Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2011

Cara Insula

Řm Kloster 1981 1 b

 

Fornleifafrćđingar muna líklega flestir vel eftir fyrstu fornleifarannsókninni sem ţeir tóku ţátt í. Fyrsta rannsóknin sem ritstjóri Fornleifs var međ í, fór fram voriđ 1981 í rústum klaustursins í Řm á Jótlandi, ţar sem á miđöldum var klaustur Cistercíensareglunnar, sem var grein af Benediktínum er stofnuđ var í Frakklandi í lok 11. aldar. Klaustriđ var stađsett viđ vatniđ Mossř nćrri Árósum og var stofnsett um 1170. Kallađi reglan klaustriđ í Řm Cara Insula, Kćru Eyju. Nokkur klaustur Cisterciensareglunnar voru í Danmörku á miđöldum.

Rannsóknin í Řm kloster áriđ 1981 var tveggja vikna skólarannsókn undir stjórn Ole heitins Schiřrrings, sem var lektor á Afdeling for Middelalderarkćologi viđ Árósarháskóla, ţar sem ég nam fornleifafrćđi. Ole var góđur kennari, en dó um aldur fram eftir ađ hann var orđinn safnstjóri í bćnum Horsens. Rannsóknir höfđu áđur fariđ fram í Řm, en viđ skođuđum rústir byggingar sem aldrei hafđi veriđ rannsökuđ. Ţetta voru lítilfjörlegar leifar, neđstu hleđslur steina úr veggjum byggingar sem líklega hefur veriđ tvćr hćđir.

Ég var eini neminn, sem ţarna tók ţátt, sem lauk námi í fornleifafrćđi. Ţarna var Vesturjóti, sem síđar varđ prestur, en hann hafđi byrjađ alveg óvart í klassískri fornleifafrćđi. Ţarna var líka kennari sem starfađ hafđi á Grćnlandi og sömuleiđis gamall kennari sem skrifađi barnabćkur um miđaldir. 

Í hópnum var einnig skemmtilegur eilífđastúdent og hippi, sem náđi "kćrustunni" af ţeim sem síđar varđ prestur. Einnig var ţarna sagnfrćđistúdent, sem ég hjálpađi síđar međ lestur á Íslendingasögum, er hann skrifađi verđlaunaritgerđ um víkingavirkiđ Aggersborg viđ sagnfrćđideild Árósarháskóla. Ekki má gleyma Tatjönu, ungri konu frá Pskov í Rússlandi, sem gifst hafđi einhverjum dönskum Stalínista. Nýlega hitti ég hana götu í Kaupmannahöfn, ţar sem hún var ađ heimsćkja dóttur sína sem er ballettdansari.

Řm Kloster 1981 2 b

Ég gróf auđvitađ beint niđur á beinagreind af munki (eđa sjúklingi), sem ég rannsakađi og teiknađi. Ćtlunin var ađ leyfa beinagrindinni ađ vera ţarna áfram ţar til nćst yrđi grafiđ til austurs út frá svćđi ţví sem viđ vorum ađ rannsaka. Ţegar ég var ađ ljúka viđ ađ teikna munkinn, hrundi sniđiđ niđur á hann og var ţá hćgt ađ tćma stćrri hluti grafarinnar og teikna beinagrindina niđur ađ mitti.

Mađur getur lćrt margt á tveimur vikum. Teikningu, mćlingar, ljósmyndun, uppgraftarkerfi, ţvott á forngripum, skráningu og allt annađ skipulag, t.d. hreinsun verkfćra. Áđur en rannsóknin hófst keypti ég mér Yashica MAT 6x6 kassamyndavél, sem ég á enn, og sem hefur ţjónađ mér dyggilega gegnum árin, en meira gaman var ađ leika sér međ Hasselblad myndavélina sem deildin átti. Margt sem mađur hefur búiđ ađ síđan, lćrđi mađur á ţessum tveimur sólríku vikum í júní 1981, áđur en ég fór ađ grafa á Stóruborg, sem ég greindi lítillega frá í ţessari fćrslu. Ţađ er allt annar handleggur, en fróđlegur. Meira um ţann merka stađ síđar.

Myndirnar voru teknar af Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni á nýju Yashicuna sína í júní 1981. 

Ítarefni:

https://www.museumskanderborg.dk/%C3%B8m-kloster


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband