Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Monstrum Medievalis

Horror Medievalis

Ekki var fyrr stöđvađ rugliđ međ ólöglega torflistaverkiđ norđaustan viđ kór Skálholtsdómkirkju, en ađ annar miđaldahrođi hefur sig á loft međ miklum drunum, svo halda mćtti ađ 1. apríl vćri runninn í garđ.

Icelandair og eitthvađ dularfullt crew í samfloti viđ ţá eru komnir á miđaldaruglubull. Ţeir hafa líklega lesiđ of mikiđ eftir Dan Brown ţegar ţeir biđu of lengi í Leifsstöđ. Ţađ er vitaskuld rétt athugađ hjá Icelandair, ađ ferđamenn erlendis sćki mjög í dómkirkjur miđalda. En ţćr eru frá miđöldum.

Ţađ ferlíki sem menn vilja nú fara ađ reisa í Skálholti á hins vegar ekkert skylt viđ miđaldir. Ţessi misskilningur byggir á teikningum sem skapađar voru af teiknikennaranum og ţjóđernisrómantíkernum Herđi Ágústssyni, sem  ekki  var menntađur í miđaldafrćđum. Hann skapađi t.d. „Ţjóđveldisbćinn", sem á ekkert skylt viđ rústirnar á Stöng, sem hann byggđi hugsýn sína á. Í Ţjóđveldisbćnum eru steinsteyptir veggir og plastdúkur í ţekju.

Oftúlkun á hleđslum sem skráđar voru viđ fornleifarannsóknir í Skálholti leiddi suma til ađ álykta ađ dómkirkjan hefđi ţar veriđ stćrst um 50 metrar ađ lengd. Sú túlkun er óskhyggja ein. Ţar ađ auki hefur teiknari Icelandair, sem ég tel mig vita hver sé,  gert vont verra. Engin miđaldakirkja lítur út eins og ţetta ljóta flugvélaskýli međ kjallara og međ samfelldum steindum gluggum efst undir ţaki háskipsins. Eru prestar á Íslandi svo sögulausir og vitlausir ađ ţeir kaupi ţetta rugl? Hafa ţeir ekki skođađ miđaldakirkjur á ferđum sínum erlendis?

Ţessi horror slćr tollbúđ Árna Johnsen alveg út! Svona verkefni eru auđvitađ hugarórar frá ţví fyrir hrun. Ţá urđu Icelandair og arkitektinn ţeirra hái nefnilega of seinir ađ komast í loftpeninga í vösum gjafmildra útrásarvíkinga, en núna er víst komnir peningar í kassann hjá Icelandair, og vilja menn greinilega ađ kirkjan greiđi restina sem aflátspeninga.

En mest af öllu eru svona brjálađar hugmyndir birtingarmynd ţess ađ sumt fólk á Íslandi vill ekki sćtta sig viđ látlausa sögu lands síns, ţar sem mannanna verk lifđu ekki í ţúsund ár, ţótt andans verk vćru sterk. Íslendingar, sem skammast sín fyrir sögu sína, stunda sögufölsun eins og ţá sem Icelandair og ónafngreindir ađilar vilja nú hella sér út í.

Ég hvet Icelandair til ţess ađ styrkja heldur fornleifarannsóknir í stađ ţess ađ borga fyrir Disneykirkju í Skálholti.


Fyrir neđan allar hellur

Ţorláksbúđ 

Fyrirhuguđ bygging Ţorláksbúđar í Skálholti er einkennilegt mál, sem sýnir ađ menn lifa kannski á öđrum tíma en umheimurinn. Framkvćmdin hefur veriđ kynnt eins og veriđ vćri reisa eftirgerđ af miđaldarkirkju frá tímum Ţorláks helga. Svo fer fjarri. Ţorláksbúđ var upphaflega byggđ áriđ 1527 og hefur ekkert međ 12. öldina ađ gera. Hún var byggđ eftir bruna Árnakirkju áriđ 1527, og ţá sem bráđabirgđaskýli yfir messuhald, búđ eđa kapella eins og húsiđ kallađist í heimildum og fékk hún síđar nafniđ Ţorláksbúđ.

Árni Kanelás Johnsen ţingmađur, sem hefur veriđ stórtćkur í endurgerđunum, segir ađ Gunnari Bjarnasyni smíđameistara Ţorláksbúđar hinnar nýju hafi veriđ brugđiđ ţegar skyndilega á lokastigi verksins hafiđ komiđ gagnrýni á verkefniđ:

Honum varđ ekki svefnsamt um nóttina eftir smíđar daglangt, en síđla nćtur dró hann miđa úr Mannakornum sínum, tilvitnunum í Biblíuna, og eftir ţađ sofnađi hann vćrt.

Hann fékk tilvitnun úr 9. kafla Fyrra Konungabréfs ţar sem segir ađ ţegar Salómon hafđi lokiđ viđ ađ byggja musteri Drottins vitrađist Drottinn honum í annađ sinn og sagđi (3. vers): „Ég hef heyrt bćn ţína og grátbeiđni, sem ţú barst fram fyrir mig. Ég hefi helgađ ţetta hús, sem ţú hefur reist, međ ţví lćt ég nafn mitt búa ţar ađ eilífu og augu mín og hjarta skulu dvelja ţar alla daga."

Jeremíah minn, hallelúja og ammen, svo Gunnar Bjarnason, sem reyndar er afar fćr smiđur og hagur, smíđar á vegum Drottins. Gerđi hann ţađ líka ţegar hann smíđađi ćvintýrakirkjuna í Ţjórsárdal? Ţađ var endurgerđ kirkju á Stöng, sem ég rannsakađi sem fornleifafrćđingur, sjá hér, hérhér og sér í lagi hér, en sem arkitektinn Hjörleifur Stefánsson, međ smiđinn Gunnar Björnsson í hirđ sinni, ákvađ ađ skrumskćla. Ég var útilokađur frá endurgerđinni og kirkja sú sem reist var er ein stór vitleysa frá upphafi til enda. Ég hef aldrei lagt blessun mína yfir hana, ţó ég viti mest um ţessa kirkju, og er árangurinn í raun draumórar eins manns, Hjörleifs Stefánssonar, sem oft hefur veriđ frekar stórtćkur í endurgerđunum sínum, stórum sem smáum, sjá dćmi um ţađ hér. Ekki var mér heldur bođiđ til vígslu Ţjóđveldiskirkjunnar í Búrfelli og sárnađi mér ţađ auđvitađ mjög.

Ég get gefiđ yfirsmiđnum og ţess vegna fyrrverandi forsćtisráđherra og ţeim sem borguđu fyrir kirkjuskömmina í Búrfelli tilvitnun í sálma og orđskviđi viđ hćfi, um svik og pretti. En ég leggst ekki svo lágt ađ leggja nafn Drottins míns viđ hégóma - og Ţorláksbúđ er heldur ekkert annađ en hégómi.

Sannast sagna, ţá finnast mér komnar of margar endurgerđir og "tilgátubyggingar" á Íslandi. Ísland verđur međ ţessu áframhaldi eitt stórt "fornminja-Disneyland". Betur hefđi ef til vill tekist til, ef fornleifafrćđingar hefđu getađ liđsinnt áhugamönnum um ţessar byggingar í stađ arkitekta. 

Ef menn vilja endilega reisa "Ţorláksbúđ", vćri viđ hćfi ađ gera ţađ fjarri steinsteypukirkjunni, og búa međ tíđ og tíma til „Skálholt Theme-Park", (Fornleifasafniđ í Skálholti), reisa ţar t.d. hina stóru miđaldakirkju, sem Hörđur heitinn Ágústsson teiknađi, reyndar allt of háa, enda var hann ţjóđernisrómantíker af gamla skólanum. En ţađ vćri hćgt ađ lćkka bygginguna og spara efniviđ. En öll svona verkefni eru auđvitađ draumórar, ţótt stundum geti veriđ gaman af ţeim.

Af myndinni ađ ofan má ćtla, ađ landnámsskjólukerlingin af mjólkurfernunum hér forđum sé enn í tísku.

Ítarefni: les hér.


Herminjar

Fast vegabréf á Völlinn

Herminjar hafa ţví miđur ekki fengiđ verđskuldađa athygli á Íslandi. Á fundi ţjóđminjavarđa Norđurlandanna sem haldinn var í Borgarnesi áriđ 1995 lýsti Ţór Magnússon ţví blákaldur yfir, ađ á Íslandi vćru engar áhugaverđar herminjar, ţegar ţjóđminjaverđir hinna Norđurlandanna voru ađ rćđa ţađ sem dagsskrárliđ. Íslenskir fornleifafrćđingar hafa ţó á síđari árum samviskulega skráđ herminjar og rústir frá veru Breta og Bandaríkjamanna. Svo er líka alltaf veriđ ađ tala um Herminjasafn. 

Hér skal hins vegar sögđ saga af "forngrip", sem enn er ekki 100 ára, en sem segir samt mikla og merkilega sögu. 

Löngu áđur en ég fćddist bjó karl fađir minn um tíma í Keflavík eđa réttara sagt í Innri Njarđvík. Ekki var hann ţó Suđurnesjamađur, en hann fékk ekki lán í banka nema ađ hann lofađi ađ reka nýstofnađa heildverslun sína í Keflavík en ekki í Reykjavík. Bankastjórinn, sem setti ţćr einkennilegu reglur, hafđi eitt sinn veriđ í íslenska nasistaflokknum og honum leist víst ekkert á föđur minn, sem ćttađur var úr Niđurlöndum. 

Pabba líkađi dvölin í Innri Njarđvík og Keflavík vel. Tók hann herbergi og bílskúr á leigu en eyddi líka miklum tíma á Vellinum, enda átti hann ţar marga vini međ svipađan bakgrunn og hann. Hann fór ţó öđru hvoru í rútu til Reykjavíkur, ţví ţar ţurfti hann ađ skipa upp innflutninginum og koma honum í verslanir í Reykjavík.

Pabbi var svo tíđur gestur á Keflavíkurflugvelli, eins konar Sloppy Joe, ađ hann fékk Fast Gestavegabréf Nr. 10. Vćnti ég ţess ađ Bjarni Ben og ađrir gestir á Vellinum hafi einnig átt Föst Gestavegabréf međ enn lćgri númerum en pabbi. Kannski á Björn Bjarnason enn skjöld föđur síns og eins ánćgjulegar minningar og ég frá Vellinum. Kannski á Björn Bjarna sjálfur svona skjöld? Oft hef ég velt fyrir mér, hvort konur ţćr sem kallađar voru "Kanamellur" í "Ástandinu", hafi ţurft ađ bera svona merki, ţegar ţćr fóru á völlinn.

Síđar, ţegar ég var ungur drengur, 1968-1974, kom ég mikiđ međ pabba upp á Völl, stundum hálfsmánađarlega. Ţađ voru menningarlegar ferđir.

Mér er sérstaklega minnisstćđ ein heimsókn. Viđ fórum ţá međ eldri manni, sem hét Schuster, sem vann á launaskrifstofu Vallarins, til ađ skođa rússneskar flutningavélar, sem leyft hafđi veriđ ađ millilenda á Íslandi á leiđ til og frá Kúbu. Viđ komumst mjög nćrri vélunum og viti menn, Rússarnir komu til okkar og voru hinir vinalegustu. Einn ţeirra hafđi greinilega gaman af börnum og gaf mér og öđrum dreng nokkur merki. Ég fékk t.d. litla brjóstnál međ mynd af Lenín sem dreng. Ungliđaprjón ţennan hélt ég mikiđ upp á og kenni honum oft um ađ ég gerđist sósíalisti um tíma. Ég notađi hann einnig sem vopn!: Í MH kenndi ungur stuđningsmađur Sjálfstćđisflokksins mér um ađ ég hefđi rćnt honum og fćrt hann suđur í Straum međ valdi ásamt öđrum. Hann ásakađi ýmsa um ţađ sama, áđur en hinir einu sönnu glćponar fundust. Ég tók ţetta vitanlega stinnt upp og stakk Lenínprjóni mínum í rass fórnarlambs mannránsins. Síđar var ţessi góđi mađur, sem ég stakk međ Lenín, m.a. lögreglumađur á Seltjarnarnesi, frćgur fyrir ađ sekta menn fyrir hrađaakstur, lögfrćđingur og eigandi súludansstađar, áđur en hann var allur. Blessuđ sé minning hans.

Ég finn ekki lengur Lenínnálina, en tel víst ađ ég hafi náđ henni úr rassi fórnarlambs mannrćningjanna. Var hún lítiđ notuđ eftir ţađ. Vegabréf pabba á Keflavíkurflugvöll geymi ég hins vegar eins og hvert annađ erfđagóss, og mun ţađ ganga í arf mann fram af manni, ţví aldrei veit mađur hvenćr mađur hefur not fyrir slíkan skjöld.

Lenínnál, sem mun hafa veriđ svokallađur Oktyabryonok pinni fyrir ungliđa, međ blóđi súludansstađareiganda, er kannski ekki hinn krćsilegast minjagripur ađ halda í. Ef ég finn hann, gef ég hann frekar Ţjóđminjasafninu, ţví hann tengist á óbeinan hátt einu furđulegasta glćpamáli sem upp kom á 8. áratug síđustu aldar, mannráni í Menntaskólanum viđ Hamrahlíđ, en ţađ er ekki fornleifamál.

Fćrsla ţessi birtist áđur hér og er nú örlítiđ betrumbćtt.


Ť Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband