Gerđi Heydrich jafntefli viđ KR - og spćldi eisini bóld í Havn?

VigilantDapperArgentinehornedfrog-max-1mb

Sko, nú eru fram komnir verulegir "trupulleikar" eins og ţađ heitir í Fćreyjum. Ţađ eru nefnilega komin einhver vandrćđi í sannsöglina og nákvćmnina í frásagnarlistina á tveimur merkum eyjum í norđri, og eiginlega er nóg komiđ af ţví góđa.

2994160602015621g

Fyrir Jólin (2019) kom út bók Illuga Jökulssonar Úr undirdjúpunum til Íslands: Julius Schopka, U-52 og heimsstyrjöldin fyrri. Í jólabókaflóđinu, og í tengslum viđ umrćđu Illuga og annarra um bókina hans, hefur ţví veriđ haldiđ á lofti ađ Reinhard Heydrich, sem síđar á ćvinni varđ einn af samverkamönnum Hitlers, hefđi leikiđ knattspyrnu í Reykjavík er hann var sjóliđsforingjaefni um borđ á ţýska herskipinu Berlin sem kom til landsins. Hann Heydrich og félagar hans gerđu víst jafntefli viđ KR, ef Illugi skal trúarlegur tekinn (sjá hér).

Screenshot_2020-01-03 Slaktarin úr Prag í Norđuratlanshavi 2

En nú hafa Fćreyingar, frćndur vorir, bćtt um betur og hann Heydrich á nú ađ hafa leikiđ tvo leiki í Ţórshöfn.

Á Ríkisútvarpi Fćreyja KVF (Kringvarpi Fřroya), hefur blađamađurinn Uni Arge flutt ţátt ţar sem ţví er haldiđ fram ađ Heydrich hafi einnig leikiđ knattspyrnu í Tórshavn: Slaktarin úr Prag í Norđuratlanshavi er heiti ţáttarins og hann er kynntur á eftirfarandi hátt, sem öllum mörlöndum ćtti ađ vera skiljanlegt:

Ein frásřgn um, tá iđ nazisturin Reinhard Heydrich spćldi bólt í Havn.

Uni Arge upplýsir ađ Heydrich hafi veriđ liđsmađur í liđi um borđ á Berlín sem bar nafniđ Manning 22 og ađ hann hafi leiki viđ HB (Havnar Bóltfélag) í Fćreyjum. Ţađ mun ţó hafa veriđ ritsjóri Una sem tók sér ţađ bessaleyfi ađ skrifa ađ Heydrich hafi spćlt bolta í Tórshavn. Uni tók ritsjórann afsíđis og lét breyta textanum í fréttinni sem  er ekki samur og hann ver í byrjun, ţegar ég tók sjámyndina af fréttinni. Vinnubrögđin eru nćstum ţví alveg eins og á RÚV.

Er ég gerđi fyrst athugasemd viđ ţetta fótboltastand Heydrichs á FB Illuga Jökulssonar drógu ţá bćđi Illugi og Uni nokkuđ í land og Uni Arge ritađi jafnframt:

Ég er ekki ađ segđa ađ hann var međ í fótbóltanum gegn HB - bara kannski. Ég er ađ tala um tíma hans međ Berlin frá juli 1923 til mars 1924 - sem kom hingađ 29. juli og fór til Íslands 1. august. Um ţetta er enginn vafi. Heydrich og Canaris međ Berlin - ţađ er sagan. Samt verđur í ţessum ţátti talađ um leikirnar HB-Berlin 30. juli (1-1) og 31. juli (5-2) í Ţorshöfn - allt samkvćmt Dimmalćtting og Tingakrossi í august 1923 og bókum HB´s. Hvort Heydrich var ađ keppa í Gundadali skiptir reyndar engum máli. Hann kynntist Canaris međ Berlin, og Berlin var í Fćreyjum og á Íslandi frá 29. juli til 20. august 1923.

Ţađ skiptir reyndar öllu máli ađ vera nákvćmur í heimildameđferđ og ţađ gildir ekki síst fyrir blađamenn.

Heilmikiđ hefur veriđ ritađ um Heydrich og íţróttaáhuga hans og samkvćmt öllum heimildum kemur glögglega fram ađ hann var ekki gott efni í liđsmann í knattspyrnuliđiđ. Hans styrkur í íţróttunum var ađeins svo sem svo, og hann stundađi fyrst og fremst sund, hnefaleika, skíđamennsku og skylmingar - og gott er ekki er var hann međ skylmingaör á einni kinninni eđa á annarri rasskinninni.

BlushingHarshIlsamochadegu-max-1mb"Bubi" rotar Heydrich, enda snapađi foringinn sér fćting.

Margir sagnfrćđingar hafa rakiđ feril Heydrichs í ţýska sjóhernum, á einn eđa annan hátt. Hjá ţeim kemur jafnan fram ađ hann var algjör einfari sem enga vini átti. Menn hentu gaman af ofstćki hans í kynţáttamálum og jafnframt útlit hans, sér í lagi langt nef og ankannalegur vöxtur, var í ţví sambandi notađ gegn honum og hann spottađur međ ţví ađ vera sífellt kallađur gyđingur og sígauni. Ţađ voru sömuleiđis ortar háđsvísur um hann og honum var haldiđ utan brćđralags sjóliđanna.

Í bók Shlomo Aronson (1971): Reinhard Heydrich und die Frühgeschichte von Gestapo und SD.  [Studien zur Zeitgeschichte; Herausgegeben vom Institut für Zeitgeschichte. Deutsche Verlags-Anstalt] Stuttgart. Ţar kemur fram góđ persónulýsing á Heydrich á yngri árum:

  ... Freunde hatter er in der Crew - soweit ich mich erinnern kann - keine. Er war ingendwie anders als wir... Das fühlte er auch, und deshalb  pflegte er sich einem Kreis Abwerhaltung zu nähern. 

"Félagar" Heydrichs í sjóhernum kölluđu hann m.a. til háđungar hvíta Gyđinginn (Der weisse Jude) og annar félaginn skrifađi um hann:

In unserem Jahrgang galt Heydrich mehr oder minder als Jude, weil ein anderer aus Halle stammender Crewkamerad erzählte, dass die Familie früher ´Süss´ geheissen habe und dass dies in Halle bekannt sei.

Allar ţessar gróusögur grasseruđu vegna ţess ađ Heydrich var vćgast sagt afar leiđinlegur og ófélagslegur mađur, sem sjálfur kallađi ţetta ađkast yfir sig. Hann gekk í sjóherinn til annars en ađ spila fótbolta; Sjóherinn var ađeins stökkbretti fyrir framagosann Reinhard Heydrich. Í annarri bók um Heydrich kemur ţetta fram um háttalag hans í enskri ţýđingu: 

"Vanity, complacency, coquetry, weak-heartedness and hypersensitivity were conspicuous traits of his character. He soon became an easy target for bullying for all his comrades. And he always reacted the wrong way.

68747470733a2f2f73332e616d617a6f6e6177732e636f6d2f776174747061642d6d656469612d736572766963652f53746f7279496d6167652f5a594a43624742544e49333363413d3d2d36332e313562356135353539633466656566643132363835363236323035342e676966

"Skíđakappinn" Heydrich. Efst sjáiđ ţiđ "hnefaleikakappann" Heydrich. Heilbrigđ sál í hraustum líkama eđa egótrippi? Minnir dálítiđ á Andra Slyddu í Ölpunum.

Sko krakkar, svo ég láni nú eitt af beittustu stílbrögđum Illuga Jökulssonar: Ţeir sem trúađ hafa ţví fyrir jólin á Íslandi, ađ Heydrich hafi leikiđ knattspyrnu viđ KR í Reykjavík; og ţeir Fćreyingar sem nú halda ađ hann hafi líka veriđ í fótboltaleik í Ţórshöfn, verđa ađ róa sig. Mér ţykir líklegra ađ Heydrich hafi faliđ sig á klósettinu um borđ á Berlín á ytri höfninni í Reykjavík og Tórshavn og kennt gyđingum um ófarir sínar.

Nú tók Heydrich sem betur fer ekki ţátt í Fyrri heimstyrjöld líkt og Julius Schopka, hann varđ ţví ekki stríđsglćpamađur fyrr en síđar. En kafbátahernađur sá sem Schopka tók ţátt í var ekki eintóm rómantík. Ţjóđverjar grönduđu skipum á grimman hátt ţótt "gentlemennastríđ" hafi enn veriđ háđ í Evrópu. Kafteinar kafbátanna ađvöruđu oft skip áđur en ţeir sökktu ţeim. Schopka lýsir ţví i dagbókum sínum, hvernig hann tók ţátt í sprengingu danska skipsins Ansgar á Miđjarđarđhafi. 11. apríl 1917, tók Júlíus Schopka nefnilega ţátt í óţarfa níđingsverki. Sjóliđar kafbátsins komu fyrir sprengjum um borđ í Ansgar frá Marstal og hófu einnig íkveikju á tveimur stöđum um borđ. Reyndar fengu skipverjar ađ yfirgefa skipiđ.

Danska skipiđ var ekki í flutningum fyrir andstćđinga Ţjóđverja í stríđinu. Fyrst leyfđi kapteinninn á kafbátinum ađ sigla, en skipti svo um skođun. Ţetta er allt hćgt ađ finna í samtímaheimildum í dönskum skýrslum um skipaskaskađa áriđ 1917 sem og í dönskum fjölmiđlum - alt heimildir sem hćgt er ađ nálgast á netinu. Ansgar var reyndar í flutningum međ timbur til Valencia frá Bandaríkjunum. Farminn átti danskur vínkaupmađur í Valencia og hefur viđurinn ugglaust átt ađ fara í gerđ áma. Ţađ var ekkert um borđ í ţessu skipi sem ógnađi Ţýskalandi.

79748786_1728537490613751_7421356982411460608_n

Ansgar

Ansgar fra Marstal sprengdur og sökkt til gamans af kapteini og áhöfn U-52.

Ţađ var eins gott ađ Júlíus Schopca settist ađ á Íslandi og ţagđi ţar um ađild sína ađ árás á danskt skip á Miđjarđarhafi áriđ 1917. Hver veit hver frami hans hefđi veriđ í Ţýskalandi međ slíka reynslu í farteskinu; eđa hvađ gerst hefđi hann, svo Danir heyrđu til í Reykjavík, gortađ sig af ađ hafa sökkt Ansgar. Ćtli illmenniđ Heydrich hafi haft slíkar syndir á samviskunni á sama aldri og Schopka?  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband