Fornleifur og falkóner á kaffihúsi

20190214_122529 b

Í febrúarmánuđi 2019 var ekkert kóv og engin hćtta á ţví ađ Svíar myndu deyja út, líkt og ţeir gerđu síđar. Ritstjóri Fornleifs brá sér grímulaus í bćinn. Borgarferđin, sem hér er til umrćđu, var farin til ađ taka myndir af húsum á Christianshavn. Ţreyttur ritstjórinn brá ser á kaffi og kökuhús og hann hefur vart veriđ sestur međ bollu sína og ţrefaldan espresso og vatnsglas, ţegar inn kemur annar Íslendingur međ miklu fjađrafoki.

Reyndar var fjađrafokiđ bara píkuskrćkir í konum á öllum aldri sem sáu fálka í fyrsta sinn. Inn á kaffihúsiđ var kominn Stefán Blöndal, falkoner og listamađur (f.1964), sem var ađ ná í kökur fyrir sig og rússneska píanósnillinginn sinn. Ekki held ég ađ fálkar borđi kökur. Stefán var međ fálka upp á arminn og á öxlinni.  Fálkinn var sallarólegur, ţótt ađ örn sćti á priki viđ gluggann ađ virđa fyrir sér fugla og annađ fiđurfé sem var úti ađ viđra sig í grámyglunni í Kóngsins Kaupmannahöfn. Fálki Blöndals var međ huliđshúfu og sá ţví ekki nema í gegnum rassgatiđ, líkt og sumir fjölmiđlamenn og illfygli gera.

20190214_122538 d

Fornleifur sem ávallt gengur međ púka á einni öxlinni og engil á hinni, hlustađi í ţetta sinn mest á engilinn, enda engillinn međ tvo púka á öxlunum og ţar ađ auki mikill áhugamađur um rennilega fálka.

Sá gamli stóđst ekki mátiđ og smellti nokkrum myndum međ lélegan síma sinn af fálkameistaranum Blöndal, sem hjólađi á brott frá kaffihúsinu međ fálkann og kökurnar handa rússneskćttuđu konunni sinni, píanósnillingnum Ninu Kavtaradze (f. 1946 (ţiđ lesiđ rétt)), heima á Prinssessugötu á Kristjánshöfn.

Ef mađur ţekkir grúsískar konur rétt, sem eru eins og Stalín heima hjá sér án skeggs, hefur Nína  veriđ međ heitt te á samóvarnum, ţegar Stebbi og fálkinn komu heim, og kannski var dauđur músarrindil úr dós handa fálkanum - eđa "Sabana-kaka" eins og ţćr sem lesblindur bakari seldi í Reykjavík um tíma.

Ćtli sé búiđ ađ gefa Stefáni Blöndal fálkabling? Guđni forseti situr eins og krummi á klettasyllu međ fullar birgđir af fálkabíslagi sem hann nćlir í mann og annan.

LeadingTemptingAlligator-max-1mb

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband