Drengurinn í fjólubláu skyrtunni, París 1971

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson París 11 ára

Fornleifur gamli, sem er allt ađ einrćđur á ţessu bloggi, hefur lengi hvatt einn ritstjóra ţess til ađ birta hér gamla mynd af sér, ţá er ritsjórinn var bćđi ungur og fallegur. Fornleifur telur myndina kominn á aldur og telur hana vel geta talist til hálfgerđra fornleifa, enda verđur myndin 50 ára eftir tćp tvö ár. 

Taka verđur fram ađ ritstjórinn er enn ungur í anda, en fallegur er hann nú ekki og heldur ţví hvergi fram - en kannski myndarlegur? Sem jarteikn fyrir ţví ađ ritstjórinn var eitt sinn fallegur og myndarlegri en hann er í dag, birtist hér mynd af honum nýkomnum á 11. aldursár, ţar sem hann sat fyrir í París í lok ágústmánađar 1971 - alveg eins og hann hefđi aldrei gert annađ.

Ţađ var vitanlega frćg frönsk listakona, sem mér sýnist heita Nicole Ar... sem á frídegi sínum er hún var ekki ađ selja myndir á fínustu galleríum Parísar, sat á torginu í Montmartre og teiknađi ţessa litkrítarmynd af drengnum frá Islande. Hún keđjureykti međan ađ hún teiknađi mig. Mér skilst ađ kona ţessi hafi orđiđ frćg fyrir ađ hafa teiknađ hinn "Grátandi dreng" sem margfrćgur er orđinn í eftirmyndagerđum. Ekki teiknađi hún ţó tár á hvarma ritstjórans, en lagđi natni sína í stađinn viđ freknurnar. Ég man ađ sjálf var hún í fjólublárri rúllukragapeysu, og hafđi á orđi samkvćmt frönskumćlandi föđur mínum, ađ ég hefđi góđan smekk á lit. Skyrtan fjólubláa var aldrei beint minn smekkur. En hvađ gerir mađur ekki ţegar mađur er ţađ sem Bretar kalla "a dedicated follower of fashion."

Sannast sagna var ég ekkert óánćgđur međ myndina, ţó ég gerđi mér ţá ţegar grein fyrir ţví ađ Nicole A.. vćri ekki stór listakona.  Mér fannst hún reyndar ná hárinu vel og gera mig líkan Dýrđlingnum, Roger Moore, sem ţekktastur var fyrir ađ háriđ sat ávallt vel ţó hann lenti í ryskingum viđ glćpahyski.  En nú sé ég, ađ ég var miklu líkari Tony Curtis sem birtist á skjánum međ Roger Moore áriđ 1971 í The Persuaders, og var sá myndaflokkur kallađur Fóstbrćđur á íslensku, sćllar minningar.

Fyrir utan ađ franska listakonan eilífađi mig međ stór saklaus hvolpaaugu, sem ég hafđi nú aldrei haft (en slíkt selst betur), ţá held ég barasta ađ myndin sé ekki mjög ósvipuđ mér.

Annar listamađur spreytti sig fyrst á drengnum frá Íslandi. Hann var spćnskur og teiknađi mig í roki og rigningu í ágústmánuđi. Ţar fór ţví miđur enginn Picasso - Foreldrar mínir voru ekkert afar ánćgđ međ ţá mynd (sem var kolateikning) ţar sem ţeim fannst ég verđa of dökkleitur á myndinni. Mér fannst enniđ á mér vera of lágt. Amma mín í Hollandi fékk ţá teikningu, og sem betur fer veit enginn hvar ţađ "listaverk" er nú niđur komiđ.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband