17. júní á dönsku fjalli

17_juni_2014.jpg

Í dag hélt ég upp á 17. júní, aleinn. Ég kleif hćstu hćđ yfir jafnsléttu á Sjálandi, sem er 45 metrar yfir umhverfinu í kring og 67 metra yfir sjávarmáli, og ekki nema tćpir 3 km. frá heimili mínu.

Stađurinn heitir Herstedhřje. Á 7. og 8. áratug síđustu aldar auđgađist bćjarfélagiđ Albertslund á ađ leyfa öđrum bćjarfélögum á Stórkaupmannahafnarsvćđinu á losa sig viđ byggingar- og vegavinnuúrgang nyrst á landi sínu, í allt 3 milljónir teningsmetra. Síđan voru haugarnir grćddir og liggja í jađri eins stćrsta skógar Danmörku Vestskoven sem einnig var rćktađur á ţessum árum.

Víđsýnt er af hćsta hólnum á Herstedhřje. Til vesturs ađ Hróarskeldu, í austur ađ kirkjuturnum Kóngsins Kaupmannahafnar, suđur í Kögunarflóa og eitthvađ norđur fyrir Héraskóg og Lyngby. Fáir Kaupmannahafnarbúar vita sem betur fer af ţessari hćđ, enda hćtta ţeir sér venjulega ekki út fyrir bćjarmúrana og ţola ekki hćrri hćđir en 6. hćđ í Bellahřj.

herstedhoje.jpg
Hćđin Herstedhřje ţann 17. júní 2014

Ţegar upp á fjalliđ var komiđ breiddi ég út dúk viđ útsýnisskífuna sem ţar er á gríđarstórum granítsteini. Ég setti á dúkinn tvo silfurstjaka og dró íslenska fánann ađ húni og í stórt glas hellti ég svo ískaffi sem ég hafđi búiđ til heima. Ekkert sterkara var haft viđ hönd. Ég sönglađi svo og flautađi nokkra ćttjarđarsöngva, eđa ţau erindi sem ég man í svipinn eftir langa útivist.

Til ađ fagna nýjasta sigrinum yfir ESB, sem gerir Dönum kleift ađ borđa áfram kanilsnúđa eins og ţeir hafa alltaf gert, og sem Íslendingar hafa apađ eftir ţeim, át ég girnilegan snúđ til ađ halda upp á afmćli Jóns Sigurđssonar forseta. Ég er alltaf međ mynd af Jóni í veskinu.

Međan ég smjattađi ánćgjulega á snúđnum, hugsađi ég til ţýsku sígaunafjölskyldunnar Ringat, aldrađra hjóna og barnabarns ţeirra á 14. ári, sem ég ćtla ađ skrifa um. Danir vildu ekki veita ţeim landvist áriđ 1946 og helst koma ţeim úr landi. Hjónin höfđu misst 4 af börnum sínum í Stutthof og Auschwitz, nokkur tengdabörn og fjölda barnabarna. Ţetta voru ţví mjög pólitískt kórréttur 17. júní hjá mér.

Ég var lengst af einn í veislunni fyrir utan ćr og lömb sem beitt er ţarna á sjálenska hálendiđ. Ţjóđlegra gat ţetta ekki veriđ. Megn lykt af sauđatađi og lambaspörđum, sólbrenndur og sauđalegur náungi í sólinni međ snúđ í andvaranum, hátt hafinn yfir lítilmennsku og lágkúru landsins fyrir neđan hann, nćstum ţví eins og Andri Snćr Magnason.

"Tillykke med fřdselsdagen Jón, du ville have gjort ţađ sama í mínum sporum."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband