Einstök fornleifarannsókn á Seyđisfirđi
23.11.2022 | 11:15
Mönnum er enn í fersku minni skriđuhamfarirnar á Seyđisfirđi 18. desember 2020, ţegar skálin í fjallinu utanvert í byggđinni á Seyđisfirđi sunnanverđum tćmdi sig ađ hluta eftir fordćmalausar rigningar - sem vćntanlega má tengja heimshitnun.
Miklar eyđileggingar urđu á mannvirkjum og menningarverđmćtum, en mikil ólýsanleg mildi var ađ ekki varđ manntjón. Ţrátt fyrir margir íbúar hafi veriđ fluttir frá hćttusvćđi sem skilgreint var, voru á ţriđja tug manna á svćđinu ţegar aurskriđurnar féllu. Má segja ađ tilviljun og Guđs mildi (ef hann má yfirleitt nefna) hafi orđiđ ţeim til bjargar.
Vegna ráđstafanna til ađ hamla frekari skriđuföllum, var svćđiđ rannsakađ af fornleifafrćđingum undir stjórn Ragnheiđar Traustadóttur frá fornleifafrćđistofunni Antikva ehf. Undir aurnum komu fljótt í ljós gamlar bćjarrústir frá ţví á landnámsöld fram til 1100, sem og frá yngri tíma, t.d. mylla og í kaupbćti happaţrennuvinningur fornleifafrćđingsins sem á ţessu verstu og hćttulegustu tímum er forn kumlateigur; fjögur kuml ţar međ taliđ bátskuml.
Sumrin 2021 og 22 hefur Ragnheiđur rannsakađ svćđiđ međ dugmiklum hóp. Frábćrir fundir hafa komiđ í ljós undir skriđunni miklu sem féll ţ. 18. desember 2020. Rannsóknin og ađferđir Ragnheiđar eru til fyrirmyndar og gerir gamla fornleifafrćđinga sem ekki grafa nema hér á Fornleifi grćna af öfund.
Fornleifur kallinn hefur haft tök á ţví ađ fylgjast međ á FB síđu rannsóknarinnar og FB Ragnheiđar, sem hann réđi til starfa til Ţjóđminjasafns sem verkefnasérfrćđing. Ţar ílentist hún ekki frekar en svo margt annađ gott fólk.
Ekki síst hafa ţrívíddarmyndir af fornleifunum sem gerđar voru međ ađstođ sambýlismanns Ragnheiđar, dr. Knut Paasche, sem er fornleifafrćđingur og vinnur í rannsóknarstöđu hjá NIKU (Norsk Institutt for Kulturminneforskning) vakiđ verđskuldađa athygli. Skođiđ ţćr á FB rannsóknarinnar.
Mesta athygli forstöđumanns Fornleifs vakti ţó spennandi haugfé kumlverjanna. Ragnheiđur sýndi alţjóđ međal annars forláta tungunćlu úr gröf konu og gat sendisveinn Fornleifssafns fljótt sagt ađ hún vćri í Borre-stíl (sem Kristján Eldjárn kallađi Borró-stíl), einum af stílbrigđum sögualdar (víkingaaldar), og sýnt ađ álíka eintak er til á British Museum (sjá frekar hér) sem safniđ keypti áriđ 1990 af Lord Alistair McAlpine heitnum (síđar Baron of West Green, sem um tíma ađstođarmađur Margaret Thatcher), sem og önnur (eftirlíking) til sölu á netmarkađinum ETSY.
Nćlan, sem British Museum keypti af ađstođarmanni Margaret Thatcher (verđ er ekki gefiđ upp). Hún virđist steypt í nćr sams konar mót og nćlan frá Seyđisfirđi og festingar aftan á eru á sama stađ á báđum gripunum. Nćlan er 9,7 sm. ađ lengd. Mynd British Museum. Fyrir neđan: Eftirlíking seld á netinu.
Merkar perlur, ásamt nćlunni sýna í fljótu bragđi svipađa mynd og Bjarni Einarsson dregur úr jörđ á Stöđvarfirđi, en líkt og ţar hefur ekki komiđ upp einn einasti gripur undan skriđunni sem er eldra en um 850 e.Kr. Ţađ er ţví varla nokkuđ landnám fyrir landnám á Seyđisfirđi frekar en á Stöđ Bjarna Einarssonar, enda ţađ fyrirbćri hálfgert skriđufall og grillufang í íslenskri fornleifafrćđi eins og Keltafáriđ sem Fornleifur hefur ritađ um í tveimur nýlegum fćrslum.
Brot úr forláta silfurhring er einnig međal haugfjár og forláta perla međ gullţynnu sem veriđ er ađ greina af fćrustu sérfrćđingum Norđurlanda. Jafnvel held ég ađ ţarna sé "Auga Allah perla", sem voru komnar í umferđ á Íslandi og fannst ein slík í Stöđvarfirđi. En sú perla kemur hvorki Allah né Arabíu viđ líkt Stöđvarmenn ímynda sér (sjá hér). Handverksmenn víkingaaldar kunnu ýmislegt fyrir sér í perlugerđ og sörvin voru ekki ađeins borin ađ konum. Karlar á Íslandi báru mjög gjarnan perlur og hana nú.
Úrval af perlum frá Seyđisfirđi. Neđsta perlan, sem er sýnd hér mikiđ stćkkuđ, er melónulaga perla međ innlagđri gullţynnu. Ljósmynd. Antikva ehf./Fjörđur-Seyđisfjörđur fornleifar (FB).
Ađaldýrgripurinn (sjá myndina efst viđ ţessa grein), sem fundist hefur viđ rannsóknir Ragnheiđar Traustadóttur og hennar hóps eru vefnađarleifar sem fundust í einu kumlanna undir aurnum. Ţađ er einstakur fundur á Íslandi, og ţó víđar vćri leitađ. Enn er veriđ ađ rannsaka ţćr leifar og sér Ulla Mannering textílfrćđingur viđ Ţjóđminjasafn Dana m.a. um ţćr rannsóknir og ćtla ég ţví lítiđ frekar ađ tjá mig um vefnađinn. Ulla Mannering gat varla međ orđum lýst ánćgju sinni međ ađ vera međ í verkefninu á Íslandi er ég hringdi í hana í gćr.
Ein af ţeim eđalpjötlum sem fundist hafa í einum af kumblunum eru leifar af ofinni flík (kyrtli?) sem greinilega hefur veriđ blár upphaflega. Fagur spjaldofinn renningur gulum og rauđum lit er saumađur á kant klćđisins. Mynstriđ minnir á norskan spjaldvefnađ frá víkingaöld og mynstur á t.d. kúrdískum teppum síđar meir.
Betra getur ţađ ţví ekki orđiđ, og fornleifafrćđingur vart orđiđ heppnari en Ragnheiđur Traustadóttir - ţó fornleifafrćđin fjalli ekki um ađ detta í lukkupottinn og finna fjársjóđi, líkt og halda mćtti ađ hafi í raun og veru gerst ţegar ţessi rannsókn vindur upp á sig. Ragnheiđur er vel ađ ţessari lukku kominn, enda dugnađarforkur hinn mesti. Engin yfirnáttúruleg fjölkynngi eđa dómadags rugl einkennir fornleifafrćđistörf hennar. Ég óska henni farnađar viđ áframhaldandi rannsóknir.
Flokkur: Fornleifar | Facebook
Athugasemdir
Ţetta er frábćr grein hjá ţér. Takk fyrir.
Birgir Loftsson, 16.12.2022 kl. 17:55
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.