Friedmanstónar

Ignaz_Friedman

Ég hef áđur skrifađ um hinn merka Friedman. Já og nú sperrir gjörvalt íhaldiđ eyrun.

En ći-nei. Ég ćtla ekki ađ skrifa um navi kapitalim (Spámann kapítalsins) - hann Milton litla Friedman, sem ţorri náhirđarinnar á Íslandi hefur dýrkađ og dáđ og jafnvel alla leiđ í dauđann. Ég er ţađan af síđur međ einhverja Friedman-töfralausn gegn óréttlátri međferđ gegn launaţrćlum sem ţurfa ađ gera uppreisn, ţegar ţeir krefjast mannsćmandi launa fyrir ađ bera uppi ţjófa međ furđulega gott lánstraust og nýjan ađalatvinnuveg Íslendinga sem rekinn er af einstöku mannavali.

Friedman familiaSolomon Isaak Freudman međ foreldrum sínum Salciu og Wolfgang.

Sá Friedman sem ég hef meiri áhuga á en Milton litla kapítalista, hét upprunalega Solomon Isaak Freudman. Hann fćddist, líkt og hendir flesta menn, nánar tiltekiđ 13. febrúar áriđ 1882. Hann kom í heiminn í nágrenni Krakow í Póllandi og var af tónlistafólki kominn.

Fađir hans lék í hljómsveit borgarleikhússins í Krakow. Hann stundađi nám hjá Floru Grzywinsku í heimaborg sinni, ţar til hann hélt til Leipzig og stundađi nám hjá Hugo Rieman í eitt ár og síđar áfram til Vínar, ţar sem kennari hans var Theodor Leschetizky.

Hann tók einnig ţátt í master-class námskeiđum hjá hinum frábćra Ferruccio Busoni. Ađ námi lokni ferđađist hann víđa og er taliđ ađ hann hafiđ leikiđ 2800 konserta á ferli sínum. Áriđ 1914 settist hann ađ í Berlín og síđar flýđi hann Evrópu og settist ađ í Sidney í Ástralíu. Taugagigt í hönd leiddi til ţess ađ hann gat ekki leikiđ opinberlega eftir 1943. Hann andađist ađ lokum eins og allir, en hann gaf upp andann mjög sjúkur í Sidney áriđ 1948.

DACOCD 861-64(1)

 

Bjó um tíma í Kaupmannahöfn

Um tíma bjó Friedman í Kaupmannahöfn og kom á ţeim tíma, árin 1935 og ´38 viđ á Íslandi og hélt tónleika í Reykjavík og á Akureyri. Vegna uppruna síns - og greinar sem Verkalýđsblađiđ birti um Friedman, réđust íslenskir nasistarnir á hann í fjölmiđlum.

Ţađ var Anna Friđriksson (1889-1960) sem hafđi veg og vanda ađ heimsókn Friedmans til Íslands, um tíma kona verkalýđsfrömuđarins og ritstjóra Alţýđublađsins, Ólafs Friđrikssonar, sem vildi ćttleiđa gyđingadrenginn Nathan Nissim Friedman (1907-1938). Útlendingahatarar Íslands ráku hann úr landi úr landi áriđ 1921. Anna Friđriksson stofnađi Hljóđfćrahús Reykjavíkur áriđ 1916 og Nathan Friedman var ekkert skyldur Ignaz Friedman.

anna_fridriksson_0

Frú Anna Friđriksson var "vaskećgte" dönsk kaupsýslukona af jóskum ćttum líkt og margar góđar konur valinkunnra Íslendinga. Áriđ 1916 stofnađi hún Hljóđfćrahús Reykjavíkur, sem var fyrsta hljóđfćraverslun landsins. Ţrátt fyrir ađ vera atvinnurekandi, var einnig Anna örugglega líka ekta sósíalisti. Í minningargrein um Önnu segir : „Henni tókst ađ styrkja svo verzlun sína ađ hún gat jafnvel hlaupiđ undir međ blađinu ţegar til vandrćđa kom“. Ţar var  átt viđ vikublađiđ Dagsbrún, sem verkalýđsfélögin í Reykjavík gáfu út og eiginmađur hennar ritstýrđi. Hún stóđ fyrir komu margra erlendra tónlistarmanna til landsins til ađ halda hljómleika. Hún var sömuleiđis umbođsmađur ýmissa heimskunnra hljómplötufyrirtćkja, s.s. Decca og Deutsche Grammophone. Ţar fyrir utan gaf hún út allmargar hljómplötur međ söng og hljóđfćraleik íslenskra listamanna. Verslunin var upphaflega í Templarasundi í nokkur ár í Austurstrćti en síđar á Laugarvegi.

 

Međan ađ Ignaz Friedman bjó í Kaupmannahöfn voru gerđar margar hljóđritanir á leik hans og ţćr hafa nú veriđ gefnar út veglega út á 6. hljóđdiskum. Ţađ er hljómplötuútgáfan Danacord í Kaupmannahöfn sem gaf diskana út. Ţetta er er ekki fyrsta sinn sem Danacord gefur út hljómplötur međ leik Friedmans. Áriđ 1986 kom út safn fimm LP-hljómplatna međ verkum Friedman hjá fyrirtćkinu. Upptökurnar sem ţá voru gefnar út hafa veriđ hreinsađar eftir nýjustu tćkni fyrir útgáfu disklinganna áriđ 2020.

Ignaz_Friedman_Bain_Collection_35313

Allir ekta klassíkerar ţekkja verslun Danacord í Vognmagergade 9 i Kaupmannahöfn. Mađur verđur ađ varast ađ týna sér ekki, ţegar mađur er ţar á međal meistaranna. Mér skildist á afgreiđslumanni í versluninni, ađ útgáfan á Friedman sé fyrst og fremst ađ ţakka tveimur eldhugum hjá Danacord, sér í lagi Jesper Buhl m.a. međ hjálp bandaríska tónlistafornleifafrćđingsins og tónlistarútgefandans, Allen Evans (1956-2020). Evans átti lítiđ en merkt músíkforlag sem hann kallađi Arbiter Records. Evans, sem stundum skilgreindi sjálfan sig sem tónlistarfornleifafrćđing, gaf einnig út sögu Ignaz Friedmans á bók áriđ 1918. Henni get ég einnig mćlt međ, ţó svo ađ mjög lítiđ sé komiđ inn á tvćr heimsóknir Friedmans til Íslands.

315236830_536314115169866_7311116258211395110_n

Ágćt bók Allen Evans um Ignaz Friedman. Eins er fengur í ađ skođa vefsíđu međ myndum úr eigu dótturdóttur Friedmans (sjá hér)

Hér er sterkur hlekkur á vefsíđu verslunar Danacord í Kaupmannahöfn, ţar sem menn geta keypt sér safn upptaka međ leik meistara Friedman - og ţangađ til ţađ gerist notiđ stubba međ leik mannsins, sem íslensk lítilmenni réđust á í ljótum lítilleika sínum vegna uppruna hans og trúar.

Leikur Ignaz Friedmans hefur veriđ rómađur af ýmsum meisturum, t.d. Sergej Rachmaninov. Leikur Friedmans er nefnilega međ rússneskum blć og kröftum og minnir mig á leik föđur Vladimirs Davidovitch Ashkenazis, ţegar David lék í sjónvarpssal eitt sinn er hann heimsótti son sinn á Íslandi. Allt fór í bylgjum hjá Ashkenazi eldri, eins og lífiđ vćri einn stór Vínarvals um borđ á Gullfossi í ólgusjó. Tónlistin kom beint frá hjartanu ţótt fingurnir vćru ekki alltaf međ á nótunum.

En eins og ţeir sem dýrka Milton Friedman ćttu vita, ţá lifa menn ekki á stubbum einum saman og enn síđur af ţeirri mylsnu sem fellur af borđum ríka mannsins niđur til Lazaruss.

Ég mćli eindregiđ međ disklingunum 6 međ Friedman frá Danacord, um leiđ og ég vona ađ einhverjir ađrir en Miltonspiltar í Valhöll hafi ráđ á menningu sem er hluti af tónlistarsögu Íslands - og jafnvel ţótt Ignaz Friedman hafi ađeins veriđ í nokkrar vikur á Íslandi og orđiđ fyrir hatri sumra ţeirra, sem síđar urđu einir dyggustu flokksmenn Sjálfstćđisflokksins - en ţađ er önnur saga međ ljótum undirtónum.

Friedman 1935

Friedman áriđ 1935. Myndin er ţó ekki tekin á Íslandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband