Færsluflokkur: Mannréttindi

Kosningasvindl og kosningasvik

Umslag Ólafs Ragnarssonar

Lýðræðið er afar vandmeðfarin stærð. Sumir fatta aldrei hvað lýðæði er - jafnvel heilu ríkin. Lengi hefur verið vitað að kosningarloforð eru flest brotin. Stjórnmálamenn segja eitt en gera oftast annað. Lýðræði breytir ekki endilega eðli mannsins, en samt sættum við okkur við lygara í löggjafarþingi landsins. Ætt hellisbúans, sem fyrstur laug, hefur haldið völdum æ síðan að fyrstu ósannindin flugu yfir hlóðareldinn.

Þótt kosningasvik séu örugglega ólíkleg á Íslandi, er samt til fólk sem býst við því versta í öðrum; t.d. stjórnmálamenn sem telja 7 kosningaseðla mun á flokkum geta verið svik eða handvömm þeirra sem vinna við talningu.

Endurtalning í Suðurkjördæmi leiddi sem betur fer annað í ljós. En þjófar halda hvern mann stela er gömul en góð greining.

Meðferð á kjörgögnum er lýst í lögum, en samt virðist ærið erfitt fyrir kjörstjórnir að fylgja þessum lögum. Það þarf ekki að vera tilraun til kosningasvika, heldur gamall og gildur slóðaskapur og afdalaháttur.

Fyrir nokkrum árum var allt í einu hægt að kaupa 30-40 ára gömul umslög utan af utankjörstaðaatkvæðaseðlum Íslendinga erlendis á Frímerkjasölum erlendis (Sjá hér). Slíkum gögnum átti fyrir löngu að hafa verið eytt.

Í grein minni um málið og umslögin sem ég keypti sum, velti ég fyrir mér hugsanlegum atburðarrásum. Sama hvað gerðist, þá brugðust kosningastjórnir og þau embætti sem sáu um kosningar fyrr á tímum. Einhver frímerkjasafnararotta komst í umslög sem tilheyrðu kjósendum. Rottan kom þeim í verð. Eða var atburðarrásin öðruvísi?

Umslag Matthildar Steinsdóttur 1991

Á eitt af umslögunum (sjá efst), sem ég keypti, sem hafði verið sent af íslenskum farmanni, sem var staddur í Aþenu, því hann sigldi á erlendu skipi. Einhver hjá Kjörstjórninni hefur skrifað bókstafinn D með blýanti á bakhlið ysta umslagsins sem sent var frá Aþenu. Líklegt er að starfsmaður kjörstjórnar sem opnaði umslagið á Íslandi hafi forflokkað atkvæðin eftir að hann hafði opnað innra umslagið með kosningaseðlinum.

En hvernig stóð á því að starfsmaður kjörstjórnar fór með umslög heim og setti þau í sölu?  Það er er illa skiljanlegt, nema ef stórir brestir hafi verið í starfsemi kjörstjórnanna og sýslumannsembættanna. Lýðræðið er vandmeðfarið í landi, þar sem lög eru stundum lítils virði.

Yfirvaldið á Íslandi á okkar tímum hefur ekki talið ástæðu til að rannsaka eða tjá sig um fund minn á kjörumslögum sem til sölu voru (og eru) á erlendum frímerkjasölum, enda kosningarnar sem um ræðir um garð gengnar fyrir löngu. En þau umslög sýna, að brotalamir hafa verið á túlkun kosningalaga á Íslandi.

Fussusvei.


Mörg eru vandamál íslenskra lögreglumanna

IMG_20191207_120824

Í siðareglum íslenskrar lögreglu má lesa þetta:

Starfsmenn lögreglu skulu ekki misnota eða nota með óviðeigandi hætti lögreglufatnað eða lögregluskilríki, hvorki í starfi sínu né utan þess. Sjá nánar 11.gr. reglugerðar um einkennisfatnað lögreglu

Þetta er kjarni þess máls sem nú er á allra vörum, þar sem "glysgjörn" lögreglukona hefur sett á sig þrenns konar fána úr rugluheimi öfga og þvælu. Hún hefur brotið lög og siðareglur og vanvirt einkennisbúning sinn. Mál hennar og það sem hún hefur látið eftir sér hafa um starfsfélaga sína er næg ástæða til að staldra við og rannsaka, hvort hugsanlega sé komið upp vandamál meðal lögreglumanna landsins.

En lesandi góður: Af hverju er hér mynd af íslenskum lögreglumanni, að afhenda dómsmálaráðherra Sádi Arabíu bók eftir sig. Meðan þessi dómsmálaráðherra Sádanna hefur verið við völd hefur dauðadómum í Sádi Arabíu fjölgað mjög; t.d. frá 60 árið 2010 í 150 árið 2015.

Myndir þú lesandi góður hafa samskipti við alþjóðasamtök, sem hefur fyrir stefnu að mismuna konum og sem telur samkynhneigða réttdræpa? Og hvað ef sömu samtökin ala á trúarbragðahatri og telja að fólk sem aðhyllist "ranga" grein höfuðtrúarbragða sem þessi Alþjóðasamtök kenna sig við séu villutrúarmenn? Ég gæti vel trúað því að fólk héldi sig sem lengst frá slíkum öfgum og örugglega flestir heilvita Íslendingar. Dómsmálaráðherra Sádi Arabíu eru í forsvari fyrir slíkum Alþjóðasamtökum.

Íslendingar, aftur á móti, vilja flestir bæta heiminn og styðja ekkert svo auvirðilegt sem hatur á minnihlutahópum og konum.

Íslendingar láta ekki konur lifa á þakklætinu einu og berjast grimmt gegn öflum sem láta þrælahald líðast eða kvenfyrirlitningu. Ég er þá að ræða ræða um öfl sem telja alla þá sem ekki fylgja harðri stefnu trúarbragða þeirra óvelkoma í heilögustu borg trúar þeirra.  Samtökin sem ég er búin að nefna hafa heimilisfang í slíkri borg.

En sumir eru tilbúnir að ganga erinda alþjóðasamtaka sem telur samkynhneigða réttdræpa. Þeir þiggja fé frá slíkum félagsskap, sem jafnan þrífst þar sem mikill auður hefur safnast og óréttlæti er mest í heiminum. Sumir eru tilbúnir að selja sig  slíkum félagsskap, en ekki Íslendingar. Nei, "Íslendingar hafa hlutverki að gegna á meðal þjóðanna" og halda sig frá vondum félagsskap. Yfirvöld í landinu okkar hafa víst aldrei hvatt til samskipta við slík ríki.

Meginþorri Íslendinga er svo rétt þenkjandi og með á nótunum, að þegar grunur leikur á því að þeir sem halda eiga lög og reglu í landinu þeirra eru að dufla við öfgaöfl sem fyrirlíta minnihluta, þá umturnast réttlátir Íslendingar og fordæma slíkt, jafnvel þótt það sé aðeins lítill blettur eða falskur fáni á prýðisstarfssemi laganna varða á Íslandi.

Hver ber ábyrgð á íslenskri löggu í pontu hjá World Muslim League?

Hver sendir Íslending á ráðstefnu hjá alheimssamtökum sem mismuna konum, sem telur samkynhneigða réttdræpa og sem lýsir vanþóknun sinni á trúarbrögðum sem þeir aðhyllast ekki sjálfir? Íslendingurinn, sem ég segi nú frá, kom fram á sjarmafundi sádiarabísku samtakanna World Muslim League í Kaupmannahöfn árið 2019. Ekki var maðurinn á eigin vegum?

Ég þekkti manninn ekkert, þegar ég las um hann fyrst og hafði aldrei heyrt hans getið. Þess vegna brá mér illilega, þegar hann kom til mín eftir þing sem af mér mjög óskiljanlegum ástæðum var haldið í Pólska sendiráðinu í janúar sl.pater_and_revisionist_2_1357778

Maðurinn sem sýnir hvíta skinnið sitt hélt því fram að aðeins hefðu verið myrtar 300.000ir gyðinga í helförinni í Síðara stríði. Maðurinn sem heldur á míkrófóninum er hins vegar pólskur prestur á Ísland (var eitt sinn í Danmörku), sem dregur í efa að gyðingar hafi verið myrtir af Pólverjum í Jedwabne og Kielce. Fólk sem segir slíkt eiga yfir höfði sér fangelsisvist í Póllandi.

Ég fór gagngert til Íslands til að taka þátt í ráðstefnu þessari, þar sem mætti íslenskur helfararafneitari og pólskur prestur sem er meðlimur öfgasamtaka innan kaþólsku kirkjunnar sem hélt því fram að morð Pólverja á gyðingum í Jedwabne og eftir stríð í borginni Kielce væru lygar og vanvirðing við merka sögu Póllands.

Ég skrifaði um þennan furðulega fund í sendiráðinu og prestinn úr Keflavík hér á Fornleifi áður en ég hélt af landi brott (les hérhér og hér). Kunningi minn í Danmörku, kaþólskur leikmaður, sagði mér frá vandamálum sem frjálslyndir kaþólikkar í Danmörku finna mjög til vegna samtaka þeirra sem presturinn tilheyrir. 

Jú, sjáið til, Íslendingurinn sem í lok árs 2019 brilleraði á þingi World Muslim League í Kaupmannahöfn, var mjög ákafur að gefa sig á tal við mig að loknum fundinum í pólska sendiráðinu og hann kynnti sig til sögunnar sem rannsóknarlögreglumann. Maður þessi vildi upplýsa mig um að maðurinn (sjá ljósmynd) sem ég taldi vera helfararafneitara "væri ekki eins slæmur og ég héldi; og að hann þekkti hann".

Mér þótti lítið um þær upplýsingar gefið og sagði rannsóknarlögreglumanninum „að einstaklingur sem teldi að nokkur hundruð þúsund gyðinga hefðu verið myrtar í helförinni væri ekkert annað en helfararafneitari - annað orð væri ekki til fyrir slíkt.“

Íslenskur gyðingur ættaður frá Bandaríkjunum, sem boðist hafði til að aka mér heim þar sem ég bjó meðan á dvöl minni stóð gekk með mér og þessum manni niður tröppurnar í sendiráði lands sem nú hefur sett ný lög um þungunarrof, þar sem líkami pólskra kvenna verður nú eins konar eign pólsku ríkisstjórnarinnar en ekki kvennanna sjálfra. Afturhaldsöfl í Póllandi stjórna því nú á miðaldalegan hátt, hver getur farið í þungunarrof. Konurnar hafa ekkert að segja um það sjálfar lengur.

Þegar ég var kominn heim til mín - fjarri ágæti, fegurð og hreinleika Íslands - og ég var farinn að sakna góðra vina og hreina loftsins, þá gerði ég mér grein fyrir því að rannsóknarlögreglumaðurinn sem vatt sér að mér og bar í bætifláka fyrir Íslending sem afneitaði helförinni, var einmitt sami Íslendingurinn sem tók þátt í ráðstefnu World Muslim League í Kaupmannahöfn í nóvember 2019. En þau samtök lítilsvirða kinnroðalaust konur, samkynhneigða og önnur trúarbrögð.

Þá gerði ég mér enn betur grein fyrir því að mikið er að á Íslandi.

34B3FA7D-B0B4-409F-B652-115FA28831FE

Hver sendi rannsóknarlögreglumanninn á ráðstefnuna?

Fer rannsóknarlögreglumaður sem starfar undir embætti Ríkislögreglustjóra, hjá Lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu, frá Íslandi að sjálfdáðum á ráðstefnu umdeildra samtaka, eða var hann sendur af opinberri stofnun á Íslandi? Mér þætti vænt um að fá svör og greinargerð um eðli ferðarinnar. Ég get ekki fengið þau hjá honum sjálfum, því á FB hans er allt lokað og læst og í stáli.

„A day like this makes us better people. We can be inspired by each other and think bigger about the issues we face in society.“

Þetta lét lögreglumaðurinn hafa eftir sér. Var hann að vísa til fordóma í garð kvenna eða samkynhneigðra?

Við hvað starfar þessi rannsóknarlögreglumaður eiginlega? Þegar hann (í frítíma sínum) er ekki að spila stríðleiki með tindátum eða skrifa frægðarsögu herja Þjóðverja, þeirra sömu sem frömdu helsta glæp síðustu árþúsunda? World Muslim Leage fékk eintak af bók hans um blessað stríðið á Íslandi, þar sem hvergi er minnst á fordóma Íslendinga í garð einstaklinga í herjum þeirra sem vernduðu okkur gegn fjöldamorðingjum Þriðja ríkisins og hvað þá um stefnu Íslenskra yfirvalda, þmt lögregluyfirvalda sem í röðum sínum taldi nasista, að senda gyðinga í hendur kvalara þeirra. 

Á ljósmyndinni efst, sem er í boði World Muslim League, afhendir rannsóknarlögreglumaðurinn sem vatt sér að mér í Pólska sendiráðinu í Reykjavík fremsta manni World Muslim League bók eftir sig.

Nú veit þessi ágæti lögreglumaður að rannsakendur verða alltaf rannsakaðir sjálfir. Það er réttur manna í frjálsum ríkjum. Þann rétt vill hluti íslenskra löggæslumanna hins vegar skerða í dag og það er ein versta aðför að lýðræði og frelsi til skoðana sem Ísland hefur séð á síðari árum. Talsmaður lögreglumanna, Snorri Magnússon, talar nú um málaferli gegn fólki sem er óánægt með misnotkun lögreglumanna á einkennisbúningum sínum. Slík hótun er ástæða til sakamáls gegn talsmanni lögreglumanna, því hún sýnir aðför að grundvallarétti einstaklinga í lýðræðisríki. Sá réttur er heilagur og hann er að að spyrja spurninga varðandi störf og aðgerðir yfirvalda án þess að verða hætt af.

Sumir halda hins vegar að lýðræði sé rétturinn að versla og selja kók og pulsur og fara í flugferðir um heiminn, svo ekki sé talað um hinn heilaga rétt vestfirskra útgerðabaróna að sigla pestarskipum og taka veika menn í gíslingu vegna græðgi. Þeir verja réttinn til að halda strikinu, jafnvel þótt heimsfaraldur ógni lífi eldri borgara og þeirra sem eru veikbyggðastir í lýðræðisþjóðfélaginu.

Í siðareglum Lögreglu stendur:

Starfsmenn lögreglu skulu gæta þess að aðhafast ekkert það í starfi sínu eða utan þess, sem er til þess falliðað draga óhlutdrægni þeirra í efa við framkvæmd starfa sinna.

Á myndinni neðst sést íslenski rannsóknarlögreglumaðurinn /rithöfundurinn í pallborðsumræðum með danska imaminum Abdul Wahid Petersen (sjá frekar um þann ágæta mann hér).

CF6E29CD-B1B5-4AA0-8590-FFC9546F25F9


Fjölskyldur í felum

Ruben og Felix

Fæstir Íslendinga vita, hvað það er að vera í felum undan samtökum sem vilja myrða mann.

Fornleifur sér allt í sögulegu samhengi, einnig mál Kehdr fjölskyldunnar sem er komin af menningarþjóð sem byggði pýramída, um það leyti sem erfðaefnið í Íslendingum var enn á flakki hér og þar um Evrasíu og forfeðurnir að brjóta bein til mergjar í hellisskútum í Svartaskógi eða á enn myrkari stöðum.

Þegar Íslendingar vísuðu Rottberger fjölskyldunni úr landi árið 1937 var ástæðan sú að fjölskyldan voru gyðingar. Sumum Íslendingum, jafnvel vel stæðum, stóð stuggur af þessum fátæku gyðingahjónum og börnum þeirra. Þeir töldu hjónin vera  hættulega samkeppnisaðila. En gyðingahatrið var líka til á Íslandi og því miður faldi enginn Rottberger fjölskylduna. Lesið um sögu gyðingahatursins á Íslandi hér í bókinni Antisemitism in the North. (hér er beinn tengill í greinina/Sænska rannsóknarráðið gerði ykkur mögulegt að lesa)Kempner.lille

Vísað úr landi: Robert Kempner (1914-1975). Myndin er úr bók minni Medaljens Bagside (2005). Efst má sjá Felix Rottberger, fyrsta gyðingur sem fæddist á Íslandi, þar sem hann bregður á leik við son minn Ruben á heimili okkar.

Felix Rottberger, sem þið sjáið á efstu myndinni, í eitt þeirra skipta sem hann hefur heimsótt mig, var fyrsti gyðingurinn sem fæddist á Íslandi - í landi sem í dag fer á hausinn ef ekki koma nógu margir útlendingar til landsins. Ekki var hægt að umskera drenginn, því enginn kunni það á Íslandi. Læknar við Landspítalan voru meira uppteknir við að að koma lækni af gyðingaættum úr landi.

Íslendingar vísuðu einnig Robert Kempner úr landi. Hann naut heldur ekki náungakærleika Íslendinga, sem hann leitaði ásjár hjá. Enginn þeirra gyðinga sem vísað var úr landi á Íslandi var öfgamaður, sem hafði fengið þá flugu í hausinn að þeir hefðu heilagan rétt frá Guði almáttugum til að útrýma nágrannaþjóð sinni.

Öfgamennirnir voru nefnilega Íslendingar og margir þeirra kölluðu sig Framsóknarmenn.

Örlögin, tilviljanir og gott fólk leiddi svo sem betur fer til þess að þessir einstaklingar voru ekki sendir af Dönum til Þýskalands, þó svo að til væru Danir sem höfðu sama hugsunarhátt og og margir íslenskir stjórnmálamenn sem hræddust efnahagsleg örlög þjóðarinnar. En á Íslandi hræddust menn einnig örlög íslenska "kynstofnsins", og meint hreinleika hans, vegna örfárra fjölskyldna sem flýðu ógnarveldi nasismans.

62214(1)

Hér er mynd af ungum hollenskum gyðingi á leið í felur. Hann var svo óheppinn að vera stöðvaður af Þjóðverjum á Damrak í Amsterdam, en svo heppinn að vera ljós yfirlitum, með fölsuð skilríki og vera falinn af þremur fjölskyldum á Fríslandi fram í stríðslok. Bara eitt dæmi um að náungakærleikurinn er mikilvægasta veganesti mannsins.

Enn er til fólk á Íslandi sem vafalaust, sumt hvert, saknar "hreinleika nasismans" og enn annað segist vera svo kristið að það vilji ekki heiðingja í kringum sig.

Lítið fer þó fyrir náungakærleikanum hjá hinum sannkristnu sem vilja losna við egypsku fjölskylduna Khedr sem fyrst. 

Nú reynir á gamla góða náungakærleikann

Hjón með þrjú börn eru í felum undan íslenskum yfirvöldum, sem vilja senda þau til Egyptalands.

Þó svo að fjölskyldufaðirinn tilheyri ógnarsamtökum, sem hvatt hafa til morða á sama fólkinu og Íslendingar vildu losa sig við á 40. áratug 20. aldar, er um að gera að sýna sama góðviljann og t.d. marghrjáðir Palestínumenn verða aðnjótandi á Íslandi, einir þjóða. En þó að nú séu til alþjóðasáttmálar sem eru hagstæðir þeim sem vilja:

A) halda Íslandi hreinu

B) koma í veg fyrir efnahagshrun vegna flóttafólks

C) fylgja lögum þó líf geti verið í hættu

þá er eru til lög sem eru ofar þessum þremur tálmum í vegi einhvers hluta íslensku þjóðarinnar. Það er hinn mannlegi þáttur; kærleikurinn við þá sem minna mega sín og eiga um sárt að binda. Maður sparkar ekki í þá sem liggja.

Sumt af því fólki sem vinnur fyrir Kehdr hjónin frá Egyptalandi, án vafa af manngæsku einni saman, hefur falið fjölskylduna undan lögum og hinu gamla óþoli við útlendinga á Íslandi. Sumt af þessu velviljaða fólki tel ég að geti einnig bætt sjálf sig. Það fer fremst í flokki kona sem fyrir áratug síðan líkti Ísraelsmönnum (gyðingum) við SS-sveitir Þjóðverja. Hún er nú að hjálpa manni sem er á flótta vegna þess að hann vill drepa fólk á sama hátt og SS útrýmdi fólki. Sama kona hélt því fram að það væri lýðræði á Tyrklandi.

Ég vona, vegna þess að ég var nýlega kallaður "blettur á sögu Skandinavíu" af einhverjum frumstæðum, dönskum nasista, sem gerði athugasemd við stutta grein mína frá hjartanu um hinn mikla forhúðaróróa sem nú geisar í Danmörku (sjá hér), að Khedr fjölskyldunni verði veitt hæli á Íslandi. Annað væri slys og álitshnekkir fyrir Íslendinga.

Til eru Íslendingar sem eru miklu verr ferjandi en þessi egypska fjölskylda og við sitjum uppi með fangelsin full af þeim og jafnvel nokkra á hinum háa Alþingi. Ísland fer ekki á hausinn út af 5 manna fjölskyldu.

Það er miklu líklegra að alíslenskur bankastjóri grandi þjóðinni en egypsk fjölskylda.

Við getum í ofanálag vonað að fjölskyldufaðirinn verði við það að fá landvist að betri manni sem ekki hyggur á útrýmingar á nágrannaþjóð Egyptalands.

Ég hvet lögreglumenn á Íslandi að neita að aðstoða við brottvísun fimm manna fjölskyldu frá Íslandi sem ekkert hefur gert af sér sem varðar við íslensk lög. Ég bið presta, imama og rabbínan góða, sem landið getur nú státað af, að taka höndum saman og krefjast griða fyrir Kehdr fjölskylduna.

Ég bið heiðvirtan forsætisráðherra landsins að stöðva brottvísunina -  ja, annars kýs ég helv... Samfylkinguna í næstu kosningum og við vitum hvað slíkt óðagot getur haft í för með sér.


Fornleifur er lesinn víðar en áður var talið

_98297851_matahari

Nú veit Fornleifur fyrir víst að neftóbaksfræði hans um íslenskt njósnakvendi eru lesin á flugvöllum í fjarlægum löndum. Njósnakvendið íslenska komst þó ekki með tærnar þar sem Mata Hari (mynd) var með háu hælana.

Síðastliðna nótt hafði prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson samband við ritstjóra Fornleifs í tölvupósti. Hann var staddur einhvers staðar í útlöndum á milli kennslustunda. Hann kallaði það smáræði, en margt smátt er stórt. Hann var með þær upplýsingar að "sér hefði verið sagt", að íslenska njósnakvendið, sem ég skrifaði um á aðventunni árið 2017, væri rangt feðruð af mér.

Sko, þessi tíðindi úr útlandinu glöddu mig vitaskuld mjög, því ég hef síðan 2017, þegar ég varpaðu fram spurningu til lesenda minna ætterni njósnakvendisins í Kaupmannahöfn, ekki fengið nein svör. Nú kom loks svar og það sýnir að auki, að menn eru að lesa Fornleif á alþjóðarflugvöllum í stórum stíl.

Reyndar "feðraði" ég sjálfur ekki konuna í grein minni 2017, en tók hrátt eftir fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, nafna mínum sem var Finsen að eftirnafni.

Vilhjálmur Finsen skrifaði svo nákvæmlega um íslenska konu í tygjum við nasista, að ég fékk lýsingarnar aðeins til að passa við eina konu, Lóló fegurðardís. Lóló var jafnaldra njósnakvendisins Guðrúnar hjá Vilhjálmi, hún var rauðhærð, dóttir útgerðarmanns, hún hafði verið í leiklistarnámi í Þýskalandi og fékkst aðeins við leiklist í Kaupmannahöfn. Hver gat þetta verið önnuð en Lóló? 

Ég spurðu því í varkárni hvort njósnakvendið hjá Vilhjálmi Finsen væri Lóló sú sem giftist inn í Thorsættina (sjá hér). Ekki kom svarið fyrr en í nótt og það líklegast alla leið frá Suður-Ameríku og frá Hannesi Hólmsteini, sem hefur verið að vasast í neftóbaksfræði Fornleifs.

Hannes hafði heyrt, að njósnakvendið í Köben væri ekki Lóló heldur systir Guðmundar frá Miðdal. Þetta kom mér töluvert á óvart og fór ég að vasast í minnigargreinar um þær Guðrúnu Steinþóru, Sigríði Hjördísi, Karólínu (Líbu) cand.mag. og Ingu Valfríði (Snúllu) Einarsdætur. Ég útilokaði þegar Karólínu (f. 1912) og Ingu (f. 1918). Eftir að hafa ráðfært mig við sérfræðing um Guðmund frá Miðdal, sjálfan Illuga Jökulsson, taldi ég víst að það væri heldur ekki Guðrún, þó svo að njósnakvendið hefði verið kallað Guðrún hjá Vilhjálmi Finsen í minningarbók hans Enn á heimleið (1956)   

Þá var aðeins eftir Sigríður Hjördís Einarsdóttir, og í því að mér varð það ljóst kom tölvupóstur frá Hannesi þar sem hann sat á flugvelli og var að fara út í flugvél til að losa meiri koltvísýring.

Hannes skrifaði áður en hann fór í flugvélina að upplýsingar sem staðfesti að njósnakvendið, sem Vilhjálmur Finsen kallaði Guðrúnu, hafi í raun heitið Sigríður Einarsdóttir frá Miðdal og það kæmi greinilega fram í nýrri útgáfu bókar Þórs Whiteheads á Styrjaldarævintýri Himmlers.

Ekki var frú Sigríður, sem Vilhjálmur Finsen gerði að innanstokkshlut hjá nasistanjósnurum í Kaupmannahöfn, rauðhærð - tja nema að hún hafi litað hár sitt rautt um tíma  - líkt og Mata Hari gerði. Samkvæmt Vilhjálmi var njósnakvendið Guðrún fyrst í tygjum við þýskan njósnara árið 1938. Kannski gat Finsen ekki einu sinni farið rétt með ártöl. En í minningargrein um frú Sigríði frá Miðdal kemur fram að hún hafi gifst ekklinum Guðna Jónssyni (menntaskólakennara) sem þekktastur er fyrir útgáfur sínar á Íslendingasögunum. Þau létu pússa sig saman þ. 19. ágúst 1938.Sigridur fra Middal

Þór Whitehead birti gögn um að Sigríður Hjördís Einarsdóttir frá Miðdal væri njósnakvendið sem Vilhjálmur Finsen fabúleraði um sem rauðhærða leikkonu árið 1956.

Heldur hefur frú Sigríður verið kvikk í karlana, ef hún hefur vart yfirgefið þann þýska fyrr en hún var komið heim Íslands og lét látið pússa sig saman við Guðna Jónsson, ekkjumann með fimm börn.

Svona að dæma út frá myndinni af Sigríði, er mér nú næsta að halda að áhugi þýskra nasista á henni hafi nálgast hinn hræðilega glæp í þeirra herbúðum: Rassenschändung. Sigga er sýnilega dekkri á húð og hár en Mata Hari. En nú er hins vegar vitað það sem menn vissu ekki áður: Að Mata Hari var 100%  Fríslendingur og ekki af indónesískum ættum eins og margir trúðu hér fyrr á árum.

Nú er ég líklegast búinn að fá svar við spurningu minni frá 2017, þegar mér datt út frá upplýsingum helst í hug rauðhærð fegurðardís. Lýsingar Finsens pössuðu best við hana Lóló. Enginn Thorsari hefur greinilega talið ástæðu til að leiðrétta það. Kannski lesa Thorsarar heldur ekki Fornleif eins fjálglega og prófessor Hannes.

lolo_5

En ef það var hún Sigga frá Miðdal sem lék sér í Kaupmannahöfn, frekar en einhver Gudda - og alls ekki Lóló - er mér alveg sama. Ég bið þó alla Thorsara velvirðingar á því að hafa yfirleitt látið mér detta þá í hug í ættartengslum við nasískt njósnakvendi.

Það sem skiptir máli er, að það sé farið rétt með; hafa það sem réttara reynist. En ef ekki er einu sinni hægt að treysta fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, lifum við á válegum tímum. - Hins vegar, ef sumir heimsfrægir sagnfræðingar treysta Gunnari M. Magnúss hvað varðar skoðanir á útlendingum á Íslandi - þá skammast ég mér ekkert fyrir að hafa trúað Vilhjálmi Finsen. Enn verra er ef menn hafa á einhvern hátt leyft sér að trúa Kurt Singer og verkum hans. Kurt Singer getur á engan hátt talist trúanlegur um eitt eða neitt í bókum sínum um njósnara. 

Ég þarf hvorki lífsýni úr Siggu frá Miðdal né Lóló til staðfestingar, en bíð nú eftir sönnunargagni frá Hannesi Hólmsteini úr bók Þórs Whitehead, þar sem sannleikurinn um Siggu birtist samkvæmt HHG í annarri útgáfu Íslandsævintýris Himmlers en þeirri sem ég á. Ég á aðeins gulnað ljósrit af fyrstu útgáfunni.Önnur útgáfan var ekki til á flugvellinum þar sem Hannes var, svo hann gat ekki sent mér staðfestingu..

Legg ég að lokum til, að einhver íslenskur porn-director taki sig til og búi til ljósbláa stórmynd um íslenska njósnakvendið Helgu X frá Ydal og tengsl hennar við Þjóðverjann sem gekk jafnan í leðurkápu í Kaupmannahöfn og var með ljótt skylmingaör á (rass)kinninni.

Fornleifur segir mér nú, að sér hafi verið sagt, að búið sé að framleiða heila sjónvarpsþáttaröð um þetta njósnakvendi og það fyrir löngu síðan. Hér koma brot úr henni:


Fyrir pönnukökubakara er jörðin oft fjári flöt

101_3997sm

Laugardaginn 16. febrúar hófst árleg vertíð nasista og þjóðernissinna sem þramma um götur Litháen, Lettlands og Eistlands í febrúar og mars, með fullu leyfi stjórnavalda landanna.

Sameiginlegt eiga þessar göngur allar, að minnast þjóðernishetja landsins. Svo vill til að meirihluti þeirra þjóðernishetja sem löndin gefa nú götunöfn og annan heiður, að þeir stunduðu morð á gyðingum landsins. Eðvald Hinriksson hefði væntanlega komist í þennan fríða hóp morðingja með götu eða búlevard, ef Eistlendingar hefðu ekki loks áttað sig á því að hann var einn af verstu eistnesku morðingjum gyðinga áður en Þjóðverja tóku yfir starf hans. Þýskir sættu sig ekki fyllilega við störf hans, þar sem hann rændi auðuga gyðinga áður en hann kom þeim fyrir kattarnerf - sem var verk sem Þjóðverjar höfðu ætlað fyrir sjálfa sig og enga aðra.

Meðan að götur og torg við botn Eystrasalt fá ný nöfn óyndismanna og gyðingamorðingja (og Íslands), horfa eftirlitsstofnanir Evrópu í mannréttindamálum á, án þess að gera nokkurn skapaðan hlut meðan nasistarnir ganga framhjá gluggum stofnana þeirra. Fyrir einni slíkri stofnun er okkar eigin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún er í forsæti hjá ODIHR, sem ekkert gerir til þess að hindra þá öfugþróun sem menn hafa séð í Eystrasaltsríkjunum Eistlandi, Lettlandi og Litháen sl. 20 ár. 

Reyndar sendi Ingibjörg Sólrún skilaboð til RÚV um daginn vegna viðtals sem átti að birtast við íslenska nasistakerlingu á botni hvítu ruslatunnunnar á Íslandi, sem bíður endurkomu Hitlers eftir að Ingibjörg og Sigmundur Davíð brugðust.  Og svo var Ingibjörg Sólrún í vinnutíma að hnýtast í karlpunginn hann Jón Baldvin. Það er hins vegar meira einkamál falleraðs stjórnmálamanns gagnvar öðrum falleruðum stjórnmálamanni.

Nazis Lithuania

Ég skrifaði fyrir helgina stuttan pistil á ensku andfasísku vefsíðuna Defending History um aðgerðarleysi Ingibjargar Sólrúnar gangvart nasismanum í Eistlandi, Lettlandi, Lithaugalandi, og reyndar víðar á umsagnarsvæði hennar sem yfirmanns ODIHR.

En hugur Igibjargar er líklegast enn að aðstoða Palestínumenn við að útrýma Ísraelsríki sem mig grunað að hafi verið aðalætlunarverk hennar hefði hún komist í Öryggisráð SÞ á sínum tíma.

Fyrir meistarapönnukökubakara eins og Ingibjörgu eru jörðin oft heldur flöt.

 Lesið:

DEFENDING HISTORY


Ingibjörg Sólrún er eins og pálmarnir í Vogahverfi

Imba og Assad

Hún frú Ingibjörg (ISG) býr nefnilega í glerhúsi líkt og sumir flokksfélagar hennar í Reykjavík. Það kemur svo greinilega í ljós í nýjasta útspili hennar sem greint hefur verið frá á Stundinni.

Háheilagt starfslið Stundarinnar hefur um stundarsakir fært sig upp yfir mitti, ofar en rauðriðnar hreðjar Jóns Baldvins Hannibalssonar, og er þannig séð komið langt yfir þau málefni sem fjölmiðillinn sérhæfir sig einna mest í.

Stundin birtir nú frásögn af ummælum sem fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lét falla á Facebook sinni. ISG er konan sem fór á fund Assads á Sýrlandi til að koma Íslandi í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna - og sem nú er forstjóri ODIHR, Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem lítið eða alls ekkert verður ágengt í baráttu í helfararafneitun og gyðingahatrið sem grasserar í Austur-Evrópu - enda gerir stofnunin ekkert að viti í þeim efnum undir slakri forystu ISG.

Frú 18 má ekki tala

Ekki bannaði ISG fréttir af ferðum sínum til alræmdustu illmenna og gyðingahatara Miðausturlanda Íslandi til stuðnings, en nú fárast hún yfir konuskömm á Íslandi sem telur sig, í aumri whitetrash-tilveru sinni á Íslandi, vera úrval hins lítilfjörlega "aríska kynstofns".

Hefur kona þessi látið flúra töluna 18 á hálsinn á sér, en það mun tákna bókstafina A og H samkvæmt nasistum. Brennimarkið AH stendur líklega einnig fyrir Arískur Hálfviti. ISG vill láta banna RÚV að sýna þátt sem fjallar um konu þessa og ófarir hennar í lífinu.

En af hverju leggst ISG svona lágt og gegn íslenskri konu með þráhyggju? Af hverju vill hún láta banna henni að tjá skoðanir sínar? Á ISG inni fyrir slíkum herferðum? Það tel ég varla.

happy_old_days

Þegar Ísland var fremst á meðal þjóða og logið var að Dönum um ágæti fínansfurstanna íslensku á fundum í Danmörku

Er Dr. Efraim Zuroff hjá Simon Wiesenthal Center í Jerúsalem, sem ég hef starfað fyrir, fór fram á að íslensk yfirvöld rannsökuðu mál nasistans og gyðingamorðingjans Eðvalds Hinrikssonar (Evald Miksons), setti ISG og aðrir stjórnmálamenn, t.d. þokkapilturinn Jón Baldvin Hannibalsson sig upp á móti því.

Sumir íslenskri stjórnmálamenn, sem ekki kunna að skilja óskylda hluti frá hverjum öðrum, héldu að Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra hefði fengið beiðni frá Ísraelsstjórn um að rannsaka stríðsglæpamanninn og morðingjann sem Íslendingar höfðu skotið skjólshúsi yfir.

Vegna stuðnings við hryðjuverkastarfssemi í Miðausturlöndum var ISG á því að ekki mætti hreyfa við Eðvaldi Hinrikssyni, því hún taldi að Ísraelsríki væri á bak við beiðnina um að íslensk yfirvöld rannsökuðu fortíð hans. Þó svo að í ljós hefði komið, að Ísraelsstjórn hefði ekkert haft með beiðnina til Íslenskra yfirvalda að gera, hófst ferli algjörrar afneitunar á Íslandi, sem í tóku flestir stjórnmálamenn og allir fjölmiðlar utan einn og jafnvel íþróttasambönd.

Íslendingar vernduðu gyðingamorðingja og stríðsglæpamanna frá réttvísinni. ISG fór einna fremst í þeirri aðför að gyðingum nútímans sem reynt hafa að fá réttvísinni framgegnt gagnvart böðlum Gyðingaþjóðarinnar. Því verður aldrei gleymt, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir! Þú varðir stríðsglæpamann og komst í veg fyrir að mál hans yrði tekið upp og hefur aldrei beðist afsökunar á því klámhöggi þínu. Mikson átti vitaskuld líka rétt til varnar, en á það reyndi aldrei, vegna einlægs haturs sumra íslenskra stjórnmálamanna í garð gyðinga og Ísraelsríkis, sem á stundum hefur nálgast sjúkleika.

ISG og Assad

Vitaskuld er kjánalegt að gefa afvegaleiddri, og jafnvel veikri manneskju, auglýsingu fyrir öfgaskoðanir sínar í fjölmiðlum. Konan telur að útrýmingar á gyðingum hafi ekki átt sér stað. 

En hún á sér skoðanafélaga. Morgunblaðið birti t.d. á 10. áratug síðust aldar greinar eftir rugludall sem hafði sömu skoðanir og varði Morgunblaðið hann með skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og ritfrelsi. Ég og líffræðikennari minn í menntaskóla, Örnólfur heitinn Thorlacius, voru einu mannverurnar á Íslandi sem töldum ástæðu til ávíta birtingu helfararafneitunar í Morgunblaðinu. Öllum öðrum virtist vera skítsama.

Ég hef skipulega skráð niður fjölda manna á Íslandi sem hafa látið sömu skoðanir í ljós og vitleysingurinn sem afneitaði helförinni í Morgunblaðinu, fyrir utan alla þá sem ærast fyrir hönd Palestínuaraba í hvert skipti sem skálmöld þeirra er glædd meira hatri.

Ærsl Íslendinga og sorakjaftur hjálpa Palestínumönnum vitaskuld ekki neitt. Almenningur Palestínu veit ekkert um Íslands og peningarnir sem streymt hafa frá Íslandi fara með öllum hinum milljörðunum í betlifé siðspilltra leiðtoga Palestínumanna.

Fjöldi manns á Íslandi skrifar ólíklegustu hluti þegar átök á milli Palestínumanna og Ísraels blossa upp. Skoðið athugasemdardálka fjölmiðlanna og blogg, þar sem maður sér fólk skrifa að "Hitler hefði átt að ljúka ætlunarverki sínu."

Á að gefa konu, sem er haldin nasistagrillum, sendingartíma á RÚV?

Afneitun þess að fólk eins og hún sé til, er að mínu mati hættulegri en að leyfa henni ekki að spreða hatrinu. Hatur hennar og fávísi gæti orðið öðrum til varnaðar. Í landi þar sem yfirvöld hafa ekki framfylgt loforði sínu frá 2000 á alþjóðavettvangi, loforði um að kenna börnum og unglingum um helförina, er vitaskuld ekki óeðlilegt að að helfararafneitarar séu til. 

Við verðum einnig að minnast þess að íslensk nasistafífl komust í góðar stöður eftir stríðsárin, sem (ómenntaðir) seðlabankastjórar, lögreglustjóri og alþingismenn, að ógleymdum kratanum Jónasi Sveinssyni sem gaf út svæsnasta, andgyðinglega efnið sem sögur fara af á Íslandi. Þetta voru allt betri borgarar síns tíma og sátu einnig í ríkisnefndum og Norðurlandasamstarfi.  

Fyrst þessir "mektarmenn" voru virtir þjóðfélagsþegnar, má  þá ekki rugluð kona með grillur, sem eru jafnhatursfullar og þær sem íslensku nasistarnir höfðu á 20. öld, spúa þeim út á RÚV. RÚV er með fréttastofu þar sem nokkrir starfsmenn hafa skipulega spýtt út lygafréttum frá Miðausturlöndum. Sama RÚV sá til þess að ekki yrði minnst eðlilega á mál Eðvalds Hinrikssonar í kjölfar þess að íslenskir stjórnmálamenn, með Ingibjörgu Sólrúnu fremsta í flokki, ásamt Ólafi Ragnari og Jóni Baldvin, friðuðu stríðsglæpamann og hindruðu að mál hans yrði rannsakað á Íslandi.

Ég tel gott að Íslendingar fái að sjá, hvers konar ómenning grasserar á Íslandi. Sama hvort það eru öfgaskoðanir Ingibjargar Sólrúnar eða kynsystur hennar, sem hefur látið flúra 18 á hálsinn á sér. Vonandi sjá einhverjir, að skoðanir mektarmannanna sem hófu stjórnmálaferil sinn í nasismanum voru ekki víðsfjarri rugli nýnasistans í dag.

Íslendingar eru margir helsjúkir af gyðingahatri, á sama hvaða væng stjórnmálanna sem þeir eru. Því verður ekki leynt.

Á að banna viðtöl við gamla komma?

Nú, ég gleymdi næstum því öllum þeim Íslendingum sem báru helstefnu Sovétkommúnismans á gullstóli og boðuðu hana gagnrýnislaust á Íslandi. Hjá þeim var nú margur potturinn brotinn í afneituninni og hatrinu. Þjóðviljinn var t.d. fyrst fjölmiðillin sem réðst á gyðing eftir síðara stríð fyrir að leyfa sér í Morgunblaðinu af öllum stöðum að skrifa um ógnarstjórn Rússa í fyrrverandi heimalandi hans, Litháen, sem leysti af hólmi ógnir nasismans. 

Helgislepjukórar Íslands, sem eru nokkuð margir, ættu að kynna sér sögu landsins betur áður en þeir góla í glerhúsum sínum.

Mæli ég með því að RÚV taki einnig viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, um ferð hennar til Assads og stuðning hennar við Eðvald Hinriksson. Það myndi smellpassa inn í þessa þáttaröð um subkúltúra á Íslandi sem RÚV sýnir um þessar mundir. 

Það er víst kominn tími til þess að starfslið ODIHR, Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er forstjóri fyrir, og alheimur allur, fái betri upplýsingar um yfirmann ODIHR og fortíð hennar. Hvað kallar maður það, þegar fólk vill koma í veg fyrir að rannsókn fari fram á gyðingamorðingja úr síðara stríði? Vita samstarfsmenn ISG í Varsjá, að hún heimsótti einn helsta talsmann útrýmingar Ísraelsríkis, fjöldamorðingjann Bashar al-Assad.

ISG ætti að mínu mati að segja starfi sínu lausu hjá ODIHR hið fyrsta, vegna algjörs ótrúverðugleika. Kona, sem kom í veg fyrir að stríðglæpamaður yrði sóttur til saka á Íslandi, á ekkert erindi í slíkt starf.

Imba staur


Í minningu Janusz Korczaks og í tilefni af heimsókn Önnu Zalewsku

Im Janusza Korczaka

Nú þegar Anna Zalewska (f. 1965) menntamálaráðherra Póllands hefur sótt Ísland heim, m.a. í tilefni af 10 ára afmæli Pólska skólans í Reykjavík, er kannski ekki alvitlaust að minnast þess að aðeins eru tvö ár liðin frá því að þessi kona neitaði því að Pólverjar hefðu átt nokkurn hlut að máli við fjöldamorð á gyðingum í þorpinu Jedwabne í Póllandi árið 1941. Hún hefur einnig neitað því að pólskir borgarar í bænum Kielce hafi eftir stríðið ráðist á gyðinga sem lifað höfðu af verstu hugsanlegu ofsóknir. Pólverjar myrt gyðinga á götum úti í Kielce. Maður getur lesið um málið hér á pólsku, en það er reyndar heimsþekkt.

Þessi afneitun er því miður hluti af nýrri sjálfsímynd og ofstækisfyllri þjóðerniskennd margra Pólverja og sér í lagi þeirra sem tilheyra ríkistjórnarflokknum PIS (Prawo i Sprawiedliwosc) líkt og Anna Zalewska gerir.

Vitaskuld geta Pólverjar á Íslandi ekki gert að því að mennta- og menningarmálaráðherra lands þeirra sé eins og hún er. Ég er ekki í vafa um að flestir Pólverjar á Íslandi séu fyrirmyndarfólk sem flúið hefur atvinnuleysi og efnahagslega eymd heimalands síns.Víða í Póllandi er ástandið ekki beint glæsilegt og ekkert í líkingu við þann furðuheim sem Anna Zaleweska sér fyrir sér í hyllingum. 

Svo má vitanlega nefna að pólski laugardagsskólinn í Reykjavík er rekinn í minningu Janusz Korczaks. Korczak sem var læknir, gyðingur, en reyndar trúleysingi á síðari hluta ævi sinnar. Rétt nafn hans var Henryk Goldzmit. Skóli, sem starfar í minningu þessa mikla barnavinar, á ekki að geta kennt uppbelgda þjóðernisrembingssögu eins og heimur Önnu Zalewsku krefst, því fyrsta fórnarlamb ömurlegra Pólverja í Kielce árið 1945 sem réðust gegn gyðingum sem heim voru komnir fangabúðum, var vitaskuld barn.


JKorczak
Mig langar að benda Pólska skólanum í Reykjavík á að myndin sem skólinn notar af Karczak á FB-síðu sinni er í raun ekki af honum. Þessi mynd hér fyrir ofan er ljósmynd og sögulega réttari en sú furðulega, teiknaða mynd sem mikið er notuð í Póllandi og sem skólinn hefur valið að nota.

Nú þegar Anna Zalewska hefur notið gestrisni Íslendinga og hitti tvo ráðherra úr ríkisstjórn Íslands, Katrínu Jakobsdóttur og Lilju Alfreðsdóttur, er ekki úr vegi að minnast þess að síðan að kona þessi afneitaði staðreyndum árið 2016, hefur pólska stjórnin breytt lögum hins nýja lýðveldisins Póllands þannig að hægt er að dæma menn í 10 ára fangelsi m.a. fyrir því að halda því fram að Pólverjar hafi myrt gyðinga í Jedwabne og Kielce, eða verða það á að tala um pólskar útrýmingarbúðir fyrir slysni eða vegna vanþekkingar.

Lilja og Anna

Anna og Lilja ræða saman. Flokkur Lilju hefur á stundum minnt lítillega á PIS-flokkinn í Póllandi, t.d. í umræðu um flóttafólk og útlendinga. Árið 2018 leitaði ég til utanríkisráðuneytisins til að freista þess að það gæti borgað fyrir boð fyrsta gyðingsins sem fæddist á Íslandi í tilefni af áttræðisafmælis hans. Engir peningar voru víst til í slíkt að sögn Lilju sem þá var utanríkisráðherra. En greinilega eru til fjármunir til að bjóða ráðherra sem afneitar þáttum af helförinni sem koma við kaunin á Pólverjum.

Þessi pólski ráðherra segir sagnfræðingum að þegja og hótar þeim fangelsisvist ef þeir leyfa sér að skrifa annan sannleika en þann sem ríkisstjórnin og PIS-flokkurinn vill heyra.

Æri finnst manni oft lýðræðið nútímans í Póllandi bera keim af alræði Sovéttímans. Margt af því fólki sem nú er við völd ólst reyndar upp á þeim tíma, sem skýrir kannski aðstæður og hugarfarið hjá sumum Pólverjum. En ekki er nú lýðræðið í hávegum haft hjá PIS-flokknum.

Óska ég pólska skólanum í Reykjavík til hamingju með að hafa verið til í 10 ár og að hann sé rekinn í minningu Janusz Korczaks! Haldið merki Janusz Korczaks á lofti í skólanum, en ekki því sem Anna Zalewska stendur fyrir.


Síðbúnar árnaðaróskir til kollega míns

Guðrún í músinni

Nýverið gerðist Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur gömul, ef kalla má 70 ára fólk gamlingja. Sjötugir eru að minnsta kosti lögleg gamalmenni. Biðst ég afsökunar á dómhörku minni og orðavalinu ef það fer fyrir brjóstin á einhverjum. Ég er t.d. aðeins 57 ára að aldri, en fyrir skemmstu var ég kallaður "gamli". Þótti mér það eins og klipið væri í rassinn á mér og var það fjári sárt. Því undir ellimerkjum mínum, einstaka krabbameinsæxli og stirðum liðum er ég vitaskuld rokkandi únglíngur.

Óska ég Guðrúnu, sem ég vann einu sinni með í nokkra daga í Reykholti, til hamingju með að geta nú sinnt öðrum málum en fornleifum í ellinni og gefið sig þannig að fullu að baráttumálum sínum og hobbýum í London, þar sem hún hefur búið mjög lengi.

Ekki vissi ég fyrr en nýlega að Guðrún hefði önnur áhugamál en fornleifar og aftur fornleifar.

Hún, og sér í lagi eiginmaður hennar prófessor Robert Boyce (hjá London School of Economics), hafa lengi verið stuðningsfólk BDS-samtakanna. Það eru samtök sem vilja kippa fótunum undan Ísraelsríki með því að kaupa ekki þaðan vörur. Oft má þekkja þetta fólk í verslunum, þar sem það stendur með stækkunargler yfir annarri hverri vöru til að sjá hvort þau finni nafn Ísraels á vörunni. Ef það finnst setur það upp vandlætingarsvip og hendir vörunni frá sér sem væri hún eitur.

Þessi samtök og önnur svipuð hafa með árunum orðið svo hatrömm á meðal ákveðins hóps háskólafólks á Bretlandseyjum, að áróður þess og athafnir hafa verið flokkaðar sem hreint gyðingahatur af yfirvöldum.

Svo svæsið getur þetta stuðningsfólk Palestínuaraba verið í málstað sínum, að núverandi ríkisstjórn Englands bað háskóla í landinu um að kynna lagalega skilgreiningu breskra yfirvalda á gyðingahatri, hatri sem varðar við lög. Jo Johnson háskólaráðherra bað háskólana um að fara að lögum og sjá til þess að samtök innan háskólanna sem hefðu horn í síðu Ísraelsríkis færu ekki yfir strikið og sýndu varkárni í orðavali sínu svo það endaði ekki í eintómri hatursorðræðu/gyðingahatri. Þetta fór fyrir brjóstið á mörgum hatursmönnum Ísraelsríkis, meðal annar tengdasyni Íslands Robert Boyce prófessor emeritus, sem löngum hefur verið einn svæsnasti stuðningsmaður við að útiloka háskólasamvinnu við Ísrael. Boyce hefur í greinum sem lesa má á netinu notað mjög óakademískar röksemdir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Boyce var einn þeirra sem ærðist við ákvörðun Jo Johnsons og undirritaði yfirlýsingu sem má lesa hér í The Guardian

Guðrún fær gyðinglega súkkulaðimús

Í byrjun september í ár var haldin fjögurra daga Ísraelskynning í Roundhouse leikhúsinu í Camden í Lundúnum. Þessi kynning fékk hið næstum hrædda nafn TLV in LND sem er stytting á Tel Aviv in London. Fyrir utan fólk sem sótti þessa kynningu af opnum hug, eða vegna þess að það er einfaldlega gyðingar, kom einnig annað fólk með aðra dagsskrá á svæðið. BDS-samtökin sem vilja veita Ísraelsríki skráveifu með því að stöðva allan innflutning frá Ísrael mætti með mótmælaskilti sín og borða og létu sumir nokkuð illa.

Þekktur meistarakokkur frá Tel Aviv, Shaul ben Aderet, sem var kominn til heimsborgarinnar til að kynna ísraelska matargerðalist, brá á það gamla ráð að bjóða "óvinum" sínum mat. Hann gekk út á meðal hatursmanna Ísraelsríkis og bauð þeim súkkulaðimús úr ísraelsku súkkulaði, kosher og frá landinu helga. 

Svo við víkjum aftur að afmælisbarninu Guðrúnu. Hún er greinileg búin að finna sér áhugamál í ellinni. Hún borðar öllum stundum ísraelska súkkulaðimús.

Er hún frétti af því að slík mús myndi vera á boðstólum við Roundhouse-leikhúsið í Camden, fór hún strax á staðinn. Í leiðinni ætlaði hún að mótmæla tilvist Ísraelsríkis. Heimsfrægur ljósmyndari var einnig staddur fyrir framan Roundhouse og eilífaði þá stund er Shaul ben Aderet bauð Guðrúnu súkkulaðimús (sjá hér). Guðrún heldur svo sannarlega á glasi með girnilegum ísraelskum eftirrétt og hún brosir sínu breiðasta eins og köttur sem veitt hefur mús. En ekki fylgdi sögunni eða myndinni sem birtist á forsíðu Jerusalem Post, hvort hún hafi innbirt þennan rammísraelska eftirrétt.

Guðrún á BDS-inn

Á annari mynd sem var tekin nokkrum dögum síðar í september, virðist Guðrún enn halda á glasi. Hvort það er glasið með súkkulaðimúsinni gyðinglegu eður ei, er ég þó ekki viss um. En hver veit? Ég spyr Mossad hvað var í glasinu, við tækifæri.

Menn hafa misjafnar skoðanir. Það ber að virða. Ég borða t.d. matvörur frá Kína og Indónesíu þó mannréttindi séu þar fótum troðin, og hef líklega án þess að vita það étið döðlur frá Íran þó fólk sé hengt í döðlupálmunum. Ég hef meira að segja átt breskan bíl skömmu eftir síðasta þorskastríð og komið til Þýskalands, þrátt fyrir allt. Ég geri mér grein fyrir því, að án hugvits frá Ísrael myndi ég ekki eiga almennilega tölvu. Ég sé ekki heiminn í svart-hvítri útsendingu og það er miklu betra fyrir sálartetrið. Hatur er svo hippalegt og lummó.

Fyrir utan að óska Guðrúnu Sveinbjarnardóttur með 70 árin, langar mig að óska henni til hamingju með að hafa sporðrennt ísraelska eftirréttinum í London. Batnandi fólki er best að lifa.

Stórt SHALOM!


Besti díll Íslendinga fyrr og síðar

Lehmann & Thors c Fornleifur copyright

Árið 2007 kom út öndvegisverkið Silfur Hafsins - Gull Íslands í þremur stórum bindum og meðal margra höfunda þess var enginn annar en núverandi forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson.

Verkið var m.a. kynnt og selt með þessum orðum: „Síldin hefur snert líf nær allra Íslendinga á liðnum öldum, með einum eða öðrum hætti, þess vegna kemur saga síldarinnar okkur öllum við“.

Þetta er vitaskuld hverju orði sannara, og auðurinn sem fylgdi síldinni var hlutfallslega mestur miðað við önnur auðæfi sem staldrað hafa við á Íslandi, eða úr öðru arðbæru framtaki en  fiskveiðum og útgerð. Síldin var það sem menn auðguðust mest á í þau nær 1150 ár sem þeir hafa þraukað á þessari merkilegu eyju okkar. 

Hitt er svo annað mál að fæstir Íslendingar eru miklir síldarunnendur og matreiða hana helst með því að drekkja henni í sykurleðju og ediki.

Thor Thors seldi alla íslensku síldina árið 1944 - 250.000 dalir urðu að 962.500 dölum

Besta síldarsala Íslendinga fyrr eða síðar er þó nokkuð frábrugðinn hefðbundnu síldasöluferli eins og við þekkjum það best frá síldarárunum fyrir stríð, eða síðar þegar síldin kom aftur eftir 1955 eftir stutta, ca. 10 ára fjarvist.

Sú sala kom til þökk sé viðskiptakunnáttu og útsjónarsemi eins merkasta sonar Thors Jensens athafnamanns. Eftir að Ísland lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1944 var Thor Thors ræðismaður í New York útnefndur sendiherra Íslands í Washington. Síldarsalan hófst í raun, þegar hann sem sendiherra greiddi 250.000 Bandaríkjadali til UNRRA sem var hjálparstofnun Sameinuðu Þjóðanna sem var ætlað að aðstoða stríðshrjáða eftir síðari heimsstyrjöld.

Aðkomu Thor Thors að þessari frábæru síldarsölu er því miður ekki að finna stakt orð um í bókinni Silfur Hafsins og sætir það furðu í ljósi þess að íslensk dagblöð greindu þó nokkuð frá sölunni (sjá heimildir neðst).

Í stórverkinu Silfur Hafsins segir svo á bls. 22 í 2. bindi frá síldarsölunni árið 1944: 

„Árið 1944 flutti Síldarútvegsnefnd enga síld út en samlag saltenda sem hafði ráðið 84% síldarinnar fékk löggildingu til útflutnings og síðar fékk Samvinnufélag Ísfirðinga einnig slíka löggildingu. Aðeins voru saltaðar rúmlega 33 þúsund tunnur norðanlands og 1800 tunnur syðra. Öll síldin var seld Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna sem tók til starfa 1943 þótt samtökin sjálf væru ekki stofnuð fyrr en tveim árum síðar.“

Einnig er í 2. bindi Silfurs Hafsins, í kafla eftir Hrein Ragnarsson og Hjört Gíslason, rekið hvernig síldarsöltun dróst saman á meðan á síðari heimsstyrjöld stóð, sökum þess að ekki var unnt að koma síldinni á framfæri í helstu markaðslöndum vegna ófriðarins. Varð t.d. allnokkuð af saltsíld sem átti að fara á markað í Svíþjóð innlyksa á Íslandi og var hún að endingu notuð í skepnufóður. 

Af þeim sökum má telja það mjög frækið afrek Thor Thors að selja síld sem var veidd við Ísland árið 1944 og 1945. Góðmennska Thors við heiminn hjálpaði þar mjög til.

Frásögn af þessari sölu síldar til UNRRA er einnig heldur endasleppt í hinu mikla þriggja binda verki um Íslandssíldina. Um leið og Thor Thors greiddi 250.000 dali í tveimur áföngum til UNRRA, fyrst 50.000 og síðar, eða þann 13. október 1944, ekki meira né minna en 200.000 dali, gerði hann kaup við yfirmann UNRRA í New York Herbert H. Lehman. UNRRA bauðst til að kaupa síld af Íslendingum og var það að einhverju leyti vegna þess að hið litla land í Norðri sýndi svo góðan lit og greiddi fyrst allra gjöld sín til UNRRA. Til gamans má geta þess að Kanada greiddi 77.000.000 dala til hjálparstarfs UNRRA árið 1944, en greiddu þá upphæða í smábitum.

Sannleikann um það sem gerðist í þessu síldarsölumáli er kannski nærtækast að finna í Morgunblaðinu í grein eftir Óskar Halldórsson útgerðarmann á Siglufirði, sem var fyrirmynd Laxness að Íslands-Bersa. Í stuttu máli skýrði Ólafur sölumálin árið 1944 þannig: 

Margir síldarverkendur voru óánægðir með störf ríkisrekinnar Síldarútvegsnefndar, sem þeim þótti ekki standa sig í stykkinu við að finna og tryggja markaði erlendis - í miðju stríðinu. Stofnuðu þessir óánægðu framleiðundur, sem réðu 86 prósentum af síldarmagninu sem var landað, félag vorið 1944, sem bar heitið Sölusamlag síldarframleiðenda. Settu þeir Síldarútvegsnefnd nærri því út á þekju. Félagið nýja, sem átti lögheimili á Siglufirði, opnaði skrifstofu og hugðist ganga í stórræði, sem ríkisbáknið og skrifstofublækur þess gátu ekki leyst. Ætlaði félagið að senda mann til Ameríku til að freista þess að selja íslenska síld en varð of seint fyrir og bað því umboðsmenn Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) í Bandaríkjunum um að sjá um sölu síldarinnar í Ameríku fyrir sig. Það reyndist hins vegar harla erfitt og greindu menn þá fljótt að þeir gátu lítið betur gert en Síldarútvegsnefndin.

Áður en reyndi alvarlega á sölumennsku SÍS á síld í Bandaríkjunum árið 1944, tókst Thor Thors, mestmegnis að eigin frumkvæði, en að nafninu til í umboði samningarnefndar utanríkisviðskipta, að koma allri saltsíld veiddri árið 1944 í verð.

Það er vitaskuld athyglisvert, að athafnamenn á Íslandi hugsuðu um peninga meðan fólk í Evrópu hugsaði líkast til allflest um að halda lífi. En það var nú einu sinni heppni Íslendinga að vera nægilega langt frá darraðardansinum og verða þess aðnjótandi að Bretar sóttu okkur heim árið 1940 í stað Þjóðverjam og vera leystir af hólmi af Bandaríkjamönnum.

Þá launaði sig greiðavirknin við greiðslu gjalda til UNRRA og UNRRA keypti íslensku síldina á sama verði og hún hafði verið seld hæstbjóðanda árið 1943.

Venjul. saltsíld  US $    22.50 tunnan

Cutsíld..........   —     25.00  —

Sykursíld........   —     27.50 —

Matjessíld  .......   —   27.50 —

Kryddsíld ........    —   31.00 —

UNRRA sendi út fréttatilkynningu í október 1944 um greiðslu Íslendinga til UNRRA, en ekki fylgdi þó sögunni að síldarkaup UNRRA hefðu fylgt í kjölfarið.

Það fréttu Íslendingar aftur á móti frá Thor Thors. Þær fréttir birtust síðar á árinu er Morgunblaðið og Þjóðviljinn greindu frá því, meðan að blöð eins og Verkamaðurinn og Mjölnir á Siglufirði skýrðu kaup UNRRA á nokkuð furðulegan hátt og vildu eigna sósíalistum og kommúnistum hugmyndina uað kaupum UNRRA á íslenskri síld. Það var algjör fjarstæða enda Verkamaðurinn og Mjölnir ekki víðlesnir bleðlar í New York og fréttir af fyrirspurnartímum á Alþingi ekki aðgengilegir í BNA. Menn voru ósköp einfaldlega spældir yfir því að Thorsari bjargaði þjóðarbúinu árið 1947. Hann hafði þó hauk í horni í bandarísku utanríkisþjónustunni.

Ef það er rétt, sem haldið er fram í Silfri Hafsins árið 2007, að seldar hafi verið um það bil 35.000 tunnur af saltsíld til UNRRA og að meðalverð hinna mismunandi tegunda, 27,50 dollarar fyrir tunnuna, sé notað sem samnefnari, tókst Thors að selja nær óseljanlega íslenska síld fyrir 962.500 dali til UNRRA fyrir að vera svo skilvirkur við greiðslur til UNRRA. Skilvirkni og áhugi borgar sig nefnilega ávallt.

Thor sá sér leik á borði fyrir Ísland að þéna á hjálparstarfi til nauðstaddra. Það er ekkert nýtt og er þekkt úr ótal samhengjum síðan. Um langt skeið hafa Danir vart sýnt góðmennsku að neinu tagi, nema ef þeir hafa af því verulegan ágóða. Verra var það í síðara stríði þegar Danir höfðu nána samvinnu við Þjóðverja og öll stríðsárin voru eitt stórt sölupartý hjá frændum okkar. Danskar matvörur voru iðulega á borðum morðingjanna sem myrtu 6 milljónir gyðinga í stríðinu. Tak Danmark!

En íslenskur fiskur, fullur af D-vítamíni og hollri fitu, sem og corned beef (nautakjötskæfa) frá Suðurameríku, var aftur á móti það sem margir fangar og fórnarlömb nasista fengu að borða þegar þeir höfðu náð sér eftir frelsunina árið 1945. Margir gyðingar sem lifðu af útrýmingarbúðir og fangabúðir nasista hugsuðu oft með lotningu til íslensku síldarinnar og nautaspaðsins sem þeir fengu með frelsinu. Maður einn í Ísrael sagði mér eitt sinn frá þessu fæði sínu um tíma af mikilli ánægju.

Buchenwald_Children_90250

Ungur gyðingadrengur sem bjargað var af bandamönnum. Sá litli naut vafalaust góðs af íslenskri síld og argentínskri nautakæfu þegar hann losnaði út úr Buchenwald-búðunum.

Áður óþekkt ljósmynd kemur í leitirnar

Myndin efst sýnir þá stund er lýðveldið Ísland færði sína fyrstu "fórn" til alþjóðasamfélagsins í nauð. Myndin, sem er blaðaljósmynd, en virðist samkvæmt Newspapers.com aldrei hafa birst í nokkru blaði í Bandaríkjunum.

Fornleifur keypti nýlega frummyndina í Bandaríkjunum. Hún er tekin þann 13. október 1944 er Thor Thors sendiherra Íslands í Washington færði framkvæmdastjóra UNRRA ávísun upp á 200.000 Bandaríkjadali til starfsemi UNRRA. Meðfylgjandi texti fylgdi myndinni:

W 739870........................  NEW YORK BUREAU

NEW REPUBLIC FIRST TO PAY UNRRA EXPENSES WASHINGTON, D.C. -- THE MINISTER FORM ICELAND´S FIRST REPUBLIC, MR: THOR THORS (RIGHT), PRESENTS A CHECK FOR $200,000  TO DIRECTOR GENERAL HERBERT H. LEHMAN COMPLETING ICELAND´S OPERATING CONTRIBUTION TO UNRRA. THIS NEW REPUBLIC WAS THE FIRST MEMBER COUNTRY OF THE UNITED NATIONS TO MAKE A PAYMENT TO UNRRA. ON JANUARY 14, THE GOVENMENT OF ICELAND PRESENTED UNRRA WITH A CHECK OF $50,000 TOWARDS OPERATING EXPENCES AND SUBSEQUENTLY MADE PAYMENT IN FULL FOR ITS SHARE OF ADMINISTRATIVE EXPENSES.

BU MGS LON CAN

CREDIT LINE. (ACME.)             10/13/44               (RM)

Back Lehman & Thors b

Eftir-þankar um síld handa hrjáðum þjóðum

Sú saga sem hér hefur verið sögð af sölu síldar til neyðarhjálparstarfs árið 1943 er nokkuð frábrugðin því hjálparstarfi sem fram fer sums staðar í heiminum í dag, þótt enn græði margir á eymd annarra.

UNRRA var skammlíft framtak og þar sligaði spilling , einkum í þeirri deild sem sá um starfið í Asíu, sem og stjórnleysi líkt og hjá mörgum stofnunum SÞ, enda greinilega ekki eins mikill áhugi á að hjálpa gyðingum og öðrum flóttamönnum í Evrópu á sama hátt og sú hjálp sem nú hefur verið veitt Palestínuaröbum í tæpa 7 áratugi gegnum UNRWA, en það er allt önnur saga og fjallar hún ekki um að auðgast á eymd annarra, heldur hvernig hjálparstarf getur orðið að iðnaði með spillingu og hryðjuverkamennsku í ofanálag.

Ef markaðir á Gaza, sem eru stútfullir af vörum keyptum fyrir styrktar- og gjafafé, eru rannsakaðir, finnur maður óendanleg mikinn mat, en ef til vill vekur það ekki furðu þegar haft er í huga að að Plestínumenn eru helsta gæluverkefni SÞ. Á blómlegum mörkuðum Gasa finnur maður þó ekki saltsíld frá Íslandi eða corned beef, og 80 % allra sem þar búa eru með sykursýki á alvarlegu stigi. Hjálp til nauðstaddra getur því miður farið úr böndunum þegar ákveðinn hópur er umbunaður á kostnað allra annarra sem kryddað er með hatri í garð annars ríkis. UNRWA hefur nú starfað í 68 ár án þess að nokkur helför hafi átt sér stað. UNRRA starfaði hins vegar aðeins í nokkur ár og átti að hjálpa öllum hrjáðum, hmt gyðingum, en var formlega lokað árið 1949. Erum við að horfa á misjafnar áherslur, eða er hatur margra "sameinaðra þjóða" í garð gyðinga einfaldlega endalaust?

Á Íslandi er það hatur mjög rammt hjá mörgum, en helst á meðal barna og barnabarna íslenskra nasista og vel efnaðra sveitamanna sem heilluðust að þýskri menningu. Kannski erfist þetta einkennilega hatur? Hóflausar greiðslur til UNRWA, eða t.d. hið glæpsamlega milljarðaflæði til SÞ sem m.a. endaði í vösum hryðjuverkasamtaka þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var að reyna að koma Íslandi í Öryggisráð SÞ til þess eins að taka þátt í einhljóma haturskórnum gagnvart Ísrael. Slík fjárlát leiða ekki til viðskiptabitlinga fyrir Ísland, heldur aðeins til fljótari aðstoðar við hryðjuverkasamtök og skálmöld í heiminum.

Ekki er ég að mæla með því að hjálparstarf sé háð viðskiptahagsmunum sem skapast geta er styrjöldum lýkur. En er eðlilegt að lítil þjóð sem vart hefur aðra auðlind en fiskinn umhverfis landið þeirra, og hefur ekki ráð á almennilegu heilbrigðiskerfi og þjónustu við aldraða sé að greiða stórfé til Palestínuaraba, sem virðast auðgast langum meira en Íslendingar á því að heyja stríð? Menn geta svarað því fyrir sjálfa sig. Fornleifur óskar sannast sagna ekki eftir því að fá heimsóknir öfgakenndra barna og barnabarna íslenskra nasista, og þaðan af síður ruglaðra sósíalista sem telja stuðning við árásir á vestræn þjóðfélög og lýðræði vera sniðuga lausn á vanda heimsins. 

Gyðingar í Austur-Evrópu og víðar hafa ávallt lifað á saltsíld, sem var ódýr matur fyrir fátæklinga Evrópu. Enn kaupa gyðingar síld frá Íslandi, kannski með það í huga að íslensk síld bjargaði mörgum þeirra sem lifðu af helförina.

Myndin hér neðst er úr verkinu Silfur Hafsins - Gull Íslands frá 2007 og sýnir heittrúaðan gyðing frá Bandaríkjunum að blessa síld í plasttunnum á Neskaupsstað. Kona hans horfir á. Ég get mælt með blessaðri síld frá Íslandi, sem ég hef borða mikið af í Ísrael og eitt sinn var með boðið í dýrindis, íslenska þorskhnakka í mötuneyti Bar Ilan háskólans utan við Tel Aviv. Þegar ég spurði kokkana hvaðan fiskurinn væri upprunninn sýndu þeir mér pakkningarnar. Þar var kominn íslenskur fiskur í umbúðum fyrir Bandaríkjamarkað.

Blessaða síldin í Ísrael er ekki eyðilögð af sykri eins og pækilsíldin og gaffalbitarnir sem seldir eru á Íslandi. Hér um árið var framleiðslan á íslenskum gaffalbitunum til Rússa svo léleg, að síldin gerjaðist í of miklum sykri og leystist hreinlega upp í lélegri olíu sem notuð var til að hella á dósirnar. Rússarnir fundu lítið annað en lýsi og hreistur í dósunum og kvörtuðu sáran. Síldin þeirra var vitaskuld ekki blessuð í bak og fyrir.

Kannski væri ráð fyrir Íslendinga að minnka sykurmagnið í krydd- og lauksíld sinni og blessa hana til reynslu. Þegar meiri sykur er í kryddsíld en í gosdrykkjum er vitaskuld eitthvað mikið að þeim sem borða slíka sykursíld og allir kostir síldarinnar foknir út í veður og vind í allri sykureðjunni.

Síld002

           Ljósm. Ágúst Blöndal Björnsson.

Ýmsar áhugaverðar heimildir um síldarsöluna til UNRRA:

Morgunblaðið laugardaginn 4.11. 1944

Þjóðviljinn þriðjudaginn 7. 11. 1944

Mjölnir á Siglufirði miðvikudaginn 11.11.1944

Verkamaðurinn laugardaginn 18.11.1944

Morgunblaðið sunnudaginn 31.12.1944


Af lygum og sjálfsblekkingu (vinstri) manna á Íslandi

Luther ljótur er lífs eða liðinn

Hatur margra Íslendinga í garð gyðinga og gyðingdóms er bölvuð staðreynd. Siðblinda þessi er algeng hjá sumu lútersku fólki, enda ekki furða. Lúther hataði gyðinga af öllu sínu feita hjarta og lét þær tilfinningar óspart í ljós í ræðu og riti.

En síðan um 1980 hefur lúterska kirkjan að eigin sögn gert mikið til að fjarlægjast hatursboðskap lúterskunnar gagnvart gyðingum. Í nokkrum löndum hefur þetta átak því miður ekki borið árangur. Til dæmis á Íslandi, þar sem enn er tönnlast á gyðingum með opinberum lestri Passíusálmanna. Þeir eru hluti af svæsnu gyðingahatri 17. aldar og innihalda ótímabæran þvætting á okkar eigin "upplýstu" tímum. Sjá fyrri skrif Fornleifs um Passíusálmana og hatur hér, hér og hér.

wittenberg_judensau_grafikEn samt keppast menn um að fá að lesa sálmana upp í kirkjum og þar á meðal hafa íslenskir vinstrimenn, flestir yfirlýstir trúleysingjar að því er best er vitað, fengið að lesa grófustu sálmana upp í auðvaldsfyrirbærum eins og kirkjum. Eitthvað kick fá þeir út úr því blessaðir.

Engu minni er gyðingafárið á meðal margra vinstri manna á Íslandi en hjá svæsnustu áhangendum Lúthers og verður maður sí og æ var við leiðigjarnar klisjur hjá "gömlum kommum" sem þykjast vita allt sem hægt er að vita um gyðinga og gyðingdóm, þó þeir viti ekki rass í bala.

passion

Stjórnmálamaður að lesa upp úr Passíusálmum. Efst er helgríma Lúters og afsteypa af höndum hans við andlátið.

Á fimm alda afmæli þess er Lúther tók æði og negldi 95 boðorð sín á hallarkirkjudyrnar i Wittenberg, sigldi ég á milli heims og helju á fésbókum fjölda manna um daginn, til að finna eitthvað almennilega viturlegt. Endaði ég loks hjá Úlfari Bragasyni rannsóknarprófessor, sem kenndi lengi íslensku í HÍ, þegar hann var ekki að spóka sig í Vesturbæjarlauginni. Úlfar hafði verið á Akureyri og hafði skoðun á öllu því sem miður hafði farið þar í bæ. Hitti hann loks gamla nemendur og kunningja á Bláu könnunni. M.a. Viðar Hreinsson sem er, held ég, hjá Reykjavíkurakdemíunni.

Æi, hugsaði ég, eins ókunnugur ég er orðinn öllum á Íslandi, hver er nú þessi Viðar. Ég hélt því áfram inn á FB Viðars og sá að það var einmitt hann sem skrifaði bók um frænda minn Stephan G. Viðar auglýsti á fésbók sinni tvo fyrirlestra sem hann heldur ásamt Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur í Endurmenntunarstofnun HÍ. Líklega hefði ég sótt þessa fyrirlestra hefði ég búið í Reykjavík. Endurmenntunin ber heitið Töfrandi hugarheimur 17. aldar. Fjallar hann þó fyrst og fremst um Jónana tvo, Jón lærða Guðmundsson og Jón Daðason á 17. öld út frá nútímalegu íslensku sjónarhorni. Jón lærði Guðmundsson hrökklaðist úr landi vegna andmæla sinna gegn Spánverjavígum og vegna þess að hann var síðar dæmdur fyrir galdra. Ég verð um það leyti sem fyrirlestrarnir verða haldnir í Amsterdam, einni af vöggu evrópskrar endurreisnar á 17. öld og læt mér það nægja af töfraheimum.

Aftur á FB. Eftir kynningunni á hinum töfrandi hugarheimi tveggja óvenjulegra og kannski skrýtinna karla á 17. öld kemur inn gamall bóndi og Alþýðubandalagsmaður, Gvendur Beck, og hreytir þessu út úr sér, sem Viðar Hreinsson "lækaði" - vonandi fyrir kurteisi sakir:

Sá hugmyndaheimur rakst á bókstafstrúar kreddur lúterskunnar sem sótti refsivöndinn í gyðingdóminn. [sic]

Kannski hefur lútersku ríkiskirkjunni tekist heldur illa til í kennslu sinni á hatri Lúthers, nema að fyrrverandi Lúterstrúarmenn séu farnir að kenna gyðingum sjálfum um gyðingahatrið.Hatur Gvendar bónda hefur væntanlega gerjast frá því að hann fékk Lúter í æð í kirkjunni sem barn, síðar hatrið úr kommúnismanum þegar hann gerðist eldri, og nú þegar hann er orðin gamall og þreyttur kall, geltir hann eitthvað ljótt á fésbókum lærðra manna og er upp með sér af því, þó það stangist á við þá frelsuðu lífsstefnu sem hann segist fylgja.

Þetta lúterska hatur virðist enn lifa góðu lífi á Íslandi, þar sem menn kenna enn gyðingum um gyðingahatrið og jafnvel um helförina. Gyðingum er kennt um það hatur sem  Hatur margra Íslendinga á trú og á útlendingum, kemur einnig ljóslega fram í þeirri herferð sem rekin hefur verið gegn útlenskum prestum kaþólsku kirkjunnar. Í hvaða siðmenntuðu landi í heiminum er hægt að finna yfirvöld sem greiða skaðabætur fyrir glæpi sem ekki hafa verið sannaðir á fólk?  Slíkt athæfi er ekki dæmi um töfrandi hugarheim ellegar siðmennt.

Hugmyndaheimur 17. aldarinnar blómstraði mest í þeim löndum þar sem gyðingar fengu frelsi í einu formi eða öðru. En á Íslandi, anno 2017, eru sumir menn enn bundnir í anda og öld hins endalausa haturs ekki ólíkt þeim mönnum sem drápu Baska á 17. öld. Sjáið svo tvískinnunginn  http://vertunaes.is/askorun-einstaklingar-gudmundur-beck/ hjá þessum mönnum sem telja sig erindreka vinstri stefnu á Íslandi og alvitra á kreddur lútherskunnar. Þeir virðast nú frekast stjórnast af blóðugu Stalínísku hatri. En samtímis álíta þeir sig vera sérleyfishafa á réttar og heilbrigðar skoðanir. Þar sem þetta hatur er svo rammt, er þetta ekki rakið dæmi um einhvers konar geðklofa eða frumstæðar kenndir annars siðmenntaðs fólks til að finna sér eitthvað til að hata í frístundum sínum.

Nei, Jón Valur, Passíusálmarnir eru ekki kærleiksboðskapur. Sparaðu þér tíma í stað þess að fylla hér allt upp í athugasemdum um ágæti sálmanna. Þeir fá menn til að hata minnihluta.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband