Haraldsslátta - og fyrsta íslenska verkfalliđ

Vćringjalenín

Efni ţessarar greinar er fyrsta verkfall Íslendings sem skráđ er á bókfell. Greinin er í pólitískari endanum.

Verkfall var eitt sinn vopn ţeirra sem voru láglaunađir til ađ verja kjör sín og bćta og verjast ţví ađ á rétti ţeirra vćri trođiđ. En í dag er svo komiđ ađ hálaunamenn misnota almennan verkfallsrétt til ađ hćkka laun sín úr öllu valdi. Ţađ er náttúrulega ekki verkalýđsbarátta, heldur hin gamla íslenska grćđgi ţeirra sem ţegar hafa nóg.

Ef einhver nennir ađ lesa verkalýđssöguna hér fyrir neđan, komist ţiđ ađ ţví hvernig tvćr fornar myntir og fornleifarannsókn tengjast fyrsta verfalli Íslendings óbeint - en á áhugaverđan hátt. 

Á hinum fyrsta, glađa og jafnvel fáránlega áratug ţessarar aldar voru umsvifin mikil á Íslandi. Sumir íslendingar ímynduđu sér ađ ţeir ćttu orđiđ afar mikilvćgu hlutverki ađ gegna á međal ţjóđanna. Ísland fór í gegnum hybris-tímabil, sem ein af afleiđingum eyjaţjóđa-háttarlags og oft á tíđum hálfhjákátlegrar ţjóđhverfu, sem einnig á um margt skylt viđ minnimáttarkennd.

Höfđi House, norsk bygging í iđu dekkjaverkstćđa og raftćkjaverslana í Borgartúni í Reykjavík, hafđi nokkrum árum fyrr veriđ lánađ út undir mikilvćgan lykilfund heimsstjórnmálanna. Ţar međ virtist tími skuttogara, dorgs og hrađfrystihúsa vera liđinn í takt viđ ađ veggur í Berlín var rifinn. Á Íslandi voru svín tekin í heilagra dýra tölu í stađ sauđkindarinnar.

Íslenska ţjóđfélagiđ hafđi einnig veriđ tölvuvćtt. Allt ţetta venjulega varđ vitaóarđbćr, t.d. gamalt fólk, sér í laga ţađ gagnrýna. Ţađ var bara fyrir. Nýr ađall á Íslandi hagađi sér eins og kóngar og prinsessur - en ţetta voru hrappar eins og viđ vitum nú öll, og ţessi frásögn fjallar einmitt líka um konunglega hrappa og hvernig Íslendingar tóku ţá í karphúsiđ.

Fornleifarannsóknir á fyrirhrunsárum

Ţví sem ég segi nú frá, gerđist á ţeim tímum er sumir töldu peninga vaxa á trjám á Íslandi og bankarćningjar riđu sem hetjur um héruđ og fóru í Víking í löndum ţar sem fólk ţyrsti eftir ađ láta pretta sig. Í ţá daga var einnig ţjösnast upp á hálendiđ til ađ grafa upp einhverjar fornleifar sem voru fyrir mikilvćgum virkjunarframkvćmdum. Nógir peningar voru til alls. Nú átti ađ selja rafmagn til Evrópu gegnum óskhyggjuleiđslur eđa hreinan ţankaflutning. Fornleifafrćđingar flógu feitan gölt á ţessum uppgangstímum ímyndunarveikinnar á Íslandi. En ţeir eru eins og kunnugt er afar látlaust og lítillátt fólk.

 

124699054_10158550191490967_6910451342396712910_o

Frá rannsókn FÍ á seljarústinni "Pálstóftum". Ljósm. Fornleifastofnun Íslands á FB. Ţröngt hefa menn setiđ í seli.

Forn seljarúst uppi á heiđi, sem annars hefđi fariđ á bólakaf í uppistöđulóni Kárahnjúkavirkjunnar, var međal ţess sem tókst ađ rannsaka sökum beljandi uppgangs og blindrar bjartsýni í ţjóđfélaginu. Seljarústin sýndi okkur vita óarđbćran rekstur fyrri alda í mćđu, móđuharđindum, riđu og ráđaleysi. En nú voru nýir tímar. Mistök fyrri alda átti ađ grafa úr moldu, svo ţau yrđu ekki endurtekin.

Gildismatiđ var hins vegar ekki eins gott og vísustu menn töldu sig hafa fyrir séđ. Allt fór loks í harđlífi og kút áriđ 2008. Sumir hafa ţegar gleymt ţví eđa trođiđ ţví neđst niđur í undirmeđvitundina.

Á hinum hryllilegu árum, eftir allan uppganginn og svo hruniđ, fóru sumir menn ađ berja á eldhúsáhöld í örvilnan sinni - en ţeir sem valdiđ höfđu fárinu lögđu bara ný plön fyrir áframhaldandi prettum og fúski eins og erfđamengi ţeirra hafđi valiđ ţeim ađ gera. Í ónáttúrulegu vali manngerđarinnar homo fraudationis, sem hefur komist til mikilla metorđa á Íslandi, gerjast alltaf eitthvađ í pottinum.

Fornleifastofnun Íslands (FÍ) heitir fyrirtćki eitt úti í bć. Ţrátt fyrir hiđ mikilfenglega nafn, sem leiđir hugann um veglega og gljápússađa ganga í háskólabyggingu sem ber nafn Kristjáns Eldjárns, er FÍ hvorki háskóla- né ríkisstofnun. FÍ dafnađi vel á velmektarárunum fyrir hiđ andlega hrun ţjóđarinnar áriđ 2008.

Fyrirtćkiđ vann međal annars útbođiđ á rannsókn á seljarústunum sem kallađar er Pálstóftir í hausinn á Páli Pálssyni í Ađaldal, sem upphaflega hafđi fundiđ rústina. Rannsóknir fóru fram áriđ 2004 og 2005 og rústin fékk nýtt vinnuheiti ćttađ úr tölvufrćđi sem hefur haslađ sér völl í fornleifafrćđinni á heldur furđulegan hátt. Grafin var upp "útstöđin" Pálstóftir. Nú, á hinum miklu framgangstímum var ekki lengur hćgt ađ tala um eins skammarlegt fyrirbćri og útnorskt eins og sel. Mörgum varđ reyndar ekki um sel er ţađ gerđist.

FÍ heldur um ţessa mundir upp á 25 ára starfsafmćli sitt, međ rekstri sem ţađ getur mest megnis ţakkađ opinberu fjármagni. "Einkavćđing" fornleifafrćđinnar var hugsanlega nauđsynleg, til ađ koma henni úr ládeyđu ţeirri sem ríkti međan öll fornleifasýsla í landinu fór í gegnum í hćsta lagi tvo starfsmenn fornleifadeildar Ţjóđminjasafns -  og síđar líka gegnum vitstola kerfi Ţjóđminjaráđs og Fornleifanefndar, sem mest stóđu í ţví ađ reyna ađ ryđja ládeyđunum burt af Ţjóđminjasafninu. Ţetta var auđvitađ allt áđur en eldhuginn sem nú stjórnar Ţjóđminjasafninu til sögunnar og framkvćmdastjóri Minjastofnunar eldađi grátt silfur viđ Fornleifastofnun Íslands. Varđ oft af ţessu mikil skemmtun, en í raun er öll ţessi saga meinasorgleg.

En ekki vil ég útiloka ađ ţađ vćri betra ađ láta lítil fyrirtćki berjast fyrir ţví sem gera ţurfti, en aldrei gerđist, vegna ţess ađ Ţjóđminjavörđur var ódugandi, ráđuneytiđ skilningssljótt og stjórnmálamenn eins og álfar út úr hól eđa á Klausturbar.

Versta hliđ einkavćđingarinnar á uppgangstímunum var náiđ samstarf FÍ og annarra ađila viđ ráđríkan prófessor í New York, sem vildi hafa Ísland sem sitt eigiđ konungdćmi til ađ grafa upp dýrabein í öskuhaugum, og oftast í leyfisleysi. Stórkaninn (sem var eins konar homo trumpensis) reyndi leynt og ljóst ađ bola öđrum soltnum löndum sínum frá fjármagni til Íslandsrannsókna, sem hann mjólkađi einn í BNA, međan ađ leppmenn hans á Íslandi hjá einkafyrirtćki međ ríkisnafn mjólkuđu íslenska ríkiskassann í bođi vinalegra ráđherra.

Til ađ halda upp á afmćliđ sitt, hefur FÍ birt nokkra pistla á Fjasbók sinni, ţar sem greint er frá sumum merkum rannsóknum fyrirtćkisins. Nú um daginn var röđin komin af útstöđinni Pálstóftum og var fróđleiksfúsum lesendum sagt, hvar ţeir gćtu fengiđ betri upplýsingar um rannsóknina.

Haraldsslátta og Íslendingurinn Halldór Snorrason

Ţađ kom mér mjög á óvart, ađ síđan ég las grein um rannsóknirnar á Pálstóftum í Árbók hins íslenska Fornleifafélags (sjá hér), hafđi vitneskjan og andlegi auđurinn úr jörđinni ekkert ávaxtast. Ekki virđist hafa veriđ leitast eftir ţví ađ verđa vísari um ţađ sem fundist hafđi.

Ţrátt fyrir heldur ófjölbreytta forngripaflóru, sem er víst tilfelliđ í mörgum seljarústum ţar sem búseta var tímabundin í skamman tíma í senn, ţá hefur ekkert meira veriđ ritađ um tvćr myntir sem í norskri og íslenskri tímaritsgrein var nefnd til sögunnar sem koparmynt frá tímum Haraldar Harđráđa Noregskonungs sem ríkti frá 1047 til 1066.

Haraldur ćtlađi í stríđ viđ Vilhjálm Hróbjartsson fursta frá Normandí, en mátti í óđagoti sínu láta lífiđ í orrustunni viđ Stamford Bridge. Normannarnir voru einfaldlega sterkari en frćndur ţeirra Norđmenn. Í grein í Norwegian Archaeological Review, sem ţýdd var yfir á íslensku í Árbókinni, sást engin viđleitni til ţess ađ skilja eđa hvađ ţá velta ţví fyrir sér hverju ţađ sćtti, ađ tvćr myntir úr myntsláttu sama Noregskonungs fundust í seljarúst á afdölum Íslands. Reyndar er minnst örlítiđ á myntirnar tvćr frá Pálstóftum í ţessari B.A. ritgerđ viđ HÍ. Ritgerđin gefur ágćtt yfirlit.

Ég er ekki ađ biđja um ađ menn skáldi eitthvađ ţegar ţeir sigla lens í frćđunum, eins og ţegar menn fóru ađ trúa ţví ađ ţeir hefđu fundiđ eskimóakonur austur á landi og austurlenska Allah-perla á Stöđvarfirđi eins og margfrćgt er orđiđ. Ţađ er skáldskapur og allt önnur grein en fornleifafrćđi.

En ţar sem myntirnar fundust austur á landi, hlaut ađ vera einhver merkileg saga á bak viđ ţá, eđa í ţađ minnsta tengd ţeim. Og fornleifafrćđin er oftast lyginni sterkari. Ţađ er frćđigrein ţar sem menn ţurfa eigi ađ stunda lygafréttir til ađ komast af. En fornleifafrćđin á Íslandi hefur nú líka frekar veriđ framkvćmdarsýsla en frćđimennska í nokkra áratugi. Ég sendi Fornleifastofnun reikninginn fyrir frćđilega greiningu.

124766237_10158550191300967_100622818716712415_n

Myntirnar tvćr í "Pálstóftum" hafa veriđ borađar tveimur götum og ţrćddar upp á sörvisband (perlufesti), sem sumir seljadrengirnir skörtuđu líklega viđ mjaltir í kvíum. Ţćr teljast til mynta međ skreyti sem ber gríska heiti fléttunnar/hnútsins sem skreytir ţá, ţ.e. Triquetra (Triquetra-gerđ). Triquetra táknađi um miđja 11. öld heilaga ţrenningu enda konungar ţeir sem notuđu ţađ kristnir. Skreytiđ kemur fyrr fyrir á dönskum og Engilsaxneskum myntum. Ţessar myntir eru afar sjaldgćf gerđ (skreyti) og áriđ 1975 höfđu ađeins fundist 257. En myntina er ţó hćgt ađ kalla grunninn ađ fyrsta myntkerfi Noregs. Sérlega sjalfundnar eru ţeir peningar međ ţrífléttunni sem Haraldur Harđráđi lét slá og sem hafa hring sleginn í fyrsta fjórđunginn (efst til vinstri) á bakhliđinni.  Norski myntsérfrćđingur Kolbjřrn Skaare  kallar ţá gerđ 75/R89. Vegna ţess ađ ţessi slátta Haralds innihélt stundum meiri kopar en silfur var ekki mikiđ lagt í sláttuna og stundum var textinn sem upphaflega var á latínu og jafnvel á norsku međ rúnum orđiđ ólćsilegt hrafl eins og tilfelliđ er međ myntirnar sem fundust í Pálstóftum. Ţetta var svo sannarlega álkróna síns tíma. Ljósm. Fornleifastofnun Íslands.

Myntir geta sagt mikla sögu, fyrir utan ađ gefa góđa hugmynd um ađ búsetalög, sem ţćr finnast í og viđ, séu ekki mikiđ eldri en myntin (ef hún hefur ekki falliđ niđur um rifu í gólfi). Ţessi regla á kannski ekki viđ um myntir sem finnast í seljarústum. Ekki held ég ađ myntir hafi oft fundist viđ seljarannsóknir eđa í "sćtrunum" í Noregi. Hvađ áttu menn svo sem ađ gera viđ peninga í seljum. Ţeir sem ţar unnu voru hálfgerđir ţrćlar eđa á neđsta ţrepi í launastiganum.

Starfsmenn FÍ nýttu sér ekki myntirnar og leitađi yfirmađur rannsóknarinnar, sem nú er prófessor viđ HÍ, ekki til ţess mynt"sérfrćđings" sem oftast hefur veriđ leitađ til, Antons Holt fyrrv. safnstjóra Seđlabankans. Nei, í rauninni var lesandanum í sjálfvald sett ađ velta fyrir sér myntunum alveg einir og óstuddir. Ţađ getur vitaskuld veriđ varasamt, ef mađur er ekki fornleifafrćđingur. Fornleifafrćđingurinn sem stjórnađi rannsókninni var greinilega ekki vel ađ sér í fornleifafrćđi Norđurlanda, enda ađfluttur frá Bretlandseyjum. Ef hann hefđi haft lágmarkskunnáttu á myntfrćđi Norđurlanda (sem fornleifafrćđingar á Norđurlöndum eru ekki einu sinni sjálfir), hefđi hann uppgötvađ ýmislegt, sem gert hefđi niđurstöđurnar fyllilegri og skilađ meiru frá Fornleifastofnun Íslands til ţjóđarinnar sem borgađi fyrir rannsóknina - svo atvinnuvegirnir og sala á rafmagni mćtti blómgast í gylltri framtíđ fyrirmyndaríkisins Íslands, ţar sem bankar möluđuđ gull úr lofti líkt og áburđarverksmiđjur.

Myntirnar tvćr sem fundust í rústum Pálstófta eru úr svo kallađri Haraldssláttu. Haraldsslátta var, eins og fyrr segir, slátta Haralds harđráđa Noregskonungs, og er sláttunnar og annmörkum hennar rćkilega getiđ í Sögu Haralds Harđráđa sem sumir telja ađ Snorri Sturluson hafi ritađ. Elsta varđveitta handritiđ er í Morkinskinnu frá 1275-1300 (GKS[Gammel Kongelig Samling]-1009 fol.; Handritiđ er enn í Kongunglega Bókasafninu í Kaupmannahöfn).

Mig grunar, ađ Haraldur kóngur (hinn ţriđji) hafi veriđ ćttingi og jafnvel forfađir sumra útrásarvíkinga Íslands á 21. öld. Hann var ađ minnsta kosti međ sömu brenglađa siđferđiđ og ţeir. Hvort veldur uppeldi eđa erfđir veit ég ekki. Hann ţynnti kaupsilfur sitt međ kopar. Ţađ hefur aldrei veriđ taliđ efnilegt. Hann var ţví  svikahrappur og ţessi málmblanda hans var ekkert annađ en verđbólguskapandi ađgerđ, sem ekki var algeng annars stađar í Vestur-Evrópu á hans tíma. Ţessi međferđ á silfrinu fór líka í skapiđ á íslenskum hirđmanni hans, sem var forfađir ritstjórans á Fornleifi. Silfriđ í sláttu Haralds harđráđa Sigurđssonar gat fariđ alveg niđur í 50% eđa minna. Á tímum, ţegar nóg var til ađ silfri og koparpeningar ekki talin gangmynt var ţessi ţynning konungs afar einkennileg ađgerđ til ađ pretta menn, enda var myntin ekki gjaldgeng annars stađar en í Noregi.

Í Sögu Haralds Harđráđa og Sona Hans (hér höfđ međ smávćgilegum leiđréttingum eftir útgefu Finns Jónssonar: Finnur Jónsson (1932) Morkinskinna; udgivet for Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur LIII. J. Jřrgensen, Kbh, greinir frá Íslendingi einum, Halldóri Snorrasyni í Hjarđarholti (f. ca 1014), sem var liđsmađur Haraldar Sigurđssonar, er ţeir voru vćringjar, leiguliđar í lífverđi keisarans í Miklagarđi. Sagan segir frá óánćgju Halldórs vegna lélegs silfurs sem Haraldur borgađi mönnum sínum međ:

Oc er cřmur enn atti dagr iola var monnum gefinn mali. Ţađ var callat Harallz slatta. var meiri lutr copars. Ţat bezta costi at veri helmings silfr, oc er Halldorr toc malann. hefi hann i mauttuls skavti sino silfrit ok litr á. oc syniz eigi scirt mala silfriđ. lystr vndir neţan annaRi heNndi. oc feR ţat allt i halm niđr. Barţr melti. q[aţ] hann illa meţ fara, mon konvngr ţicciaz svivirđr i. oc leitađ a viđ hann vm malagjofna. Ecki ma nv fara at slico s[egir] H [alldor]. litlo hettir nv til. Nv er fra ţvi sagt at ţeir bva scip sin eptir iolin. etlar konvngr svţr fyr land. oc er konvungr var mioc sva bvuinn. ţa biosc H. ecki. oc melti Barţr. hvi bystv eigi Halldorr. Eigi vil ec s[agđi] hann. oc ecki etla ec at fara, se ec nv at konvngr ţoccar ekki mitt mal. Barţr s[egir] Hann mon ţo at visu vilia at ţv farir. Fer Barđr siđan oc hittir konvung, segir honum at Halldorr bysc ecki. mattv sva etla at vandskipađr mon ţer vera stafniN i stađ hans. Konvngr melti. Seg honom at ec etla at ham scyli mer fylgia. oc ţetta er ecki alogat feţ sia er međ ocr er vm hriţ. Barđr hittr Halldor oc letr at konvngr vili enski costar lata hans ţionosto. oc ţađ rezc or at Halldorr feR. ...

En áfram hélst óánćgja Halldórs, ţví fyrir utan nánasahátt Noregskonungs voru einnig ţjóđernisfordómar í gangi á 11. öld. Ţegar konungur hafđi brotiđ frekar á Halldóri setti drengurinn Dóri önnur skilyrđi:

H[ann]. s[agţi]. Eigi scal ec ţo optaR vera a konvngs scipino. oc ef hann vill hafa mitt foroneyti lengr. Ţa vil ec hafa scip til stiornar oc eignz ţat. B[arţr]. s[agţi]. Ţat samir eigi at lendir menn lati scip sin fire ţer. oc ertv of framgiarnn. H.[alldorr] quaz eigi fara myndo elligar. Barđr s[agţi] konvngi hvers beitt er af Halldors hendi, oc ef hasetar ţess skips eo jafntravstir sem styrimaţr ţa mon vel hlvţa. Konvngr melti. Ţott ţetta ţicci framala melt vera. ţa scal ţo af nacqvat gera.

Sannarlega var Halldór ţessi forfarđi ritstjórans hér á Fornleifi, og er greint frá ţví í nútímauppflettinu Íslendingabók. Trúi hver sem trúa vill, en ég er samkvćmt hinni mjög nákvćmu ćttfrćđiskrá (sem einnig var afsprengi fyrirhrunsćđisins), afkvćmi Halldórs Snorrasonar í 26. liđ - enda jafn helvíti ţrjóskur og ţver og karlinn. 

En svikahrappar halda ávallt uppi uppteknum hćtti, ţannig ađ Halldór, sem var kannski ekki launţegi í nútímamynd orđsins, efldist allur í launabaráttunni gegn Noregskonungi. Í gildi miklu í Niđarósi var Halldór međal gesta konungs. Hann sletti ţessu í kóngsa viđ tćkifćri:

... oc se ec at drotning [innskot Fornleifs: Ellisif Elisheva/Elísabet Jaróslavsdóttir] hefir hring ahendi ţvi hofi mikinn. fa mer ţann. Konvngr s. Ţa verţvm vit fara eptir scalvm oc vega hringiN. Ecki ţarf ţess s. H. tec ec hann fyr lvt minn enda montv nv ecki prettonom viţ coma at sinni. oc sel fram titt. Trotning melti. Ser ţv eigi s. hon. at hann stendr ifr. ţer vppi meţ vighvg. tecr siţan hringinn og fer Halldori. Hann tecr viđ oc ţaccar ţeim baţom gialldit. oc bidr ţar vel lifa. oc mono ver nv scilia. gengr nv vt oc melti viđ foronavta sina. biţr ţa hlavpa sem tţast til scipsins. ţvi at ofuss em ec atcveliaz lengi ibřnum. Ţeir gera sva. coma a scipit. og ţegar inda svmir upp seg. svmir ero at bati. svmir heimta vpp aceri. oc bergsc hveR sem ma. oc er ţeir sigldo vt scorti eigi hornnblastr i břnum. oc ţađ sa ţeir siđarst at .iii. langscip voru a floti. oc logţo eptir ţeim. en ţo beR ţa vundan oc ihaf. scilr ţar meţ ţeim oc byrjaţi H. vel vt til Islanz. en konvungs menn hvorfo aptr. er ţeir sa er Halldor bar vndan oc i haf vt. Nocorom svmrom siţar sendi Haralldr konvngr orţ Halldori. Snorra s[agđi]. at haN scylldi raţas enn til hans. oc let at eigi scylldi verit hafa hans virţing meire en ţa ef hann villdi farit hafa. En HalldoR quaz ecki nv myndo fara akonvngs fvnd heţan i fra. oc mondi nv hafa hvaR sem fengit hefţi. oc se ek gorla s.[agđi] hann at ţar etlar hann mer galga. ef ec křm. oc kan ec scaplyndi hans. oc mvn ec ecki trva honum. Oc er aleiţ mioc efi Harallz konvngs. ţa er sagt at  [hann] seNdi Halldori orţ til ađ hann scylldi senda honum melracka belgi. villdi ger af ţeim ifir recio sina. ţvi at konvngr ţottiz ţa ţurfa hlys. oc er Halldori com sia orđsending konvngs. ţa er sat at hann scyti ţvi orţi viţ i fyrstto. elldisc argalin [árgalinn/haninn] nv saţi hann en sendi honum belgi.

 

Savnet fra Bergen

Armhringur ţessi (úr gulli) var međal fleiri hundruđa gripa sem rćnt var á forngripasafninu í Bergen fyrir nokkrum árum síđan. Mikill hluti gripanna er kominn í leitirnar, en enn hafa menn ekki haft upp á ţessum hring, sem gćti hafa veriđ eittvađ í stíl viđ ţađ sem Ellisif Jaróslavsdóttir úr Kćnugarđi bar og forfađir minn hrifsađi međ sér til Íslands og ţóttist ţá kvittur viđ kóng.

Svona lagađ er auđvitađ ekki hćgt ađ gera lengur, enda eru sumir launţegar á Íslandi farnir ađ leika hlutverk konungsins.

Hvort refabelgirnir hafi veriđ fyrir rekkju konungs eđa í kápu mikla á rússneska kerlingu hans, lćt ég ósagt, en gamli konungurinn hafđi greinilega tak á Halldóri sem líklegast hefur ekkert fengiđ fyrir sinn snúđ fyrir láfćtlur og skaufhalana, nema ađ Snorri Sturluson sé ađ ljúga ţessu öllu.  

 

Hvađ sýnir sagan og myntirnar í Pálstóftum okkur?

Myntslátta svikahrappsins Haralds Harđráđa, og sagan sem sögđ var um sláttuna snemma á 13. öld, sýnir okkur hve nauđsynlegt ţađ er ađ svara fullum hálsi illa siđuđu fyrirmönnum og yfirmönnum, sem hafa ofmetnast, ţannig ađ ţeir telja valdsviđ sitt og gerđir hafin yfir alla gagnrýni. Hrappsháttur er til í öllum ţjóđfélagsstigum, og manngerđin sem hana ber kemur alltaf fljótt upp um sjálfa sig.

Halldór Snorrason var hins vegar ekki hinn dćmigerđi launţegi. Hann var í austurvíkingi međ norskum fursta. Ţegar norrćnir menn rćndu og rupluđu međal framandi ţjóđar, voru ţeir ekki taldir til ţjófa, ef ţeir sem rćndir voru vissu ađ ţeir vćru rćndir. En fólks sem stal frá öđrum í leyni, líkt og Haraldur konungur gerđi, voru ótíndir hrappar og ţjófar. Víkingar og Vćringjar litu hins vegar ekki á sig sem ţjófa ţví ţeir létu ţá sem ţeir rćndu finna fyrir ţví ađ veriđ var ađ rćna ţá og jafnvel međ brandinum og atgeir, og síđar međ krossi.

Myntir Haralds konungs svikahrapps sem fundust á Íslandi, sýna okkur ađ viđ eigum heldur ekki ađ láta einkafyrirtćki međ ríkisnöfn, sem siđlausir ráđherrar hafa sett beint á ríkisspenann, komast upp međ ţađ ađ skila af sér skýrslu fyrir rannsóknir, sem kostađar voru međ fleiri milljónum króna af almannafé, ef fornleifafrćđingarnir/höfundar vita ekki ađ myntir ţćr sem ţeir fundu hafi komiđ úr Haraldssláttu.

Ţessar myntir voru ekki mikils virđi er ţćr voru komnar til Íslands, hugsanlega međ öđrum mönnum en Halldóri Snorrasyni, sem einnig höfđu veriđ sviknir af Noregskonungi. Myntirnar voru orđnar ađ skrauti og greinilega bornar hvunndagslega í seljum í lok 11. aldar.

Harla svívirđilegt vćri af fornleifafrćđingum á Íslandi, sem nokkrum er í nöp viđ heimildagildi fornritanna, ađ afgreiđa Haralds Sögu Harđráđa sem skáldsögu og uppspuna Snorra Sturlusonar; ef ţađ var ţá hann sem ritađi. Viđ höfum myntirnar tvćr undir höndum og ţćr stađfesta söguna og sagan ţćr. 

Til hamingju Fornleifastofnun Íslands

En ég óska ţó hér í lokin "stofnuninni" til hamingju međ fyrstu 25 árin og fyrir ađ henni hefur öll ţessi ár tekist ađ telja erlendum samstarfsađilum trú um ađ ţetta vćri stofnun, Institut.

Fornleifastofnun Íslands hefur ekki alltaf stađiđ sig í stykkinu ţau 25 ár sem hún hefur starfađ og barist međ ríkisfé í asa viđ ađra fornleifafrćđinga á "markađi" og ţjóđminjayfirvöld.

Ég hef ţví miđur sćrt fólk međ ţví ađ upplýsa ţađ um hiđ hálfhrappslega nafn fyrirtćkisins. Ţađ er örlítill Haraldssláttubragur yfir ţví, ef ég leyfir segja skođun mína. Einn erlendur mađur lét eftirfarandi orđ falla, er ég kom honum í skilning um ađ Fornleifastofnun Íslands vćri bara einkabissness: Well, some people just need to be institutionalized.

Ítarefni: Coins and Coinage in Viking-Age Norway: The establishment of a national coinage in Norway in the XI century, with a survey of the preceeding currency history. Universitetsforlatet, Oslo-Bergen-Tromsö. Bókin er til á norsku í Seđlabanka Íslands. Ég set pdf-skrá međ mikilvćgustu blađsíđunum í bókinni varđandi Haraldssláttu.

en-historisk-mynt-khm-970

Efst: Haraldsslátta áđur en hún ţynntist, og fyrir neđan mynt sem nýlega var seld á uppbođi í Danmörku. Hún mun vera af sjaldgćfustu gerđ peninga úr Haraldssláttu en međ sćmilegu silfurinnihaldi.

image00328


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tvćr athugasemdir. Önnur efnisleg. "...bankarćningjar riđu sem hetjum um héruđ og...". Hér er orđinu "sem" tvímćlalaust ofaukiđ.

Hin málfarsleg. "Fornleifafrćđingar fláđu feitan gölt...". Vćri ekki betra: "...flógu feitan..."?

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráđ) 29.11.2020 kl. 15:31

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Vielen Dank, Hr. Sprachpolizist!

FORNLEIFUR, 29.11.2020 kl. 15:35

3 identicon

Vćl gagnist!

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráđ) 29.11.2020 kl. 15:43

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nafn ţessa fyrirtćkis, Fornleifastofnun Íslands minnir á Landsbanka Ísland á nefndum "uppgangsarum" sem enduđu í niđurgangi. Ţađ einkafyrirtćki hét hvorki meira né minna en National Bank of Iceland á erlendri grundu. Engin furđa ţótt ţeir vildu krefja okkur larfana um Icesave. Menn trúđu ţví í alvöru ađ ţetta vćri ríkisbanki, líkt og menn trua ţví ađ eháeffiđ Fornleifastofnun Íslands sé ríkisstofnun.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.11.2020 kl. 22:55

5 identicon

Ef gúgglađ er "First National bank of" má finna banka frá Ameríku til Namibíu sem ekki eru ríkisbankar.

Haraldur harđráđi fór til Englands til ađ berjast viđ nafna sinn Guđinason. Bardaganum viđ Stafnfurđubryggjur viđ York var rétt lokiđ ţegar fréttir bárust ţangađ um komu Vilhjálms til Hastings. Engilsaxnesisk herinn marsérađi suđur á 10 dögum ađ mig minnir.

Jón (IP-tala skráđ) 30.11.2020 kl. 17:13

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband