Hvítabjarnarorđan sem aldrei varđ til
9.3.2025 | 08:02
Á fjórđa tug síđustu aldar sat danskur sendiráđstarfsmađur í Reykjavík í frítíma sínum og velti fyrir sér, hvernig "Fálkaorđa" Grćnlendinga gćti litiđ út. Listrćn kvöldstund sendiráđunautarins međ litablýöntum barna sinna endađi í ţessari tillögu: Hvítabjarnarorđunni af fyrstu gráđu.
Sendiráđsritarinn hét C.A.C. Brun. Hann var síđar eftir ađ hafa afgerandi áhrif á hve jákvćtt Bandaríkjamenn litu á sambandsslitin áriđ 1944. Allt sem Íslendingar hafa hingađ til haldiđ ađ BNA hafi leitt til leiđar fyrir Ísland 1941-1944, gerđist eingöngu vegna ţess ađ BNA leituđu ráđa hjá C.A.C. Brun sem gerđist sérlegur ráđunautur sendiráđsins í Washington í málefnum Íslands, sem hann skildi manna best. Áriđ 1941 sigldi C.A.C. Brun međ fjölskyldu sína á bandarísku birgđaskipi frá Reykjavík til Bandaríkjanna og gekk í ţjónustu Henriks von Kauffmanns sendiherra í Washington D.C. Margt sem eignađ hefur veriđ Kauffmann voru hugmyndir C.A.C. Bruns og annarra starfsmanna danska sendiráđsins í Washington. Kauffmann fékk allan heiđurinn í ritum lélegs dansks sagnfrćđings.
Sendiráđ Dana í Washington leit Bandaríkjastjórn á sem starfandi ríkisstjórn Dana í hinum frjálsa heimi, međan ađ Danmörk var undir oki nasismans. Von Kauffmann hafđi sýnt í verki áhuga sinn á sjálfstćđi Íslendinga er Vilhjálmur Finsen var ráđinn til ađ sinna Íslenskum málum í danska sendiráđinu í Osló er Kauffmann var ţar sendiherra á 4. áratug síđustu aldar.
Hugdetta Bruns ađ orđu fyrir Grćnlendinga var í raun hiđ besta mál, ţótt ađ hann vćri greinilega ekki neinn stór listamađur. En ţađ var ţó ekki fyrr en löngu síđar ađ Grćnlendingar fengu útbúnar orđur til ađ nćla í gott fólk.
Grćnlendingar eru enn ekki sjálfstćđ ţjóđ, en hafa svo kallađ Selvstyre (frá og međ 2009). Mektarmenn á Grćnlandi, hafa nú sína eigin orđu sem kallast Nersornaat (sjá hér). Ţađ er peningur sem hangir í lítilli fléttu fyrir menn og slaufu fyrir konur. Á peningnum er mynd af standandi Hvítabirni. Peningur ţessi hefur veriđ sleginn í tveimur málmum, gulli (I. gráđa) og silfri (II. gráđa) og varđ orđan ađ veruleika áriđ 1989 eftir ađ Danadrottning hafđi heimilađ grćnlenskar orđuveitingar.
Enn eru ţó Dannebrogsorđan og ađrar konunglegar orđur hengdar á Grćnlendinga.
Ég veit ađeins um einn Íslending sem fengiđ hefur fengiđ Nersornaat úr gulli og ţađ er fyrrv. forseti vor Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem veitt var orđan áriđ 2016; og um leiđ lýst sem ekta víkingi (sjá hér) sem hann er nú líklega inn viđ beiniđ sá mikli öđlingur.
Ólafur Víkingur er ekki ósvipađur Hvítabirni í jakkafötum. Hér sést hann nćldur međ Nersornaat áriđ 2016.
Sannast sagna ţá teiknađi Brun tillögu sína (sjá efst) í gamni til ađ gera grín ađ félögum sínum í utanríkisţjónustunni sem voru oft mjög sólgnir í medalíur. Ekki síst var tillagan hugsuđ handa frćnda Brun, Eske Brun (1904-1987), sem var landsfógeti á Grćnlandi á 4. áratug síđustu aldar og á stríđsárunum. Í dönsk lög var fćrđ sú ákvörđun ađ landsfógeti Grćnlands myndi stýra landinu á styrjaldarárum. Eske Brun var ţví ćđsti danski embćttismađurinn á Grćnlandi í síđari heimstyrjöld.
C.A.C. Brun taldi, ţrátt fyrir ađ teikningin af Grćnlandsorđunni vćri gerđ í gamni, alls ekki óeđlilegt ađ Grćnlendingar fengu slíka orđu, ţó ţeir vćru undir danskri stjórn. Jú, fyrst Íslendingar hefđu slíka medalíu, af hverju ekki nágrannar ţeirra Grćnlendingar? Hvort Brun hefur kynnt ţessa skođun sín öđrum en frćnda sínum Eske Brun sem var landfógeti á Grćnlandi í síđara stríđi veit ég ekki, en hér er í fyrsta sinn opinberlega sagt frá orđuhugmyndum ţessa frábćra manns, C.A.C. Brun sem var Íslandi stór hjálparhella og hafđi meir áhrif á sjálfstćđi Íslendinga en ýmsir sjálfstćđismenn ímynda sér. Allt sem Kaninn gerđi fyrir Ísland, voru hugmyndir og ráđleggingar sem ţeir fengu frá C.A.C. Brun.
Meira mun verđa sagt frá C.A.C. Brun síđar, en nú leita ég allra leiđa ásamt Kristjáni Sveinssyni sagnfrćđingi ađ fjármögnunarleiđum til ađ ljúka skrifum á bók um Brun byggđa á dagbókum hans frá 1925-52, frá ţví ađ hann var diplómatískur léttadrengur í Shanghai ţar til ađ hann varđ sendiherra í nokkrum löndum og einn af ráđuneytisstjórum danska utanríkisráđuneytisins.
Sjá enn fremur eftirfarandi hlekki í grein ţar sem C.A.C. Brun kemur viđ sögu: hér , hér.
Athugasemdir
Takk fyrir fágćtan fróđleik Fornleifur, -mig undrar ekki ađ fraukan Fedriksen skjálfi á beinunum vegna Grćnlands eftir ađ hafa lesiđ ţetta.
Magnús Sigurđsson, 9.3.2025 kl. 08:40
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ţú ert innskráđ(ur) sem .
Innskráning