Síđbúnar árnađaróskir til kollega míns
8.12.2017 | 10:46
Nýveriđ gerđist Guđrún Sveinbjarnardóttir fornleifafrćđingur gömul, ef kalla má 70 ára fólk gamlingja. Sjötugir eru ađ minnsta kosti lögleg gamalmenni. Biđst ég afsökunar á dómhörku minni og orđavalinu ef ţađ fer fyrir brjóstin á einhverjum. Ég er t.d. ađeins 57 ára ađ aldri, en fyrir skemmstu var ég kallađur "gamli". Ţótti mér ţađ eins og klipiđ vćri í rassinn á mér og var ţađ fjári sárt. Ţví undir ellimerkjum mínum, einstaka krabbameinsćxli og stirđum liđum er ég vitaskuld rokkandi únglíngur.
Óska ég Guđrúnu, sem ég vann einu sinni međ í nokkra daga í Reykholti, til hamingju međ ađ geta nú sinnt öđrum málum en fornleifum í ellinni og gefiđ sig ţannig ađ fullu ađ baráttumálum sínum og hobbýum í London, ţar sem hún hefur búiđ mjög lengi.
Ekki vissi ég fyrr en nýlega ađ Guđrún hefđi önnur áhugamál en fornleifar og aftur fornleifar.
Hún, og sér í lagi eiginmađur hennar prófessor Robert Boyce (hjá London School of Economics), hafa lengi veriđ stuđningsfólk BDS-samtakanna. Ţađ eru samtök sem vilja kippa fótunum undan Ísraelsríki međ ţví ađ kaupa ekki ţađan vörur. Oft má ţekkja ţetta fólk í verslunum, ţar sem ţađ stendur međ stćkkunargler yfir annarri hverri vöru til ađ sjá hvort ţau finni nafn Ísraels á vörunni. Ef ţađ finnst setur ţađ upp vandlćtingarsvip og hendir vörunni frá sér sem vćri hún eitur.
Ţessi samtök og önnur svipuđ hafa međ árunum orđiđ svo hatrömm á međal ákveđins hóps háskólafólks á Bretlandseyjum, ađ áróđur ţess og athafnir hafa veriđ flokkađar sem hreint gyđingahatur af yfirvöldum.
Svo svćsiđ getur ţetta stuđningsfólk Palestínuaraba veriđ í málstađ sínum, ađ núverandi ríkisstjórn Englands bađ háskóla í landinu um ađ kynna lagalega skilgreiningu breskra yfirvalda á gyđingahatri, hatri sem varđar viđ lög. Jo Johnson háskólaráđherra bađ háskólana um ađ fara ađ lögum og sjá til ţess ađ samtök innan háskólanna sem hefđu horn í síđu Ísraelsríkis fćru ekki yfir strikiđ og sýndu varkárni í orđavali sínu svo ţađ endađi ekki í eintómri hatursorđrćđu/gyđingahatri. Ţetta fór fyrir brjóstiđ á mörgum hatursmönnum Ísraelsríkis, međal annar tengdasyni Íslands Robert Boyce prófessor emeritus, sem löngum hefur veriđ einn svćsnasti stuđningsmađur viđ ađ útiloka háskólasamvinnu viđ Ísrael. Boyce hefur í greinum sem lesa má á netinu notađ mjög óakademískar röksemdir til ađ koma skođunum sínum á framfćri. Boyce var einn ţeirra sem ćrđist viđ ákvörđun Jo Johnsons og undirritađi yfirlýsingu sem má lesa hér í The Guardian
Guđrún fćr gyđinglega súkkulađimús
Í byrjun september í ár var haldin fjögurra daga Ísraelskynning í Roundhouse leikhúsinu í Camden í Lundúnum. Ţessi kynning fékk hiđ nćstum hrćdda nafn TLV in LND sem er stytting á Tel Aviv in London. Fyrir utan fólk sem sótti ţessa kynningu af opnum hug, eđa vegna ţess ađ ţađ er einfaldlega gyđingar, kom einnig annađ fólk međ ađra dagsskrá á svćđiđ. BDS-samtökin sem vilja veita Ísraelsríki skráveifu međ ţví ađ stöđva allan innflutning frá Ísrael mćtti međ mótmćlaskilti sín og borđa og létu sumir nokkuđ illa.
Ţekktur meistarakokkur frá Tel Aviv, Shaul ben Aderet, sem var kominn til heimsborgarinnar til ađ kynna ísraelska matargerđalist, brá á ţađ gamla ráđ ađ bjóđa "óvinum" sínum mat. Hann gekk út á međal hatursmanna Ísraelsríkis og bauđ ţeim súkkulađimús úr ísraelsku súkkulađi, kosher og frá landinu helga.
Svo viđ víkjum aftur ađ afmćlisbarninu Guđrúnu. Hún er greinileg búin ađ finna sér áhugamál í ellinni. Hún borđar öllum stundum ísraelska súkkulađimús.
Er hún frétti af ţví ađ slík mús myndi vera á bođstólum viđ Roundhouse-leikhúsiđ í Camden, fór hún strax á stađinn. Í leiđinni ćtlađi hún ađ mótmćla tilvist Ísraelsríkis. Heimsfrćgur ljósmyndari var einnig staddur fyrir framan Roundhouse og eilífađi ţá stund er Shaul ben Aderet bauđ Guđrúnu súkkulađimús (sjá hér). Guđrún heldur svo sannarlega á glasi međ girnilegum ísraelskum eftirrétt og hún brosir sínu breiđasta eins og köttur sem veitt hefur mús. En ekki fylgdi sögunni eđa myndinni sem birtist á forsíđu Jerusalem Post, hvort hún hafi innbirt ţennan rammísraelska eftirrétt.
Á annari mynd sem var tekin nokkrum dögum síđar í september, virđist Guđrún enn halda á glasi. Hvort ţađ er glasiđ međ súkkulađimúsinni gyđinglegu eđur ei, er ég ţó ekki viss um. En hver veit? Ég spyr Mossad hvađ var í glasinu, viđ tćkifćri.
Menn hafa misjafnar skođanir. Ţađ ber ađ virđa. Ég borđa t.d. matvörur frá Kína og Indónesíu ţó mannréttindi séu ţar fótum trođin, og hef líklega án ţess ađ vita ţađ étiđ döđlur frá Íran ţó fólk sé hengt í döđlupálmunum. Ég hef meira ađ segja átt breskan bíl skömmu eftir síđasta ţorskastríđ og komiđ til Ţýskalands, ţrátt fyrir allt. Ég geri mér grein fyrir ţví, ađ án hugvits frá Ísrael myndi ég ekki eiga almennilega tölvu. Ég sé ekki heiminn í svart-hvítri útsendingu og ţađ er miklu betra fyrir sálartetriđ. Hatur er svo hippalegt og lummó.
Fyrir utan ađ óska Guđrúnu Sveinbjarnardóttur međ 70 árin, langar mig ađ óska henni til hamingju međ ađ hafa sporđrennt ísraelska eftirréttinum í London. Batnandi fólki er best ađ lifa.
Stórt SHALOM!
Flokkur: Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:03 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.