Heitt á könnunni ...

Filtropa IJsland b

Áhyggjulaus ćska mín byggđi ađ mestu leyti á verulegri vinnu föđur míns sem m.a. ávannst af óhóflegri kaffidrykkju og nýjungargirni Íslendinga. Ég segi frá ţví međ stolti, ađ ég var sonur heildsala, sem vinstri menn á Íslandi sögđu fólki eins og mér ađ skammast mín fyrir ađ vera. Fađir minn var reyndar krati.

Fađir minn flutti inn ýmsan nautnavarning, ţar međ taliđ Willem 3. vindlinga. Hann hafđi sjálfur ekki gott af ađ reykja ţá og var heldur aldrei mikill reykingamađur. Hann hćtti ţeim ósiđ alfariđ um fertugt. En mikiđ ţótti langömmu minni, Guđrúnu Ólafsdóttur, variđ í ađ fá kassa međ Vilhjálmsvindlum um jólin. Hún andađist 96 ára og reykti frá ţví ađ hún var barn. Dánarmein hennar var ekki tengt keđjureykingum hennar.

Langafi minn einn var kaupmađur í Utrecht og um skeiđ í Zaandam. Hann sérhćfđi sig í nautnavöru svo sem tei og kryddi. Fađir minn flutti inn mikiđ af kryddi og um tíma flutti hann inn hollenskt kaffi sem var í allt öđrum gćđaflokki og betra en Ríó, Braga eđa sori sá sem kallađist Rydens. Douwe Egberts kaffiđ var líklega of gott fyrir bragđlauka Íslendinga - en einstaka smekkmenn söknuđu ţess sárt er fađir minn hćtti innflutningi á ţví kaffi.

Ţađ hótađi ţó engin honum fyrir ţađ uppátćki, líkt og dýralćknir einn á Suđurland gerđi, er fađir minn hćtti innflutningi á munađarvöru sem kallast Weinkraut, sem er súrkál, en bara betra en venjulegt súrkál.

Filtropa KaffisiurHér skal hins vegar kynnt til sögunnar bylting sem varđ í uppáhellingum Íslendinga á kaffi á 7. áratug 20. aldar, er fađir minn hóf innflutning á einnota Filtropa pappírsuppáhellingarpokum (holl. Koffiefilterzakjes) og kaffisíum til slíkra uppáhellinga. 

Íslendingar tóku ţessa nýjung fjálglega til sín og voru ţađ fyrst tvö fyrirtćki í Hollandi sem framleiddu kaffisíupoka, ţ.e. Melitta og Filtropa. Filtropa seldist miklu betur á Íslandi en Melitta á ţeim árum.

Enn er veriđ ađ framleiđa Filtropa, eftir ađ systkini af hollenskum ćttum down under keyptu fyrir nokkrum árum verksmiđjuna í Maastrticht, sem stofnsett var áriđ 1962, og eru enn ađ verma Melittu undir uggum. Ég fór eitt sinn ungur međ föđur mínum til Maastricht til ađ skođa ţessa verksmiđju en heillađist lítt.

Ég tók virkan ţátt í ţessu kaffisíućvintýri föđur míns. Ég tók einatt á móti pöntunum frá verslunum um allt land og var sérfrćđingur í mismunandi stćrđum og gerđum. Sömuleiđis fór ég međ föđur mínum á tollaskjalavapp á milli embćtta í Reykjavík, sótti svo vöruna í pakkhús Eimskips međ Hallgrími sendibílstjóra (frćnda Ólafs Ragnars Grímssonar) og merkti kassa mismunandi kaupfélögum áđur en flutningabílar fóru međ ţá um land allt, nćrri ţví beint ofan í bollann ţinn.

Bústýrur landsins köstuđu brátt sokkasíum sínum og bláu kaffikönnurnar fóru upp í skáp eđa á öskuhauginn. Nútíminn var loks riđinn í hlađ alveg innst inn í dýpstu afdali og krummaskuđ landsins. Ţar vildu menn ekkert annađ en Filtropa. En amma mín, hún Sigríđur Bertha á Hringbrautinni í Reykjavík, hélt hins vegar áfram rígfast í gömlu kaffisíuna - jafnvel í 10 ár eftir ađ tengdasonur hennar kom ţessari byltingu fyrir alvöru inn í eldhús landsmanna.

Ţess ber ađ geta, ađ fađir minn drakk sjálfur helst ekki kaffi. Hann var tekarl.

Ég fór sjálfur, ţegar ég komst á kaffialdurinn, fljótlega yfir í pressukönnuna og jafnvel Neskaffiđ, međan ađ ađrir fóru yfir í ítalskar vítisvélar sem pumpa og gutla öllum andskotanum upp úr sér ţegar mađur ýtir á takka.

Nú er svo komiđ ađ pappírspokarnir hollensku eru nćr algjörlega ađ víkja fyrir ítölsku vítisvélunum og pressukönnunum, svo ekki sé minnst á Nespresso-leikföng ástarlífsins sem leikarinn George Clooney lokkađi konur til ađ óska sér í jólagjöf međ sexappíli sínu einu ađ vopni, svo filters eđa bindiyndis var ţörf á öđru stöđum en á heitri konunni ... if you know what I mean:.

Filtropa posi frá velmektarárum Heildverslunarinnar Amsterdam.

Filtropa Plastpokar b


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Hver er summan af fimm og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband