Oh Lord won't you buy me a Mercedes Benz

fornleifur_benz.jpg

Ţótt margir eigi erfitt međ ađ trúa ţví, ţá hef ég átt og ekiđ Mercedes Benz. Já ţiđ lesiđ rétt.

Ég fékk reyndar bílinn í 2. ára afmćlisgjöf frá afa mínum og ömmu, en afi hafđi látiđ einhvern kunningja sinn á Fossunum kaupa bílinn fyrir sig í Ţýskalandi. Ég var alls ekki barn sem benti á allt og fékk ţađ. Ég fékk bara allt án ţess ađ benda.

Eins og sjá má á myndinni var ég ekki lítiđ ánćgđur međ kaggann. Ţetta var smćkkuđ mynd af Benz 190 SL, en fótstiginn útgáfa. Á ţessum eđalvagni, sem var póstkassarauđur, voru ljós og stefnuljós og flauta. Ţetta var rammţýsk framleiđsla frá FERBEDO (Ferdinand Bethäuser GmbH & Co.) verksmiđjunum i Fürth, sem enn eru í leikfangaframleiđslu.benz_2.jpg

Ekki man ég beint eftir ţví er ég fékk tryllitćkiđ, en ég man samt vel eftir ţessu farartćki sem flutti međ mér úr Vesturbćnum í austurhluta borgarinnar, ţegar foreldrar mínir keyptu hús ţar ţegar ég var á 4. ári. Í götunni vakti tryllitćkiđ strax mikla athygli hjá yngri sem eldri drengjum. Ţá voru reyndar ljós og flauta og ýmislegt annađ úr lagi gengi, ţví ţađ leyndist dálítill bifvélvirki í mér á fyrstu ćviárum mínum. Ég var algjör ökufantur. Mér var ýtt um götur af stćrri drengjum, sem fengu svo í stađinn ađ ćrslast ađ vild í bílnum úti í götu, sem ţá hafđi ekki einu sinni veriđ malbikuđ. Bíllinn missti ţví fljótt fyrri fegurđ sína og varđ algjör drusla.

Einhverju sinni tók afi bílinn aftur og hann var gefinn fátćkum dreng í Höfđahverfi. Ég sá stundum eftir Benzanum, en ég var fyrir löngu vaxinn upp úr bílnum og bíladellunni, sem ég hef aldrei síđan fengiđ. Ég vona ađ einhver hafi haft af honum eins mikla ánćgju og ég.

Ţađ er nú alveg á hvínandi bremsunni ađ ţessi gripur geti veriđ til umtals hér á Fornleifi. En sams konar vagnar, sem tilheyrđu ţćgum drengjum sem líklega bjuggu allir viđ malbikađar götur, hafa fariđ fyrir ţó nokkuđ fé á stórum uppbođum uppbođshúsa á síđari árum. En alltaf hefur mér ţótt undarleg börn sem ekki léku sér eđa leyfđu öđrum ađ leika sér af fallegum leikföngum sínum og bíđa ţangađ til ţau verđa 50 ára og fara međ gullin sín á uppbođ.

Vel getur hugsast, ađ ţegar ég vinn í Lottó, muni ég kaupa mér svona bíl til ađ aka inn í barndóminn á.

Ég lýk ţessari nostalgíu međ ţessari bćn Janis Joplins og ykkar sem aldrei hafiđ átt Benz eins og ég og Jón Ásgeir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir fćrsluna, hún er skemmtileg og međ fínu niđurlagi.

Páll Vilhjálmsson, 13.4.2014 kl. 19:48

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Njóttu vel Páll og aktu varlega.

FORNLEIFUR, 13.4.2014 kl. 21:53

3 Smámynd: Gestur Halldórsson

1955 eđa 56 ţá 3 eđa 4 ára fékk ég einn svona samskonar sem fađir minn kom međ úr siglingu frá Cuxhaven, eđalvagn međ öllu, framhjóla drifin og međ gráu bólstruđu áklćđi sem smellt voru niđur í stillanlegt sćti.

Gestur Halldórsson, 13.4.2014 kl. 21:54

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Gestur, ég man ekkert eftir ţví ađ sćtin vćru stillanleg, en ţađ var plastáklćđi grátt sem mađur smellti á setiđ í mínum bíl. Gaman vćri ađ fá fleiri upplýsingar um ţessa "fornbíla" á Íslandi.

FORNLEIFUR, 13.4.2014 kl. 22:26

5 Smámynd: FORNLEIFUR

mbusa_300sl_pedalcar.jpgSigmundur Davíđ fornleifaráđherra átti einn svona og var innbyggđur koppur undir sćtinu

FORNLEIFUR, 13.4.2014 kl. 22:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband