Er skutlur flugu í ţyrlu

runa_i_rotterdam.jpg

Líkt og sumir karlmenn leita ólmir ađ náttúrumyndum í sveittum og lösnum tölvum sínum, leitar Fornleifur starfsmađur minn uppi myndir af gömlum dísum sem komust í úrslit fegurđarsamkeppna um ţađ leyti sem hann var sjálfur upp á sitt besta. Ţađ góđa viđ ţetta hobbý hans er ađ sjaldan fylgir vírus svo gömlum snótum. Langt er á milli góđra funda, en nýskeđ rakst hann á eina slíka mynd í Hollandi.

Ţar sem Fornleifur fermdist í tvíhnepptum jakka, er mat hans á kvenlíkamanum mjög gamaldags, en ţó afar klassískt. Hann leggur meiri áherslu á gott andlit en t.d. afturendann. Snyrtilegur klćđaburđur og t.d. heiđgular maxíkápur telur Fornleifur međal ţess fremsta sem konur geta skartađ. En allt klćđir rós, eins og Danir segja og allar konur eru fallegar á sinn hátt (svo vil ég ekki ađ einhverjir helv. femínistar fari ađ nöldra hér um gripasýningar og karlrembu).

Hátt klof er Fornleifi ekki ađ fyrirstöđu. Brjóstmáliđ skal ekki vera í stćrra lagi enda karlinn sjálfur međ innfallin brjóstkassa og heilinn skal vera fallegri á konum og betur stilltur en hoppandi ORA-baunin sem Fornleifur og ađrir menn eru oftast međ í heila stađ.

amigoe_di_curacao.jpg

Myndin sem m.a. birtist í hollenska (frísneska) blađinu Friese Koerier og víđar, og jafnvel allt vestur á Hollensku Antillaeyjum, í blađinu Amigoe di Curacau, sýnir nokkrar yngismeyjar sem voru ađ spóka sig á haustmánuđum áriđ 1957. Ţćr voru ađ sýna föt á tískusýningu sem fimm fyrirtćki í Hollandi stóđu fyrir í Zandvoort, margrómuđum strandbć vestur af Amsterdam. 

Ungfrú Rúna

Vitađ er ađ lengst til vinstri stendur ungfrú Rúna Brynjólfsdóttir frá Íslandi sem lenti í öđru sćti í einni af Íslandskeppnunum sem haldnar voru áriđ 1957. Viđ hliđ hennar er mademoiselle Monique Lambert frá Frakklandi sem hafđi orđiđ 2. í Miss France fyrr á árinu 1957 og önnur á Miss Europe í Helsinki áriđ 1955. Nćst kemur engin önnur en Miss World '56, Petra Schurmann frá Ţýskalandi (sem andađist 2010 eftir glćsilegan feril). Ţvínćst kemur Corine Rottschäfer frá Hollandi, međ klórlitađ háriđ, sem varđ Miss Evrópa (og síđar Miss World áriđ 1959). Og loks lengst til hćgri Ungfrú Belgía '56, Madeleine Hotelet. Yngismeyjarnar voru ţarna á ţyrluflugvelli í Rotterdam. Ţćr eru sumar ađ bíđa eftir ţví ađ komast í fyrsta ţyrluflug ćvi sinnar. Miss Belgía virđist vera eitthvađ lasin, en  kannski var hún bara flughrćdd?

 

gluggagaeinn.jpgHér er merk kvikmynd frá Miss World keppninni í Lundúnum áriđ áriđ 1957, sem Fornleifur fann á FB Heiđars Jónssonar snyrtis. Hvar annars stađar? Heiđar er örugglega álíka slakur í fornleifafrćđi og Fornleifur er í make-uppinu, en báđir kunna ţeir hins vegar ađ meta góđan og skarpan prófíl. Á fréttaskotinu frá Lyceum áriđ 1957 sést ţokkadísin Rúna Brynjólfs frá Íslandi ţar sem hún gengur lćđugang í Lundúnum. Sumir ţurftu ađ setja upp kíkinn til ađ fatta fegurđ íslenskra kvenna, nema ađ ţađ hefi veriđ til ađ sjá smáatriđin. Rúna upplýsti ađ áhugamál hennar vćru "to travel farther and to speak more languages". Ţađ var nú meira en en Miss Finnland gerđi, en hún vann Miss World titilinn áriđ 1957. Hún talađi ađeins finnsku, rúmmennsku og slatta í  reykmerkjamállýskum, en var einnig sćmilega góđ í gufu.

runa_i_london.jpg

Rúna hafđi gott göngulag

Hvar ćtli Rúna Brynjólfsdóttir sé niđur komin í dag? Fornleifur gróf hana upp eins og allt annađ. Hún býr í úthverfi í Columbus, Ohio, og heitir Runa B. Cobey. Í gamla góđa Vísir upplýsti hún lesendur áriđ 1965 ađ hún hefđi gifst manni, Herbert Todd Cobey ađ nafni. Hann var hvorki meira né minna en međ háskólapróf í sögu frá Yale og Harvard og gćti ţví hćglega hafa orđiđ forseti. Hann var líka leikritahöfundur og gaf út vikublađ, sem er vona álíka merkilegt og ađ vera međ blogg í dag.

Í stađ ţess ađ skrifa leiđinlega dođranta um Civil War hafđi hann ofan af fyrir fegurđardísinni sinni frá Íslandi međ ţví ađ reka vélafyrirtćki, sem sérhćfđi sig í alls konar vélum og farartćkjum sem ađrir framleiddu ekki. Áriđ 1965 bjuggu ţau hjón í Georgestown í Norđvesturhluta Washington D.C. Ţótt Bertie sé nú löngu látinn er glćsileg kona eins og Rúna vart á lausu, svo jafnaldrar Fornleifs, og ţeir sem eldri eru, eru vinsamlegast beđnir um ađ sitja á strák sínum og láta hana í friđi. Dóttir Rúnu getur hins vegar hjálpađ ykkur. Hún er sérfrćđingur í slíku.

runa_i_rotterdam_naermynd_1282655.jpg

Rúna í Rotterdam


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband