Fornleifafundur sumarsins: Ævaforn skáti

Fundur sumarsins

Bjarni F. Einarsson leiðir nú keppnina um stærstu fornleifagúrku sumarsins. Hann fer líklega með sigur úr býtum þegar upp verður staðið í haust.

Hann hefur fundið hvorki meira né minna en fornan skáta. Geri aðrir betur. Skátinn "tók meðvitaða ákvörðun" um að setjast að á Íslandi.

Fornleifur sagði álit sitt varðandi fornleifar að Stöð í Stöðvarfirði í fyrra, sem og kenningasmíð dr. Bjarna. Það álit hefur ekkert breyst.

Við þökkum Fréttablaðinu þessa smellnu fyrirsögn.

Tómar dósir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þú ert góður að gleðjast yfir þessu og ekkert vafamá að þú hafir rétt fyrir þér en las hina grein þína. Þetta minnir mig á fund á Alútaeyja Alutition  isls skaganum er þar fannst verstöð austarlega í eyjaklasanum en þeir fundu hvala? skutla með mörkum á samt mörgu öðru. Þetta leit út eins og það hefði verið skilið eftir þ.e. veiðimennirnir hefðu ekki komist aftur. Kannski vegna ísa. Já það var talið að þetta væri norrænt. Skutlar hafa sín mörk eins og ég veit að þú veist. Ég er með tvær myndir að skutlum sem fundust í SDakota svo spurning er eru til heimildir um þessi mörk.  

Valdimar Samúelsson, 4.7.2018 kl. 11:58

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Fornleifur hefur meiri áhuga á skutlum en skutlum, ef svo má að orði komast. En merktar skutlur eru bestar. Merktir skutlar eru hins vegar ekki mín sérgrein. Kann ég engin deili á þeim og sérstaklega ekki í Dakota. Þar eru skutlurnar ómerkar dræsur og búa nærri ökrum, en flytja of til Hollywood, þar sem þær verða markaðar fyrir lífstíð, flestar hánorrænar. Gerast merkilegar með aldrinum.

Ég þekki heldur ekki til "norrænna" skutla frá Alaska eða þessum álútu eyjum, en Hollendingar eru margir hverjir nokkuð norrænir og þeir stunduðu grimmt hvalveiðar við strendur Alaska. Gætu þetta verið skutlar frá þeim? Ekki þekki til í S-Dakota. Geng út frá því að þú hafir misritað eitthvað þarna. En gaman væri að sjá þessa skutlur sem þú átt mynd af.

FORNLEIFUR, 4.7.2018 kl. 15:39

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Unanga-fólkið á Aleutian eyjum hönnuðu alveg frábær regnföt úr selsmögum og þörmum. Gegnsæ að mestu.

FORNLEIFUR, 4.7.2018 kl. 15:57

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já og álútarnir bjuggu í hringlaga jarðhúsum með op upp í miðju og kojur fyrir alla útá við frá hringnum. Líklega samskonar og skrælingjarnir í sögum okkar sem hurfu ofan í jörðina. Sama sá Ísbjarnar maðurinn í kring um 1900 plús sem bjó í Nýju Síberír er hann var á ferð nálægt Nova Semeliju en þar voru svona neðanjarðarbúar. Sendi þér myndirnar en eigandinn átti heima í SD en búinn að selja núna.

Valdimar Samúelsson, 4.7.2018 kl. 19:33

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég á að eiga söguna og ef ég finn hana ekki þá get ég fengið upplýsingarnar.. Ég man að Björn Einarsson eða kannski var það Jórsala Björn sem eignaði sér hval í Grænlandi þar sem mark hans var á skutlinum. Mig minnir í Íslenskir sjávarhættir tala þeeir um að hver rilla þýði einhvað

Valdimar Samúelsson, 4.7.2018 kl. 21:41

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er enn verið að rannska leifar sem hugsanlega gætu verið af æf ævafornum Kiwanismanni eða jafnvel góðtemplara.

Staðfesting á tilvist skátans ræðst af rúnasteini þar sem skráð er frumútgáfan af Gin gang gúlli gúlli gúllí vaskas, ging gang gú...

Þetta verður til sýnis í haust ásamt öðrum merkustu fornminjum íslenskum eins og grimunni af Stóruborg og Miðhúsasilfrinu sem aldrei þarf að bóna með Silvo.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.7.2018 kl. 08:23

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Mig minnir að Miðhúsar silfrið hafi komið frá Bresku Kolumbíu miðað við efnasamsetninga rannsóknir sem gefið var upp í skýrslunni.

Þar líka fundust silfur lengjur.

Þar uxu epli og menn bjuggu í stórum sölum segir í einhverjum að fornu rímum okkar. 

Hljómar eins og hjá Tlingit indíánum sem eru á vesturströnd Kanada og Alaska. Þar fundust risastórir eintrjáningar með víkingaskips lagi.

Valdimar Samúelsson, 5.7.2018 kl. 12:52

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Rýndi aðeins í þessa grein og hef apurningu. Hvað í ósköpunum hafa menn fyrir sér í því að þetta hafi verið útstöð? Er verið að segja að hingað hafi menn komið og nýtt landgæði og mið og flutt svo heim ei

ns og einhvern hólma undan ströndum sínum. 

Ef svo er þá finnst mér þetta vera enn eitt dæmi um það kjaftæði og dellu sem frá þessu fólki kemur.

Er þetta vegna þess að þeissar leifar eru eldri en landnámslagið fræga? Geta menn ekki samþykkt það að hér hafi fleiri reynt að nema land en skráð er í sögnum?

Er líka sennilegt að menn hafi byggt hér veglega skála með langeldi og öllum græjum til að skapa sér husaskjól á sumrum meðan þeir "skruppu" í hólmann til að sækja sér hvað? Fisk? Töðu? 

Þetta meikar ekki nokkurn sens.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2018 kl. 00:00

9 Smámynd: FORNLEIFUR

Jón Steinar, nei það er erfitt að sjá glóruna í stöðvarplönunum þarna austur á Stöðvarfirði. Aldur Landnámslagsins í Grænlandsjökli hefur aldrei verið "endurtekinn", ef svo má að orði komast. Meintar örleifar af laginu hafa ekki fundist í nema einni borholu í klakanum. Það gera kannski líkurnar á að aldursgreiningin á laginu sé enn nokkuð á "hálum ís" ef svo má að orði komast. Upphafsmaður þeirrar niðurstöðu, sem kannski er sú besta af fjölmörgum sem hafa verið settar á lagið, heitir Karl Grönvold. Hann ætti frekar að svara fyrir þessa aldursgreiningu en ég. Ég leyfi vafanum að njóta sín um sinn. En sjáum nú hvað hann fær út úr baslinu í sumar. Talað var um að raðgreina DNA úr dýrum og öðru til að sjá hvaðan menn komu. Það krefst nú að DNA-sýrurnar hafi varðveist nógu vel. Mér sýnist að jarðvegur þarna sé ekki þess legur og gefa góðan árangur til að vinna DNA úr lífrænum leifum.

Vitaskuld gæti landnámið hafa hafist um 800, en ég sé ekkert í því sem Bjarni hefur sett fram sem sannar þennan aldur. Svo flippar hann út með perlur frá Indlandi úr efni sem ekki er til og Litlu-Asíu (sjá hér í fyrri færslu minni um Stöðina).

Ef ég vinn í Evrópulottóinu í kvöld, sem ég ætla að kaupa mér miða í (aðeins fyrir Bjarna F. Einarsson) mun ég styðja rannsóknina. Bjarni er duglegur fornleifafræðingur, og leitt er að sjá að hann er fallin í sama ferlið og sumir kollegar okkar og gefur út yfirlýsingar sem hann á enga innistæðu fyrir.

FORNLEIFUR, 6.7.2018 kl. 04:42

10 Smámynd: FORNLEIFUR

Ágæti Valdimar. Ég hef ekki næga þekkingu á indíánum til að geta tjáð mig um tilgátur þær sem þú hefur fundið einhvers staðar á ranghölum veraldarvefsins. Skutlarnir eru ekki af evrópskri gerð, og mér sýnist að þetta séu skutlar sem hafa verið smíðaðir af frumbyggjum, eftir að þeir komust í samband við þá sem smíðuðu úr járni. Hver veit, kannski hafa indíánar á þessum slóðum kunnað að vinna járn úr rauða, eða ef til vill hafa Japanir eða Ainu siglt þangað norður og gefið þeim járn.

Lausafundir eru bölvanlegir. Þeir gefa okkur engin svör. Þess vegna tel á persónulega að þetta séu tómar vangaveltur, en taktu það ekki illa upp við mig með ónotum og ósiðmenntuðum hnýtingum, þó ég trúi því ekki að epli og silfur í British Colombia tengist byggð norrænna manna.  Epli komu nefnilega ekki til Norður-Ameríku fyrr en á 17. öld, (Menn eins og Johnny Appleseed dreifðu svo eplunum) Silfur var ekki unnið af indíánum í BC. Ég las nýlega um mann sem fann silfurmynt frá 16. öld í Viktoríu í Kanada. Það sannar ekkert. Mynt hefur gengið kaupum og sölum í Kanada - og svo eru til loddarar og lyddur iðnar við kolann við að skemmta skrattanum og fornleifafræðingum - en þeir síðastnefndu trúa oftast nær ekki hverju sem er. Þeir hafa nælt sér í dýra menntun til að fá þekkingu. Þegar menn bauna svo á þá að þeir vilji ekki hlusta og séu "ekki opnir fyrir hlutunum" eru þeir hafðir fyrir rangar sakir.

Og svo langar mig að lokum nefna að fólk sem sér hvíta manninn sem upphafið að öllu, og sér í lagi þann norræna, alls staðar þar sem hann hefur ekki verið, og gefa honum heiðurinn fyrir alls kyns landafundi, jafnvel á Hawaii, eru haldnir mikilmennskubrjálæði sem jaðrar við eins konar "white supremacy" æði. Saga hvíta mannsins verður ekkert betri af bandarískum lygasögum með vafasamar heimildir og uppruna. Menn sem velja að trúa því sem enginn sérfræðingur trúa á eða rita um, skulda okkur sönnunarbiðina. Sannanir gera að hægt er að taka mark á mönnum. Þangað til hún kemur er það sem grasserar á útjöðrum veraldarvefsins tómt, endemis rugl, ekki ólíkt því þegar menn telja líklegt að áhafnir fljúgandi furðuhluta séu sólgnari í að brotlenda í BNA eða ræna þar fólki til rannsókna. Kannski vilja geimverur frekar Kana til að stinga í og raðgreina en Evrópumenn, því Kanar eru svo kjánalega auðtrúa. Mér finnst þú andskoti auðtrúa fyrir Íslending og Skota, en kannski verða menn svona á því að fara til Ameríku um tíma? cool

FORNLEIFUR, 6.7.2018 kl. 05:27

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á erfitt með að trúa því að norrænir menn hafi reglubundið farið í smugutúra til íslands og staðið í fraktsiglingum um eða fyrir landnám. Drösluðu þeir búpeningi með sér fram og aftur líka? Var léleg veiði við strendur noregs eða á norðursjó? Ef menn hafa haft Útstöðvar handan hafsins, þá er ekki minnst á það í neinum heimildum held ég. Ef svo væri þá er nú líklegt að menn hafi vitað um landið ansi lengi.

Spurningin er hvað menn voru að sækja hingað með miklum siglingum, hættu og erfiðismunum, sem þeir fengu ekki heima hjá sér. Hér er í uppsiglingu enn einn hjaralausi senstionalisminn sem byggir ekki á neinu öðru en að krækja sér í meiri styrki.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2018 kl. 14:38

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Held að Valdimar sé að lesa sama fræðirit og segir að Ísraelsmenn eigi uppruna sinn í Salt Lake City og seu forfeður indíána. 

Hef heldur ekki fyrr séð efnagreiningu á Miðhúsasilfrinu sem rekur það til suður ameríku.

Hlýtur allt að vera heilagur sannleikur af dark web.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.7.2018 kl. 14:45

13 Smámynd: FORNLEIFUR

Hann Bjarni Faust Einarsson skýrir þetta allt út fyrir okkur fyrr eða síðar, Jón Steinar. Ég veit ekki hvað Valdimar les, en hann er greinilega hrifinn af indíánum, þó hann sé ekki gefin fyrir aðra sem eru dökkir á húð og allt of öðruvísi en meðaljón á Íslandi. Valdimar er hins vegar, líkt og þú, einn af mínum trúföstustu lesendum og ég vil hvorugan missa, þótt ólíkir séuð þið.

FORNLEIFUR, 6.7.2018 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband