Eros í Reykjavík

sigurdur_er_sjoma_ur.jpg

Ţegar ég heyrđi hér um áriđ um danska dátann, sem tróđ sér inn í Kaupţingsbanka í Reykjavík í annarlegu ástandi, stal ţar hundrađköllum, dó svo og reis upp frá dauđum eftir kossa og hnođ í lögreglubíl, kemur upp í huga mér bókin Eros in Reykjavík, sem er skáldsaga á hollensku.

Bók ţessi var eftir hollenska gyđinginn og hommann Ali Cohen (1895-1970), sem aldrei kom til Íslands ađ ţví er ég best veit. Bókin kom út áriđ 1931 í Amsterdam hjá Querido forlaginu.

Söguţráđurinn er ţessi í grófum dráttum:  

Ţrjú skip eru stödd í höfninni í Reykjavík, norskt skip, danskt herskip og Eros, glćsilegt, hvítt farţegaskip sem er komiđ frá Skotlandi, en sem siglir undir fána fjarlćgs lands. Áhöfnin og farţegarnir um borđ hafđi fariđ víđa um lönd. Veisla er skipulögđ á Eros ađ nćturlagi og íslenskum stúlkum úr landi og áhöfnum hinna skipanna er bođiđ til hennar. Ţetta er hörkupartí og menn komast ađ ýmsu um söguhetjurnar í ţví annarlegu ástandi sem sumir veislugesta komast í. Daginn eftir fara sumir ferđalanganna af Eros međ íslensku blómarósunum í bíltúr til goshvers sem spýtir upp vatni einu sinni á dag. Má telja víst, ađ ţar sé veriđ ađ segja frá Geysi. Danskur matrós, sem í hita veislunnar kvöldiđ áđur, kemst ađ ýmsu um sjálfan sig, reynir ađ ţvo af sér ţćr uppgötvanir međ ţví ađ kasta sér til sunds í höfninni. Ekki vill betur til en ađ hann fćr krampa og drukknar.  

Bókin er hómó-erótísk, eitt fyrsta verk af ţeirri tegund á hollensku. Ţađ ţýđir á mannamáli, ađ dátinn sem drukknađi var ekki eins og Fylludátar voru flestir, en ţeir döđruđu viđ íslenskar stúlkur og skildu eftir sig mörg efnileg börn međ bćtt erfđamengi á Íslandi. Dátinn sem drukknar í sögunni Eros in Reykjavik sigldi á önnur miđ og banka en félagar hans. Kannski hefur dátinn sem vildi ná sér í hundrađkarla í Kaupţingi komist ađ hinu sanna um sjálfan sig í teiti kvöldiđ áđur. Hver veit?

ali_cohen.jpg

Lodi Ali Cohen áriđ 1940. Málverk eftir Kees Verwey sem hangir í Frans Hals Museum i Harleem í Hollandi.

Lodewijk (Lodi) Ali Cohen, eins og höfundur hét fullu nafni, starfađi lengstum sem lögfrćđingur. Hann lifđi af stríđiđ og var ţekktastur fyrir ljóđ sín og fyrir ađ hafa snemma veriđ yfirlýstur hommi.

Eros in Reykjavik

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband