Fjárfesting framtíđarinnar ?
25.5.2017 | 15:58
Mikiđ er gaman ađ frétta af ţví ađ íslenskur aurapungur ausi fé sínu í annađ en olígarkaíbúđ í New York eđa rúningamellur á snekkjum viđ strendur Flórída.
Ţađ kćtir mig ađ lesa ađ Reynir Grétarsson, sem m.a. hefur auđgast vel í Afganistan og Afríku á lánshćfismati ?? á fátćkustu ţjóđum heims, kaupi sér gömul Íslandskort og vilji sýna ţćr almenningi og ferđamönnum. Ugglaust getur slík sýning stađiđ undir sér og enn frekari kaupum á fornum kortum af Íslandi.
Sjálfur er ég áhugamađur um gömul kort og á reyndar fáein kort sem ég hef erft, keypt eđa fengiđ ţegar Ţjóđminjasafni henti hlutum á öskuhaugana. Landsbókasafniđ á einnig heilmikiđ safn sem mestmegnis hefur veriđ gefiđ ţví af mönnum sem höfđu mikiđ á milli handanna, líklega meira en ţeir höfđu á milli eyrnanna, ţví stundum voru kortin fölsuđ, jafnvel í ljósritunarvél, eđa ekki eins gömul og eigendurnir héldu. Kort voru sömuleiđis oft endurprentuđ meira en 100 ár eftir ađ ţau voru rist á koparinn.
Ég gef hér ađeins eitt dćmi, og vona ađ Reynir Grétarsson falli ekki í sömu gryfju og fyrri auđmenn íslenskir sem söfnuđu kortum. Ef fariđ er inn á kortasafn Landsbókasafns, Islandskort.is, og náđ í Íslandskort Porros frá 1572, koma upp myndir af tveimur kortum (síđum) úr kortabók Tomasso Porcacchis, L´Isole piu famose del Mondo, sem upphaflega var gefin út áriđ 1572 í Feneyjum. Kortin tvö á Islandskort.is eru hins vegar ekki úr upphaflegri útgáfu bókar Porcacchis frá 1572, heldur úr tveimur endurprentunum af ţeirri bók, ţar sem íslandskort Girolamos Porros voru endurnotuđ.
Ég á reyndar kortiđ hans Porros frá 1572 (sjá efst). Ţađ keypti ég áriđ 1975 fyrir aleiguna, sem var lítill sjóđur. Ég keypti kortiđ í den Haag af vini föđur míns, Bob Loose, fornbókasala í Paperstraat. Lose fćddist i Königsberg sem nú tilheyrir Rússum (Kaliningrad). Loose lét ávallt föđur minn vita ef eitthvađ sem varđađi Ísland rak á fjörur hans. Eftir ađ fađir minn, sem fćddist í Amsterdam, lést, komst Loose í samband viđ mig, en ég keypti ađeins smárćđi af Bob Loose, enda er ég bara fátćk háskólagengin rotta og (of)menntađur aumingi. Ţar síđast, er ég var međ fjölskylduna í den Haag, frétti ég ađ Loose vćri allur, ađ versluninni hans hefđi veriđ lokađ. Blessuđ sé minning hans. Ég minnist ţó langra kjaftaţinga föđur míns og hans međ lítilli gleđi.
Bob Loose ađ stússa í verslunarkytru sinni. Ađ baki búđarinnar var heilmikiđ húsnćđi, 10 sinnum stćrra en verslunin, ţar allt var fullt af bókum og öđru.
Reynir Grétarsson segir dýrasta kortiđ sitt hafa kostađ um 15 milljónir króna. Ekkert kort af Íslandi er svo mikils virđi og hefur Reynir ţví látiđ pretta sig dálaglega ef hann hefur keypt Íslandskort sem var svo rándýrt. Ţegar menn kunna ekki aura sinna ráđ, hverfur náttúrulega verđskyniđ. En hugsanlega er Reynir landakortafjárfestir ađ reyna ađ hćkka tryggingarverđiđ fyrir opnun sýningarinnar međ ţví ađ keyra upp verđiđ í fjölmiđli íslenskra stóreignamanna.
Reynir hyggur einnig á útgáfu kortabókar samkvćmt frétt Morgunblađsins. Bókina kaupi ég ugglaust, en ađeins á sanngjörnu verđi. Ţangađ til nota ég m.a. tveggja binda verk Haraldar Sigurđssonar, Kortasaga Íslands I-II sem fađir minn gaf mér áriđ 1978 og Haraldur áritađi fyrir hinn verđandi fornfrćđing, sem átti kort Porros, sem ég man ađ Haraldi kallinum langađi ósköp mikiđ í og vildi fjálgur kaupa af mér. Kortiđ var hins vegar ekki falt. Kannski er ţađ orđiđ 15 milljóna króna virđi nú, ha, ha, ha, ha. Dream on Fornleifur. Í hćsta lagi nokkur hundruđ dollarar. Menn fjárfesta enn sem komiđ er miklu betur í lánshćfismati á fátćkustu ţjóđum heims en í Íslandskortum.
Opnar safn međ gömlum Íslandskortum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Íslandskort | Aukaflokkur: Menning og listir | Breytt 31.1.2023 kl. 11:37 | Facebook
Athugasemdir
Sćll Fornleifur. Skemmtileg skrif. Nokkur atriđi. Ég hef ekki auđgast í fátćkustu löndunum, heldur er í stórum mínus, enda markmiđiđ ekki endilega ađ grćđa. Sama á viđ um mögulegt safn, ekki reikna ég međ ţví ađ ţađ verđi hagnađur af ţví. Rétt hjá ţér međ Porro, ţú ert međ 1572, ţau á Íslandskortum eru yngri. Góđ síđa til ađ sjá ţetta er http://www.caribmap.org/porcacchi.php?id=0 Rétt líka ađ kort af Íslandi einu eru ekki svona dýr, Ortelius kostar innan viđ milljón. Dýra kortiđ er heimskort frá Ulm 1482. En gaman ađ vita af öllum áhugamönnum um efniđ. Vertu í bandi ef ţú vilt. Reynir
Reynir Grétarsson (IP-tala skráđ) 25.5.2017 kl. 17:23
Sćll Reynir, ég furđađi mig líka á ţessu međ fátćkustu löndin. En nú hef ég ađ sjálfsögđu ekkert fjármálavit, og ćtti bara ađ halda kjafti um allt slíkt. Er Ortelíus ţó innan viđ milljón! Var ekki öruggur Mercator betri kaup. Eitt er söluverđ, annađ er svo ađ koma ţessu í verđ aftur. Tímarnir ţurfa ađ vera til ţess. Sumir aurasnjallir menn á Íslandi keyptu sér málverk í fermetratali. Kort eru miklu betri fjárfesting. Hvar er Kjarval-veggfóđriđ nú? Menn eru líklega ađ bíđa eftir uppsveiflu.
Til hamingju međ Ulm-kortiđ (Ptolemeus). Ég hef séđ eitt litađ (1486) til sölu en verđ var ekki upplýst, en sé nú ađ eitt hefur veriđ selt á 317000 hjá Christie's áriđ 2014 http://www.christies.com/lotfinder/Lot/ptolemy-claudius-2nd-century-world-map-insculptum-5780582-details.aspx (ţađ er mun dýrara en ţitt). En önnur Ulm-kort, bćđi frá 1492 og '86 eru miklu ódýrari, svo ţarna hefurđu líklega keypt vel miđađ viđ verđiđ hjá Christie's - sem er óvenjulegt.
Annars finnst mér verđlagiđ hafa fariđ hćkkandi upp á síđkastiđ, en mađur sér líka sömu kortin til sölu árum saman. Svo kemur ţú og kaupir. Ég hlakka til ađ sjá sýninguna ţína og er viss um ađ ákveđin tegund af ferđamönnum muni sćkja grimmt í hana. Ţú hóar í mig á vilhjalmur@mailme.dk ţegar ţú opnar. Gćti veriđ ađ mađur yrđi á landinu.
FORNLEIFUR, 25.5.2017 kl. 18:43
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.