1. getraun Fornleifs

Getraun 1 Fornleifur
 

Ríðum nú á vaðið með fyrstu fornleifagetraun Fornleifs. Gripurinn á myndinni er getraunin. Svarið vinsamlegast eftirfarandi spurningum:

Hvað er þetta og úr hvaða efni?

Hvaðan er gripurinn?

Frá hvaða tíma er hann?

Hvenær kemur þessi gripur út?

Þið hafið viku til að svara. Skrifið svör ykkar í athugasemdir. Gripurinn er 16,2 sm að lengd.

Fornleifafræðingar og aðrir sérfræðingar, nema tannlæknar, eru útilokaðir frá þessum leik.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

  • Melspíra úr rostungsbeini
  • Hofsósi
  • 15. öld
  • ....

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2011 kl. 21:46

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Heitur Gunnar, hvað varðar öldina. En það er við ramman reip að draga, þegar Fornleifur er annars vegar.

FORNLEIFUR, 26.9.2011 kl. 05:25

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hárprjónn úr birki

Þjórsárdal

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2011 kl. 07:05

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Njet, sagði Gaukur.

FORNLEIFUR, 26.9.2011 kl. 07:25

5 identicon

Titrari sem fannst í þrotabúi ástarleikjaverslunarinnar Rómans. 21 öldin.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 08:37

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Sveinn Úlfarsson, mikið væri nú gaman ef þetta væri rétt hjá þér, en því miður... 16,2 sm; ég meina það, hvað ertu að hugsa, Sveinn?

FORNLEIFUR, 26.9.2011 kl. 09:38

7 identicon

Þetta er frá þeim tíma þegar allt var stórt og áður en kínversku staðlarnir voru innleiddir. Sem sagt sjaldgæfur gripur og mikill gleðigjafi á sínum tíma.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 11:16

8 Smámynd: Rauða Ljónið

Er þetta ekki endi á broddstaf.? Cu.

Rauða Ljónið, 26.9.2011 kl. 15:10

9 Smámynd: FORNLEIFUR

Eða ljónstönn. Ekki bítur þetta Sigurjón.

FORNLEIFUR, 26.9.2011 kl. 15:42

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Bókagerðahnífur, eða má segja skytta í vefstól,frá 1817.

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2011 kl. 17:39

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég held að Sveinn Úlfarsson sé mjög heitur, en þessi er ekki rafknúinn og fagurlega myndskreyttur, sem kann að benda til háttsetts eiganda. Kannski úr stjórnarráðinu?

Vilhjálmur Eyþórsson, 26.9.2011 kl. 17:48

12 Smámynd: FORNLEIFUR

Helga, gott að fá konu inn á þessa bölvaða dónaumræðu, en karlarnir eru nær þessu en þú, þó þú sért líklega með það sem þetta er. En hefur samt ekki rétt fyrir þér. Þú ert nærri laginu en karlpeningurinn.

Hér með lýsir Fornleifur eftir fleiri konum sem bloggvinum á þetta blogg. Karlar hugsa bara um einn hlut.

FORNLEIFUR, 26.9.2011 kl. 19:01

13 Smámynd: FORNLEIFUR

Vilhjálmur Eyþórsson, ímyndunaraflið hleypur með þig í gönur, eins og suma í stjórnarráðinu. Þar á bæ er mönnum einnig velkomið að taka þátt. 

FORNLEIFUR, 26.9.2011 kl. 19:07

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Forneskjan ríður ekki við einteyming í þessari getraun!

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.9.2011 kl. 22:19

15 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Er þetta vefjarskeið?

Þá úr hvalbeini frá Norður - Noregi, 14 öld?

Halldóra Hjaltadóttir, 27.9.2011 kl. 00:31

16 Smámynd: FORNLEIFUR

Sigurður, já þetta er fornt og hefur fundist í jörðu. Mali veit þetta örugglega, enda einn skarpasti hnífurinn í skúffunni. Þú ættir að spyrja hann. Hann fór laglega með austfirska helfarardýralækninn. Frekar mætti fanga leysinga fyrir austan og skrásetja þá en ketti. Kettir gera meira gagn en ríkisstjórnin. 

Halldóra, alls ekki vefjarskeið, en annars konar.

Konur í hannyrðum og menn í titrurum. Hvar stendur hnífurinn í kúnni? Ef menn hefðu verið meira í vaðmálinu og konur í titrurum þá væri kannski ekki kreppa í landinu sem þessi hlutur fannst í.

FORNLEIFUR, 27.9.2011 kl. 05:30

17 identicon

Skaft af íslenskri mat/súpuskeið úr beini frá 14. öld?

Baðvörður (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 09:41

18 Smámynd: FORNLEIFUR

Baðvörður, nei gripurinn er ekki brotinn, eða var ekki brotinn þegar ég teiknaði hann fyrir 30 árum síðan. Tíminn er líka rangur.

Mikið er gott að baðvörðurinn fór ekki að tala um titrara og tel ég því líklegra að þú sért vörður kvennamegin.

FORNLEIFUR, 27.9.2011 kl. 09:46

19 identicon

Þetta minnir mig helst á hnífsslíður úr leðri. Gæti verið frá 15. öld eða þar um bil.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 15:18

20 Smámynd: FORNLEIFUR

Sigurvegari er fundinn í 1. getraun Fornleifs 

Pétur Guðmundur Ingimarsson, af hverju ert þú ekkert að hugsa um titrara eins og svo margir aðrir. Það er líklega vegna þess að þú veist að vagina var latneska heitið fyrir þenna grip. Ég verð að gefa þér rétt fyrir tímasetninguna. Við erum kannski næst aldamótunum 1500. Já, þetta er hnífsslíður úr leðri, og líklegast innflutt vara! En þig vantar fundarstaðinn og hvenær þetta kemur út? 

Gripurinn fannst á Íslandi, en hvar?

FORNLEIFUR, 27.9.2011 kl. 15:40

21 identicon

Ég giska á að gripurinn hafi fundist í Hnífsdal.

Þú birtir vonandi fullt svar við getrauninni innan tíðar?

Baðvörður (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 18:06

22 Smámynd: FORNLEIFUR

Baðvörður. Gripurinn fannst á Stóruborg undir Eyjafjöllum. Allt annað hefur komið í ljós. Hins vegar er allt á huldu um afdrif hans. Fyrst og fremst vegna áhugaleysis yfirvalda á Þjóðminjasafni Íslands á rannsóknina á Stóruborg eyðulögðust gripir sem þar fundust, áður en þeir komust í forvörslu. Margir bíða með óþreyju eftir niðurstöðum úr margra ára  rannsóknum að Stóruborg, sem Mjöll Snæsdóttir stýrði. Ef þessi gripur hefur eyðilagst, er teikning mín hér að ofan kannski besta heimildin um þennan fagra grip, og þeir voru margir á Stóruborg.

Forvarsla og úrvinnsla er væntanlega mikilvægasti þáttur fornleifarannsóknarinnar, ásamt birtingu og fræðslu. Ef slakað er á öðru en greftrinum er það álíka og að senda mann, sem ekki hefur farið úr skýlunni og baðað sig, út í laug.

FORNLEIFUR, 2.10.2011 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband