Villi afi

afi_og_orvaldur_gmundsson_2.jpg

Ég átti tvo afa sem báru hver sína gerđina af hinu keisaralega nafni Vilhjálmur, Vilhelm á Íslandi og Willem í Hollandi. Ekki er ţví ađ furđa ađ ég hafi orđiđ ađ heita Vilhjálmur, svona til ađ halda áfram hinni keisaralegu hefđ. Ég kynntist aldrei afa mínum í Hollandi (sjá hér og hér), en Villi afi á Íslandi var minn besti vinur og hjálparhella. Í námi nutu menn oft ađstođar LÍN, en ég hafđi bćđi LÍN og afa og ömmu, Sigríđi Berthu Ţórđardóttur, sem endalaust gáfu mér höfđinglegar gjafir og ađstođuđu mig fjárhagslega og ađra á allan mögulegan hátt af sparnađi sínum frá langri vinnućvi. Villi afi var afar örlátur mađur og nutu margir góđs af ţví.

Ekki var óalgengt fyrr á tímum ađ tveir ungir menn fćru saman til ljósmyndarans og létu eilífa sig eins og ungu mennirnir hér ađ ofan gerđu. Stundum héldust menn í hendur eđa innilega utan um hvern annan. Sá tími var liđinn ţegar ţessi mynd var tekin. Skrítiđ fólk í nútímanum leggur svo eitthvađ annađ í ţađ í dag en menn gerđu ţá. Langt er seilst eins og viđ vitum.

Áriđ 1996 var haldin sýning á ljósmyndum Jón Kaldals í tilefni af aldarafmćli hans. Myndirnar voru sýndar í Nýlistasafninu. Móđur minni og ömmu var sagt ađ ţar héngi mynd af afa mínum, mynd sem ţćr höfđu aldrei séđ. Myndin bar númeriđ 2303.

Sýnir hún tvo unga menn í sínu fínasta pússi međ newsboy - eight piece húfur úr tweed, en slíkar húfur eru oft ranglega greindar sem sixpensarar á Íslandi, en ţađ er allt önnur húfa eins og reyndir húfu- og hattamenn eins og ég vita.

Eftir ađ afi minn lést áriđ 1993, fékk ég ţessa mynd hjá Ívari Brynjólfssyni ljósmyndara og samstarfsmanni á Ţjóđminjasafni Íslands og gaf ömmu minni, sem setti hana í gylltan ramma og settu upp í stofu sinni á Hringbrautinni í Reykjavík. Ég fékk svo myndina eftir lát ömmu minnar, og hangir hún jafnan fyrir framan mig viđ skrifborđiđ mitt, ţví myndin af afa minnir mig á son minn Ruben.

Afi minn, Vilhelm  [Árni Ingimar] Kristinsson er sá lágvaxni til hćgri á myndinni. Hinn unga manninn, međ hiđ háađalborna skagfirska andlit, kunni amma mín sćmileg deili á en ég var búinn ađ gleyma nafninu fyrr í ár ţegar mér datt í hug ađ skrifa nokkur orđ um myndina. Hann mun hafa siglt til Ameríku ađ ţví er amma sagđi mér. Hann hafđi viljađ fá afa međ sér til Ameríku og ţeir höfđu veriđ á sjó saman.

Nýlega hafđi ég samband viđ Ingu Láru Baldvinsdóttur deildarstjóra ljósmyndasafns Ţjóđminjasafnsins, til ađ spyrjast fyrir um nafn mannsins međ afa á ljósmynd Kaldals. Nafn hins hávaxnari er ţađ eina sem skráđ er viđ myndina í safni Kaldals. Inga Lára upplýsti nafniđ: Ţorvaldur Ögmundsson.

Ţorvaldur var sonur Ögmundar Sigurđssonar skólameistara í Flensborgarskóla í Hafnarfirđi og var myndin tekin ţar. Ţess vegna spurđu Inga Lára mig fyrr í ár (2016), hvort afi minn hafđi veriđ í Flensborg. Ţar gekk hann aldrei. En félagarnir á myndinni voru komnir langt yfir skólaaldur og stunduđu sjóinn saman. Afi leit alla tíđ mjög unglega út og fór ekki ađ grána á vöngum fyrr en seint á áttrćđisaldri og hann hélt ljósum háralit vel fram á nýrćđisaldur. Réttara sagt, hann afi varđ aldrei almennilega gráhćrđur.

Afi og vinur hans Ţorvaldur voru á togurum fyrir norđan á Siglufirđi og Akureyri, afi mest sem hjálparkokkur eđa kokkur. Ţeir félagar hafa hafa líklega nýtt sér tćkifćriđ og setiđ fyrir ţegar Kaldal var á annađ borđ í Flensborgarskóla ađ taka myndir af nemendum ţar.

_orvaldur_logberg.jpgŢorvaldur, sem var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík, fluttist til Bandaríkjanna. Afi međ sitt barnaskólapróf stofnađi hins vegar fjölskyldu í Reykjavík. Ţorvaldur hélt sig viđ sjóinn og var sjómađur á togurum frá Boston međ öđrum Íslendingum. Í miklu óveđri ţann 8 febrúar 1933 tók hann út af togaranum Fordham og drukknađi. Greint var frá sorglegum dauđdaga hans í Lögbergi ţ. 3. marz 1933.

Myndir geta sagt margt og gefiđ ástćđur til rannsókna. En ţćr segja alls ekki allt. Ef menn hefđu viljađ vita meira um afa Villa, sem síđar á ćvinni var vatnsvörđur viđ Reykjavíkurhöfn, hefđu ţeir átt ađ mćta í jarđarför afa í Fríkirkjunni. Ţeir hefđu ekki komist inn, ţví ţađ var fullt fram í fordyri. Ţá fyrst áttađi ég mig á ţví hvađ marga vini afi hafđi átt.

Viđ voru afar ólíkir, en ţađ skapađi hina góđu vináttu. Afi hafđi alltaf viljađ ganga menntaveginn, en hafđi ekki ráđ á ţví. Hann lifđi sig ţví inn í velgegni afkomenda sinna á andlegu brautinni. Eftir ađ afi komst á eftirlaun vann hann í yfir áratug hjá RÚV sem sendisveinn, en útvarpiđ notađi gamla, vinalega karla til ţess verks og krakka á sumrin. Ţađ ţótti honum góđ vinna og ég naut einnig góđs af ţví, ţví afi útvegađi mér alltaf sumarvinnu, annađ hvort hjá útvarpinu á Skúlagötu og síđar hjá Reykjavíkurhöfn.

Afi var á yngri árum prýđisgóđur íţróttamađur og hef ég greint frá ţví áđur. Hann var í fimleikahópi ÍR og sýndir Kristjáni X konungi fimi sína, er kóngur kom í heimsókn áriđ 1921. Enn meira er hćgt ađ frćđast um afa minn, ţví hann hefur náđ ţeim heiđri ađ verđa eins konar safngripur á Ţjóđminjasafni Íslands, fyrir utan listagóđa mynd Kaldals. Afi var einn af heimildamönnum ţjóđháttadeildar um líf krakkann í Skuggahverfinu í byrjun 20. aldar. Hér má lesa um ţađ. Lýsingar af sýna hans eđli. Hann var diplómat og talađi sjaldan illa um ađra og krati var hann lengur en flestir á 20. öldinni í Reykjavík. Hálfsystir hans, eldri, í Danmörku, Sigríđur Sigurjónsdóttir Jensen, náđi nú einnig ţví takmarki ađ verđa lengst skráđi félagi i Socialdemokratiet í Danmörku. Vitaskuld ţurfi Íslending til ađ hćkka međalaldur krata í Danmörku all verulega. Tante Sigga varđ 101 árs gömul og ávallt hress alveg fram í dauđann. Ţađ er svo önnur saga.

Hér lýkur ţessum ţćtti af afa mínum međ hiđ keisaralega nafn og sína höfđinglegu lund.

Hreinritađ í Cori, Latina á Ítalíu í ágúst 2016.

afi_i_athenu_1966.jpg

Vilhelm Kristinsson í Aţenu áriđ 1966 (sjá hér).


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband