Eitt sinn var ek aurasál

Moneypeningur 1975
En ţađ var heldur leiđinlegt áhugamál. Ég held ađ ég hafi gert upp á viđ alla drauma um ađ verđa ríkur eins og Sir Jimbo Ratcliffe fursti í Ţistil- og Vopnafirđi. Ţađ var ţegar á 15. aldursári, enda var ég orđinn eins konar kommúnisti skömmu áđur. Ef ég hefđi látiđ mér nćgja ađ gerast krati, ćtti ég líklegast banka í dag. Engir hugsa eins kćrt um evrur eins og sannir kratar.

Ég gerđi mér ungur grein fyrir ţví ađ ég var af fátćku fólki kominn, og sá ekki í hyllingum fyrir mér framtíđ sem heildsali, líkt og fađir minn var. Hann setti ţó mat á borđiđ og verslunin borgađi fyrir húsakynnin ţar sem ég fékk ađ búa, ţangađ til alvara lífsins tók viđ. Ég er honum honum og vitaskuld móđur minni ţakklátur fyrir ţađ.

Áriđ 1975 fór ég ţó ađ leika mér međ stórfé. Ég ákvađ ađ hefja framleiđslu á mínum eigin seđlum. Ţađ blundađi međ mér einhvers konar Icesave-gúrú. Ég fór ekki hátt međ áform mín, enda var heimaframleiđsla á seđlum lögbrot á Íslandi í ţá daga, eins og ţađ er reyndar í dag - ţótt undarlegt megi virđast miđađ viđ ţróun siđleysis í íslensku ţjóđfélagi á síđari tímum.

Ég ćtlađi ađ gefa föđur mínum seđilinn, ţví hann hafđi óhemjulega gaman af peningum og seđlum, enda líka myntsafnari. Mig minnir ađ hann hafi sett seđilinn í skáp á skrifstofu sinni og aldrei gert honum hátt undir höfđi eftir ţađ.

Í haust skođađi ég hvađ lá innst í hornum gamals fataskáps í gamla herberginu mínu, sem ég formlega flutti úr um 1980. Ţar fann ég rúllu og út úr henni dró ég stórfé sem ég hafđi geymt til seinni nota.

Ţúsundkall í yfirstćrđ var ţađ sem ungir menn bjuggu til áriđ 1975, ţví hvorki áttu ţeir tölvur né gemsa. En ég átti ágćta smásjá sem ég skođađi iđamargt í. Ég lét mér ţó nćgja ađ skođa ţúsundkallinn og teikna hann fríhendis, ţegar ég hóf seđlaframleiđslu mína. Í dag teikna menn líklega platínukort eđa álíka ófögnuđ - eđa ekki neitt.

seđlasaga
Ef menn taka vel eftir, tók ég mér líka ţađ bessaleyfi ađ setja nafn mitt á verđbólguseđilinn, líkt og ég vćri seđlabankastjóri. Ég var reyndar alls endis ómenntađur, alveg eins og Davíđ Ólafsson (sjá hér) seđlabankastjóri sem setti sómakćrt nafn sitt undir gott gengi íslensku krónunnar um árabil. Viđ sáum hvernig fór fyrir henni.

Ég get ţó ekki neitađ ţví ađ ég hef enn gaman af peningum/seđlum, helst ţá er ég á ţá, en ţađ er orđiđ svo sjaldan, ađ ég er farin ađ halda ađ hćgt sé ađ lifa á loftinu einu saman - eđa reyndar konunni minni. Međan hún sćttir sig viđ ţađ, er ég hólpinn.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband