Spurning varđandi Ruth Rubin

Endurtekiđ efni: Hér er gamalt efni. Ţennan greinarstúf birti ég áriđ 2008 á postdoc.blog.is

d_billeder_ruth_rubin

Nýlega [ţessi grein var upphaflega birt áriđ 2008], ţegar fréttir bárust af hryllilegu morđi á 10 ára barni í Svíţjóđ, urđu menn forviđa og harmi slegnir. Allir, og sérstaklega allir foreldrar, fyllast harmi og hryllingi viđ slíkar fréttir frá nágrannalandi okkar, ţar sem stór hluti ţjóđarinnar hefur aliđ manninn og hlotiđ menntun sína og gildismat. Ekki vantađi heldur dóm íslenskra bloggverja yfir manninum sem framdi ódćđiđ. Hann verđur örugglega dćmdur eftir ţeim lögum sem gilda í Svíţjóđ.

Annađ var upp á teningnum fyrir fyrir u.ţ.b. 16 árum, ţegar fariđ var fram á rannsókn á máli meints stríđsglćpamanns á Íslandi sem hafđi gerst íslenskur ríkisborgari eftir ađ hann strandađi hér á leiđ til Venezuela. Gömlum vitnisburđi og skýrslum var til ađ byrja međ hafnađ sem KGB áróđri, t.d. af Morgunblađinu, sem dćldi út rógi um Simon Wiesenthal stofnunina. Lögfróđir menn, sem leitađ var til, töluđu gegn betri vitund og rannsókn málsins var dregin á langinn. Mađurinn, Eđvald Hinriksson, var t.d. ásakađur um ađild ađ morđi á ungri stúlku, Ruth Rubin, sem var í haldi lögreglusveitar ţess sem hann var međlimur í.  Evald Mikson hét hann, ţegar sveit sú sem hann var í hóf gyđingamorđ. Sveitin byrjađi á morđunum áđur en Ţjóđverjar voru almennilega búnir ađ ná yfirráđum í Eistlandi.

Mikson dó drottni sínum rétt eftir ađ Íslensk yfirvöld tóku viđ sér og ákváđu ađ líta á ásakanirnar á hendur honum.  Ţrátt fyrir ađ honum hafi veriđ hlíft viđ rannsóknum og réttarhöldum, skilgreina eistnesk stjórnvöld hann nú sem stríđsglćpamann.

Forseti vor og utanríkisráđherra höfđu, ţegar mál hins meinta stríđsglćpamanns var í gangi, ýmislegt til málanna ađ leggja. Hér  og hér getiđ ţiđ lesiđ hvernig máliđ leit út frá ţeirra sjónarhorni. Leiđtogar Hizbollah áttu alla samúđ Ólafs, eins og ţađ kćmi eitthvađ máli eistnesks stríđsglćpamanns viđ, og Ingibjörg víđförla var á ţví ađ gyđingar ćttu engan einkarétt á helförinni eđa ţjáningu. Mun hún endurtaka ţađ í Öryggisráđi SŢ?

Algjör ţögn virđist nú vera um mál stríđsglćpamannsins á Íslandi. Blađamađur í fremstu röđ, "sem ţorđi međan ađrir ţögđu" var nćstum ţví búinn ađ missa vinnunna vegna ţess ađ hann skrifađi um máliđ. Hann ćtlađi ađ skrifa bók um efniđ, en stendur nú í stađinn í ţví ađ skýra gjörđir yfirvalda í Kópavogi. Ég bíđ eftir bókinni.

Af hverju fyllist íslenska ţjóđin af hryllingi yfir barnamorđi í Svíţjóđ, ţegar stór hluti hennar vill verja mann sem ásakađur var fyrir ađ hafa nauđgađ stúlku og myrt?

Ég geri mér grein fyrir ţví ađ fjarlćgđin í tíma og rúmi getur gert menn miskunnsamari gagnvart vođaverkum og sekt? Ţađ, ađ hinn meinti stríđsglćpamađur var orđinn Íslendingur og átti syni sem voru duglegir íţróttamenn á heimsmćlikvarđa, hafđi líka mikiđ ađ segja í sambandi viđ álit Íslendinga. Hann var "einn af okkur". Svo ţekkist viđkvćđiđ: "Ađrir skulu ekki koma hér og segja okkur fyrir verkum". Ţađ heyrđist nýlega ţegar Íslendingur fékk sjö ár í steininum í Fćreyjum fyrir ađild ađ kókaínsmygli. Hann hefđi, samkvćmt lögfróđum Íslendingum eins og Brynjari Níelssyni og Sigurđi Líndal, ađeins fengiđ innan viđ ár á Íslandi. 

Ţađ lćđist ađ mér sá grunur ađ áhugi Íslendinga, og margra annarra, á fórnarlömbum og órétti stýrist t.d. af ţví hvađa ţjóđflokkur hefur orđiđ fyrir órétti. Margir Íslendingar gráta frekar sćnska stúlku en gyđingastúlku í Tallinn. Getur ţetta veriđ rétt athugađ hjá mér?

1929_Rubin_family
Ruth Rubin og fjölskylda hennar. Mađurinn lengst til hćgri er Haim Arlosoroff, síonistaleiđtoginn sem myrtur var á hrottalegan hátt í Tel Aviv áriđ 1933. Kona hans, Sima, var föđursystir Ruth Rubin. Arlosoroff hafđi á 2. áratug aldarinnar stundađ nám í Berlín, ţar sem hann var unnusti Mögdu Behrend, sem síđar fékk eftirnafniđ Göbbels - já mađurinn hennar var einmitt sá Göbbels. Áriđ 2016 kom ţađ fram ađ líffrćđilegur fađir Mögdu Behrends hefđi veriđ gyđingur, Richard Friedländer (sjá hér).
 
Mikilvćg viđbót:
 
Ţegar ţessi grein birtist fyrst áriđ 2008, gerđi Ţór Jónsson fyrrv. fréttamađur á Stöđ 2 eftirfarandi athugasemd:

Komdu sćll, Vilhjálmur Örn, og gleđilegt sumar. Raunar sagđi ég upp vinnu minni á Stöđ 2 á sínum tíma vegna ţess ađ ţáverandi fréttastjóri [innskot Fornleifs: ţetta var Ingvi Hrafn Jónsson] vildi ađ ég steinhćtti öllum fréttaflutningi um Mikson-máliđ. Hann hafđi áđur látiđ klippa úr fréttum sem ég sendi ađ utan og ´kćlt´ ađrar ofan í skúffu ţar til ađrir fjölmiđlar hér á landi urđu á undan ađ flytja ţćr. - Ţađ var forvitnilegt ađ sjá ljósmynd af Ruth litlu. Ég gleymi ekki ţegar ég skođađi frumgögnin um handtöku hennar og yfirheyrslu í ţjóđskjalasafninu í Tallinn og barnslega undirskrift hennar á skjölunum sem áttu ađ gefa glćpsamlegu athćfi einhvers konar lögformlegan blć. Hún var auđvitađ drepin. Mig minnir ađ hún hafi veriđ 14 ára.

Ţór Jónsson (IP-tala skráđ) 26.4.2008 kl. 21:26


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband