Enn ein Harpan - og af hverju ekki?

tumblr_d0e250469269051268cf8f75c01c16ff_3a33b7f2_540

Öll ritstjórn Fornleifs, og einnig hreingerninga- og gæsludeildin, sem er stærri en allar hinar deildirnar hér á Fornleifi, óskar nýjum Þjóðminjaverði, Hörpu Þórsdóttur, til hamingju með starfið sem þjóðminjavörður.

Harpa getur varla orðið verri á þeim stóli en forverar hennar. En nú er þessi varðmannsstaða ekki lengur svipur hjá sjón, eftir alls kyns slys og kúnstugheit sem þjóðminjaverðir hafa sýnt eftir að Kristján Eldjárn var og hét. Sumir töldu hann líka hálfótækan enda er landið víða lítið og lágt. Menn horfa allt of rómantískum augum á þetta embætti gæslumannsins, sem ekki hefur haft þann glæsileika sem það hafði er Eldjárn var allsráðandi og hafði burði til þess. Guðmundur Magnússon gaf líka takta á góðum dögum, en... síðan fór sem fór.

Mikið fjaðrafok hefur orðið vegna þess, hvernig að stöðuveitingunni var staðið. Það er auðvitað skiljanlegt, en kemur ekkert á óvart. Menn búa á Íslandi, þar sem lög haf ekki endilega verið til þess fallin  að fara eftir þeim og reglur ekki neitt sem menn nauðsynlega þurfa að fylgja. Þannig er Ísland og slíkt kemur mönnum alltaf í koll. Íslenska lýðveldið er ein stór undanþága, veitt í sjálfumánægjukasti og fullvissu um endalaust ágæti sitt og snilli. Þeir frekustu og ósiðlegustu eiga best uppdráttar í slíkum samfélögum. Sumir kallað þetta frumskógarlögmálið. Mig grunar að fyrrverandi þjóðminjavörður hafi valið eftirmann sinn, ef þið skiljið. Hinar furðulegu ráðningarheimildir ráðherra hlýtur að ver áhyggjuefni í hvaða lýðræðisríki sem er. Það er annað mál, sem ætti kannski að taka fyrir hjá eftirlitsstofnunum í útlöndum sem hafa Ísland á könnu sinni. En kannski er ekkert til að brjóta heila sinn yfir, þegar þingheimur landsins er að velta því fyrir sér að setja alla Rússa í bann.

Ég sá að einhver heimtaði að Harpa segði af sér. Svo einfalt er málið nú ekki þegar íslenskur ráðherra hefur leikið einræðisherra í kósakkafötum. Ég held að það sé eðlilegra að ráðherrann sem réði hana seti skottið á milli lágfótana og hverfi alfarið úr stjórnmálum. Hinar furðulegu ráðningarheimildir ráðherrans hljóta að vera áhyggjuefni í lýðræðisríki. Það er annað mál, sem ætti kannski að taka fyrir hjá eftirlitsstofnunum sem hafa Ísland á könnu sinni. En kannski er það ekkert fyrir Íslendinga að vera að brjóta smáa heila sína yfir slíku, þegar þingheimur landsins er að velta því fyrir sér að setja alla Rússa í bann og taka þátt í 3. heimsstyrjöld sem fórnarlömb.

Já, Ísland er líklegast orðin hálfgerður sjálfsmorðsrússabani - Thanks for the ride eins og Roy sagði við Trigger þegar sá síðarnefndi var seldur til Hamborgarmanna. Kæra þjóð, þú verður aldrei betri, þó þú ætlir þér það: Vous n´etes qu´un groupe de sauvages immoraux au bord du Monde  -  Flestir Íslendingar eru bara einfaldir villimenn með hreint hjarta eins og Fornleifur.

Nokkrir góðir vinir hafa spurt mig, hvað mér finnist um að dóttir Þórs Magnússonar fyrrverandi Þjóðminjavarðar sé sest í stól pabba síns. Ég vissi reyndar ekkert hverra manna hún var fyrr en mér var sagt það um daginn - og svara því til að börnin beri ekki ábyrgð á gerðum feðra eða mæðra sinna. Þjóðminjasafnið hefur ekki lengur á könnu sinni allt það sem aumingja Þór baslaði með og gat með góðu móti ekki komist yfir þótt honum væri á margan hátt stjórnað af fígúrum utan safnsins.

Njótið Hörpu. Hún gæti jafnvel orðið besti vörður Þjóðminjasafnsins sem sögur fóru af. Í fljótu bragði sýnist mér að hún sé til þess líkleg að hún komi með helling af gotti í kaffið, þegar hún hefur verið í útlöndum. Það er eitt það mikilvægasta sem á safninu gerist. Fóðrar maður fræðimennina með M&M og vínilbrauði, halda þeir bókstaflega kjafti.

En Harpa verður að vara sig að segja ekkert ljótt við, eða um, starfsmenn sína líkt konan á nágrannastofnuninni, Minjastofnun, gerir stundum þegar hún hefur gleymt að reka fólk sem hún réð tímabundið. Minjastofnunarkonan fer brátt að hætta og kemur þá örugglega kona í konu stað, nema að hún verði borin út gegnum þekjuna og flokksgæðingi með réttu litningana verði troðið á bás hjá Minjastofnun án þess að nokkur grenjandi fornleifafræðingur verði spurður eða umsóknarferli fari í gang. Ég vona að endalokin eða valdaránið á Minjastofnun verði ekki til mikilla vandræða fyrir fornleifafræðinga og jafningja þeirra. Nógur er vandinn samt fyrir þessa voluðu stétt

White cossack vs Black cossack

Sveitakósakkar með refaskinnshúfur eru eru ekki góður kostur í stjórnmálum. Gersk stjórnsemi leiðir til stríðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband