Pípa mánaðarins er gyðingapípa

Pipe of the month
Pípa mánaðarins er augsýnilega gyðingapípa. Konunglega Pípufræðafélagið í Hollandi (PKN) hefur kosið þessa pípu sem pípu júnímánaðar 2019.

Pípan var framleidd af þýskum pípuframleiðanda, Julius Wingender & Co í Höhr-Grenzhausen í Westerwald ekki alllangt frá Koblenz og miðja vegu milli Bonn og Frankfurt am Main. Pípan er frá lokum 19. aldar. Haus pípunnar er úr brenndum leir en hálsinn er úr beini.

Fyrirtækið Julius Wingender sérhæfði sig m.a. í pípum sem sýndu  kynþáttum. Það er að segja, hausarnir voru með andlitseinkennum eða stereotýpum mismunandi þjóða og kynþátta. Það var vitaskuld í takt við tímann, þegar Þjóðverjar og margir aðrir voru á kafi í flokkun á rösum og manngerðum til að hafa einhvern til að líta niður á. 

Kannski hefur það þó alls ekki vakað fyrir Wingender og hans pípugerðarmönnum. Þeir hafa líklega búist við að gyðingar keyptu fyndnar gyðingapípur, Tyrkir  og svartir menn negrapípur o.s.fr. Ég er þó ekki alveg viss. Þjóðverjar eru dularfullur þjóðflokkur. Einnig má spyrja hvort Wingender hafi selt Þjóðverjapípur með feitan pulsuþjóðverja með einglyrni og 5 hnakkadellur eða pípur eins og þá sem ég hef sett neðst við grein þessa.

Pijp van de Mand Juni 2019
Ekki taka þó allir þessum pípum vel og antropómorfískar pípur með stór nef geta jafnvel í sumum löndum talist til gyðingahaturs. Ég er vitaskuld að tala um land viðundranna, Bandaríkin. Á Bandaríska Helfararsafninu, US Holocaust Memorial Museum í Washington, má finna þessa pípu á meðal safngripa.

USHMM Pipe
Pípu þessa hér fyrir ofan kalla sumir Bandaríkjamenn gyðingafordóma. En þjóð sem kýs yfir sig appelsínugulan forseta og önnur furðudýr á ég orðið mjög erfitt með að taka alvarlega, enda hefur stór hluti þjóðarinnar ávallt verið á kafi í gyðingahatri. Pípa þessi á Helfararsafninu í Washington minnir mig á engan síðri mann en góðvin föður míns Ottó Arnald Magnússon (Ottó Weg) sem var með nákvæmlega eins nef.

Menn, sem eru með stór nef og bogin eins og ég er með, eru venjulega stoltir af nefi sínu. Ég hef aðeins tekið eftir  öfund manna með smáar og tíkarlegar kerlingasnoppur, frekar en ofsóknum vegna nefstærðar minnar. Menn vita vel að stærð nefja gefur ýmsar þarflegar vísbendingar. Ef menn þola ekki slík nef og telja þau til gyðingahaturs, er kannski eitthvað að hjá þeim sem telja svo vera.

600-x-300-nose-shaper

Lengi hefur veikgeðja fólk og hégómagjarnt verið í stríði við stór og falleg nef. Þetta tæki, nefbreytirinn Zello, var fundið upp í Þýskalandi á fyrri hluta 20. aldar. Mönnum gat, að sögn framleiðanda, með notkun þessa tóls áskotnast grísk-rómverskt fornmálanef að lokum.

Nun hab´ ich jetzt echt die Nase voll

10631466_1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband