Brotin bein

172_4267_665226980511694.jpg

Kirkja sú sem nú stendur í Breiðuvík í satanískum præríustíl húsameistara ríkisins var vígð árið 1964. Hún er því næst nýbygging þótt ljót sé. Vona ég að ég móðgi ekki neinn með því að segja sannleikann. Líklega hefur litla kirkjan frá 1824 (sjá mynd) sem stóð í suðurhluta kirkjugarðsins nokkuð norður af hinu alræmda vistheimili í Breiðuvík þótt of lítil til að berja Drottins orði inn undir höfuðskelina á afvegaleiddum og einskisverðum drengjum sem sendir voru í Breiðvík til að hægt væri að brjóta þá gjörsamlega niður.

Beinin, sem hótelstýran á Hótel Breiðuvík finnur við hið minnsta pot, eru vart úr börðum drengjum, þótt margt hafi verið barið í Breiðuvík, en lemstruð eru þau nokkuð. Árið 1431 vígði Jón Gerreksson bænhús í Breiðuvík, og grunar Gvend, að það sé kannski undir hótelinu að hluta til. Allir muna hvað kom fyrir hinn danska biskup.

Beinin, sem gætu verið úr miðaldagrafreit við bænhúsið, eða jafnvel eldri, eru því fornminjar. Má furða sig yfir árvekni "fornleifastofu" þeirrar sem skoðaði þau árið 1999 eða 2000, eftir að tilkynning hafði borist til Reykjavíkur um beinafund í Breiðuvík árið 1912. Mér líkar alltaf skjót vinnubrögð. Í árvekni og röggsemi kollega minna gleymdist þó að upplýsa, að beinin eiga að fara á Þjóðminjasafnið, nema að annað sé ákveðið.

En þrátt fyrir brotin bein og brotnar sálir er fallegt þarna vestast í Evrópu. Ég hef aðeins einu sinni komið í Breiðuvík í roki og rigningu, en þekki aðra sem ekki langar þangað aftur. Skil ek það vel.

2741343539_c3b130a911.jpg


mbl.is Hvaða tannkrem notaði hann?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband