Svante Pääbo Nóbelsverđlaunahafi 2022 og heimsókn hans á Íslandi 1995

image03 b

Nóbelsverđlaunahafinn i lćknisfrćđi, Svante Pääbo, prófessor í Leipzig og Japan, sem ber eftirnafn móđurfjölskyldu sinnar í Eistlandi, kom eitt sinn viđ á Íslandi.

Sumariđ 1995 hélt tannlćknafélagiđ á Íslandi merkilega ráđstefnu. Ráđstefnan bar nafniđ DNA in Calcified Tissues. Forensic Odontology and Anthropology. Nordic Symposium og var hún haldin í húsakynnum Tannlćknafélagsins í Síđumúla, 22.- 25. júní. Hafđi Svend Richter veg og vanda af ráđstefnunni. Ţarna mćttu sérfrćđingar eins og Svante Pääbo, sem ţá starfađi í München og Erika Hagelberg, sem ţá stjórnađi DNA-rannsóknum í Oxford. Hinn merki réttarmannfrćđingur okkar, Ewa Elvira Klonowski, var ţarna einnig. Ég fékk 20-25 mínútur til ađ segja frá rannsóknum mínum (á sögu íslenskrar líkamsmannfrćđi, sjá t.d. hér) og rannsóknum danska líkamsmannfrćđingsins Hans Christian Petersen, í verkefni sem viđ höfđum unniđ sameiginlega ađ (sjá hér).

Samkvćmt prógrammi ráđstefnunnar (greinasafn var aldrei gefiđ út í riti), hélt Pääbo nokkra fyrirlestra, m.a. um rannsóknir sínar á DNAi úr múmíum í Egyptalandi, en Hagelberg almennara yfirlit yfir ađferđafrćđilega ţćtti rađgreininga á erfđaefni úr fornum beinum og vefjasýnum. Ég gat ţví miđur ekki komiđ á alla fyrirlesrana, ţví ég var einhvers stađar viđ uppgröft ef ég man rétt.

Líkt og Hannes Hólmsteinn talađi mikinn forđum viđ sér fróđari menn í kennarastofu í Oxfurđu, átti ég mjög ánćgjulegar samrćđu viđ Svante Pääbo, sem klćjađi greinilega í fingurna og stakk upp á DNA-verkefni á íslenskum beinum. Úr ţví varđ nú aldrei, ţví ég var ţá ţegar orđin persona non grata fyrir ađ segja sannleikann á Íslandi um óáfalliđ silfur úr jörđu og lélega stjórnarhćfileika yfirmanns míns sem snúin var aftur til starfa eftir nokkurra ára fyllerísfrí sem hann var settur í. Ég rađgreindi vandamál Ţjóđminjasafnsins rétt, og nú vitum viđ ađ  ţau erfast kannski líka.

Ég var reyndar kominn í samband viđ Hagelberg varđandi áform um ađ rađgreina bein í Ţjóđminjasafni í samvinnu viđ fornleifafrćđing í York, sem starfađi í Orkneyjum. Ég vildi einnig ađ Hans Christian Petersen yrđi međ. En síđla árs 1995 fóru bréf til mín frá ţessum ađilum ađ hverfa á mjög furđulegan hátt. Ég frétti löngu síđar ađ bréf hefđu veriđ send og ađ menn undruđust ţögnina frá mér. Ţannig voru nú ađferđir á stofnun ţeirri sem ég vann viđ.

Ţett var löngu áđur en Pääbo fór ađ rannsaka Neanderthalsmenn, en Hans Christian Petersen lauk um ţetta leyti doktorsritgerđ í Árósum og Bordeaux um mćlingar sínar á beinum Neanderdalsmanna, og tel ég ađ Hans hafi séđ fyrir ýmsa hluti sem Pääbo stađfesti suma hverja međ DNA-rannsóknum.

Einhverju sinni ţađ sumar sem Hans mćldi bein Forníslendinga (1994), kom hann allur uppveđrađur ofan úr turni safnahússins, ţar sem hann sat viđ mćlingar á 6. hćđi, niđur í kaffiđ á jarđhćđ Ţjóđminjasafnsins. Hann sagđi mér frá einstaklingi í kumli í Skagafirđi sem var međ herđablađ sem var nćr alveg eins og herđablađ á Neanderdalsmönnum. En ţá hafđi Hans skođađ marga í Frakklandi og öđrum löndum, áđur en hann fékk doktorsnafnbót sína fyrir frćđin. Ég gat ekki setiđ á mér og miđlađi strax uppgötvuninni til samstarfsmanna minna og spurđi, hvort einhverjir vćru međ slík herđablöđ í kaffinu ţann daginn. Ţađ var ekki laust viđ ađ mér fyndist ég bćri slíka byrđi á herđum mér, enda ćttađur ađ hluta til úr Skagafirđi (Homo Skagafiordensis). Mig minnir ađ Árni Björnsson hafi allur vaknađ viđ ţessi tíđindi, en Elsa Guđjónsson fussađi eins og hún gerđi nú oft blessunin, ţegar hún heyrđi um ískyggilegar nýjungar í frćđunum.

En nú 27 árum síđar vitum viđ ađ: Einhver prósent af nútímamönnum í Evrópu eiga ćttir ađ rekja til Neanderdals - ţó enn hafi ekki veriđ greint frá ţeim tengslum á Íslendingabók.

Ţess má geta ađ sćnskur fađir Svante Pääbos, Sune Bergström, fékk Nóbelsverđlaunin ásamt öđrum fyrir árangur í lífefnafrćđi áriđ 1983. Hann vann viđ hormónarannsóknir. Epliđ fellur sjaldan langt frá eikinni eins sagt var í löndum ţar sem engin eplatré uxu, og hvađ ţá eikartré.

Svo fariđ sé dýpra í genamengi Pääbos sjálfs, ţó hann hafi vćntanlega ekki rađgreint sig, ţá taldi Pääbo sig vera Homo Sexualis og er svo sagt frá ţví á Wikipediu:

In Pääbo´s 2014 book Neanderthal Man: In Search of Lost Genomes, he stated that he is openly bisexual—he assumed he was gay until he met Linda Vigilant, an American primatologist and geneticist whose "boyish charms" attracted him. They have co-authored many papers. They are married and raising a son and a daughter together in Leipzig.

Jammi já, mannveran er fjölbreytileg, sem betur fer, en ţađ hafa Íslendingar ekki enn skiliđ, ţó ţeir taki eins og ólmir ţátt í göngum á hinsegin dögum en eru samt međ fordóma. Homo Hypocriticus er stór ćtt á Íslandi, komin af formóđurinni Gróu á Leiti, sem hafđi ţóttann međ frá Noregi í öllum sínum beinum.

Myndin efst (Ljósm. Frank Vinken) sýnir Pääbo í "ađ vera - eđa ekki ađ vera" stellingu, međ einn af fyrstu Heimdellingunum sem rađgreindir hafa veriđ. Helst mćtti halda ađ sá Homo Neanderthalensis hafi veriđ hýr - kannski er ekki hćgt ađ rađgreina allt. Hauskúpan minnir ţó mjög á Bjarna Ben, án ţess ađ ég hafi rađgreint Bjarna. Sumt er sagt međ fyrirvaralit.

                           Nobel Prize - Wikipedia


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband