Út um stéttar ...

Information (2)
Árbít mínum nú í morgun lauk ekki fyrir en klukkan hálf ellefu. Ég vakna venjulega snemma og borđa líka árla, en í dag ákvađ ég ađ fasta í nokkrar klukkustundir.

Ég fór í verslun til ađ kaupa nauđsynjar og ćtlađi ađ kaupa mér helgarblađiđ Weekendavisen, en rak ţá augun í Information, sem ég les alla jafna ekki og hef ekki gert í árarađir. Ég hef einfaldlega ekki efni á ţví. Blađiđ kostar 40 DKK í lausasölu, sem er hiđ argasta kapítalíska okur og svínarí.

Ađeins ein ástćđa var fyrir ţví ađ ég keypti hiđ gamla kommablađ Information í morgun. Íslandskort prýddi forsíđuna. Ekki ţarf nú meira til ađ fanga athygli Mörlandans, ţótt forframađur sé!

Ég trúđi vart mínum eigin augum, ţví eitthvađ um móđurlandiđ finnur mađur vart á virkum degi, nema í fyrsta lagi á bls. 4.,  en venjulega alls ekki, nema kannski í tónlistaraukum prentuđu blađanna - eđa ţegar eitthvađ gýs og skíturinn í bankageiranum vellur yfir.

En eins og siđur minn og erfđagóss hefur fyrir skipađ, rekst ég ávallt fljótt á villur annarra, ţó ég sjái sjaldnast mínar eigin. 

Forsíđumyndin í Information var auglýsing fyrir grein eftir hinn ágćta Erik Skyum-Nielsen, sem ég kannast viđ og hef eitt sinn hjálpađ viđ ađ finna villur í bók. Vitnađ er í ljóđlínur eftir Ţorstein Erlingsson á "íslensku". Ţví miđur vill svo illa til ađ tvćr, heilar villur er í ţessum tveimur línum úr ljóđinu. Skođiđ myndina og finniđ ţćr.

Grein Skyum-Nielsens, sem fjallar um Snorra Eddu er međ ágćtum, en eitthvađ hefur runniđ út í sandinn međ stafsetninguna á íslensku. Allt er ekki ritađ alt eins og sumir gerđu á tímum Ţorsteins. Í er ekki skrifađ i.

Smámunir, líkt og Ísland er. En hafa ber ţađ sem réttara reynist eins og viđ Íslendingar segjum - en höldum víst sjaldnast sjálfir. Ţorsteinn Erlingsson orti einnig ţetta:


Ţví fátt er frá Dönum sem gćfan oss gaf,
og glöggt er ţađ enn hvađ ţeir vilja.
Ţađ blóđ sem ţeir ţjóđ vorri út sugu af,
ţađ orkar ei tíđin ađ hylja:
svo tókst ţeim ađ meiđa’ hana međan hún svaf
og mjög vel ađ hnupla og dylja;
og greiđlega rit vor ţeir ginntu um haf –
ţađ gengur allt lakar ađ skilja.

Tak ská´ du ha´! Ţetta á nú ekki viđ um Erik Skyum-Nielsen. En ég er farinn ađ verđa leiđur á sumum öđrum dönsku ţýđendunum sem ţykjast hafa tök á íslensku. Ţađ er nokkuđ langt á milli ţeirra sem ţađ hafa.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sćmundur G. Halldórsson

Eins og ţú segir sjálfur var "allt" skrifađ "alt" á ţeim tíma sem Ţorsteinn Erlingsson ritađi sín ljóđ. Skólastafsetning dagsins í dag er ekki endilega hin eina rétta. Hitt er verra ađ gleyma broddstafinum á í! Annars er stafsetning einungis samkomulag manna á hverjum tíma. En mikiđ er gott ađ viđ skulum enn njóta Erik Skyum-Nielsen og brennandi áhuga hans á íslenskri tungu og menningu!

Sćmundur G. Halldórsson , 4.1.2019 kl. 19:58

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Getur veriđ ađ Nóbelskáldiđ hafi taliđ ranga stafsetningu ekki neina höfuđsynd svo lengi sem innihald stílsins skilar meiningunni fullkomlega?
 Dauf minning um ţađ!

Helga Kristjánsdóttir, 5.1.2019 kl. 03:59

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Skyum-Nielsen ritađi mér í gćr úr fríi sínu, sem ég er líklega búinn ađ eyđileggja, og sagđi ađ villurnar vćru ekki frá honum komnar! Sammála ţér Sćmundr um ágćti Skyum-Nielsen. Hann ber af sem ţýđandi íslenskra verka í Danmörku.

Nóbelskáldiđ og vandamál hans međ stafsetningu og annađ eru ekki til umrćđu hér, Helga. Mađur ţorir ekkert ađ segja um hann nú orđiđ. Nema ađ hann líkti gyđingahatri viđ hundahatur og skrifađi bćđi orđin hárétt.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2019 kl. 05:57

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ţađ ţarf heldur ekki mikiđ til ađ fanga áhugalitla um efniđ til ađ frekjast međ;bara til ađ setja upp gamalt módel í stofu međ fólki ađ rabba viđ um há nótt.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2019 kl. 01:27

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Nú fylgi ég ţér ekki alveg Helga, hvađ ertu ađ skrifa um?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.1.2019 kl. 06:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband