Skepnur á Austurvelli, dren og tómt tóbak í sjávarspendýrum

Blómlegt mannlíf viđ landnám

Aldrei er góđ vísa of oft kveđin. Margoft hef ég bent grafandi kollegum mínum á Íslandi á ađ varast blađamenn, og ávallt ađ fara fram á ađ fá ađ lesa ţađ yfir sem ţeir ćtla sér ađ skrifa; Jafnvel biđja um ađ sjá greinina áđur en hún birtist. Best er ađ hafa uppgröftinn sem lengst frá byggđu bóli, ţangađ sem blađamenn ná ekki.

Í frétt, sem ber fyrirsögnina Blómlegt mannlíf viđ landnám á mbl.is, sem fjallar um rannsókir á Landssímareitnum svokallađa, má finna myndina hér ađ ofan og í myndatexta er sagt ađ ţetta séu Ýmsir mun­ir gerđir úr sjáv­ar­spen­dýr­um sem voru notađir viđ segla­gerđ. Ljósmyndin var, eins og sést, ađsend. Eitthvađ hefur týnst og tapast í sendingu, ţví ekki eru ţessir gripir frá landnámsöld eđa ţeim miklu skipulagstíma sem rćddur er í greininni. Ţetta eru krítarpípubrot frá 18. öld og ef til vill einnig ţeirri 19.

En ekki er ađeins viđ blessađan blađamanninn ađ sakast. Fornleifafrćđingurinn, Vala Garđarsdóttir, upplýsir ađ fundist hafi "rónaglar" og tengir ţá viđ bátasmíđar viđ tjörnina. Kannski er ţađ einum og mikiđ óskhyggja og fantasía? Menn verđa ađ "halda hestum sínum".

Rónaglar voru naglar, sem hnođađir voru, kölluđust einnig hnođsaumur, hnođnaglar eđa rósaumur. Ţeir finnast t.d. í bátskumlum, og eru ţá úr bát sem ţar var settur og sem haugbúinn lá í. En rónaglar hafa fundist í flestum uppgröftum á Íslandi, einnig á stöđum ţar sem engir bátar voru, langt inni í landi og tugi kílómetra frá sjó og vatni. Rónaglar voru boltar og saumur síns tíma, ţá er Húsasmiđjan, Byko og Bauhaus voru ekki til. Ég efast ekkert um ađ viđgerđir hafi fariđ fram á bátum og skipum í hinni fornu vík, en bátsaumur einn og sér sannar ţađ á engan hátt.

Svo er talađ um "dren". Ég finn ţađ orđ ekki í mínum fjölmörgu orđabókum. Vćntanlega er átt viđ ţađ sem á ensku er kallađ drain, og sem getur veriđ harla margt, eđa drćn á dönsku. Er ekki bara best ađ kalla slíkt fyrirbćri rennu eđa afhlaup.

"Brunn­arn­ir á ţess­um tíma ţjónađi bćđi ţeim til­gangi ađ taka viđ ţví vatni sem kom og síđan til ađ vera fyr­ir skepn­ur sem hafa lík­lega veriđ á Aust­ur­velli.“

Svona setningu má vitaskuld ekki sleppa lausri af blađamanni međ langskólamenntun. Austurvöllur var ekki til á landnámsöld. Ţađ er ţó meira en rétt ađ skepnur hafi, jafnt fyrr sem síđar, veriđ á beit í og viđ Austurvöll. Verđlaunakýrnar sitja enn í steinfjósi einu viđ Alţingisreit. Öll nyt er úr ţeim farin, en kusurnar mjólka sjálfum sér ofurlaun úr Auđhumblu ţjóđarinnar, međan ţćr baula um rollur sem urđu úti og sleikja Búra.

Ţjóđarskútan er líklegast strönduđ á tjarnarkambinum og engar viđgerđir virđast vera í gangi viđ Austurvöll. Ţađ gamla er rifiđ niđur. Mann halda vonandi rónni og negla ţetta, svo allt fari ekki down the dren. Risahótelin munu sletta fitu úr steikarpottum sínum í seglin og svo réttist úr kútnum. Ţetta verđur ađ gera skipulega eins og skipulega landnámiđ á landnámsöld, sem sagt er svo skilmerkilega frá í greininni.

Reykjavik 2


mbl.is Blómlegt mannlíf viđ landnám
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fornleifur, vertu ekki alltaf ađ gagnrýna ungviđiđ.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.4.2018 kl. 07:02

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Ţegiđu Vilhjálmur! Ég er bara ađ ađstođa ţađ.

FORNLEIFUR, 26.4.2018 kl. 07:04

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband