Fćrsluflokkur: Bćkur

Fjórar drottningar í einum sal

707921


Frábćrt er ađ heyra ađ bók Jóns Ţ. Ţórs og Guđjón Friđrikssonar, Kaupmannahöfn, höfuđborg Íslands í 500 ár, sé loks ađ koma út. Hafđi ég búist viđ verkinu fyrr, en allt hefur sinn tíma, jafnvel ţótt verkiđ hafi veriđ margstyrkt af ríkustu mönnum Dana- og Íslandsveldis, lífs og liđnum.

Danadrottningu og Forseta voru afhent séreintök af bókinni, sem kemur ekki á markađ dauđlegra manna fyrr en í byrjun desember. Ţetta eru tvö bindi og munu ţau kosta 14.900 krónur, sem er líklega ekki hátt verđ fyrir 4 kílógramma bók. Ég hlakka til ađ lesa ţetta verk. Ég fć ţađ kannski ađ láni hjá Ţórhildi ţegar hún er búin ađ lesa ţađ.

Myndin hér ađ ofan segir margt. Hún er af Danadrottningu ţar sem hún skiptist á orđum um bókina viđ konung vorn Ólaf Ragnar. Greinilegt er á fasi Danadrottningar ađ hún er búin ađ finna villu. Hún er nokkuđ natin viđ slíkt.

Guđrún Nordal situr ţeim á vinstri hönd eins og Foxill Lady međ lágfótu slengda um hálsinn, búin ađ setja handritin aftur í tóma skápana í Ţjóđmenningarhúsinu. Guđrún hefur augljóslega skotiđ öđrum ref fyrir rass, eftir ađ hún hefur látiđ skikka yfirvald allra safna, Margréti Hallgrímsdóttur, til ađ setja nćturvörđ og brunatryggingu á handritin međan ţau verđa til sýnis í Ţjóđmenningarhúsin í eina viku (sjá hér).

Margrét ţjóđminjavörđur lítur dálítiđ veimiltítulega út og stjörf, ţarna fyrir aftan royalíteitin. Líklega verđur hún ađ kaupa sér einhvers konar kött um hálsinn til ađ geta klórađ sig fram á fremsta bekk. Hún stjórnar ţó húsinu sem ţau sitja í. Sigmundur Davíđ mun redda ţví, ef hún sparar alla ónauđsynlega starfsmenn og stofnanir í burtu fyrir hann, svo hann geti jafnađ skuldavanda eyđsluseggjanna. Ţannig á nefnilega ađ gera ţađ. Ţjóđernisrembingurinn í honum er bara yfirklór.

Ég hef lítiđ álit á framsóknarkóngum. Ţađ held ég líka ađ Árni Magnússon hefđi haft.


Egilio saga

Egilio saga
 

Ég hef áđur sagt lesendum mínum frá góđri vinkonu minni í Vilnius. Ţađ er hinn mikli eldhugi Svetlana Steponaviciené, sem er mörgum Íslendingum kunn. Svetlana er nýbúin ađ gefa út nýja útgáfu af Eglu í Litháen, Egilio sögu. Ţetta er frábćrt átak og Svetlana á mikil hrós skiliđ. Gaman vćri nú ef einhver gerđi bókmenntum Litháa eins hátt undir höfđi á Íslandi eins og hún gerir okkar fornsögum.

Svetlana sendi mér nýútkomna útgáfu sína af Egils sögu um daginn, eftir ađ ég hafđi samband viđ hana međ sorgleg tíđindi. Ég sendi henni tilkynningu af mbl.is um fráfall hins mćta manns Arnórs Hannibalssonar, sem Svetlana hafđi  ţekkt í mannsaldur og međal annar unniđ međ í Sovétríkjunum forđum. Arnór var einnig konsúll Litháens á Íslandi. Hann hafđi mikiđ hjálpađ Svetlönu viđ ţessa nýju útgáfu hennar og höfđu ţau síđast veriđ í sambandi á Ţorláksmessu.

Ţetta er ekki ritdómur. Egils saga er eins og Egils saga er, en í ţessari bók heitir Egill bara Egilis, Skalla-Grímur heitir Grimas Plikagalvis og Kveldúlfur Kveldulvas og var vitanlega Bjalvio sunus. Ég les ţví miđur ekki litháísku en bókin mun fá heiđurssess í hyllum mínum - og jafnvel gćti ég lćrt litháísku međ ţví ađ bera Egils sögu á íslensku saman viđ ţýđinguna á litháísku. Ég verđ ţví ađ gefa Egils sögu á litháísku 6 grafskeiđar.  

6 grafskeiđar  

Bókartitill:  Steponaviciené, Svetlana 20112. Egilio Saga; Is senosios islandu kalbos verte Svetlanda Steponaviciené [Vilnious universiteto Skandinavistikos centras] Aidai, Vilnius. 

(Bókin er međal annar gefin út međ styrk frá Bókmenntasjóđi).


Tíđindi úr skriftastól síra Fornleifs

jesuite bookfare

Viđ síđustu fćrslu mína, sem fjallađi um sölu á fágćtum bókum úr safni Jóns Helgasonar prófessors í Kaupmannahöfn, fékk ég ágćta athugasemd frá afkomenda Jóns, Ólöfu Nordal listamanni. Ég ţakka henni fyrir.

Ólöf greindi frá ţví, hvernig síđari kona Jóns, Agnethe Loth, ákvađ ađ ánafna merkum bókum, skjölum og öđru úr eigu Jóns til jesúítasafnađar í Kaupmannahöfn. Er fyrri kona Jóns dó gátu menn ekki setiđ í óskiptu búi. Vćntanlega hafa börn Jóns ekki viljađ krefjast neins af föđur sínum og ekki gert sér í hugarlund ađ hann gengi aftur í hjónaband. En Jón fann sér nýja konu, eđa hún hann, en hún gerđist einnig međ tímanum háheilagur jesúíti. Heilagur Loyola hefur líkast gert sér ferđ upp úr neđra og fyrirskipađ henni ađ ánafna sál og ćviverki Jóns Helgasonar til jesúíta. Ţess vegna er nú veriđ selja safn Jóns - eđa jesúítanna - hćstbjóđanda á uppbođi í Kaupmannahöfn.

Međ einu símtali til skjalasafns kaţólsku kirkjunnar í Danmörku fékk ég upplýsingar um hvađ hafđi gerst.

Starfsmenn uppbođsfyrirtćkisins Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn heimsóttu nýlega prest Jesúítasafnađarins í Danmörku og fengu ađ vinsa úr safni Jóns Helgasonar ţađ sem ţeim ţótti bitastćtt af ţví sem eftir var. Séra Gerhard Sanders, sem er eini jesúítapresturinn sem eftir er í Danmörku var viđstaddur ţessa heimsókn frá uppbođshaldarafyrirtćkinu. Ég hringdi í dag (6. desember 2012) í séra Sanders, og líkt og konan á skjalasafni skrifstofu kaţólska biskupsdćmisins í Danmörku settist hann í skriftastól síra Fornleifs og sagđi mér allt af létta. Ég ţurfti ekki einu sinni ađ nota eina einustu ţumalskrúfu, strekkingarbekk minn eđa naglastól á svartkuflinn.

Agnethe Loth, síđari kona Jóns Helgasonar, ánafnađi öllu eftir Jón til jesúítasafnađarins í Kaupmannahöfn og nutu börn hans eđa Árnastofnun í Kaupmannahöfn ekki góđs af neinu. Jafnvel höfundarréttur ađ verkum Jóns lenti í eigu Jesúíta. Á 10. áratug síđustu aldar hafđi söfnuđurinn samband viđ Árnastofnun í Kaupmannahöfn og fékk stofnuninni einhver skjöl og t.d. málverk af Jóni. Annađ var selt á fornbókasöluna Lynge og sřn, og líklega hefur eitthvađ af ţví veriđ selt til íslenskra fornbókasala. Ein af perlunum var svo seld ţann 27. nóvember síđastliđinn.

Ađ sögn séra Sanders ţurfti ađ rýma húsiđ sem "var fullt af bókum". Ekki heyrđist mér monsignorinn hafa mikinn áhuga á bókum, en um bókasafniđ hafđi áđur séđ hollenskur preláti, sem nú er kominn á elliheimili í Hollandi.

Árnastofnun í Kaupmannahöfn á ekki bókina 

Hvernig Agnethe Loth datt í hug ađ jesúítum gagnađist bćkur og skjöl Jóns Helgasonar betur en t.d. Árnastofnun eđa Stofnun Árna Magnússonar í Reykjavík er erfitt ađ skilja.

Ljótt er til ţess ađ hugsa ađ Árnastofnun í Kaupmannahöfn hafi ekki hneppt bandiđ međ Skálholtsútgáfunum frá 1688. Landnámabókarútgáfuna úr Skálholti á stofnunin t.d. ekki til nema í ljósriti. En ţótt ađ Árnastofnun hefđi vitađ af bókinni fyrir uppbođiđ, ţá er jafn víst ađ ekki hefđi veriđ hćgt ađ kaupa hana, ţví ráđstöfunarfé ţess bókasafns sem Árnastofnun á Hafnarháskóla heyrir undir eru skitnar 2,2 milljónir íslenskra króna á ári.  


Selt út úr bókasafni Jóns Helgasonar prófessors

Upp er bođiđ Íslands

 

Uppbođshúsiđ Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn hefur oft á bođstólum vörur sem tengjast Íslandi á einn og annan hátt. Fyrirtćkiđ hefur sömuleiđis oft reynt ađ selja fölsuđ íslensk málverk og jafnvel fyrir íslenska stjórnmálamenn og ađra krimma, en hefur ekki orđiđ kápan úr ţví klćđinu eftir ađ Ólafur forvörđur fór á stjá. Oft seljast ţarna dýrgripir sem íslensk söfn missa af vegna áhugaleysis eđa fjárleysis, eins og t.d. gerđist fyrr á árinu, er forláta vasi međ einstökum Íslandsmyndum var bođinn upp. Fornleifur skrifađi um ţađ, bókstaflega međ grátstafina í kverkunum. Síđan ţá hefur vasinn örugglega brotnađ.

Í mörg ár hef ég veriđ í miklum vafa um kunnáttu og menntun sumra ţeirra „sérfrćđinga" sem vinna hjá Bruun Rasmussen, og nýlega upplifđi ég nokkuđ, sem renndi stođum undir ţann grun minn. Ég fór á Bókamessuna (Bogforum), sem í fyrsta skipti var haldin í Bella Centret á Ámakri í stađ Forum. Ţar var Uppbođsfyrirtćkiđ Bruun Rasmussen međ bás og kynnti ţar vćntanlegt uppbođ á fágćtum ritum, handritum og bókum, uppbođ númer 1248, sem er hćgt var ađ taka ţátt í á netinu ţann 27. nóvember sl. Ţarna var t.d. hćgt ađ sjá hluta af safni bóka Hans Christians Andersens um 60 bćkur og annađ sem verđsett var á 400.000-500.000 danskar krónur, sem og handrit frá frá Grćnlandi skrifađ og teiknađ af Niels Egede, syni hins ţekkta trúbođa Hans Egede, sem fjallar um dvöl hans í Egedesminde (Aasiaat) viđ Diskóflóa, verđ 100.000 kr.

Landnámabók 1688 og ţrjú önnur rit

Ég rak hins vegar strax augun í Landnámuútgáfuna frá 1688, Sagan Landnáma um fyrstu bygging Islands af Norđmönnum, sem gefin var út í Skálholti af Ţórđi Ţorlákssyni biskupi og prentuđ af Hendrick Kruse. Bókin er bundin í leđurband međ ţremur öđrum verkum úr Skálholti frá árinu 1688 og áćtlađ verđ ţeirra var 100.000 kr. Hinar bćkurnar sem bundnar voru í sama band og Landnáma: Christendoms Saga hliođande um ţađ hvornenn Christen Tru kom fyrst a Island at forlage ţess háloflega herra Ólafs Tryggvasonar Noregs Kongs;  Scheda Ara prests froda um Island og Gronlandia eđur Grćnlands saga Úr Islendskum Sagna Bookum og annalum samantekin og a latinskt maal skrifuđ. Áćtlađ verđ 100.000 danskar krónur.

Ég spurđi konu sem ţarna stóđ, sem kynnti sig sem M.A., sem er titill sem ekki er ekki einu sinni veittur í Danmörku nema ađ mađur kaupi sér hann á CBS (Copenhagen Business School og slíkum tívolískólum) og sá ég strax ađ hún hafđi lítiđ sem ekkert vit á bókfrćđi fyrri alda.

Ég tjáđi henni furđu mína á ţví, af hverju bćkurnar vćru kynntar sem Skalhollte books. Ţá tjáđi hún mér ađ "Skalhollte" vćri biskupsstóll á Íslandi. Ţar sem hún var M.A. og ég var Ph.D. fór ég ţá ađ reyna ađ skýra út fyrir henni ađ Skálhollte vćri bara stađsetningarţágufallsmynd af nafni Skálholts. Ég held ađ hún hafi ekki fattađ neitt, enda bara ráđin til ađ selja og vera sćt og látast vita eitthvađ sem hún hafđi ekki hundsvit á. 

Ingólfur Arnarsson 1688

Ingólfur Arnarsson. Í uppbođsskrá á ensku er hann kallađur riddari (knight).

Úr bókasafni Jóns Helgasonar prófessors 

Ţađ vekur vitanlega athygli ađ bćkurnar eru úr bókasafni Jóns Helgasonar prófessors og forstöđumanns Árnastofnunar, Arnamagnćanske Samling í Kaupmannahöfn frá 1927 til 1966, sem ég hitti einu sinni međ föđur mínum á Řster Voldgade 12 í Kaupmannahöfn á 8. áratug síđustu aldar. 

Ekki veit ég hvort Agnethe Loth, síđari kona Jóns eđa börn hans 3, hafi erft ţessa innbundnu Skálholtsútgáfur, en nú er líklegast ţröngt í búi hjá ţeim sem erfđi ţetta, og ţannig fara gersemar sem ţessar í sölu. Ég tek eftir ţví ađ bćkurnar eru vel forvarđar. Ţađ hefur líklega veriđ gert á Árnastofnun í Kaupmannahöfn. Kannski fylgja kvittanir fyrir ţví međ kaupunum. Ólíklegt ţykir mér ţó ađ einhver af afkomendum Jóns á Íslandi séu ađ selja „Skalhollte books". Ţađ vćri nú ţađ minnsta ađ geta gert grein rétt frá ţví sem selt er. Ţví finnst mér líklegast ađ ţetta sé ađ koma úr einhverju búi hér í Danmörku. En hvađ á mađur ađ gera viđ skruddur ţegar nýjar kynslóđir hafa ekkert vit á ţeim, erfingjarnir eru fyllibyttur eđa hagfrćđingar eđa einhverjar blćkur, sem ţurfa ađ kaupa íbúđ eđa bíl, eđa lifa af í atvinnuleysi "ESB-paradísarinnar", kannski hámenntađ fólk.

Eiginlega finnst manni ađ svona perlur eigi ađ varđveita á Íslandi.

Í fyrra var hlaupiđ til og reynt ađ stoppa vafasaman brotasilfurkaupmann frá Bretlandseyjum sem keypti víravirki frá ţví um 1950 og annan menningararf sem Íslendingar vilja koma frá sér til ađ hafa ráđ á IPad og öđrum nútímalystisemdum. En hver hleypur til ţegar "erfingjar" Jóns Helgasonar selja dýrgripi sína í Kaupmannahöfn? Hvar er fornminjalöggan ţá? 

Ég myndi ađ minnsta kosti hafa keypt Skálholtsprentin hefđi ég átt "moneypening", en ég er auđvitađ ekki eđlilegur ţar sem ég gef lítiđ fyrir yfirborđsmennsku, skrum og gírugheit nútímans. Ţess vegna var ţessi fćrsla skrifuđ á Brother ritvél frá 1948. Jón Helgason heitinn hefđi örugglega ekki gefiđ hátt fyrir íslenskuna, en ég vona hins vegar ađ hann snúi sér ekki önugur í gröfinni, nú ţegar Skálholtsbók hans hefur veriđ seld af menningarhörmöngurum í Kaupmannahöfn fyrir slikk (2.306.000 ISK).

Einhver hefur vćntanlega orđiđ glađur yfir ţví ađ nćla í ţessar fjórar bćkur í afburđargóđu bandi frá 17. öld.  Ţetta er ágćt jólagjöf. Vćntanlega var ţađ ríkur ţýskur bókasafnari sem á hillur sem hann er enn ađ fylla, eđa kínverskur fagurkeri og mannvinur sem vill kaupa upp menningu og lendur annarra ţjóđa. Ég hćtti vangaveltum, annars verđur mér flökurt.

Upp bođiđ 2

Ť Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband