er ţví síđur en svo slegiđ föstu eđa leiddar líkur ađ ţví ađ hann hafi veriđ nazisti og aktívur sem slíkur, og mig rekur dálítiđ í vörđurnar ţegar ţú skrifar " Hann (Kamban)taldi einnig sér og öđrum trú um ađ hann gćti snúiđ viđ gangi styrjaldarinnar og fékk ađ sögn 1500 kr. á mánuđi frá Ţjóđverjum fyrir uppfinningu sem átti ađ geta snúiđ viđ stríđsgćfu nasista."

Í fyrrnefndri bók kemur fram ađ hann hafi fengiđ 1000 krónur á mánuđi frá Ţjóđverjum og ţađ fyrir ađ rannsaka söl en ekki neina uppfinningu sem hafđi međ stríđiđ ađ gera.

Jón Bragi Sigurđsson, 7.12.2013 kl. 11:33

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Bragi Sigurđsson, ţú ert líklega međ yngri útgáfu af bók Ásgeirs. Hann endurskođađi hana nýlega, en á síđu 220 í fyrstu útgáfu kemur ţetta međ 1500 kr. mánađarlaunin fram. Sölin koma einnig fram í mynd Viđars Víkingssonar frá 1988. http://youtu.be/zlrkNtJUPy0 Annar "Vestfirđingur" var á launum hjá ţjóđverjum, ţví hann gat taliđ ţeim trú um ađ á Vestjörđum vćru báxítnámur. Söl og boxít. Mig grunar ađ ef Guđmundur Kamban hefđi fćđst eftir 1950 hefđi hann veriđ útrásarvíkingur. Íslenska minnimáttarkenndin dreif hann áfram líkt og kallana sem settu Ísland á hausinn.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2013 kl. 12:08

3 Smámynd: Jón Bragi Sigurđsson

Já ég er međ yngri útgáfuna og ţar er minnst á ţessa uppfinningu og 1500 krónurnar en ég get ekki betur séđ viđ lestur bókarinnar en ađ ţetta hafi ekki átt viđ rök ađ styđjast; hvorki uppfinningin eđa ţessar 1500 krónur.

"Sveinn telur ekki ađ hann hafi veriđ réttdrćpur nasisti "vegna ţess ađ hann hafi ekki veriđ á lista frelsisráđsins". Listi frelsisráđsins var reyndar búinn til eftir ađ Kamban hafđi veriđ skotinn!" Í bókinni segir hins vegar orđrétt á bls. 226: "Viđ rannsókn málsins kom einnig fram, ađ nafn Kambans hafđi ekki veriđ á handtökulistum ţeim, sem danska andspyrnuhreyfingin hafđi látiđ gera...".

Jón Bragi Sigurđsson, 7.12.2013 kl. 19:57

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Jón Bragi, handtökulistar voru margir og eru ekki allir til í dag og reyndar flestir gerđir eftir ađ Kamban hafđi veriđ drepinn. Áttu erfitt međ ađ skilja ţađ?

Ţú átt greinilega einnig erfitt međ texta, Jón Bragi, svo látum ađra lesa hann svo tautiđ í ţér standi ekki hér eftir til ađ skapa óţarfa efasemdaraddir: "Síđar kom á kreik sú saga, ađ Kamban hefđi unniđ fyrir Ţjóđverja ađ uppfinningu, sem hefđi átt ađ snúa viđ gangi styrjaldarinnar ţeim í hag. Saga ţessi er runnin frá gjaldkera dr. Bests, sem hét Franz Schwab. Hann lét Per Federspiel landséttarlögmanni í té ýmsar upplýsingar í mars 1944, m.a. ađ Kamban fengi greiddar 1500 kr. á mánuđi fyrir uppfinningu, sem hefđi ţýđingu fyrir framvindu styrjaldarinnar. Federspiel lét ţessar upplýsingar berast til dönsku andspyrnuhreyfingarinnar í Stokkhólmi og London".

Hvađ er rangt í ţessu? Hefur ţú nýjar upplýsingar? Ég ćtla ekki ađ útiloka ađ ţetta séu greiđslur frá Ţýskalandi sem kallađar voru öđrum nöfnum en ţví sem ţćr í raun voru

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 7.12.2013 kl. 21:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband