Furđumyndir frá 18. öld á Listasafni Íslands: Síđari hluti

skemmt

Ottó barón Reedtz-Thott á Gavnř hefur veriđ svo vingjarnlegur ađ upplýsa mig, ađ ekki hangi lengur á veggjum hallar hans verk úr furđumyndaröđ ţeirri sem sýnir Ísland, og sem upphaflega var eign forföđur hans Otto Thotts. 24 verkanna voru gefin Íslendingum áriđ 1928 (sjá fyrri fćrslu), en myndirnar voru upphaflega 32 ađ tölu áriđ 1785, er gerđur var listi yfir málverkasafn Thotts. Baróninn upplýsir í tölvubréfi dags. 20.11. 2012, ađ áriđ 1930 hafi veriđ haldiđ uppbođ á lélegum verkum úr safni góssins á Gavnř, en ţar á međal voru ekki neinar myndir sem gćtu hafa veriđ 8 myndir úr Íslandsmyndaröđinni. Líklegt er ţví, ađ myndirnar 8, sem vantar, hafi veriđ orđnar svo lélegar áriđ 1928, ađ menn hafi annađ hvort ekki viljađ gefa Íslendingum ţćr, eđa ađ ţćr hafi veriđ komnar í glatkistuna miklu fyrr.

Viđ getum ţó leyft okkur ađ vona, ađ einhver sé enn međ átta svipađar myndir á veggjum sínum. Myndin hér ađ ofan sem er ein hinna 24 í Listasafni Íslands, er harla illa farin sökum einhvers konar skemmdarverks eđa slyss. Kannski fór verr fyrir ţeim síđustu átta en ţessari mynd.

Tilgáta um listamanninn: Sćmundur Hólm 

Hvađ Ólafur Ingi Jónsson byggir fyrrnefndar hugmyndir sínar um hollenskan uppruna og aldursgreiningu til lok 17. aldar á, fyrir utan ţađ litla sem hann sagđi í véfréttastíl í fyrrgreindum útvarpsţćtti, get ég ekki alveg gert mér grein fyrir.

Greinilega var málarinn, sem bar ábyrgđ á ţessum málverkum, enginn Rembrandt. En samt eru atriđi í málverkunum sem benda til ađ listamađurinn hafi lćrt málaralist og handverk sitt. Ţau atriđi sem ég taldi til í síđustu fćrslu tel ég benda til ţess ađ myndirnar hafi orđiđ til á seinni hluta 18. aldar en ekki á 17. öld eins og Ólafur forvörđur heldur.

Sömuleiđis tel ég ekki lokum fyrir ţađ skotiđ, ađ líta sér ađeins nćr en til Hollands. Hvađ međ ađ Íslendingur, búsettur erlendis hafi málađ ţessi furđuverk? Er ţađ óţarflega glannalegt á ţessum síđustu ESB-tímum.

Kristján Sveinsson sagnfrćđingur varpađi reyndar fram ţeirri spurningu, er ég rćddi nýveriđ viđ hann um furđuverkin á Listasafni Íslands, án ţess ađ hafa séđ myndirnar, ađ Sćmund Magnússon Hólm (1749-1821) vćri kannski listamađurinn. Sćmundur var fyrsti Íslendingurinn sem viđ vitum ađ hafi stundađ nám á listaskóla.

Sćmundur Magnússon fćddist ađ Hólmaseli á Međallandi áriđ 1749, sonur hjónanna Guđmunds Magnússonar og Guđleifar Sćmundsdóttur. Sćmundur gekk í Skálholtsskóla og var um tíma djákni á Kirkjubćjarklaustri. Hann hélt síđan til Hafnar áriđ 1774 og bjó ţar og nam viđ kröpp kjör fram til 1789 er hann fékk brauđ ađ Helgafelli og Bjarnarhöfn á Snćfellsnesi.

Hann lćrđi til prests í Kaupmannahöfn en lauk sömuleiđis öllum deildum Konunglegu Akademíunnar og sumum međ ágćtum, fékk međal annars medalíur, verđlaun og konunglegt leyfi til ađ framleiđa gljápappír, (pappír međ glansáferđ), sem hann segist hafa fundiđ upp. Ţann pappír hefđi ég gaman af ađ sjá, ef einhver ćtti snifsi af honum. Sjálfur orti Sćmundur eftirfarandi línur um verlaun ţau sem honum áskotnuđust í Kaupmannahöfn. 

Medalíur fimm eg fjekk

forţjent verkin standa;

teikningin til gćđa gekk

gjörđi eg reynslu vanda.

 

Uppfinninga rćkta eg ráđ

raun skal vitni bera.

Ríkis fjekk um lög og láđ

leyfi ađ fabrikera.

Margt er til eftir Sćmund, en engin ţekkt ólíumálverk 

Ţótt ekki séu ţekkt nein olíumálverk eftir Sćmund Hólm, ţekkjum viđ ţó nokkuđ af mannamyndum sem hann teiknađi međ rauđkrít, nokkrar koparstungur, sem og ţó nokkrar teikningar í handritum, stafagerđabćkur og ýmis konar kort og yfirlitsmyndir. 

Sannast sagna ţykir mér, líkt og mörgum samtímamönum Sćmundar, hann ekki sýna mikinn listamann, til ađ mynda í andlitskrítarmyndum sínum. Hann átti í stökustu erfiđleikum međ hlutföll á milli líkama og höfuđs og dýpt og gullinsniđ lćrđi hann aldrei. Hann gat ekki teiknađ persónur međ mikilli snilld. Myndirnar hér ađ neđan, m.a. af grasafrćđiprófessornum Erik Viborg, sem nú eru varđveitt í Friđriksborgarhöll, mynd sem hann vann til verđlauna fyrir, sýnir fólk međ stór höfuđ og litla búka. Medalíur og verđlaun sem Sćmundi hlotnađist, má miklu frekar líta á sem stuđning viđ efnalitla listanema á ţessum tímum. Rauđkrítarteikningar Sćmundar voru ađ minnsta kosti ekki mikil list.

Erik Viborg  Sveinn Pálsson 17_smholm

Thottske Palć

Det Thottske Palć eins og ţađ lítur út í dag

 

Tengsl Sćmundar viđ Otto Thott

Ţađ er helst tvennt sem tengt getur Sćmund Hólm viđ Ottó barón Thott.

1) 

Í fyrsta lagi eignađist Thott handrit sem Sćmundur hafđi skrifađ og myndskreytt, sem nú er ađ finna í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, ţangađ sem ţau voru gefin eftir dauđa Thotts.

2) 

Í öđru lagi stundađi Sćmundur myndlistanám í nćsta húsi viđ heimili Otto Thotts í Kaupmannahöfn, Det Thottske Palć, sem nú hýsir sendiráđ Frakka í Kaupmannahöfn. Höllin var seld Frökkum árđ 1930. Ef Sćmundur hefur kynnst baróninum sem keypti af honum handrit, hefur ekki veriđ langt ađ fara fyrir Sćmund, ef hann hefur fengiđ ađgang ađ hluta bókasafns baróns, sem einnig var hýst í Thottsku höllinni í Kaupmannahöfn.

Ef viđ lítum á handrit ţau sem Thott keypti eđa fékk af Sćmundi, er margt áhugavert ađ finna. Thott var mađur upplýsingarinnar og átti hann stćrsta bókasafn af handritum og smábćklingum í Evrópu sem flokkast getađ sem upplýsingabókmenntir. Ţađ sem hann hefur fengiđ frá Sćmundi, eđa međ hans hendi, var einnig af ţeim toga. En áhugi á list var einnig ástćđan til ađ handrit eftir Sćmund komust í eigu Thotts. Thott hefur einhvern veginn eignast nokkuđ sérstakt handriđ sem Sćmundur skrifađi og myndskreytti á Hafnarárum sínum. Ţetta er sambrotshandrit međ eftirmyndum af  teikningum eftir meintan biskup "G.H.lin.... "sem áttu ađ fyrirfinnast í kórvegg innanverđum í kirkjunni ađ Sólheimum í Vesturs-Skaftafellssýslu; Ţetta eru fimm teiknađar helgimyndir sem sýna kafla úr sögu Jesús Krists og sem Sćmundur skrifar/afritar ađ hafi veriđ teiknađar anno Domini 1414 (MCCCCXIV). Vandamáliđ er hins vegar ţađ, ađ myndirnar sverja sig í ćtt viđ koparstungur niđurlenskar, eđa ţýskar. frá 16. öld. Textinn undir myndinni í hverjum ramma er eintómt rugl, fyrir utan orđiđ Jesús, en í lokarammanum er skýring Sćmundar og neđst er árstaliđ 1414 og upplýst ađ G.H.lin... hafi teiknađ á Lúsíudag í Föstu ađ Dyrhólum. Ekki er mér kunnugt um, hvort vísitasíur frá Sólheimakirkju á 17 og 18. öld lýsi slíku verki í kirkjunni, og er veriđ ađ rannsaka ţađ. Mér er reyndar nćr ađ halda, ađ Sćmundur hafiđ uppdiktađ ţetta listaverk og selt Thott baróni. Eđli myndanna og stíllinn benda ekki til fyrri hluta 15. aldar. 

Sólheima Kirkja Sćm Holm

Hluti af teikningu Sćmundar af mynd í Sólheima Kirkju.

Ef handritiđ međ Sólheimabílćtunum, sem Sćmundur hefur teiknađ, og ef til vill selt Thott baróni, er einhvers konar blekking (já, hér er ég kominn í spor forvarđarins og gruna menn um grćsku), ţá er komin ćrin ástćđa til ađ ćtla ađ Sćmundir kunni einnig ađ hafa veriđ fćr um ađ mála furđumálverk af stöđum í heimalandi sínu, til dćmis sem einhvers konar ćfingau í námi sínu, og hafi svo tekiđ upp ţví ađ selja ţćr Otto Thott, sem tók viđ öllu "gömlu" og hafđi ráđ á ţví ađ borga vel fyrir.

Mađur getur ímyndađ sér, ađ kennari Sćmundar í listunum hafi ef til vil beđiđ hann um ađ mála eitthvađ eftir minninu frá Íslandi, og ţar sem hann hefur vart gert víđreist nema um suđurhluta landsins og ekki ţekkt ađra landshluta vel, hafi hann fariđ út ţađ í ađ búa til ţessar skemmtilegu fantasíur.

Ţađ er ţó einnig ýmislegt í málverkunum 24, sem sýnir skyldleika viđ önnur verk, teikningar Sćmundar, sem gefur ástćđu til ađ álykta ađ hann gćti  hugsast ađ vera listamađurinn sem málađi myndirnar 24, ţó ţađ verđi vart sannađ nema međ öđrum ađferđum en samanburđi einum. Ýmislegt í myndunum gefur einnig ástćđu til ađ ćtla, ađ listamađurinn hafi veriđ ýmsu kunnugur á Íslandi. Hér skal ţađ helst taliđ upp:

Karlahattar

Á málverkunum 24 á Listasafni Íslands er hattatíska karla međ sama lagi og hattar í mörgum verkum Sćmundar, reyndar sláandi líkir. Dćmi:

Karl 1

Karl 2

Karl 3

Karl 4

Mynd af manni međ einhvers konar fuglaháf eđa snöru í bjargi í Vestmannaeyjum. Úr handriti Sćmundar Hólms um Vestmannaeyjar (NKS 1677 4to) sem er varđveitt er á Konunglega Bókasafninu í Kaupmannahöfn.

Karl5

Tab.V Karl

Úr handritinu Sćmundar um uppfinningu hans, nokkuđ furđulega fiskveiđamaskínu sem er varđveitt á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn (Kall 628a 4to). Handritiđ, sem eru auđlesiđ, og tilheyrandi myndir verđa birt í heild sinni á Fornleifi innan skamms.

Karl5 Tab.VI Karlar

Mađur á einu af málverkunum 24  og menn í svipuđum fötum og úr handriti Sćmundar um veiđimaskínuna. Myndin fyrir neđan er úr sama handriti.

Tab.III karlar

 

Fjallastafur?

skip b

Hallar karlinn sér fram á fjallastaf?

Gott ef ekki er hćgt ađ sjá Erkiskaftfellskan fjallastaf (broddstaf), sem einn karlanna á myndinni hallar sér fram á. Slíkan staf hefđi Sćmundur nú ţekkt úr heimahögum sínum og jafnvel notađ. Slíkir stafir og af ţessari lengd eru til á söfnum, t.d. í Skógum, ţar sem Ţórđur fornfrćđingur Tómasson sýnir oft ţeim sem heimsćkja hann staf međ járnhring á og minnir um leiđ til gamans á frásögn Landnámu af ţví hvernig landnámsmađurinn Lođmundur gamli á Sólheimum kom í veg fyrir flóđ á byggđ í jökulhlaupi međ staf sem á lék hringur. Er ţetta sem viđ sjáum á myndinni rammíslenskur broddstafur? Ef svo er, hefur sá sem málađ hefur myndirnar haft töluverđa ţekkingu á Íslandi og Íslendingum. 

Kortagerđ og stađarlýsingar Sćmundar 

Sćmundur fékkst nokkuđ viđ gerđ korta og perspektíva (prospekta, eins og ţađ var kallađ upp á dönsku), og er nokkuđ ađ ţví varđveitt í Kaupmannahöfn. Á einni ţeirra teikninga sem sýna Dyrfjöll í fuglasýn, eru fjöllin eru mjög ýkt ekki ósvipađ ţví sem mađur sér á málverkunum 24. Hvađa fyrirmynd Sćmundur hefur haft fyrir Dyrfjallamynd sinni vćri áhugavert ađ vita, en líklega hefur hann teiknađ ţetta eftir teikningum skipstjóra sem skissađ hafa strandlínuna ţar eystra. 

IMGP3463b

Eftir Sćmund liggja nokkur handrit og teikningar á Konunglega Bókasafninu í Kaupmannahöfn. Í ţeim og í teikningu af Ólafsvík frá 1785, sem er varđveitt á safninu á Frederiksborg, er ýmislegt sem sver sig í ćtt viđ ţá fantasíu í landslaginu sem sést á málverkunum 24 á Listasafni Íslands. Myndin af Ólafsvík sýnir Enniđ í yfirgengilegri stćrđ. Myndin er lituđ pennateikning og er teiknuđ í Kaupmannahöfn áđur en Sćmundur fluttist aftur til Ísland. Ólíklegt er ađ Sćmundur Hólm hafi nokkru sinni komiđ á Snćfellsnes áđur en hann hélt til Hafnar til ađ stunda nám. Ţađ sýnir myndin á vissan hátt.  Áriđ 1799 kom síđan út ný mynd Sćmundar af Ólafsvík í riti Jacobs Severin Plums Íslandskaupmanns, Historien om min Handel paa Island: mine Sřereiser og Hendelser i Anledning af Islands almindelige Ansřgning til Kongen om udvidede Handelsfriheder m.v. Sú mynd, sem er koparstunga eftir teikningu Sćmundar, er allt öđru vísi en sú fyrri Ólafsvíkurmynd sem Sćmundur teiknar á Hafnarárum sínum, en hún sýnir einnig nýja kunnáttu Sćmundar á stađarháttum í Ólafsvík, en ţá hafđi hann veriđ veriđ prestur í 10 ár í nćstu sveit. Ţetta sýnir, ađ Sćmundur gat hćglega "skáldađ" landslagsmyndir.

image00123

Ólafsvík Sćmundur Hólm

Ólafvík í tveimur gerđum eftir Sćmund Hólm. Neđri myndin, sem er koparstunga eftir óţekktri teikningu Sćmundar, er öllu nákvćmari en sú efri. Myndin hefur t.d. birst í bók Árna Björnssonar og Halldórs Jónsonar: Gamlar Ţjóđlífsmyndir (1982).

Uxa hver

Her fyrir ofan má sjá nálastungu sem gerđ var eftir mynd Hólms fyrir ferđabók Olaviusar (1776) af Uxahver í Reykjahverfi, sem hćtti ađ gjósa áriđ 1872. Myndin sýnir hver sem ekki er ólíkur ţeim gusum og geysum sem mađur sér á málverkunum sem komu til Íslands áriđ 1928. Fyrir neđan er upphaflega teikning Sćmundar sem er varđveitt í Konunglega Bókasafninu í Kaupmannahöfn.

Uxahver

Sođiđ Lambalćri 2 

Áriđ 1720 komu út frásagnir hollenska kapteinsins Gornelis Gijsbertsz. Zorgdragers, ritađar af Abraham Moubach, sem mest fjallađi um hvalveiđar og Grćnlandútgerđ Hollendinga, efni sem Sćmundur hafđi mikinn áhuga á og eftir hann liggja tvö handrit međ myndum af hvölum og selum. Zorgdrager kom viđ á Íslandi áriđ 1699 og hitti ţar danskan kaupmann á Goswijk, sem er hollensk hljóđritun á Húsavík. Kaupmađurinn sagđi hollensku ferđalögnunum frá goshver, líklega viđ Námaskarđ. Ţangađ fóru Hollendingarnir. Eins og gengur á ferđalögum urđu ţeir svangir. Bundu ţeir kindalćri í snćri og suđu í hvernum. Í bókinni er koparstunga sem sýnir ţessa matreiđslu Zorgdragers og félaga. Zorgdrager sagđi síđan Abraham Moubach, ađ hann hafi haldiđ til haga vel sođnu stykki af kjötinu og fariđ međ ţađ á nćrliggjandi sveitabć eđa kofa og hafi fengiđ ţar mjólk ađ drekka, en annars hefđi menn hans drukkiđ kćlt vatniđ úr hvernum. Koparstungan í bók Zorgdragers er greinilega ekki gerđ af listamanni sem hafđi veriđ í för međ Zorgdrager. En minnir ekki hverinn í bók Zorgdragers á hver Sćmundar?

Uppfinningarmađurinn Sćmundur Hólm

Sćmundur var fyrir utan ađ vera myndlistamađur, uppfinningarmađur, eins og fyrrnefndur gljápappír hans gefur til kynna. Hann velti mikiđ fyrir sér landsins gćđum eins og lćrđum manni í miđri upplýsingaöld bar skylda til. Eftir hann liggur á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn myndskreytt handrit sem hann kallađi Nogle Tanker om Fiske og Laxe Fangsten (Kall 628 b 4to). Ţađ er Sćmundur međ tillögu og teikningu af eins konar brú úr tré sem byggđ er á nokkuđ vafasaman hátt út í vatn til ađ auđvelda mismunandi netaveiđi á laxi. Á Skýringamyndum hans fyrir machinuna, sem hann kallar svo, og sem ég lćt fylgja hér, má sjá hvernig smíđa má og nota slíka brú til mismunandi veiđa. Á myndunum er menn einmitt klćddir á sama hátt og karlar á furđumálverkunum 24 sem komu til Íslands áriđ 1928.

    Tab.IIII min Tabula IIII

Tab.V min Tabula V

Tab.VI min Tabula VI

Sćmundur var mikill kopíisti og í einu handrita hans, sem varđveitt eru á Konunglega Bókasafninu í Kaupmannahöfn, er ađ finna gott dćmi um ţađ. Hann hefur tekiđ upp á ţví ađ teikna Vestmannaeyjaskip (Tólfćring?) eftir eldri mynd af Vestmannaeyjaskipi, sem síra Gizur Pétursson teiknađi áriđ 1704 (sjá hér).

Vestmannaeyjaskip lille

Sćmundur hefur einhvern veginn komist í teikningu Gizurar og gert sína útgáfu. Takiđ eftir körlunum um borđ. Fyrir utan ađ vera í nákvćmlega sömu stellingum og sjómennirnir á mynd séra Gizurar Péturssonar,  ţá eru ţeir međ sams konar hatta og sömu hattana og allir karlar á myndunum furđulegu á Listasafni Íslands. Eftir ađ Sćmundur teiknađi handritiđ međ ţessari mynd, voru allir karlar hans á myndum međ svona hatta, sem voru reyndar frekar gamaldags í lok 18. aldar nema á međal, presta, gyđinga, bćnda og hermanna sumra landa.

Lokaorđ 

Ég tel ekki ólíklegt, ađ Sćmundur hafi í fljótheitum málađ 32 lítil málverk af Íslandi, sem hann ţekkti ekki sérstaklega vel áđur en hann hélt til náms í Kaupmannahöfn. Ţetta tel ég ađ Sćmundur hafi gert til ađ drýgja tekjur sínar og til ađ svala fróđleiksţorsta greifans. Slíkt telst ekki til falsana í ţeim dúr sem Ólafur Ingi flettir ofan af. Ég tel ađ Sćmudur hafi helst notast viđ ţćr lýsingar sem hann gat fundiđ í bókum. Viđ sjáum slíkt t.d. í litađri pennateikninu hans af Ólafsvík og Enninu frá 1785.

Ef Ólafur Ingi Jónsson forvörđur á Listasafni Íslands greinir ekki betur frá niđurstöđum sínum og enduraldursgreiningum sem hann setti fram i sjónvarpsfréttum og útvarpsţćtti, verđ ég ađ álíta ađ forverđinum sem "eyđilagđi" fermetrasöfn á veggjum fjölda nýríkra íslenskra "málverkasafnara" hafi í ţetta sinn orđiđ á í messunni. En kannski hefur Ólafur samt eitthvađ í handrađanum, einhver tćknileg atriđi sem vćri vert ađ fá skođun og rannsókn á í Hollandi, fyrst hann heldur ađ málverkin séu ćttuđ ţađan. Ţađ tel ég persónulega fjarstćđu. Handbragđ myndanna er ađ mínu mati ekki hollenskt frekar en danskt. Af ofangreindum rökum fram settum, er ég vantrúađur á ađ myndirnar séu frá lokum 17. aldar eđa ađ ţćr séu hollenskar, alla vega ţar til sýnt verđur fram á eitthvađ annađ og merkilegra.

Allar upplýsingar eru vel ţegnar sagđi Ólafur forvörđur, og hér á Fornleifi, hafa menn getađ lesiđ um tilgátu mína (Vilhjálms Arnar Vilhjálmssonar fornleifafrćđings) í tveimur hlutum. Ég undirstrika orđiđ tilgáta. Nú má Ólafur svara og forverja sig, ef hann ţorir.

Tilgáta mín um Sćmund, sem Kristján Sveinsson sagnfrćđingur plantađi í mig međ ţví ađ nefna Sćmund á "skćptali", tel ég engu verri en Hollendingakenning forvarđarins á Listasafni Íslands. Hollenskir listfrćđingar, sem ég hef sýnt myndirnar, eru ekki á ţví ađ ţćr séu hollenskar, svona í fljótu bragđi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Hreiđarsson

Ţakka frábćra grein um Sćmund Hólm og ríkulegt myndefni sem fylgir.  Ađeins ein athugasemd:  Ţú segir ađ hann hafi ekki kunnađ ađ teikna fólk í réttum hlutföllum og bendir á rauđkrítarmyndir ţví til stađfestingar.  Segir ţú ađ höfuđ séu hlutfallslega of stór.    Á öđrum myndum Sćmundar sem ţú birtir hér, eru hlutföll í fullkomnu lagi.   Getur veriđ ađ ţegar listamađurinn gerđi andlitsmyndir, "portrait", ţá hafi hann viljandi gert höfuđ og andlit stćrri til ađ draga fram andlitsdrćtti og svip fyrirmyndarinnar?

 Kveđja,

Valdimar Hreiđarsson

Valdimar Hreiđarsson, 24.11.2012 kl. 13:39

2 Smámynd: FORNLEIFUR

Sćll Valdimar,

Mannamyndir Sćmundar, sem viđ ţekkjum, eru flestar úr hlutfalli. En ekki er ţađ mjög ýkt hjá honum

Ég hef reyndar sé ađra teiknara gera ţetta. Ţetta var kannski vegna ţess ađ menn voru međ ákveđinn ramma og voru ađ reyna ađ trođa eins miklu af bolnum inn í rammann eftir ađ vangamyndin eđa andlitiđ hafđi veriđ teiknađ, fyrst og fremst til ađ sýna fín föt og knappa. Mannamyndir voru ekki ekki sterkasta sterkasta hliđ Sćmundar. Karlarnir á fiskimaskínuhandritinu og á máluđu myndunum 24 eru afar stífir og á sama hátt.

Gott dćmi um algjört flaustur í sumu ţví sem Sćmundur gerđi er t.d. myndin af körlunum sem ţćfa í fjósinu, sem birtist í Ólavíusi. Annađ hvort hefur eitthvađ fariđ úr lagi, eđa honum hefur veriđ svo í mun ađ sýna ţakgrindina í fjósinu, ađ perspektíviđ fer í hund og kött.

FORNLEIFUR, 24.11.2012 kl. 14:16

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Taktu einnig eftir stćrđ sjómannanna á tvímastra skipunum á málverkunum. Ţeir eru allt of stórir. Ţetta minnir dálítiđ á kort og prospekt Sćmundar.

FORNLEIFUR, 24.11.2012 kl. 14:23

4 Smámynd: FORNLEIFUR

Mynd_0894569

FORNLEIFUR, 24.11.2012 kl. 14:45

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Svo er kannski vert ađ minnast á, ađ sumar af myndunum viđ ţessa fćrslu hafa aldrei birst áđur.

FORNLEIFUR, 24.11.2012 kl. 15:06

6 Smámynd: Brynjólfur Ţorvarđsson

Sćll Fornleifur og ţakka ţér kćrlega fyrir fróđlegan lestur. Greinin er mjög vel unnin og ţyrfti góđ rök til ađ varpa tilgátunni um Sćmund sem ţú leggur fram.

Mig langar ađ nefna viđ ţig mynd Sćmundar nr. 9 í fyrri fćrslu. Hún sýnir hlađiđ steinhús og ţar sem ég ţekki ágćtlega til á Sómastöđum viđ Reyđarfjörđ, ţar sem langafi minn reisti hlađiđ steinhús af svipađri stćrđi áriđ 1875, ţá "ţekkti" ég stađinn undir eins. Fjöllin hćgra megin á myndinni gćtu sem best veriđ Hólmanesiđ međ Hólmaborginni í ýktri minningu. Kletturinn fremst passar einnig mjög vel viđ klettabeltiđ sem er vestan viđ húsiđ og stóđ (ef ég man rétt) mun nćr áđur en álversframkvćmdir hófust. Sómastađir standa reyndar fleiri hundruđ metra frá sjó ţannig ađ fjöruborđiđ á myndinni passar illa. Sjá http://www.thjodminjasafn.is/minjar-og-rannsoknir/husasafn/husin-i-stafrofsrod/nr/403 međ mynd af húsinu eins og ţađ lítur út í dag.

Viđ stćkkun sé ég ađ myndin á ađ sýna "Biarna Jökul i Island", ekki veit ég hvar ţann jökul er ađ finna! En myndirnar eru auđvitađ málađar minnst 100 árum áđur en steinhúsiđ á Sómastöđum reis. Er eitthvađ vitađ um ţađ hvort steinhús af ţessari tegund hafi veriđ ađ finna á Íslandi viđ lok 18. aldar? Elstu steinhúsin eru reist í Reykjavík um miđja 18. öld (Viđeyjarstofa, Nesstofa) og ekki óhugsandi ađ slík hús hefđi mátt finna víđar.

Helst dettur mér í hug einhvers konar verbúđ, eitt er víst ađ ekki minnir ţetta á danska byggingarlist. Hér í danaveldi er grjót mjög svo af skornum skammti (og hefur trúlega aldrei mátt finna á yfirborđi á 17. og 18. öld) svo mjög ađ hlađin hús úr steini ţykja furđuverk (t.d. stórhýhsiđ sem Jens Bang reisti í Álaborg 1624 og er aldrei kallađ annađ en "Stenhuset").

En takk fyrir góđa fćrslu og fyrirgefđu útúrdúrinn!

Brynjólfur Ţorvarđsson, 25.11.2012 kl. 10:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband