Ţegar "vísindin" ofmetnast og fjölmiđlarnir lepja vitleysuna upp og gera hana íviđ verri

Untitled-TrueColor-01

Viđarsýni frá vitatrjálausum stađ?

Nú fćra fréttaveitur um heim allan okkur feiknin öll af fréttum af grein eftir nokkra vísindamenn, sem greint hafa viđarsýni frá L´Anse aux Meadows á Nýfundnalandi.

Vísindamennirnir segja okkur frá ţví í grein í Nature hvernig ţeir hafa komist ađ ţeirri niđurstöđu ađ trén sem sýnin eru úr, hafi veriđ fellt áriđ 1021.  Sumar fyrirsagnirnar eru í ţeim dúr ađ nýju rannsóknirnar hafi stađfest Grćnlendinga Sögu, Grćnlendingaţátt og ađrar heimildir (sjá t.d. Ólaf Halldórsson  1978: Grćnland í Miđaldaritum. Sögufélagiđ)

Ađferđafrćđi hópsins sem ber ábyrgđ á greininni í Nature, hefur látiđ AMS-kolefnisrannsóknarstofuna viđ háskólann í Groningen á Fríslandi (Hollandi), greina fyrir sig sýni, dreg ég ekki í efa. Hins vegar er ég ekki viss um ađ viđarsýnin sem hópurinn greindi séu yfirleitt tré frá L´anse aux Meadows. Ţar sem ekki hafa vaxiđ tré til ađ byggja hús eđa skip úr. Samkvćmt íslenskum ritheimildum frá 13. öld var ţađ ađalástćđan fyrir brölti norrćnna manna á Vínlandi og víđar. Á Nýfundnalandi ţar sem sumir telja ađ Vínland hafi veriđ, vex hvorki vínviđur né tré álitleg til bygginga húsa eđa smíđa skipa.

RUViđ hefur slegist í hóp ţeirra lítt ţenkjandi manna sem lofa greinina, ţó ţađ vćri hiđ auđveldasta mál fyrir međalgreindan snáp ađ fara í saumana henni.

Fyrir greiningu viđarsýnanna ţriggja sem rannsökuđ hafa veriđ, hefur ekki veriđ greint saltinnihald í viđnum, sem gćti fljótlega sýnt, hvort hann hafi vaxiđ óáreittur á stađnum ţar sem hann fannst eđa í nánd viđ hann áđur en hann var felldur áriđ 1021. 

Ef um rekaviđ er ađ rćđa, sem er líklegast, er engin leiđ til ţess ađ segja til um hvenćr tréđ var fellt, hve lengi ţađ rak í sjónum og hvenćr ţađ var notađ.

Mikil umrćđa hefur ţegar orđiđ um grein ţessa á FB North Atlantic Arhaeology, ţar sem menn geta lesiđ skođanir mínar. Í stutt máli eru ţćr ţessar:

Saltinnihald viđarsýnisins sem greint hefur veriđ hefur veriđ áreiđanlega til 1021 e.Kr. hefur ekki veriđ mćlt  Ţví vitum viđ ekki hvort um er ađ rćđa tré frá L´Anse aux Meadows eđa rekaviđ.

Ég er búinn ađ senda athugasemd mínar til Háskólans í Groningen og bíđ svara. 

Ţangađ til tel ég ekki nokkurn fót fyrri ţví ađ mćlingar frá Groningen hafi sannađ ritheimildir frá 13. öld. Ţćr heimildir standa reyndar á ágćtum grunni og hafa notiđ mikilla rannsókna. Viđ sem getur lesiđ heimildir á frummálinu og okkur til gagns, höfum lengi vitađ hve Vestnorrćnir menn voru upp á reka komnir og sumir áttu allt sitt undir honum.

Ţess bera einnig ađ geta at Kristján Eldjárn var mjög efins um aldur rústa í L´Anse aux Meadows og let ţćr skođanir sínar í ljós viđ mig er viđ rćddum saman. Hann greindi mér frá ţeirri rúst sem hann rannsakađi sjálfur, sem hann taldi ekki vera eftir norrćna menn. Kristján var glöggur mađur, og ég ekki lengur í vafa um ađ hann hafi haft rétt fyrir sér um rúst ţá. 

Screenshot 2021-10-21 at 09-45-51 Solar storm confirms Vikings settled in North America exactly 1,000 years ago

Sumir halda ekki vatni fyrir áreiđanleika The Guardians. Ţeir telja ţann bleđil til siđmenningar og kúltíverađan mjög.

Ef fyrri 14C greiningar á efniviđ frá L´anse aux Meadows eru teknar til endurskođunar er mjög erfitt ađ fćra fyrri ţví "vísindalegar" mćlinganiđurstöđur ađ Bjarni Herjólfsson, eđa ţeir brćđur Leifur Heppni, Ţorfinnur eđa Ţorsteinn Eiríkssynir hafi aliđ manninn á L´Anse aux Meadows.

Eftirfarandi lýsingar í Grćnlendinga Sögu endurspegla alveg örugglega ekki landgćđi á norđanverđu Nýfundnalandi, nema ađ heimshitnun hafi veriđ almenn um 1021 e.Kr.:

Nú sváfu ţeir af ţá nótt en um morguninn mćlti Leifur viđ háseta sína: "Nú skal hafa tvennar sýslur fram og skal sinn dag hvort, lesa vínber eđa höggva vínviđ og fella mörkina svo ađ ţađ verđi farmur til skips míns."

Og ţetta var ráđs tekiđ.

Svo er sagt ađ eftirbátur ţeirra var fylltur af vínberjum.

Nú var hogginn farmur á skipiđ.

Og er vorar ţá bjuggust ţeir og sigldu burt og gaf Leifur nafn landinu eftir landkostum og kallađi Vínland, sigla nú síđan í haf og gaf ţeim vel byri ţar til er ţeir sáu Grćnland og fjöll undir jöklum.

***

Ţá mćlti Leifur viđ Ţorvald: "Ţú skalt fara međ skip mitt bróđir ef ţú vilt til Vínlands og vil eg ţó ađ skipiđ fari áđur eftir viđi ţeim er Ţórir átti í skerinu."

***

Karlsefni lét fella viđu og telgja til skips síns og lagđi viđinn á bjarg eitt til ţurrkanar. Ţeir höfđu öll gćđi af landkostum ţeim er ţar voru, bćđi af vínberjum og alls konar veiđum og gćđum.

Ljóst er ađ ţau sýni sem notuđ voru, eru greinilega ekki viđur sem mótađur hefur veriđ af mannshendi og örugglega ekki ţađ efni sem Eiríkssynir sóttust eftir. Lögun bútanna gćti vel bent til rekaviđar:Screenshot 2021-10-21 at 10-07-30 Extended Data Fig 5 Pictures of the wood items studied Nature

Á hávísindalegri rannsóknarstofu í Groningen hafa menn ekki tamiđ sér ţann góđa siđ ađ setja mćlikvarđa á ljósmyndir.

Hitt er svo annađ mál ađ hástemmdar greinar eins og sú í NATURE sem hér er til umrćđu, er alveg tilvaldar til ađ opna samanklemmdar buddur sjóđa. Listin ađ ljúga ađ sjóđafólki er vissulega hálfömurlegt vćndi, en verđur ć algengari og "mikilfengnari". Ţví miđur situr sjaldnast sérlega vel hćft eđa gagnrýniđ fólk í stjórnum sjóđa, svo margir komast upp međ ţá kauđalegu iđju ađ smyrja frekar ţykku af sínum eigin hugdettum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú minnir mig ađ ég hafi lesiđ einhvers stađar ađ ţađ hafi veriđ hlýrra á norđurhveli á ţessum tíma en t.d. síđar (16. til 17 öld).
Ţykir útilokađ ađ vínviđurinn vćni kunni ađ hafa ţrifist á Nýfundnalandi, ţá, ţó svo ađ hann hafi ekki gert ţađ siđstusu árhundruđ?

Haukur Eggertsson (IP-tala skráđ) 21.10.2021 kl. 12:53

2 Smámynd: Guđmundur Ásgeirsson

Var Ísland ekki skógi vaxiđ milli fjalls og fjöru viđ landnám?

Guđmundur Ásgeirsson, 21.10.2021 kl. 22:23

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Haukur: Frjókornagreiningar á Nýfundnalandi benda ekki til ţess ađ tré til bygginga og skipasmíđa hafi vaxiđ ţar um 1000 e. Kr. Vín hefur aldrei vaxiđ ţarna eftir ísöld.

Guđmundur: Ísland var gróđursćlla, en skógur í landinu var ekki hentugur til skipasmíđa. Gnógt var hins vegar af rekaviđi.

Ţakka fyrir innlitiđ.

FORNLEIFUR, 22.10.2021 kl. 07:50

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband