Algjörlega ófalsađ málverk frá Íslandi undir hamarinn hjá Bruun Rasmussen í dag

Ţúfnakot


Í dag verđur bođiđ upp málverk hjá uppbođsfyrirtćkinu Bruun Rasmussen. Sá hluti uppbođsins, ţar er seld eru málverk, hefst klukkan 16 ađ stađartíma í Kaupmannahöfn. Ţá er klukkan ţrjú og rok og rassgat í Reykjavík. Málverkiđ sem hér sést er númer 119 á uppbođsskrá.

Nú vill svo til ađ Bruun Rasmussen er međ algjörlega ósvikna vöru frá Íslandi. Engin brögđ eru í tafli og Ólafur forvörđur og sjálfcertifíserađur falsarabani ţarf líklega ekki ađ setja gćđastimpil sinn á málverkiđ.

Um er ađ rćđa olíumálverk á striga sem er 40  x  58 sm ađ stćrđ, sem sýnir kot í nágrenni Reykjavíkur áriđ 1847. Ţá var málarinn Carl Ludvig Petersen á ferđ á Íslandi međ öđrum og meiri meistara, Vilhelm Melbye. Carl Ludvig Petersen teiknađi fjölda skyssa og teikninga frá dvöl sinni. Ein teikninganna er varđveitt í Ţjóđminjasafni og hinar í Listasafni Íslands (sjá hér).

Ţúfnakot 3

Teikning sú sem Ţjóđminjasafn Íslands varđveitir fyrir íslensku ţjóđina, er af sama mótífinu (sama bć) og málverkiđ sem selt verđur síđar í dag. Málverkiđ hefur Carl Ludvig Petersen ađ öllum líkindum málađ viđ heimkomuna til Danmerkur, ţví hún er tímasett til 1848.

Ţúfnakot 2

Nćrmynd. Mér datt eitt andartak í hug, ađ málverkiđ sýndi kot á Seltjarnarnesi.

Ánćgjulegt vćri ef annađ hvort Ţjóđminjasafn Íslands eđa Listasafniđ hnepptu ţetta málverk, sem danska uppbođsfyrirtćkiđ metur á 40.000 hvítţvegnjar, danskar krónur. Ţađ verđ er ţó nokkuđ í hćrri kantinum ađ mínu mati miđađ viđ "gćđi" myndarinnar. En áksjónaríus Bruun Rasmussen hafa fyrir löngu fundiđ fyrir ţví ađ málverkafćđ Íslendinga á 19. öldunni hćkkar verđ og eykur áhugann á slíkir metravöru hjá nýríkum svindlurum frá Íslandi sem betrekkja stofur sínar međ menningu sem ţeir hafa ekkert vit á. Líklegast ţarf fyrirtćkiđ á ţví ađ halda, eftir ađ annađ hvert 20. aldarmálverk sem ţeir hafa undir höndum reynist falsađ samkvćmt Ólafi konservator.

Ég skođađi málverkiđ í dag ásamt góđum vini mínum, hinum 79 ára meistara Erik Bing Henriques. Viđ ákváđum ekki ađ bjóđa í myndina, til ađ gefa fátćkum söfnum á Íslandi tćkifćri til ađ ná í hana. Og hver vill annars nú orđiđ eiga nokkurt málverk frá Íslandi. Menn eiga á hćttu ađ allt ţađan sé stoliđ, logiđ, snuđađ eđa svikiđ.

O TEMPORA! O MORES!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ţessi mynd á svo sannarlega heima á Íslandi. Ţú lćtur okkur kannski vita hvert hún fór.

Ragnhildur Kolka, 27.11.2019 kl. 10:10

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćl Ragnhildur. Brun Rasmussen gefa ekki upp hver kaupir. Ţađ kemur vonandi einhvern tíma í ljós, og ekki var ţađ ég. Ég lét bara söfnin vita, en ţar lesa menn ekki blogg eftir fólk útí í bć. Vona ég ađ einhver hafi gaukađ ađ ţeim upplýsingum.

FORNLEIFUR, 3.12.2019 kl. 12:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband