Köttur úti í mýri setti upp á sér stýri úti er ćvintýri

Miđskipshjóliđ 1936

Ţann 17 janúar sl. horfđi ég á ţátt í röđinni Fyrir alla muni, sem var sýndur í Sjónvarpi. Ţćtti í ţessari röđ hef ég horft á áđur og í sannleika sagt ţótt frekar ţunnur ţrettándi. En ţátturinn sem hér um er fjallađ (sjá hann hér međan ađ hćgt verđur) var reyndar ađeins betri en fyrri ţćttir í ţessari röđ hafa veriđ.

Í ţetta sinn var fjallađ var um stýrishjól úr skipi í eigu manns í Reykjavík. Eigandi stýrisins (rattsins), Ingi Ingason, er barnabarn Alberts Guđmundssonar knattspyrnumanns, ráđherra, sendiherra i Frakklandi m.m. Ingi hafđi fengiđ ţá sögu međ sér úr föđurhúsum, er hann erfđi hjóliđ, ađ ţađ vćri líklega úr Pourquoi Pas? sem fórst áriđ 1936 viđ Álftanes á Mýrum (en ekki á Álftanesi og Mýrum  líkt og stendur í frásögn RÚV um ţáttinn (sjá hér og skjámyndina hér neđar).

Docteur_Charcot_[15_aoűt_1908]_[...]Agence_Rol_btv1b6910841t_1Skiltiđ á Pourquoi Pas? (hinu fjórđa) međ áletrunni ´Fyrir Heiđurinn og Föđrulandiđ´ fannst rekiđ á Álftanesi á Mýrum áriđ 1936 og sést ţađ illa fariđ á ljósmyndinni efst.

Margir Íslendingar kunna mjög vel sögu skipsins og strandsins áriđ 1936. Ţátturinn um meint stýri úr Pourquoi Pas? bćtti ţar litlu viđ. Ţetta var mestmegnis ţvađur um "stýri" sem Albert Guđmundsson hafđi keypt sem "stýri úr skipi" sem stýrishjóliđ tilheyrđi reyndar aldrei.

Screenshot_2021-01-24 Er ţetta stýriđ úr Pourquoi-Pas

RUGLIĐ Á RÚV gerir ţađ ekki endasleppt. Skjámynd af frétt RÚV um ţáttinn. Er ţetta hćgt í efni sem er unniđ til sýninga hjá RÚV? - ţ.e. ađ "stranda á skerinu Hnokka út af Álftanesi og Mýrum uppi í Borgarfirđi" ?? Einnig er gegnum nćr allan ţáttinn talađ um stýriđ á skipinu, sem er allt annar hlutur en stýrishjóliđ (eđa rattiđ eins og sumir kölluđu ţađ) Menntun á Íslandi stendur greinilega á lćgra stigi en hér áđur fyrr. Til ađ skýra út fyrir landkröbbum, ţá er stýri ţađ sem Englendingar kalla Rudder, Danir og norđmenn kalla Ror og Hollendingar kalla Roer. Á frönsku er orđiđ fyrir stýri Gouvernail (sem er komiđ úr latínu Gubernacula). Stýrishjól er hins vegar allt annar handleggur. Frakkar tala t.d um Barre de gouvernail eđa bara Bateau. Ţess má einnig geta ađ Frakkar, sem skrifa af vanefnum um skipsskađann áriđ 1936, rugla Álftanesi á Mýrum viđ Álftanes í núverandi bćjarfélaginu Garđabć.

Ţessi fornleifafrćđingur, sem ađ mestu heldur sig ofansjávar og fjarri fósturlandinu, horfđi á ţáttinn 17. janúar, og ţađ ţrátt fyrir óvćgan dóm minn á fyrri ţáttum, sem sumir hverjir voru hrein hörmung. En ţótt ţátturinn nú hafi veriđ nokkuđ áhugaverđur, voru efnistökin ekki nógu frćđileg. Ţađ eina sem gnćfđi yfir hálfgerđa ćsifréttamennsku ţáttastjórnandanna voru vís orđ Ragnars Edvardssonar fornleifafrćđings, sem benti á ađ ef hlutur sé horfinn frá/úr upphaflegu samhengi sínu, vćri oftast nokkuđ erfitt ađ segja til um samhengiđ. Mér ţótti samt nokkuđ skondiđ ađ Ragnar var samt nokkuđ heitur fyrir ţví ađ stýriđ vćri jafnvel úr Pourquoi-Pas? 

Viđtali viđ konu um vel ţekktan máf um borđ á Pourquoi Pas? hefđi nú eiginlega veriđ hćgt ađ sleppa, ef ţáttastjórnendur hefđu haft fyrir ţví ađ lesa t.d. bók Illuga Jökulssonar um skipiđ og endalok ţess - kannski bara Laxness, ţó svo hann hafi ekki veriđ ólyginn - eđa leitađ á Timarit.is eftir upplýsingum. Ţađ er ekki nóg ađ senda bréf til Frakklands. Fólks sem fćst viđ ađ búa til skemmtiefni međ frćđilegu ívafi, verđa líka ađ eyđa örlitlum tíma í lestur og smá grúsk.

Međ mikilli fyrirhöfn (bréfaskriftum til Frakklands) var haft upp á tveimur ljósmyndum sem sýndu stýrishjóliđ í stýrishúsinu miđskips á Pourguoi Pas?, en ţćr voru teknar löngu fyrir 1936. Síđan bárust ţáttarstjórnendum upplýsingar frá Frakklandi um ađ skip sem bar nafn Jean-Baptiste Charcot hefđi veriđ byggt áriđ 1908. Ţađ skip var síđar leigt út til Noregs og síđar framleigt til Íslands. Á Íslandi fór ţetta skip í slipp, ţar sem fóru fram á ţví miklar endurbćtur. Líklegast má ţví telja ađ stýriđ sem ţátturinn var spunninn utan um hafi komiđ úr Jean-Baptiste Charcot, en ekki Pourguoi Pas?.

1_CHAR1P45

Charcot viđ stjórnvölin á Pourquoi Pas? áriđ 1910 viđ strendur Chile.

En ef haft hefđi veriđ samband viđ ofansjávar-fornleifafrćđinginn sem ţetta ritar, hefđi hann getađ bent leitandi sálum á ljósmynd af aftara stýrishjólinu (sem var beint yfir aftara stýrinu og beintengt í ţađ) á Pourquoi Pas?.

Áđur en ég sá ţáttinn um stýrishjóliđ ţann 17.janúar 2021 var ég búinn ađ finna mynd af Jean-Baptiste Charcot viđ aftara stýriđ um borđ á Pourquoi Pas áriđ 1910 úti fyrir ströndum Chile. Myndin var tekin í Öđrum leiđangri Jean-Baptiste Charcot til Suđurskautslandsins á Pourquoi Pas? (4. skipinu međ ţví nafni), en smíđum á ţví var lokiđ áriđ 1908. Ţađ var einmitt sama skipiđ og fórst áriđ 1936 viđ Íslandsstrendur. Ţó myndin sé ekki skýr, er ljóst ađ áriđ 1910 hafi aftara stýrishjóliđ á Pouguois Pas? heldur ekki veriđ ţađ sama og ţađ sem er í eigu Inga Ingasonar.

Af hverju fann ţáttagerđarfólkiđ ekki ţessa mynd? Hana er auđveldlega hćgt ađ finna međ hjálp Google og lágmarks frönskukunnáttu? Ef menn gera heimildaţćtti, er Google hentugt hjálpartćki. Kannski treystu ţáttastjórnendur ekki upplýsingum úr leitarvélinni margfrćgu? Mig grunar ađ ţau hafa breytt ţćttinum töluvert og klippt til, ţegar ţau fengu bréf frá fróđum mönnum í Frakklandi.

Ţađ er auđvita mest gaman ađ gera sjónvarpsţćtti og vera ekkert ađ eyđa spennunni og skemmtun ţegar í fyrsta hlutanum međ sannindum. Sjónvarp og uppspuni eiga best saman. Spenna og skemmtun er ţađ sem fólk vill fá - frekar en blákaldar og leiđinlegar stađreyndir. Ákveđinn fjöldi fólks í ţjóđfélögum vill líka alltaf láta ljúga ađ sér. Kannski veiti ég einhverjum litlum hópi grúskkarla međ sannleikann sem ţráhyggju skemmtun og fullnćgingu međ ţví ađ benda á ađ einnig sé til mynd af aftara stýrishjólinu á Pourquoi Pas? og ekki bara ljósmyndir af fremra hjólinu, sem sýndar voru í ţćttinum  af stýrinu miđskips. Svo getur restin látiđ ljúga ađ sér hverju sem vera vill.

Magni seldi

Stýrishjól hafa oft gengiđ kaupum og sölum. 2. febrúar áriđ 1978 var hinn vel ţekkti kaupahéđinn Magni R. Magnússon í Frímerkjasölunni ađ reyna ađ losa sig viđ stýrishjól međ smáauglýsingu í Dagblađinu. Um tíma voru seld á Íslandi "puntuhjól fyrir gervisjóara" sem aldrei höfđu migiđ í saltan sjó migiđ. Ćtli Magni hafi selt einhverjum slíkt hjól í ţađ skiptiđ, eđa var hann međ hjóliđ góđa úr Slippnum?

Ég tók svo eftir ţví, ađ ţađ var ekki bara ég sem hnaut um ýmsar vitleysur í ţćttinum um Pourquoi Pas. Á FB heiđursmannsins Jóns Viđars Jónssona voru áhugaverđar athugasemdir varđandi ţáttinn. Ég vona ađ fólkiđ á bak viđ Fyrir alla muni, lćri fyrir alla muni af ţessari gagnrýni minnig og rausi og geri betur nćst.

Ţegar ég var í París í febrúar pestaráriđ 2020, vissi ég ekki enn ađ J. B. Charcot var borinn til hinstu hvílu í kirkjugarđi neđst viđ Montmartre norđanvert, ađeins smáspöl frá íbúđinni sem ég var í efst á fjallinu. Nćst geri ég kannski sjómanna´onnör í kirkjugarđinum, en ekki fyrir alla muni.

Charkot

Myndirnar hér neđst, sem eru frá útför áhafnar Pourquoi Pas? (utan eins manns sem bjargađist) og heiđursverđi viđ skipshliđ í Reykjavík, hafa ekki birst áđur. Ţćr eru úr dagbók dansks diplómats sem var nýkomin til starfa á Íslandi, er Pourquoi Pas? fórst.

IMG_0004 b lille

IMG_0004 c lille

IMG_0005 b lille

IMG_0005 c lille

IMG_0006 b lille

IMG_0006 c lille

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hnaut viđ ţetta líka. Sýndist stýriđ vera heldur smágert fyrir ţetta skip. Forleifafrćđin ţarna er í anda Ómars Ragnarssonar alvitrings, sem fann út ađ Fönikíumenn hefđu numiđ hér land fyrstir fyrir um tvö ţúsund árum. Ţetta byggđi hann á siglutré sem fannst einhverstađar á söndunum og var taliđ úr sedrusviđi. Sedrusviđur er jú svo exótískur og miđjarđarhafslegur ađ ţađ leiđir beint af ađ ţađ hafi tilheyrt fönísku skipi.

Um ţetta gerđi Rúffiđ heilan ţátt.

Ég vann annars viđ leikmynd ţar sem skipiđ kemur viđ sögu. (Svo á jörđu sem á himni) ţar fengum viđ lánađa ýmsa muni af mýrum, m.a. Rakskál og skáp kapteinsins. Ţrátt fyrir ađ mikil heimildarvinna hafi veriđ unnin var aldrei minnst á ađ ţetta stýri vćri til. Stýri sem passar frekar tólf tonna skakbát en stóru seglskipi.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2021 kl. 13:29

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef styriđ er boriđ saman viđ ţessar myndir sem ţú birtir ţá munar talsvert á stćrđ, en ţađ sem ólíkast má sjá er ađ rennismíđin á pílárum og handföngum er gerólík. Einnig er gjörđin á RUV stýrinu galvaniserađ járn í stađ messings, sem allavega er sýnilegt gljáandi á öđru stýrinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.1.2021 kl. 13:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband