Færsluflokkur: Gyðingar
Gröf Davíðs konungs
26.7.2020 | 10:52
Mynd þessa keypti ég nýlega. Þetta er laterna magica skyggna frá því á síðasta áratugi 19. aldar og ljósmyndin er líklega tekin um 1890 - í morgunsólinni sýnist mér.
Myndin er af svæði í gömlu Jerúsalem sem gegnum tíðina hefur stjórnast af mörgum herrum, Gyðingum, Rómverjum, múslímum og kristnum.
Þarna töldu kristnir sig finna gröf sjálfs Davíðs konungs. Deildir úr þremur trúarbrögðum hafa síðan trúað að svo sé. Ekkert er því til sönnunar og menn halda aðeins í hefðina.
Í dag er gröfin undir umsjá hóps heittrúaðra þjóðernissinna sem fylgja gyðingdómi. Fyrir nokkrum árum síðan braut brjálæðingur fornar flísar frá þeim tíma er þarna var moska. Skemmdarverkið var unnið í því húsi sem gröf Davíðs er talin vera í. Margt gæti hins vegar bent til þess að bygging sú sem hýsir meinta gröf Davíðs hafi verið samkunduhús gyðinga á 2. og 3. öld e.Kr.
Takið eftir gröfunum í forgrunninum. Þær eru margar horfnar nú, því kristnir menn ákváðu í byrjun aldarinnar að byggja þarna á svæðinu nýtt klaustur og kirkju í byrjun 20. aldar. Það olli ekki öfgum og óeirðum, líkt og þegar hróflað er við grafreitum múslíma í dag. En virðingarleysi hefur oft verið mikið á Zíonsfjalli sem er nafn sem notað um þessa hæð í suðurhluta gömlu Jerúsalemborgar.
Til samanburðar set ég hér að lokum ljósmynd eftir franska stórljósmyndarann Felix Bonfils sem tekin var árið 1865.
Gyðingar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pípa mánaðarins er gyðingapípa
28.6.2019 | 09:26
Pípa mánaðarins er augsýnilega gyðingapípa. Konunglega Pípufræðafélagið í Hollandi (PKN) hefur kosið þessa pípu sem pípu júnímánaðar 2019.
Pípan var framleidd af þýskum pípuframleiðanda, Julius Wingender & Co í Höhr-Grenzhausen í Westerwald ekki alllangt frá Koblenz og miðja vegu milli Bonn og Frankfurt am Main. Pípan er frá lokum 19. aldar. Haus pípunnar er úr brenndum leir en hálsinn er úr beini.
Fyrirtækið Julius Wingender sérhæfði sig m.a. í pípum sem sýndu kynþáttum. Það er að segja, hausarnir voru með andlitseinkennum eða stereotýpum mismunandi þjóða og kynþátta. Það var vitaskuld í takt við tímann, þegar Þjóðverjar og margir aðrir voru á kafi í flokkun á rösum og manngerðum til að hafa einhvern til að líta niður á.
Kannski hefur það þó alls ekki vakað fyrir Wingender og hans pípugerðarmönnum. Þeir hafa líklega búist við að gyðingar keyptu fyndnar gyðingapípur, Tyrkir og svartir menn negrapípur o.s.fr. Ég er þó ekki alveg viss. Þjóðverjar eru dularfullur þjóðflokkur. Einnig má spyrja hvort Wingender hafi selt Þjóðverjapípur með feitan pulsuþjóðverja með einglyrni og 5 hnakkadellur eða pípur eins og þá sem ég hef sett neðst við grein þessa.
Ekki taka þó allir þessum pípum vel og antropómorfískar pípur með stór nef geta jafnvel í sumum löndum talist til gyðingahaturs. Ég er vitaskuld að tala um land viðundranna, Bandaríkin. Á Bandaríska Helfararsafninu, US Holocaust Memorial Museum í Washington, má finna þessa pípu á meðal safngripa.
Pípu þessa hér fyrir ofan kalla sumir Bandaríkjamenn gyðingafordóma. En þjóð sem kýs yfir sig appelsínugulan forseta og önnur furðudýr á ég orðið mjög erfitt með að taka alvarlega, enda hefur stór hluti þjóðarinnar ávallt verið á kafi í gyðingahatri. Pípa þessi á Helfararsafninu í Washington minnir mig á engan síðri mann en góðvin föður míns Ottó Arnald Magnússon (Ottó Weg) sem var með nákvæmlega eins nef.
Menn, sem eru með stór nef og bogin eins og ég er með, eru venjulega stoltir af nefi sínu. Ég hef aðeins tekið eftir öfund manna með smáar og tíkarlegar kerlingasnoppur, frekar en ofsóknum vegna nefstærðar minnar. Menn vita vel að stærð nefja gefur ýmsar þarflegar vísbendingar. Ef menn þola ekki slík nef og telja þau til gyðingahaturs, er kannski eitthvað að hjá þeim sem telja svo vera.
Lengi hefur veikgeðja fólk og hégómagjarnt verið í stríði við stór og falleg nef. Þetta tæki, nefbreytirinn Zello, var fundið upp í Þýskalandi á fyrri hluta 20. aldar. Mönnum gat, að sögn framleiðanda, með notkun þessa tóls áskotnast grísk-rómverskt fornmálanef að lokum.
Nun hab´ ich jetzt echt die Nase voll
Gyðingar | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Chag Sameach Pesach
27.3.2018 | 14:00
With this Magic Lantern Slide from around 1900, which I recently bought from an antiques´ dealer in London, I wish all my Jewish friends Chag Sameach Pesach and wish we all will be Next Year in Jerusalem.
This photo was well known in the very beginning of the 20th century, and can be found in several later publications. The slide I bought is marked as P.P. 22, Jews´ wailing place and is from a slide series with 65 motifs from the Holy Land. Notice that the women and men were praying together at that time.
A hand-coloured slide with the same photograph and below a clearer print
There are no preserved source-references to the "Western Wall" of the enclosure around the temple until 1546, and probably not before a huge earthquake that year hit the region. The Western Wall of the temple enclosure appeared again when clearance of rubble from fallen houses and structures was undertaken after the quake. The different faces of the wall date from different eras, of which the oldest is from the time of the Second Temple 515 BCE - 70 CE. The bottom stone row at the plaza today is some two metres above the base of the original wall.
The name "wailing wall" is a Christian derogatory invention, which bases on a misunderstanding. People pray at the Hakotel if no one shouldn´t have noticed yet.
To complete this semi-scholarly Passover message and photo-archaeological excavation, here is another photograph, a print from ca. 1870-80. This is the oldest known photo of the Western Wall shot by French photographer Félix Bonfils. Look at how the daveners lean up against the wall as if they are listening to it, in the same manner you often see Polish Jews davening in 19th century paintings. The daveners (pray´ers) on this photo, like the ones on my magic lantern slide, were standing on a surface, which was two metres / two rows of stones above the present surface in front of the Western wall.
I have coloured two of the stones in Félix Bonfils photograph from 1870-80 green, as well as the the same stones in a photograph that my son Ruben shot at the wall on 18 February 2018. The daveners on my magic lantern slide are standing at the very same spot. The ca 2 meter lowering of the surface and the initial creation of the HaKotel plaza took place quicly after 1967, when the area again became a part of a Jewish State.
Ljósmynd Ruben Bang Vilhálmsson
Everything is subject to change - or as Bob puts it - The Times they are a changin.
Gyðingar | Breytt 31.3.2018 kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Af lygum og sjálfsblekkingu (vinstri) manna á Íslandi
17.11.2017 | 19:09
Hatur margra Íslendinga í garð gyðinga og gyðingdóms er bölvuð staðreynd. Siðblinda þessi er algeng hjá sumu lútersku fólki, enda ekki furða. Lúther hataði gyðinga af öllu sínu feita hjarta og lét þær tilfinningar óspart í ljós í ræðu og riti.
En síðan um 1980 hefur lúterska kirkjan að eigin sögn gert mikið til að fjarlægjast hatursboðskap lúterskunnar gagnvart gyðingum. Í nokkrum löndum hefur þetta átak því miður ekki borið árangur. Til dæmis á Íslandi, þar sem enn er tönnlast á gyðingum með opinberum lestri Passíusálmanna. Þeir eru hluti af svæsnu gyðingahatri 17. aldar og innihalda ótímabæran þvætting á okkar eigin "upplýstu" tímum. Sjá fyrri skrif Fornleifs um Passíusálmana og hatur hér, hér og hér.
En samt keppast menn um að fá að lesa sálmana upp í kirkjum og þar á meðal hafa íslenskir vinstrimenn, flestir yfirlýstir trúleysingjar að því er best er vitað, fengið að lesa grófustu sálmana upp í auðvaldsfyrirbærum eins og kirkjum. Eitthvað kick fá þeir út úr því blessaðir.
Engu minni er gyðingafárið á meðal margra vinstri manna á Íslandi en hjá svæsnustu áhangendum Lúthers og verður maður sí og æ var við leiðigjarnar klisjur hjá "gömlum kommum" sem þykjast vita allt sem hægt er að vita um gyðinga og gyðingdóm, þó þeir viti ekki rass í bala.
Stjórnmálamaður að lesa upp úr Passíusálmum. Efst er helgríma Lúters og afsteypa af höndum hans við andlátið.
Á fimm alda afmæli þess er Lúther tók æði og negldi 95 boðorð sín á hallarkirkjudyrnar i Wittenberg, sigldi ég á milli heims og helju á fésbókum fjölda manna um daginn, til að finna eitthvað almennilega viturlegt. Endaði ég loks hjá Úlfari Bragasyni rannsóknarprófessor, sem kenndi lengi íslensku í HÍ, þegar hann var ekki að spóka sig í Vesturbæjarlauginni. Úlfar hafði verið á Akureyri og hafði skoðun á öllu því sem miður hafði farið þar í bæ. Hitti hann loks gamla nemendur og kunningja á Bláu könnunni. M.a. Viðar Hreinsson sem er, held ég, hjá Reykjavíkurakdemíunni.
Æi, hugsaði ég, eins ókunnugur ég er orðinn öllum á Íslandi, hver er nú þessi Viðar. Ég hélt því áfram inn á FB Viðars og sá að það var einmitt hann sem skrifaði bók um frænda minn Stephan G. Viðar auglýsti á fésbók sinni tvo fyrirlestra sem hann heldur ásamt Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur í Endurmenntunarstofnun HÍ. Líklega hefði ég sótt þessa fyrirlestra hefði ég búið í Reykjavík. Endurmenntunin ber heitið Töfrandi hugarheimur 17. aldar. Fjallar hann þó fyrst og fremst um Jónana tvo, Jón lærða Guðmundsson og Jón Daðason á 17. öld út frá nútímalegu íslensku sjónarhorni. Jón lærði Guðmundsson hrökklaðist úr landi vegna andmæla sinna gegn Spánverjavígum og vegna þess að hann var síðar dæmdur fyrir galdra. Ég verð um það leyti sem fyrirlestrarnir verða haldnir í Amsterdam, einni af vöggu evrópskrar endurreisnar á 17. öld og læt mér það nægja af töfraheimum.
Aftur á FB. Eftir kynningunni á hinum töfrandi hugarheimi tveggja óvenjulegra og kannski skrýtinna karla á 17. öld kemur inn gamall bóndi og Alþýðubandalagsmaður, Gvendur Beck, og hreytir þessu út úr sér, sem Viðar Hreinsson "lækaði" - vonandi fyrir kurteisi sakir:
Sá hugmyndaheimur rakst á bókstafstrúar kreddur lúterskunnar sem sótti refsivöndinn í gyðingdóminn. [sic]
Kannski hefur lútersku ríkiskirkjunni tekist heldur illa til í kennslu sinni á hatri Lúthers, nema að fyrrverandi Lúterstrúarmenn séu farnir að kenna gyðingum sjálfum um gyðingahatrið.Hatur Gvendar bónda hefur væntanlega gerjast frá því að hann fékk Lúter í æð í kirkjunni sem barn, síðar hatrið úr kommúnismanum þegar hann gerðist eldri, og nú þegar hann er orðin gamall og þreyttur kall, geltir hann eitthvað ljótt á fésbókum lærðra manna og er upp með sér af því, þó það stangist á við þá frelsuðu lífsstefnu sem hann segist fylgja.
Þetta lúterska hatur virðist enn lifa góðu lífi á Íslandi, þar sem menn kenna enn gyðingum um gyðingahatrið og jafnvel um helförina. Gyðingum er kennt um það hatur sem Hatur margra Íslendinga á trú og á útlendingum, kemur einnig ljóslega fram í þeirri herferð sem rekin hefur verið gegn útlenskum prestum kaþólsku kirkjunnar. Í hvaða siðmenntuðu landi í heiminum er hægt að finna yfirvöld sem greiða skaðabætur fyrir glæpi sem ekki hafa verið sannaðir á fólk? Slíkt athæfi er ekki dæmi um töfrandi hugarheim ellegar siðmennt.
Hugmyndaheimur 17. aldarinnar blómstraði mest í þeim löndum þar sem gyðingar fengu frelsi í einu formi eða öðru. En á Íslandi, anno 2017, eru sumir menn enn bundnir í anda og öld hins endalausa haturs ekki ólíkt þeim mönnum sem drápu Baska á 17. öld. Sjáið svo tvískinnunginn http://vertunaes.is/askorun-einstaklingar-gudmundur-beck/ hjá þessum mönnum sem telja sig erindreka vinstri stefnu á Íslandi og alvitra á kreddur lútherskunnar. Þeir virðast nú frekast stjórnast af blóðugu Stalínísku hatri. En samtímis álíta þeir sig vera sérleyfishafa á réttar og heilbrigðar skoðanir. Þar sem þetta hatur er svo rammt, er þetta ekki rakið dæmi um einhvers konar geðklofa eða frumstæðar kenndir annars siðmenntaðs fólks til að finna sér eitthvað til að hata í frístundum sínum.
Nei, Jón Valur, Passíusálmarnir eru ekki kærleiksboðskapur. Sparaðu þér tíma í stað þess að fylla hér allt upp í athugasemdum um ágæti sálmanna. Þeir fá menn til að hata minnihluta.
Gyðingar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Wiener Blut
24.10.2017 | 11:04
Imagine finding the last signs of life from a person at an Internet stamp auction.
I didn´t believe my own eyes when I by pure chance came across a letter-card that was sent from Kielce in Poland to Brooklyn NY in November 1941. Earlier this year the card was on sale at a Danish internet stamp auction. I haven´t collected stamps since I was 12 years old, and had only done business with the Danish stamp-dealer when buying matters of historical interest, e.g. a postcard of a remote village in Greenland, which I have done research on, as well as few Icelandic ex-pat election envelopes, which according to Icelandic law should have been deleted after parliament elections in the 1970s and 1990s.
The card was posted in Kielce in Poland, a city, which is maybe best known for the massacres committed by the locals on Jews who returned to the city after WWII a fact which seemingly is very difficult for some Poles to acknowledge.
The card was sent by Marie Grünzweig (b. March 16, 1874), who wrote to emigrant relatives or acquaintances, Dr. Eduard Kahn and his wife Sofie in Brooklyn.
Mrs. Grünzweig was Jewish and was deported by the Nazis on a transport to the East from Vienna on 14 February 1941. The destination of the transport was the ghetto of Kielce.
The address for Mrs. Grünzweig, on her card dated on 14 November 1941, was Altersheim at Forsthaus No 1., The old peoples´ home at Forrest house No 1.
For some years now I have been working on a book on the short life of Polish historian Dr. Stefan Glücksman, who travelled to Denmark in 1939 to study. In January 1941 he was deported by the Danish authorities from Denmark and killed in the Gross Rosen SS-camp in November 1941. Some of his close relatives, who were not living in Warsaw, were originally from Kielce. In my research on Dr. Glückmans relatives, who still lived in Kielce after 1939, I had never seen any mention of an old peoples´ home nor Forsthaus No 1. Honestly, the address didn´t sound very much like it was in the ghetto of Kielce, but rather on the outskirts of the town or on the border of the ghetto which lay near to a forest or some trees.
A little research revealed that the address in Kielce was registered by the DÖW (Documentation Centre of Austrian Resistance) in Vienna. In their database, which is accessible to the public on the Internet, one can find letters from Mrs. Berta Brandweiner, who in 1943 was admitted to the Altersheim in Kielce after being a patient at the hospital or sick bay in the Kielce-ghetto. In May 1941 the address for the Altersheim is not mentioned as Forsthaus 1, like it is in the letter of Mr. Grünzweig. I can, however, see that in October 1941 Mr. Brandweiner´s address was Forsthaus 1.
Who was Mrs. Grünzweig
There is mention of Marie Grünzweig in an excellent article by Claudia Kuretsidis-Haider entitled Vertreibung und Vernichtung Jüdische Schicksale vor dem Hintergrund von Shoah und erzwungener Emigration 1 ein Werkstattbericht , which mostly deals with her son Walter Grünzweig among other people. Marie Grünzweig had a grocery store in the 10th district of Vienna, in Leibnitzgasse 45, where she lived together with her son Walter and daughter in law, Frieda (born Wenkert).
Her son, Walter, had became politically involved in the Socialist Workers Youth (Sozialistischen Arbeiterjugend). His political activities had brought him to the attention of the Police. He was arrested in 1935 and after his release from prison he fled to Palestine, when he heard that the Police was planning to arrest him again. Walter lived in Haifa with his wife
In March 1938, after the Anschluss, Marie Grünzweig lost her flat and her shop was "Aryanized". Last known information about her was that she was living in a collective apartment for deportees at Bergstrasse 8 in the 9th Vienna district.
On 19 February 1941 Marie Grünzweig was brought to the Aspangbahn railway station in Vienna with 1003 Jewish men, women and children and deported to Kielce.
How Mrs. Grünzweig´s postcard from the Kielce Ghetto, sent to New York, ended up in Denmark is still a mystery. Are people so cynical to sell the last remains of people at a stamp auction? I myself had to carefully consider why I bought this card. I bought it to donate it to the Yad Veshem, The World Holocaust Remembrance Center in Jerusalem - so they have more information on Marie Grünzweig but a name, birthday and a deportation date. [On 19 February 2018 I personally handed it to the corators at the collections "Gathering the pieces"] Mrs. Grünzweigs life was one of millions destroyed by Nazi terror. Everything we can add of information about the lives of the victims is important.
Mrs. Grünzweig might not have lived long after she wrote her card to the Kahn-family in New York. In the summer of 1942 the Jews in the ghetto of Kielce were transported to Treblinka where they were killed. The card to Mr. and Mrs. Kahn of Crown Highs, Brooklyn might have been sold off to a rag picker when their house was cleared after their death, and wandered from dealer to dealer for years, until it was bought by someone in Denmark.
Now the last words of Mrs. Grünzweig will end up in Israel. Her wanderings have ended.
The Nazi censorship removed a sentence out of Mrs. Grünzweig´s card. Modern methods might possibly let us know what she wrote and the Nazis didn´t want us to see.
Later addition
The postcard and relevant information relating to Mrs. Marie Grünzweig were handed over to the Yad Vashem Gathering the Fragments department during me and my son Ruben´s visit to Jerusalem in February 2018. The donation was later confirmed in the below letter from the Yad Vashem on the 5th of June 2018. The letter-card and information were added to the Yad Vashem´s archive under file number 13311918.
The author
Dr. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson is a Denmark-based, Icelandic national, archaeologist and historian. Formerly senior researcher of the Danish Center for Holocaust and Genocide Studies in Copenhagen and editor in chief of Rambam, the annual of the Danish Jewish Historical Association; Occasionally a researcher for the Simon Wiesenthal Center branch in Jerusalem. Dr. Vilhjálmsson is the sole editor of the blog-site you are reading.
Gyðingar | Breytt 26.11.2018 kl. 12:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Olaf Olsen - In Memoriam
23.11.2015 | 11:12
Látinn er í sæmilega hárri elli prófessor einn í Danmörku, Olaf Heymann Olsen að nafni, sem einnig var fyrrverandi njósnari fyrir Rússa, sagnfræðingur, fornleifafræðingur og þjóðminjavörður Dana svo fáeitt sé nefnt. Olsen var 87 ára að aldri er hann lést.
Hvorki myndi ég nú syrgja hann, né skrifa minningarorð í anda íslenskrar hefða, ef þessi merki maður hefði ekki verið prófessor minn fyrsta árið sem ég stundaði nám í fornaleifafræði í Árósum í Danmörku. Hann var síðar eftir að hafa áhrif á líf mitt. Þannig menn neyðist maður að skrifa nokkur orð um, þó þeir muni með vissu aldrei lesa grafskriftina - enda er sjaldan neitt satt í íslenskum minningargreinum, sem oftast lofa menn og prísa í hástert og það mest að ástæðulausu. Líf Olsens var þó þannig, að úr báðum flokkum, lofi og skömm, var nóg að taka og því set ég þessa grein á Fornleif en ekki í aðsendar minningargreinar í Morgunblaðinu, þar sem ekkert ljótt má um liðna menn segja, þó það sé allt deginum sannara.
Síðla sumars 1980 birtist ungur maður frá Íslandi á Afdeling for Middelalder-Arkæologi við Árósarháskóla. Var þessi náungi hrokkinhærður og bjúgnefjaður, svo notuð sé lýsing Nóbelskáldsins íslenska á fólki með nef eins og ég fæddist með. Olaf Olsen var stofnandi þessarar deildar, og var hann einnig með myndalegt nef. Þetta haust vantaði bráðlega stúdent í studienævnet á deildinni. Heyrst hafði í hornum, að þessi íslenski stúdent væri hávaxinn piltur, ljóshærður og gengi í lopapeysu í síðsumarshitanum og töluðu menn um að sá íslenski væri mjög vel talandi á dönsku. Þarna voru eldri stúdentar reyndar að rugla saman Íslendingnum bjúgnefjaða og dönskum eilífðarstúdent frá Álaborg, Ole að nafni, sem var fyllibytta en hinn besti drengur, sem aldrei lauk námi og hætti eftir tvö ár í fornleifafræðinni. Að íslenska stúdentinum forspurðum, mæltu stúdentar með honum í þessa nefnd, haldandi að Ole fyllibytta væri íslenski stúdentinn. Þannig háttaði það sig nú að ég komst algjörlega grænn á bak við eyrun í studienævnet fyrir miðaldafornleifafræði. Íslenska steríótýpan í Danmörku var greinilega fyllibytta með ljóst passíuhár í lopapeysu - (sem reyndar var norsk) - og sem keðjureykti pípu. Í þessari nefnd kynntist ég fyrst Olaf heitnum Olsen. Það var stíll yfir prófessornum.
Ég sat í tvö ár í nefndinni, var engum til óþæginda og sagði lítið annað en já og ammen eftir efninu, enda sá ég fljótt að Olaf Olsen sat sem páfi á stól sínum og orð hans voru óskrifuð lög. Annars var Olaf skemmtilegur karl, sem barðist með bál og brandi fyrir sínu. Hann sagði meiningu sína óþvegna, og það þótti mér það besta í hans fari. Hann var vinnuþjarkur og svaf oft eftir langan vinnudag á Moesgaard, en svo heitir herragarðurinn sunnan við Árós, þar sem fornleifafræði og mannfræði voru kenndar. Fyndinn var hann, en hló gjarnan áður en hann sagði brandara sína. Vinsæll var hann meðal nemanda, og sérstaklega ef maður þoldi reykingar hans í fyrirlestrum. Tímar hans voru fjölsóttir en ég átti nokkuð erfitt með að skilja hann fyrst árið þar sem hann tuggði pípuna í einu munnvikinu meðan að hann talaði. Flestir reyktu í fyrirlestrum á Moesgaard á þessum árum en hinir fengu reykeitrun eða slæman astma.
Olsen var reyndar ekki fornleifafræðingur. Hann var sagnfræðingur sem snúist hafði til fornleifafræði og skrifað doktorsritgerðina Hørg, Hov og Kirke (1966), sem að miklum hluti fjallar um íslenskar fornminjar. Kom hann til Íslands í tvö skipti. Í fyrsta sinn kom hann þegar hann vann að doktorsritgerð sinni og fór þá m.a. norður í land að Hofstöðum, þar sem Daniel Bruun hafði grafið mikla rúst í fljótheitum. Olaf gróf ekki mikið á Hofstöðum og er flest af því sem hann hélt fram löngu afsannað og mótmælt af sagnfræðingnum Orra og fornleifafræðingnum Adolf, sem hafa stundað merkar rannsóknir á Hofstöðum. Olaf sagði mér eitt sinn að hann hefði fengið senda grein frá þessum piltum, en hefði ekki lesið hana. Spurði hann mig hvort eitthvað væri að viti í henni? Því vildi ég sem minnstu svara, enda hafði ég ekki lesið grein þeirra.
Olsen sagði mér síðar að Íslandsdvöl hans hefði ekki verið honum mikil ánægja, frekar en íslenska skyrið sem móðir hans hafði reynt að troða í hann og bræður hans á unga aldri þeim til mikillar angistar. Olaf þótti Kristján Eldjárn áhugalítill um það sem hann vildi gera á Íslandi og naut Olaf mest aðstoðar Gísla Gestssonar altmúligmanns á Þjóðminjasafninu, sem minntist hans sem "Óla litla" þegar við töluðum um hann síðar. Svo illa vildi til að Olsen fótbrotnaði líka á Íslandi, og ekki bætti það úr skák. Hann flaug á brott með lítinn söknuð í huga og kom ekki aftur til Íslands fyrr en hann var orðinn þjóðminjavörður Dana, og reynda fyrst í lok embættistíma síns.
Olsen hafði þó fyrr á ævinni þekkt verri mótbyr en beinbrot, þannig að óvinaleg ásjóna Íslands kom ekki að sök. Árið 1943 þurfti Olaf Olsen að flýja með foreldrum sínum og bræðrum til Svíþjóðar. Samkvæmt kynþáttalögum nasista og lögmáli gyðinga, sem er tvennt mjög ólíkt, var Olaf gyðingur. Móðir hans, Agnete Bing, var gyðingur af gamalli ætt bankamanna og kauphallahéðna í Kaupmannahöfn, en faðir hans var kristinn Dani, Alfred Olsen, sem var merkur sagnfræðingur sem m.a. hafði verið dósent í Árósum og prófessor fyrir stríð. Í Lundi stundaði Olsen nám í menntaskóla.
Þótt Olsen væri í sænskum skjölum og pappírum danskra andspyrnumanna skilgreindur sem flóttamaður af gyðingaættum, gerði hinn ungi Olsen sér far um að sýna mönnum að hann væri sannur Dani, enda var hann ekki alinn upp á neinn hátt sem gyðingur, hvorki trúarlega séð né menningarlega.
Olsen sagði eitt sinn frá því í sjónvarpsviðtali að hann hefði ávallt gengið niður á eitthvað torg í Lundi eftir skólann og sporðrennt "korv" (pylsur) með öðrum menntskælingum. Líklegast sýndi hann með þessu svínakjötsáti að hann væri ekki gyðingur. Sumir danskir samnemenda Olsens í menntaskólanum í Lundi voru gyðingar, t.d. Herbert Pundik, sem síðar varð þekktur sem ritstjóri danska dagblaðsins Politiken, en einnig sem gyðingurinn og síonistinn Pundik sem barðist í frelsisstríðinu 1948 í Palestínu. Þangað fór Olaf aldrei. Olaf fékk að ganga í den Danske Brigade, hersveit Dana í Svíþjóð, þar sem mjög fáum gyðingum var leyft að vera með. Það ríktu miklir frodómar. Olaf slapp í gegnum nálaraugað enda var hann ljóshærður og arískari í útliti en t.d. flestir danskir meðlimir Waffen-SS á stríðsárunum. Heim kominn gekk hann í DKP, Danmarks Kommunistiske Parti.
Sjálfur hafði Olsen flúið til Svíþjóðar vegna slíkrar hóphyggju smámenna, sem flokkast saman undir einhverja vafasama foringjum og skammstöfun á flokki í nafni "allra" og einhverrar byltingar sem er aðeins annað nafn á blóðbaði. Slíkir hópar finna sér fljótt einhverja einstaklinga eða hópa til að hatast út í, loka inni og drepa, því lausn þeirra á vandamálum er alltaf að kenna öðrum um það sem miður fer og úthella blóði þeirra. Því kom það mörgum á óvart árið 2012, er það var afhjúpað í Danmörku, að Olaf Olsen hefði verið heimagangur í rússneska sendiráðinu í Kaupmannahöfn á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Þar hafði hann þann starfa að útbúa spjaldskrá með nöfnum Dana í menningar og lærdómsheiminum, sem búast mátti við að samsinntu ekki hugsjónum þeim sem Sovétríkin voru rekin eftir. Listinn óx og óx og taldi að lokum um 500 einstaklinga. Ekki nóg með það, Olaf skrifaði ævikafla og ítarupplýsingar um 75 af þessum Dönum á lista sínum, svo Rússar hefðu nægar upplýsingar um mögulega andstæðinga, ef þeir skyldu nú birtast einn góðan veðurdag á Strikinu, líkt og Þjóðverjar höfðu gert árið 1940.
Olaf framdi landráð með því að stefna lífi samlanda sinna í hættu, ef vera skyldi að Rússarnir kæmu og tækju Danmörku. Það gerðu Rússarnir reyndar aldrei, nema í draumaheimi sumra manna. Þótt dönsk yfirvöld uppgötvuðu árið 1945 glæpsamlega ídeólógíska tómstundavinnu hálfgyðinglega stúdentsins með aldanska nafnið Olsen í rússneska sendiráðinu, þá komst Olaf hjá því að vera lögsóttur og dæmdur fyrir landráð, því hann átti líklega góða að og var ekki lögráða er hann framdi glæpinn. Á þessum árum urðu menn ekki lögráða fyrr en þeir urðu 21 árs.
Sjálfur bar Olaf Olsen því við árið 2012, að hann sæi eftir gerðum sínum, en hann hefði á þeim tíma verið " en ung, glad og naiv kommunist". Þetta sagði hann fyrst þegar fjölmiðlar greindu frá athöfnum hans og hann leysti frá skjóðunni í viðtalsgrein í Jyllands-Posten (sjá hér), og sagði nánar frá athöfnum sem upphaflega var lýst ónafngreindum í mikilli skýrslu um Kalda Stríðið og leyniþjónustur Dana (PET-rapporten) sem út kom í fjölda binda árið 2009. Það voru reyndar svo margir aðrir, án þess þó að starfa fyrir erlend ríki, sem talið var að gætu stefnt öryggi Danmerkur í hættu. Olaf þurfti greinilega, einhverra hluta vegna, að sanna trúnað sinn við "málstaðinn" betur en aðrir. Hugsanlega hefur ætterni hans þar átt einhvern hlut að máli.
Þess ber að geta, að Olaf hélt áfram að sporðrenna pylsum eins og hann gerði í Lundi til að falla inn í hópinn. Árið 1949, skömmu eftir að hann skráði samlanda sína fyrir sovéska leyniþjónustu og meðan að gyðingaofsóknir Stalíns voru sem ákafastar, ritaði Olaf Olsen grein í tímaritið Sovjet i Dag. Grein þessi bar titilinn 'Er der jødeforfølgelser i Sovjetunionen?'. Þegar GPU (fyrirrennari KGB) myrti listamanninn Solomon Michoels, þegar ríkisleikhúsi gyðinga í Moskvu var lokað, þegar gyðingum voru settar skorður til náms við háskóla og þúsundir gyðinga voru fangelsaðar og sendar í fangabúðir, þá skrifaði Olaf Olsen, að yfirlýsingar um þessa erfiðleika fyrir gyðingana væru aðeins "illkvittið og fjarstæðukennt slúður" ... "því vitaskuld væru ekki gyðingaofsóknir í Sovétríkjunum. Sérhver, sem hefði aðeins grundvallarþekkingu á kommúnistískri kenningu og sovét-rússneskri þjóðernispólitík, mætti skilja, að hvers konar kynþáttafordómar væru algjörlega óhugsanlegir í Sovétríkjunum", og enn fremur skrifaði hann að sovéskir gyðingar væru "frjálsari en gyðingar í nokkru öðru landi". (Sovjet i Dag, juli-august 1947).
Við sem höfðum Olsen sem lærimeistara fórum ekki varkosta af því að hann taldi sig vera mikinn "kommúnista". Sagði hann gjarnan frá langvinnri baráttu sinni við dönsk skattayfirvöld, sem ekki vildu gefa honum og öðrum húmanistum skattaafslátt á bókakaup sem tengdust fræðunum, en slíkan frádrátt gátu danskir læknar löngum skrifað á skattaframtalið og fengið góðan frádrátt. Lengi lifi byltingin!
Fyrir kommúnista var Olaf sæmilega sáttur við hirðir og kóngafólk. Hér er hann nýkominn af fundi og orðuveitingu hjá Danadrottningu.
Hina blindu sýn á Sovétinu virðist Olsen hafa varðveitt vel þegar hann var ekki í baráttu við skattayfirvöldin, því um miðbik 9. áratugarins var hann og miðaldafornleifadeildin við Árósarháskóla, sem þá var undir stjórn Else Roesdal cand.art. í miklu samstarfi við háskólann í Leníngrad og við frekar frumstætt "menntafólk" við háskólann þar í borg, sem m.a. höfðu sent samstarfsmann sinn, gyðinginn Leo S. Klein í Gúlag fyrir þær sakir að hann væri hommi.
Mér var m.a. boðið að fara til Nowgorod til að grafa í verkefni í þessu samstarfi. Ég afþakkaði strax gott boð, enda var ég upptekinn við eigin rannsóknir á Íslandi og þurfti því ekki að skýra afstöðu mína til Sovétríkjanna eða að ég á menntaskólaárum mínum hefði gengið með jakkamerki sem á stóð "Let my people go". Leo Klein, sem ég hef skrifað um áður (sjá hér), lifði af vist sína í gúlaginu. Þegar Klein kom í síðari fyrirlestraferð sína til Kaupmannahafnar í lok 10. áratugarins, bjó ég á Vandkunsten 6, beint á móti húsinu þar sem fornleifadeild háskólans í Kaupmannahöfn var lengi vel til húsa. Ég fór til að hitta aftur þennan merka mann og fékk blaðamann á Berlingske Tidende til að ræða við hann og skrifa grein um hann. Mjög fáir mættu á fyrirlestur hans. Þessi auma mæting varð til þess að Olaf Olsen, sem reyndar var ekki sjálfur viðstaddur fyrirlesturinn, skammaðist út í stúdenta í stúdentablaði Hafnarháskóla. Hann kallaði það skandal að svo fáir hefðu komið til að hlýða á hinn merka mann. Þá var mér nú hugsað til þess samstarfs sem Olsen hafði haft við háskólann í Leníngrad, meðan Leo Klein sat í Gúlaginu, þangað sem samstarfsmenn Olsens og Else Roesdahls lektors á Afdeling for Middelalder-Arkæologi í Árósum höfðu sent hann.
Eftir 006 vodka-class ár Olsens í þjónustu Sovétríkjanna, þegar hann var "ungur og einfaldur", hófst glæsilegur ferill í fræðimennskunni. Sumir hafa þó sagt við mig að Olsen hafi verið meiri "pólitíkus" en fræðimaður. Ekki legg ég neitt mat á það. Olsen skrifaði merka kandídatsritgerð um tukthús og barnavinnuhús Kristjáns konungs 4. Síðan kom doktorsritgerðin og 1971 var hann settur prófessor nýrrar deildar fyrir miðaldafornleifafræði við Árósarháskóla. Átti hann allan heiðurinn að stofnun þeirrar deildar. Þekktastur var Olsen fyrir rannsóknir sínar á Skulderlev-skipunum sem grafin voru upp í kví í Hróarskeldufirði á 7. áratug síðustu aldar. Sömuleiðis varð hann þekktur fyrir rannsóknir sínar á Víkinavirkinu Fyrkat nærri Hobro á Jótlandi, þar sem hann uppgötvaði m.a. að stoðirnar fyrir ytri stoðarholur skálanna á Fyrkat og Trelleborg á Sjálandi hefðu verið hallandi. Þetta breytti algjörlega þeirri hugmynd sem menn höfðu áður haft um útlit húsanna. Nákvæmar rannsóknir á stoðarholunum fékk Olaf til að skrifa grein, sem var skyldulesning og bar hún heitið Rabies Archeologorum. Þar predikaði Olsen að fornleifafræðingar ættu að skilja ákveðinn hluta fornleifa eftir í jörðu til að fornleifafræðingar framtíðarinnar gætu farið í saumana á því sem aðrir gerðu með betri aðferðum og meiri þekkingu.
Olaf Olsen var ekki þessi klisjukennda gerð af Indiana Jones-fornleifafræðingum, sveittum og skítugum í mismunandi ævintýralegum rannsóknarleiðöngrum. Olsen var hvítflibbafornleifafræðingur, sem oft er einkenni sagnfræðinga sem gerast fornleifafræðingar - eða fornleifafræðinga sem gerast sagnfræðingar. Olsen stjórnaði m.a. rannsóknum á Øm kloster á Austur-Jótlandi. Eitt sumarið, áður en ég hóf nám í Árósum, starfaði þar við rannsóknina bandarískur stúdent John Kudlik að nafni. Kudlik fékk nóg af snyrtimennsku Olsens, sem gekk í hvítum buxum og hvítum strigaskóm, sem aldrei virtust óhreinkast. Einn votviðradag þegar menn sátu og átu nesti sitt tók Kudlik sig til og hnoðaði drullukúlu á milli handanna og settist við fætur prófessors Olsens og gerði sér lítið fyrir og smurði hvíta strigaskó Olsens með forinni og sagði sísona: "I really hate how you can keep you shoes so fuc... clean". Olaf Olsen svaraði stutt og laggott: "Well".
Árið 1981 fékk Olsen stöðu Þjóðminjavarðar Dana og gegndi hann þeirri stöðu með glæsibrag fram til ársins 1995. Ekki voru þó allir ánægðir með Olsen, sem varð samnefnari mikils pólítísks niðurskurðar á Þjóðminjasafni Dana, þar sem safnið losaði safnið við vesalinga og hálfdrættinga í fræðunum sem bara höfðu setið þar árum saman og þegið laun og aldrei áorkað nokkru í fræðunum sem um var talandi. Gekk Olaf á þessum árum meðal sumra hatursmanna sinna undir nafninu 0-Olsen (Núll Olsen). Kom þetta nú aðallega af því að hann undirritaði bréf O.Olsen.
Síðari ferð Olafs Olsens til Íslands lagði hann í árið 1994. Þá var haldinn fundur Þjóðminjavarða Norðurlandanna í Borgarnesi, og sá ég og annar starfsmaður Þjóðminjasafns Íslands um undirbúning stefnunnar. Ráðstefnunni í Borgarnesi lauk með skemmtiför um Snæfellsnes, sem var Olsen mjög eftirminnileg. Daginn eftir var haldin veisla Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar á Hótel Holti, sem sló út allt í mat og drykk sem áður hafði sést á ráðstefnum þjóðminjavarðanna. Villigæs var í matinn og hélt finnski þjóðminjavörðurinn mikla lofræðu um veisluna í eftir-eftirrétt. Við sem um undirbúning fundarins höfðum séð, prísuðum okkur sæla fyrir að hafa haldið öllu innan fjárveitingarinnar til fundarins. Þeirri ánægju stútaði Þór svo fyrir okkur með því að panta dýrasta koníakið á Íslandi og vindla á línuna í koníakstofu Hótel Holts. Hann leit ekki einu sinni á verðið i verðlistanum sem þjónninn afhenti honum. Sjaldan hef ég fengið svo gott koníak en naut þess ekki sem skyldi.
Árið 2014 tók Olsen við verðlaunum afhentum af Danadrottningu. Bernskubrekin, þegar hann setti t.d. Niels Bohr á lista fyrir Rússana, komu ekki að sök.
Meðan Guðmundur Magnússon var settur þjóðminjavörður, þegar menntamálaráðuneytið íhugaði hvað gera skyldi við Þór Magnússon sem hafði verið vikið frá um tíma af brýnni nauðsyn, fór ég nokkrum sinnum á fundi þjóðminjavarða Norðurlanda sem staðgengill Guðmundar. Ég var eitt sinn staddur í Kaupmannahöfn og hafði tilkynnt fjarvistir mínar úr einum af hádegisverðunum á Þjóðminjasafni Dana á milli fundahalda. Ég þurfti að hitta góðan vin minn, sagnfræðinginn og blaðamanninn Bent Blüdnikow, á kaffihúsi rétt hjá safninu. Olsen, sem líklegast var enn ekki búinn að gleyma því að ég var ekki lengur nemandi hans á fyrsta ári sem byrtist bjúgnefnaður á fyrsta fund ársins í studienævnet, spurði mig af hverju ég kæmi ekki með í mat, og sagði ég honum frá því. Varð hann þá mjög önugur og gat ekki setið á sér og kallaði vin minn Bent frekar ljótum nafni (den Bandit).
Vissi ég vel, að Olsen var ekki hlýtt til Blüdnikows sem ítrekað hafði gagnrýnt Olsen opinberlega í greinum í Weekendavisen, fyrir stjórn útgáfu danska alfræðiritsins. Gagnrýnin var mestmegnis fyrir að ekki væri skrifað rétt, eða yfirleitt nokkuð af viti um samband danskra kommúnista við við herrana í Moskvu á tímum kalda stríðsins. Olaf Olsen hafi oft orðið fyrir orrahríð Blüdnikows um menn sem ekki höfðu gert upp við blakka fortíð sína sem skósveinar herranna í Moskvuborg. Kom þessi fundur minn með Blüdnikow aftur til tals á einum fínasta veitingastað Kaupmannahafnar, Restaurant Els, þegar kona Olafs, Agnete Olsen, spyr mig um tengsl mín við Bent Blüdnikow. Skýrði ég hreinskilningslega frá því, enda getur maður vel verið vinur tveggja manna, þó svo að þeir séu óvinir - nema að maður sé illa haldið og sært hópdýr sem lifir eftir mottóinu "óvinir vina minna eru óvini mínir".
Eitt af síðustu verkum Olafs Olsens sem þjóðminjavarðar tengdust einnig Íslandi. Olaf gaf góðfúslega leyfi sitt, sem þjóðminjavörður Dana, til að silfursjóður sem fannst að sögn að Miðhúsum austur á landi yrði rannsakaður á vegum Þjóðminjasafns Dana eftir að breskur sérfræðingur í silfri víkingaaldar hélt því fram að eitthvað væri bogið við sjóðinn (og heldur hann því enn fram, nú síðast í skýrslu frá einum af alþjóðlegu Víkingafundunum). Sú rannsókn Þjóðminjasafns Dana er samkvæmt öðrum breskum sérfræðingum einskis virði (sjá hér). Niðurstöður rannsóknarinnar á Nationalmuseet i Kaupmannahöfn voru settar fram í fjölmiðlum af sérsveit Þórs Magnússonar, á þann hátt, að halda mætti að danska rannsóknin staðfesti að sjóðurinn væri allur frá söguöld. Svo er nú ekki og fölsuðu þrír íslenskir einstaklingar í raun niðurstöður danska þjóðminjasafnsins. Nokkru árum síðar þegar ég var búsettur í Kaupmannahöfn, greindi ég Olsen frá afleiðingum sem þessi mistúlkun íslenskra embættismanna, sem hvorki voru læsir á dönsku né almenna siðsemi. Var hann mjög leiður yfir útkomunni og sagðist aldrei hafa veitt leyfið ef hann hefði vitað hvernig niðurstaða rannsóknarinnar var misnotuð. Meira gerði hann nú ekki og þótt mér það miður.
Nokkru síðar var ég aftur í síma- og bréfasambandi við Olsen, sem ég hitti reyndar endrum og ein á gangi í Kaupmannahöfn, þar sem hann og kona hans voru lengi með íbúð ekki langt frá þar sem ég bjó um tíma á Vandkunsten númer 6, 4. hæð til hægri. Oft keypti hann blóm hjá blómasala sem á þeim árum var á Vandkunsten, í húsinu við hliðina á húsinu sem ég bjó í. Við rannsóknir mínar á afdrifum gyðinga sem sendir höfðu verið úr landi og í dauðann af dönskum yfirvöldum á stríðsárunum (sem að hluta til voru gefnar út í bókinni Medaljens Bagside, 2005, sem má finna á góðum íslenskum bókasöfnum), rakst ég á upplýsingar um gyðinginn Dr.jur. Wilhelm Lewinski (f. 1903), sósíalista og jafnvel marxista, sem m.a. reyndi að komast til Íslands eða Færeyja. Kom í ljós í skjölum dönsku ríkislögreglunnar, að faðir Olsens og móðir höfðu tekið Lewinski upp á arma sér, og bjó hann m.a. hjá þeim um tíma áður en honum tókst að komast til Suður-Ameríku, n.t. Kólombíu. Foreldrar Olafs hýstu reyndar nokkra pólitíska flóttamenn, bæði gyðinga og aðra á heimili sínu í Árósum. Olaf skrifaði mér 17. júní árið 1997 og sagði að Wilhelm Lewinski hefði komið sem ferðamaður 10 árum fyrr og heimsótt móður Olafs, Agnete Bing Olsen. Þá hefði Lewinski íhugað að flytja til Kaliforníu, þar sem dóttir hans bjó. Reyndar bjó Lewinski þá í Chicago og andaðist árið 1989.
Síðast hitti ég Olsen árið 2011 um haustið, þegar haldið var upp á 40 ára afmæli Miðaldadeildarinnar í Árósum. Hann hafði tíma til að ræða lítillega við mig og spurði mig hvernig gengi. Ekki óraði mig þá fyrir því að hann myndi komast í sviðsljósið ári síðar sem eini danski njósnarinn á kaldstríðsárunum sem hengdur var út í fjölmiðlum eftir rannsóknir á þeim kafla í ljótri sögu Danmörku á 20. öld.
Ekki minnkaði hróður hans í öðrum þjóðfélagsstigum, þrátt fyrir bernskubrekin, því hann var verðlaunaður af sjálfri Danadrottningu árið 2013. Síðustu tvö árin gáfu fæturnir sig og hann var bundinn við hjólastól og hefur örugglega þótt það bölvanlegt þekki ég hann rétt. Höfuðið var víst alveg i orden að sögn frænda hans eins og sumra vina hans sem ég hef talað við. Leiðinlegt hefur honum öruggleg þótt, hvernig deildin hans gamla við Árósarháskóla var soðin saman við aðrar deildir, þannig að nafn hennar er eiginlega ekki lengur til, og kennsla og kennarar í miðaldafornleifafræði í Árósum eru ekki af sömu gæðum og fyrr. Af er það sem áður var, en lengi mátti sjá hvert stefndi. Hlutirnir visna þegar engin er næringin og ég bið engan eftirmanna Olsens á deildinni afsökunar á þeirri skoðun minni, og segi hana alveg kinnroðalaust.
Eftir þessa Sögu Ólafs flugumanns hins Austræna, og sama hvað mönnum þykir nú um Olaf Olsen, þá er það mín skoðun að þetta hafi á margan hátt verið mjög merkilegur karl, og ekkert verri þótt honum hefði orðið á í messunni fyrr á lífsleiðinni. Humanum errare est, auðvitað mismikið þó.
Olaf Olsen verður borinn til grafar við kirkjuna á Alrø nærri Horsens nk fimmtudag. Á eyjunni bjó hann lengi ásamt annari konu sinni, sagnfræðingnum Agnete Olsen, sem lifir mann sinn.
Gyðingar | Breytt 2.8.2017 kl. 06:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Var Mökkurkálfi Snorra Sturlusonar skyldur gólem gyðinga?
25.4.2015 | 18:04
Fornleifur er hálfgjört nátttröll, og einn af þessum körlum sem er kominn á þann aldur er þeir telja sig nær alvitra og þurfi því ekki að hlusta á sér yngra fólk, og þaðan að síður að hafa áhuga á því sem það er að gera í fræðunum.
Þótt Leifur sé oft afar þurr á manninn og algjör sleggja þegar kemur að gangrýni á augljósa vit og rökleysu, þá hefur hann gaman að því að kynna sér hvað ungviðið skrifar og hugsar, þó það sé sjaldnast af nokkru viti. Ungviðinu hefur auðvitað alls ekki farið aftur. Það hefur miklu meiri möguleika en við sem erum handan við 50 ára múrinn höfðum á þeirra aldri. En ævintýramennska í fræðunum er greinilega aftur komin í tísku.
Einn af þeim ungu fræðimönnum sem vinna með fornan íslenskan menningararf er Richard Cole. Ritverk hans hef ég skrifað um áður (sjá hér). Þetta er greinilega upprennandi fræðimaður. Mér þykir mjög gaman að lesa það sem Richard Cole skrifar. Hann skrifar vel og á fallegri ensku, og er jafnframt stútfullur af nýjum hugmyndum sem engum, eða fáum, hefur dottið í hug að tengja saman vegna íhaldssemi í fræðunum. Á ég þar fyrst og fremst við íslenska sérfræðinga í rituðum arfi þjóðarinnar, sem alltaf virðast vera að skrifa um það sama. Er hugsandi að ekki sé hægt að mjólka meira úr júgrum hins ritaða þjóðararfs?
Um daginn fékk ég pata af þremur nýjum fræðigreinum eftir Cole, þar sem ég fylgist með fræðimennsku hans á Academia.edu
Ég hef nærlesið eina af hinum nýju greinum Coles sem hann kallar The French Connection, or Þórr versus the Golem og hana má lesa hér. Fjallar greinin um hugsanleg tengsl frásagna af Mökkurkálfa í Snorra Eddu við fyrirbærið golem (hér kallaður gólem) í Gyðingdómi:
Þannig er Mökkurkálfa lýst í Eddu:
"Þá gerðu jötnar mann á Grjóttúnagörðum af leiri, ok var hann níu rasta hár, en þriggja breiðr undir hönd, en ekki fengu þeir hjarta svá mikit, at honum sómði, fyrr en þeir tóku úr meri nökkurri, ok varð honum þar eigi stöðugt, þá er Þórr kom... Á aðra hlið [jötunsins Hrungnis] stóð leirjötunninn, er nefndr er Mökkurkálfi, ok var hann allhræddr. Svá er sagt, at hann meig, er hann sá Þór."
Richard Cole gerir því einnig skóna, að trémaður sá sem er lífgaður með mannshjarta og sendur til að drepa vandræðaskáld í Þorleifs þætti Jarlsskálds, sé einnig undir einhvers konar áhrifum frá gólemasögu gyðinga, eða réttara sagt úr sagnaheimi gyðinga.
"En nú er þar til að taka er Hákon jarl er, að honum batnaði hins mesta meinlætis en það segja sumir menn að hann yrði aldrei samur maður og áður og vildi jarl nú gjarna hefna Þorleifi þessar smánar ef hann gæti, heitir nú á fulltrúa sína, Þorgerði Hörgabrúði og Irpu systur hennar, að reka þann galdur út til Íslands að Þorleifi ynni að fullu og færir þeim miklar fórnir og gekk til fréttar. En er hann fékk þá frétt er honum líkaði lét hann taka einn rekabút og gera úr trémann og með fjölkynngi og atkvæðum jarls en tröllskap og fítonsanda þeirra systra lét hann drepa einn mann og taka úr hjartað og láta í þennan trémann og færðu síðan í föt og gáfu nafn og kölluðu Þorgarð og mögnuðu hann með svo miklum fjandans krafti að hann gekk og mælti við menn, komu honum síðan í skip og sendu hann út til Íslands þess erindis að drepa Þorleif jarlaskáld. Gyrti Hákon hann atgeir þeim er hann hafði tekið úr hofi þeirra systra og Hörgi hafði átt."
Margt er mjög áhugavert í grein Coles, en Cole segir hins vegar ekki nægilega vel þróunarsögu gólemsins i sagnaheimi gyðinga. Ýmsu er þar ábótavant. Tilgátan stendur á leirfótum.
Orðið golem (ft. golomim) kemur afar sjaldan fyrir í helgum ritum gyðinga. Í Sálmunum (139:16), kemur orðið galmi, (þ.e. góleminn minn) fyrir og er þýtt sem ómyndað efni;
Augu þín sáu mig,er ég enn var ómyndað efni,
ævidagar voru ákveðnir
og allir skráðir í bók þína,
áður en nokkur þeirra var til orðinn
Í Sálmunum er vitaskuld ekki verið að skrifa um leirrisa miðalda. Í Mishnah, munnlegum arfi Gyðingdóms kemur orðið fyrir sem skilgreining á ósiðmenntaðri persónu. Í nútíma hebresku (Ivrit) er orðið einnig notað um fólk sem er illa gefið eða hjálpalaust og í jiddísku er orðið goylem notað um fólk sem er klunnalegt, illa gefið og seint til skilning, sbr. orðið "vanskapaður" sem lengi var notað í Íslensku. Orðið kemur fyrir í Talmud, (Talmud eru skýringar og frásagnir byggðar á Torah, lögunum (Mósebókunum), nánar tiltekið í hinum babýlonska Talmud (Bavli). Í Talmud er orðið notað til að lýsa því að Adam hennar Evu var upphaflega verið skapaður af guði sem gólem (sjá Sanhedrin (þingi) 38b í Talmud Bavli (hér á ensku): Adam var hnoðaður saman í formlaust hýði og var hann myndaður úr leir eða mold.
Samkunduhúsið í Worms áður en nasistar eyðilögðu byggingarnar. Elsti hluti þeirra var frá 11. öld. Þarna veltu menn fyrir sér gólemum, en ekki til þess að búa þá til, heldur til að sýna fram á tilgangsleysi þess, þar sem slík sköpunarverk voru vanskapnaður og ekki Guðið þóknanlegur.
900 ára Guðshús rústir einar eftir eyðileggingu nasista. Trúleysið er systir eyðileggingarinnar.
Sumir fræðimenn telja að á miðöldum Evrópu hafi brot úr sköpunarsögunni Sefer Yetzirah í hinum babýlónska Talmud verið þaullesin af gyðingum til að reyna að skapa sér gólem. En það er þó algjörlega ósönnuð tilgáta, sem byggir á frásögum sem eru skráðar löngu eftir miðaldir! Það er ekki fyrr en á 12. öld e. Kr. að fróðir menn telja, að eiginleg lýsing á því hvernig hægt er að búa sér til eða vekja upp gólem hafi verið sett á bókfell. En galli er á gjöf Njarðar, ef svo má að orði komast. Þá lýsingu er að finna í fyrsta hluta Sodei Rezyya (einnig kallað Sode Raza, Sefer Sode raze semukhim eða Sefer Sode razaya), sem kallaður var Sod Ma'aseh Bereshit (þ.e. leyndardómar sköpunarinnar). Það rit var sagt vera eftir rabbí Eleazar ben Judah ben Kalonymus (11651230) í Worms í Þýskalandi. En vandamálið er aftur á móti, að fráögn hans og ritið Sode Raza þekkist aðeins úr bókinni Sefer Razi'el ha-Gadol (Bók hins stóra [erkiengils] Raziels [Raziel þýðir leyndardómar Guðs]) sem fyrst kom út í Amsterdam árið 1701 (sjá hér). Segir útgefandi þess rits, að hann hafi lesið rit rabbí Eleazars frá Worms í frönsku riti sem hann kallar Images des Lettres de l'Alphabet, sem er hins vegar ekki til á okkar tímum - og hefur ugglaust aldrei verið til.
Í Þýskalandi og Mið-Evrópu á 17. öld fer að bera mjög á lýsingum á rabbínum sem skópu gólem, en elsta lýsingin sem til er af manni sem á að hafa framið slíkan verknað er þó ekki til frá því fyrr en um miðja 16. öld, er rabbíni og mikill kabbalisti og dulspekimeistari, Eliyahu Ba'al Shem (1550-1583) í Chelm (bæ suðaustur af Lublin í Póllandi nútímans) mun hafa reynt fyrir sér í þeim efnum.
Cole gleymir því miður að nefna Elías í Chelm, og sömuleiðis að aðeins eru sárafáar upplýsingar til um gólema og sköpun manna á gólemum frá því að orðið gólem er ritað í elstu ritum gyðingdóms fram á miðaldir í Þýskalandi.
Cole gleymir einnig að draga inn ákvæði Avodah Zarah samningsins í Talmud. Samningurinn fjallar um skurðgoðadýrkun (Avodah Zarah þýðir bókstaflega útlensk eða framandi dýrkun, þ.e. dýrkun hjáguða eða og skurðgoðadýrkun). Sköpun/gerð gólema er skýlaust brot á Avodah Zarah.
Læknirinn, heimspekingurinn, skáldið og rabbíinn Rambam (sem er skammstöfun á Rabbeinu Moshe Ben Maimon, þ.e. rabbí Móses Maimonsson; Hann er einnig kallaður ), sem upp var á 12. og 13. öld (1137-1204), skrifaði í einu rita sinna Moreh Nevukhim (sem þýðist best sem Leiðbeiningar fyrir ráðalausa; Hér er hægt er að skoða handrit frá 14. öld af þessu riti sem skrifað var í Barcelona og sem er varðveitt í Kaupmannahöfn) um Avodah Zarah. Rambam er mjög gagnrýninn á alls kyns skurðgoðadýrkun, helgimyndir og notkun þeirra í gyðingdómi.
Maimonides er að minna lesendur sína og samtímamenn á ákvæði Aodah Zarah og virðist jafnvel undir áhrifum frá Íslam í algjörri andúð sinni á skurðgoðadýrkun (sem við sjáum enn á okkar dögum í úrkynjuðu formi þegar ISIS brýtur og sprengir goð annarra trúarbragða), eða þegar Þorgeir Ljósvetningagoði kastaði í fossinn. Þess vegna kemur spánskt fyrir sjónir, þegar Rambam kemur fyrir í rituðum heimildum í miðöldum í Mið-Evrópu, þar sem því er haldið fram að hann hafi búið til svo kallaða humunculi (smákarla) úr leir. Þarna er örugglega um misskilning 17. aldar manna, því ekkert slíkt hefur Rambam skrifað um eða látið eftir sig. En við vitum hins vegar, að múslímskir heimspekingar og læknar og alkemistar veltu fyrir sér möguleikanum á því að skapa líf á ónáttúrulegan hátt, t.d. í glerflösku. Hindurvitni 17. aldar spurðu ekki af heimildarýni. Sögur hjátrúarfullra gyðinga í Póllandi og Þýskalandi á 17. öld um kukl Rambams eru líklega ekkert annað en svar þeirra við mjög strangri afstöðu hins stóra rabbína til skurðgoðadýrkunar, sem "helgir" menn meðal gyðinga í Miðevrópu voru greinilega farnir að stunda á miðöldum.
Hér skal einnig nefndur til sögunnar sefardíski rabbíninn, heimsspekingurinn, stjarnfræðingurinn, stærðfræðingurinn og tónlistafræðingurinn Jósef Solomo Qandia Delmedigo, einnig kallaður Joseph Salomo Del Medigo (1591-1655). Hann fæddist a eyjunni fögru Krít (ég hef eitt sinn skrifað litla grein þar sem honum bregður fyrir). Hann var m.a. læknir í Vilnu (Vilnius), rabbíni í Prag, Amsterdam, Hamborg og Glückstadt, þar sem Hallgrímur Pétursson dvaldist nokkrum árum síðar (sjá hér), Frankfurt am Main og í Prag, þar sem Del Medigo lést. Hann lærði stjarnfræði hjá Galileo di Galilei í Padua og lærði einnig við háskóla í Kaíró og Istambul. Í ritum sínum greini Jósef Del Medigo aldrei frá neinni gólem-hefð í sefardískum gyðingdómi, en nefnir í ritgerð sem varðveist hefur, hvernig sögur af gólemum séu algengar í Þýskalandi á hans dögum.
Richard Cole nefnir ekki Jósef Delmedigo í grein sinni, og þykir mér það furðu sæta. Delmedigo sýnir okkur nefnilega að gólemar, sem leirrisar, eru líklega sköpunarverk rabbína í Þýskalandi á miðöldum. Margt gæti frekar bent til þess að góleminn, leirrisi sá sem Cole er að hugsa um sem "ættingja" Mökkurkálfs, hafi í raun fyrst orðið til á miðöldum og eigi sér enga stoð eða uppruna í elstu ritum, bókum eða lögum gyðingdóms. Við getum með góðri ástæðu leyft okkur að leika með þá hugmynd, að þegar gyðingar á miðöldum voru spurðir um hvað orðið gólem þýddi, þá hafi þeim verið svara vant, en svo leitað til germanskra og slavneskra ævintýra um leir- og drullukarla til að skýra betur hið dularfulla fyrirbæri gólem.
Ekki ætla ég þó alveg að útiloka að einhverjar sögur um miðaldagólem Evrópu hafi borist til Íslands frá Frakklandi eins og Cole vill halda, en þá hefði hann átt að segja lesendum sínum betur frá sögu gólema og t.d. að trékarlinn í Þorleifs þætti Jarlsskálds, (sem er varðveitt elst frá byrjun 14. aldar), sem einhver hefur gaukað að honum upplýsingum um. Trékarlinn var ekki kvenkyns vera eins og það fyrirbæri sem Cole segir skáldið Salomon Ibn Gabirol (réttu nafni Shelomo [Salomon] ben Yehuda ibn Gabirol) hafi skapað. Sagan af Ibn Gabirol sem skapaði kvenkyns veru er heldur ekki frá tímum Gabirols sjálfs, þ.e. fyrri hluta 11. aldar, heldur er það miklu seinni heimild sem orðið hafa til í Ashkenaz (Þýskalandi). Það er því afar ólíklegt að þeir Norðmenn sem voru við nám í St. Victor skólanum í París, og sem hugsanlega þekktu til verka og ljóða Ibn Gabirols á 13. öld hafi heyrt um gyðinglega sögur af manngerðum leirrisum, og hafi síðan sagt forvitnum forföður mínum, Snorra Sturlusyni, frá þeim, sem svo bjó til úr sögunni Mökkurkálfa.
Mig grunar, að Cole verði að leggja aðeins betri rækt á tímasetningar og upprunaleika heimilda, sem og að reyna ekki að blanda saman sögulegum viðburðum og þjóðsögum frá mismunandi tímum án þess að hægt sé að sýna fram á bein tengsl þeirra. Það er nær ómögulegt, að álykta að Snorri Sturluson hafi heyrt af gólem/mökkurrisum hjá mönnum í Noregi sem lærðu við St. Victorsskóla. Við vitum ekki hvort heimildir um gólem-gerð hafi verið til í St. Victor. Bók Eleazars ben Judah, sem nefnir einn slíkan, er aðeins til í handriti frá 1701. Og þó ibn Gabirol hafi verið þekktur meðal lærðra í París á 12. og 13. öld, er ekkert sem sýnir fram á franskir klerkar hafi verið að velta fyrir sér leirkarla eða drullukökugerð. Því miður, merde, eins og Frakkar segja!!
Ég held að við ættum ekki að leggja of mikið í þekkingu manna á Íslandi á Gyðingdómi á 12. og 13. öld. og allra síst að fara út í miklar vangaveltur a la Einar Pálsson eða í líkingu við Keltaþvaðrið sem tröllríður einnig fræðunum. Það er svo langsótt. Maðurinn fékk oft sömu hugmyndirnar á mismunandi stöðum á jörðinni, án þess að nokkur tengsl séu sjáanleg. Það geta mannfræðingar og þjóðfræðingar frætt ykkur betur um en ég. Ég er bara fornleifatröll. Tröll voru t.d. víða til. Menn geta notað mikinn tíma til að finna einhver tengsl. En þegar Mökkurkálfi og spýtukarl eru heimfærðir á gólem verða menn að vera mjög vel að sér í gyðingdómi og sagnaheimi gyðinga, og finna sér mun fróðari rabbína sér til aðstoðar en Cole hefur fundið.
Ég kaupi því alls ekki tilgátu Richards Coles í grein hans The French Connection, or Þórr versus the Golem, þó hún sé mjög áhugaverð og vissulega skemmtileg. En hún stendur á leirfótum.
Hér býður Fornleifur að lokum í bíó. Myndin sem sýnd verður er Der Golem, wie er in die Welt kam, sem var gerð árið 1920 af Paul Wegener og Carl Boese; Lék Wegener sjálfur góleminn. Wegener gerði einnig Gólemmynd árið 1914 sem frumflutt var árið 1915. Sú kvikmynd er að mestu týnd, en hér má finna brot úr henni.
Gyðingar | Breytt 28.12.2020 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Húsið með stjörnuna
4.4.2015 | 20:04
Stundum getur maður orðið langþreyttur á þrálátu rugli. Það á t.d. við ruglið í blaðakonu einni á Iceland Review og í mýtusmið sem hún hefur gert að sannleiksvitni um að húsið í Austurstræti 9 í Reykjavík hafi verið reist af "gyðingnum Agli Jacobsen". Sjá hér.
Margir ferðamenn sem til Reykjavíkur koma hrífast af Jacobsenshúsinu með stjörnuna og margir, og sér í lagi gyðingar, spyrja sig af hverju Davíðsstjarnan sé á húsinu og halda um stund að þarna gæti hafa verið samkunduhús gyðinga.
Árið 2008 hafði Oren nokkur frá Ísrael samband við Iceland Review til að fá skýringu á stjörnunni í Austurstræti. Oren er reyndar Oren Asaf (f. 1979), og er listamaður sem var á Íslandi um tíma við listsköpun.
Honum var svarað af blaðakonu á Iceland Review, að forstöðumaður Torfusamtakanna, Snorri Freyr Hilmarsson, hefði upplýst hana að húsið hefði verið byggt af Agli Jacobsen sem hafi verið danskur gyðingur. Egil Jacobsen var þó hvorki gyðingur né af gyðingaættum eins og lesa má hér, hér og ekki síst hér.
Hafði ég því samband við blaðakonuna á sínum tíma, sem ekki vildi breyta upplýsingunum. Í janúar sl. leiðrétti ég misskilninginn í athugasemd á vefsíðu Icelandic Review. Það var fjarlægt eftir skamma stund. Ég setti inn athugasemd í dag og býst harðlega við að hún verði fjarlægð, því blessuð blaðakonan var af þeirri gerðinni sem ekki getur viðurkennt mistök sín fyrir nokkurn hlut.
Ég skýrði málið út fyrir Oren Asaf á sínum tíma. En enn stendur á vefsíðu Iceland Review, að Snorri Freyr Hilmarsson, sem er menntaður leikmyndahönnuður, segi húsið hafa verið reist af gyðingnum Agli Jacobsen. Sannleiksvitni Iceland Review um Austurstræti 9, Snorri Freyr Hilmarsson, er reyndar einn af hugmyndasmiðunum á bak við leikmyndabæinn Blufftown við Selfoss, sem ég afgreiddi hér í blogggrein um daginn. Bölvað rugl er því auðsjáanlega sérgrein hans.
Vonandi getur Icelandic Review látið af Gróusagnaframleiðslu og sögufölsun sinni í framtíðinni. En kannski er þetta vandamál á blaðinu (sjá hér).
Gyðingar | Breytt 6.4.2015 kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skítafréttamennska á RÚV, enn einu sinni
24.3.2015 | 08:22
Róbert Jóhannsson "fréttamaður" á RÚV birtir frétt sem hann kallar "Gyðingurinn hafði trú á Hitler". Þar heldur hann því fram að gyðingur, sem keypti málverk af Hitler, hafi verið listaverkasali.
Samuel Morgenstern í Vín, sem keypti og seldi um tíma myndir Hitlers í byrjun 20. aldar, átti rammagerð og séræfði sig í glerrömmum. Hann var ekki listaverkasali frekar en Sigurður Einarsson var fjármálasnillingur. En Róbert Jóhannsson fréttamaður á RÚV heldur því fram að Morgenstern hafi verið listaverkasali. Því er einnig haldið fram í grein þeirri sem Róbert skrifar á vef RÚV, að verk Hitler hafi verið seld auðugum gyðingum. Þetta er líka fölsun á staðreyndum. Síðan er því haldið fram að Samuel Morgenstern hafi lenti í þrælabúðunum í Lodz og látist þar. Í Lodz var gettó, eitt af 1150 slíkum um alla Evrópu sem Þjóðverjar fyrirskipuðu, til að létta sér smölun gyðinga í fanga-, þræla- og útrýmingarbúðir sínar.
Gyðingurinn Morgenstern hafði hafði ekki "trú á Hitler." Hann keypti aðeins myndir hans til að selja fólki sem hafði áhuga á frekar gerilsneyddri borgaralegri list sem leit vel út í glerramma. Einn kaupenda var t.d. lögfræðingur af gyðingaættum. Landslagsmyndin við fréttina um uppboð á klunnalegri blómamynd eftir Hitler í Los Angeles, er reyndar með þeim betri "póstkortum" með hendi Hitlers sem ég hef séð. En ekki er heldur hægt að sjá að myndin sé merkt Hitler. Þegar betur er að gáð, þá hefur Róbert Jóhannsson lyft myndinni af myndvef EPA, þar sem kemur mjög greinilega fram, að ekkert sanni að þessi landslagsmynd sé eftir Hitler:
"epa00827356 This is one of a collection of 21 watercolours attributed to Adolf Hitler which are to be sold at auction in Cornwall, England Tuesday 26th September 2006. They are judged to be authentic because they are similar to other known work by the Nazi dictator. They are believed to have been painted between 1915 and 1918 on the border of France and Belgium. This one is a landscape in Le Flaquet. EPA/HO"
Er ekki lágmarkskrafa að fréttamenn á RÚV séu gæddir lágmarks heimildarýni? Greinilega ekki.
Heimildarýni RÚV hefði hentað vel í 3. Ríkinu.
Hin ósmekklega fyrirsögn Róberts Jóhanssonar lýsir dómgreindarleysi og heimsku hans eða prófarkalesara RÚV. Ákveðna greininn á "Gyðingurinn" í fyrirsögn greinarinnar má skilja þannig að gyðingar almennt hafi haft trú á Hitler. Ef fréttamaðurinn á RÚV hefði kunnað íslensku hefði hann skrifað "Gyðingurinn sem hafði trú á listamanninum Hitler". Morgenstern hafði vitaskuld ekki minnstu hugmynd um að "listamaðurinn" yrði skrímsli 20-30 árum síðar.
Rammasalinn Morgenstern seldi myndir líkt og rammasalar gera, og það er oftast ekki mikil list. Menn þurftu ekki að vera í nánu sambandi við þá sem maður selur list eftir.
Gyðingar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrstu trúarsamkomur gyðinga á Íslandi
21.3.2015 | 16:44
Nú er hlaupið sport í að byggja hof ásatrúarmanna og moskur múslíma. Samkunduhús gyðinga vantar - en það mun koma - og á bæjarins bestu lóð. Lóðin mun vitanlega ekki kosta neitt, og peningarnir koma, en ekki er gott að vita hvaðan. Gyðinga- hatrið er þegar til staðar, svo menn geta sparað við sig svínsblóð og hausa.
Fyrir langa löngu skrifaði ég í DV um fyrstu trúarlegu samkomu gyðinga á Íslandi. Hún var haldin í Gúttó í Reykjavík árið 1940. (Sjá það sem ég hef áður skrifað um þann atburð hér, hér, hér og hér).
Í Gúttó söfnuðust saman flóttamenn af gyðingaættum frá Austurríki og Þýskaland. Þeir höfðu allra náðugast fengið landvistarleyfi á Íslandi, og héldu Jom Kippur, Friðþægingardaginn, hátíðlegan með breskum hermönnum sem voru gyðingar. Enginn rabbíni kom með Bretum til Íslands. Kom það því m.a. í hlut kantors (forsöngvara), Alfred Cohen frá Leeds (sem síðar breytti um nafn og hét Alf Conway og settist að í Kanada) að stjórna fyrstu trúarhátíð gyðinga á Íslandi. Alfred Cohen sést á myndinni hér fyrir neðan. Efst er hópmynd sem Sigurður Guðmundsson ljósmyndari tók af þáttakendum í Jom Kippur guðsþjónustunni 1940 og á litlu myndinni er Harry Schwab, sem ég þekkti og Bernhard Wallis frá Sheffield.
Þegar Bandaríkjamenn leystu Breta smám saman af hólmi 1941-1942, komu einnig margir gyðingar með Bandaríkjaher. Bandarísk heryfirvöld sinntu betur trúarminnihlutum herdeilda sinna en Bretar, og hingað komu prestar hinna ýmsu kirkjudeilda, sem í hernum eru kallaðir chaplains, og einnig rabbínarnir. Sumir af prestum kaþólikka og annarra kristinna kirkjudeilda komu til landsins til lengri dvalar, en rabbínarnir dvöldu aðeins stuttan tíma í senn og var flogið eða siglt með andans menn til Íslands skömmu fyrir helstu hátíðir gyðinga.
Breskir og bandarískir hermenn af gyðingaættum fyrir utan Gamla Iðnaðarskólann í Vonarstræti á Rosh Hashanah (Nýárshátíðinni) haustið 1941, nánar tiltekið 22. september 1941. Myndin er úr safni Philips Bortnicks, sem er maðurinn með loðhúfuna og loðkragann sem stendur við hlið hávaxins yfirmanns sem var herlæknir í Bandaríkjaher. Philip Bortnick hvílir hægri hönd sína á Breta sem hét Alvin Miller. Ýmsir bresku hermannanna á þessari mynd tóku einnig þátt í Jom Kippur samkomunni árið 1940. Tvo þeirra talaði ég við áður en þeir fóru yfir móðuna miklu.
Þó svo að enginn væri rabbíni væri alla jafnan einhver til að leiða bænahald bandarísku gyðinganna. Hermenn Bandaríkjanna á Reykjavíkursvæðinu, sem voru gyðingar, komu saman á ýmsum stöðum. Fyrst með Bretum í gamla Iðnaðarskólanum 1941, líklegast í Baðstofunni, útskornum gildaskála Iðnaðarmannafélagsins (sem reyndar eyðilagðist í bruna árið 1986, en baðstofan var endurbyggð eftir teikningum og myndum).
Einnig voru haldnar guðsþjónustur, shabbatsbænir, í bragga í Camp Laugarnes, sem kallaður var Men's Recreation Hut. Camp Laugarnes var norðaustan við Kirkjusand umhverfis Holdsveikraspítalann sem Bretar tóku í notkun sem herspítala. í Camp Laugarnes var haldin vikuleg guðsþjónusta kl. 19.30 á föstudögum og var það auglýst í The White Falcon:
"Jewish Faith. The Jewish Service will be held each Friday in the Men's Recreation Hut, Camp Laugarnes, at 1930 hrs."
Þegar Bandaríkjamenn voru komnir með meira lið, voru guðsþjónustur haldnar víðar, og t.d. í Elliðaárvogi Camp Baldurshaga. Um þann stað var ort:
Dear old Baldurshagi,
Oh! what a hell of a dump.
Rocks and hills all craggy,
Stulkas to slap on the rump.
If we ever leave here,
Our thoughts will wander once more,
Thoughts of building Montezuma,
On Iceland´s chilly shore.
Tekið skal fram að gyðingar slógu mikið í rassinn á íslenskum stúlkum, en einnig fóru fram shabbatbænir í spítalakampi sem var staðsettur i Ásum við Helgafell í Mosfellssveit. Þar má enn sjá stóra vatnstanka og rústir sjúkrahússins, sem gekk undir nafninu 208th general Hospital og árið 1942 var haldin samkoma í kampi sem lá við Reykjavíkurflugvöll.
Fyrsti rabbíninn sem stýrði trúarlegri athöfn á Íslandi, svo vitað sé, kom þannig á vegum Bandaríkjahers haustið 1942. Hann hét Júlíus Amos Leibert og var nokkuð merkilegur karl sem stóð fyrir nútímalegan gyðingdóm. Í næstu færslu Fornleifs verður lítillega sagt frá rabbí Leibert.
Mynd: Kantorinn Benjamin Rubenfeld (Bandaríkjaher) hámar hér í sig matzot (hin ósýrðu brauð) á Pesach Seder í Reykjavík 1942 (1. apríl 1942). Mig grunar að Sederinn hafi farið fram á Hótel Borg.
Gyðingar | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)